Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR + Stefán Páll Björnsson læknir fæddist í Viðey 8. jan- úar 1919. Hann lést á öldrunardeild Landa- kotsspítala 22. des- ember si'ðastliðinn á 81. aldursári. Hann var sonur hjónanna Björns Jónssonar (23. júní 1888/30. apríl 1967), búfræðings og síðar kaupmanns i Ásbyrgi við Lauga- veg, og Sigríðar Gísladóttur húsmóð- ur (10. mars 1882/17. maí 1976). Stefán Páll lauk prófi frá Verslunarskólanum 1939 og stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1942. Hann lauk prófi frá læknadeild Háskóla Is- lands 1949 og varð sérfræðingur í handlækningum með sérstöku til- liti til þvagfærasjúkdóma 1954. Stefán var aðstoðarlæknir á berklahælinu á Kristnesi f Eyja- firði 1949 og námskandidat á fæð- ingardeild Landspítalans. Stefán hélt í sérfræðingsnám til Kanada 1951 sem styrkþegi í handlækn- ingum og þvagfærasjúkdómum við Winnipeg General Hospital. Árið 1954 sneri hann aftur til Is- lands og gerðist hcimilislæknir í Reykjavík jafnframt störfum við St. Jósefsspítala. Hann var um Ef menn ná nokkuð háum aldri, er eðlilegt og óhjákvæmilegt lögmál, að samferðamenn þeirra týna smám saman tölunni og skilja eftir tóm, sem rifjar upp um leið margvíslegar -'minningar frá liðinni tíð. Nú hefur einn þessara samferðamanna minna lagt upp í sína hinztu for, Stefán P. Bjömsson læknir. Stefán Páll, eins og fornvinur minn hét fullu nafni, lézt í Landa- kotsspítala 22. des. sl. Leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar við vorum ungir stúdentar á fimmta áratug al- darinnar. Til þess var sú saga, að bekkjarbróðir minn í Menntaskólan- um og góðvinur, Vilhjálmur Þ. Bjamar frá Rauðará, var gamall æskuvinur og leikfélagi Stefáns, enda ekki langt á milli heimila þeirra. Ásbyrgi, eins og húsið skeið héraðslæknir á Djúpavogi 1972. Eftirlifandi eigin- kona Stefáns er Ásta Lára Guðmundsdótt- ir hjúkrunarkona, f. 23. desember 1921, dóttir Guðmundar Guðmundssonar, út- vegsbónda á Rifi á Snæfellsnesi, og Jó- fríðar Jónsdóttur húsmóður. Stefáni og Ástu varð fimm barna auðið. Þau em: Guðmundur Jó- hann vélsfjóri (4. júní 1951), kvæntur Bylgju Bragadótt- ur. Bam: Ásfa Lára, f. 1994, Brynj- ar Bragi og Ásdís Elva. Bjöm fom- leifafræðingur (26. mars 1955), kvæntur Ornu S. Guðmunds- dóttur. Börn: Heiður Margrét f. 1979, Þórdís 1989 og Valgerður 1994. Sigríður hjúkmnarfræðing- ur (26. mars 1955), sambýlismaður Jón Jóhannsson. Stefán Lárus lög- fræðingur og sendifulltrúi (6. mars 1957), kvæntur Guðrúnu Bryndísi Harðardóttur. Börn: Hörður Páll, f. 1987, og Stefán Láms, f. 1992. Steingrímur Páll Ph.D. í líffræði (7. október 1960), kvæntur Nancy Ulbrandt. Bam: Lára Anna, f. 1995. títför Stefáns Páls fór fram í kyrrþey. Laugavegur 139 nefndist eftir verzl- un þeirri, sem faðir Stefáns rak í húsinu um langt árabil, var einungis góðan spöl frá hinu reisulega húsi á jörðinni Rauðará, þar sem Vilhjálm- ur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum. Nú er landslag orðið svo breytt á þessum slóðum, að einungis elztu menn muna, hvemig þá var umhorfs þar. En þessu samfélagi kynntist ég vel um 1940 og á góðar minningar frá báðum þessum stöð- um. Urðum við þrír mjög góðir vinir og hélzt sú vinátta alla tíð. Nú em þessir vinir mínir horfnir yfir móð- una miklu, og eftir em einungis minningar, sem gott er að ylja sér við á efstu dögum. Við urðum allir þrír stúdentar sama ár, 1942, Stefán að vísu fyrir norðan, en við Vilhjálmur hér syðra. Við Stefán settumst báðir í Háskól- ann haustið 1942, hann í læknisfræði, en ég í íslenzk fræði, eins og það hét þá. Vilhjálmur hélt aftur á móti vestur um haf, og varð starfsfeill hans nær óslitinn þar, meðan honum entist líf. Segja má, að samband okkar Stefáns yrði enn nánara, eftir að æskuvinur hans hvarf til náms í Bandaríkjun- um. Enda þótt fræðigreinar okkar Ste- fáns væm gerólíkar, nutum við þess að hittast á góðum stundum, ýmist heima hjá mér eða inni í Ásbyrgi. Þegar mig bar þar fyrst að garði, bjó öll ijölskyldan í húsinu. Foreldrar Stefáns, Sigríður Gísladóttir og Björn Jónsson á miðhæðinni, en bræðumir Skúli og Gísli, hvor á sinni hæð með konum sínum. Við Stefán vomm báðir lausingjar á háskólaár- um okkar, og því var notalegt að eiga athvarf í heimahúsum, þegar við vildum eiga stundir saman. Á ég margar minningar frá komum mín- um í Ásbyrgi, enda mér tekið jafnvel á öllum hæðum. Þá vora margs kon- ar mál rædd og ekki sízt heimsmálin, enda logaði heimsbyggðin öll í styrjaldarátökum og síðan afleiðing- um þeirra og því margt um að hugsa í hrjáðum heimi. Fóm skoðanir okk- ar Stefáns oft vel saman í þeim al- mennu efnum, sem við ræddum. Um læknisfræði og norræn fræði var sjaldnast rætt. Ekki má láta þess ógetið, að Sig- ríður, móðir Stefáns, tók oft þátt í umræðum okkar, enda hún sögufróð með afbrigðum og íylgdist með öll- um málum líðandi stundar. Bjöm, bóndi hennar, gerði og hið sama, en fór sér oft hægar en við, enda ein- stakt prúðmenni í öllu sínu fasi. Þegar við Stefán höfðum fest ráð okkar, sem gerðist raunar sama ár, 1954, hélzt vinátta okkar að sjálf- sögðu óbreytt um fjölmörg ár. En eins og oft vill verða, þegar heimili em stofnuð og börn bætast í búið, verða hugðarefni önnur og um margt annað að hugsa en líf lausingjans. Þannig fór líka, að samvemstundir okkar Stefáns strjáluðust smám saman, en þó vissum við alltaf hvor af öðram. Síðustu tíu árin reyndust vini mín- um og fjölskyldu hans þung í skauti. Lá hann á sínum gamla spítala, þar sem hann hafði í æsku sinni legið í fótarmeini af völdum berkla og einn- ig starfað sem læknir um mörg ár. Þar beið hann síns skapadægurs, sem rann loks upp aðfaranótt 22. desember sl. Að leiðarlokum þakka ég vini mín- um margar ánægjustundir fyrr á ár- um. Um leið sendi ég Ástu og börn- um þeirra og öðm skylduliði samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Jón Aðalsteinn Jónsson. Látinn er eftir langa sjúkrahús- vist einn besti vinur okkar, Stefán P. Björnsson læknir. Stuttu eftir að Stefán kom frá Bandaríkjunum úr sérnámi hittist svo á að Eiríkur frændi minn Ormsson bað mig að skreppa inn á Laugaveg 139 og at- huga rafmagnsbilun (Var ég þá að læra rafvirkjun hjá frænda.) Þá gafst mér tækifæri til að biðja Stefán að verða heimilislæknir okkar. Þá þurftu allir að velja sér heimilis- lækni, þetta var upphafið að áratuga vináttu okkar hjóna við Stefán og síðar barna okkar við hann. Segja má að þegar bömin okkar vom ung var maður oft fastagestur á stofunni hjá honum.Eg varð fljótlega heimil- isvinur hjá þeim, hans ágætu konu Ástu og bamahópnum sem ég kynntist nánast frá fæðingu. Eitt sinn er ég heimsótti Stefán á Landa- kot og öll börnin vora búin að koma sér í góða vinnu var Stefán stoltur þegar hann sagði mér frá þeirra hög- um. Stefán var mikill barnavinur (en hann var ekki allra, hann var sannur vinur vina sinna), átti hann kannski ekki langt að sækja að vera bama- vinur þar sem móðurafi hans var séra Páll Jónsson prestur í Viðvík í Skagafirði sem orti einn alfallegasta barnasálm sem sunginn er, og hefur verið í sálmabókum allt frá 1886: 0, Jesúbróðirbesti ogbamavinurmesti, æ, breið þú blessun þína ábamæskunamína. Stefán reyndist okkur einstaklega vel og var hjálpsemi hans svo að seint gleymist. Fyrir það viljum við þakka af alhug og biðjum Ástu og bömunum fimm allrar blessunar guðs. Segja má að þegar sjúkdómar em svo erfiðir og engin lækning er við getur maður sagt að Guð leggi líkn með þraut. Því er það von okkar að Guð sendi ættingjum Stefáns hið sanna jólaljós í hjörtu þeirra og minningin um góðan eiginmann, föð- ur, tengdaloður og afa lini sámstu sorgina. Ég kveð vin okkar Stefán Bjömsson með lokaversi er móður- afi hans orti á sínum efri ámm: Eilíf náð og elska þín ein skal vera huggun mín, ég því glaður mig og mína, minn Guð, fel í umsjón þína. Karl Ormsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. STEFAN PALL BJÖRNSSON Ifedak I jrjJ L Iwli J Win ‘i | V 1 \/ 1 —' V i*s-4 Seyky A J l • ’saL f-r .4 £.& /, Wr . ffi "* M jf'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.