Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eitt brúð- kaup og mafía KVIKMY]\DIR Háskóiabfó og Laugarásbíó MIKKIBLÁSKJÁR „MICKEY BLUE EYES ★ ★V2 Leikstjóri: Kelly Makin. Handrit: Adara Sheinman og Robert Kuhn. Aðalhlutverk: Hugh Grant, Jeanne Tripplehorn og James Caan. 1999. ÆTLI mafían sé ánægð með þetta? I stað þess að útmála hana sem fjölskylduveldi sem sér um sína og byggir á heiðri og hefndarskyldu eða sýna hana í ljósi kapítalsins með morðdeildir til þess að ná árangri í samningum hefur Hollywood upp á síðkastið notað hana í gamanmyndir - og með fínum árangri. Sálgreindu þetta! var ágætis kómedía um mafí- ósa sem þjáðist af samviskubiti og nú fáum við Mikka bláskjá um háttvísan Bretaræfil sem flækist inn í málefni mafíunnar í New York þegar hann biður dóttur glæpamanns að giftast sér. Myndin er eiginlega um tvo mjög svo ólíka menningarheima og gam- anmálin taka flugið þegar þeir rek- ast saman. Hugh Grant, sem virkar best þegar hann leikur í rómantísk- um gamanmyndum eins og þessari, er kurteisin og uppburðarleysið upp- málað eins og venjulega, sem lista- verkasali í New York. Hann kemst í kynni við mafíósa í gegnum kærustu sína, sem Jeanne Tripplehorn leikur, og áður en hann veit af er hann lent- ur í bragðvondu; fyrirtækið er sett í rannsókn, kærastan fer frá honum og já, svo liggur lík af manni í íbúð- inni hans. Handritið er sniðuglega samið með Grant fyrst og fremst í huga og hann mjólkar úr því allt sem er að hafa niðurbeygður og klaufalegur í þeim voðalegu kringumstæðum sem hann lendir í. Honum til halds og trausts er verðandi tengdapabbi, sem James Caan leikur reffilegur að vanda, ekki ókunnugur mafíuhlut- verkunum frá því hann lék Sonny í Guðföðurnum. Hann er býsna skemmtilegur reddari sem reddar í raun engu nema meiri vandræðum. Flestir aðrir leikarar eru eins og skornir út úr Martin Scorsese-mynd en eru fyrst og fremst spaugilegir með sinn þykka Brooklyn-hreim og einföldu lífssýn. Eitt besta atriðið er þegar Caan reynir að kenna Grant hvemig hann á að tala sem mafíósi. Myndin er vel heppnuð kómedía þar sem ekkert er tekið of alvarlega og síst mafían og býður þannig upp á fínustu skemmtun. Arnaldur Indriðason Sezi Seskir, Borgar Magnason, Hrafnkell Orri Egilssod'ógíHWafhíiÍItltti1 Atladdttir æfa dagskrá kvöldsins. Salonhljómsveit í Kaffileikhúsinu SALONHLJÓMSVEITIN L’amour fou heldur sína fyrstu tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld, fímmtu- dagskvöld, kl. 21. Leikin verður skemmtitónlist í anda 3. og 4. áratugarins, tangóar úr smiðju Gardels, Piazzolla, Al- beniz og Gade svo og nokkur vel þekkt íslensk dægurlög í nýjum útsetningum Hrafnkels Orra Eg- ilssonar, svo sem Austurstræti Ladda, Dagný Sigfúsar Hall- dórssonar og Litli tónlistarmaður- inn eftir 12. september. Auk þess flytur sveitin m.a. kvikmyndatónlist eftir Chaplin og Nino Rota í útsetningum Hrafn- kels Orra. Salonhljómsveitina L’amour fou skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardótt- ir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Borgar Magnason, kontra- bassi og Sezi Seskir, pfanó. Hljóð- færaleikararnir stunda tónlistar- nám í Þýskalandi og Belgíu. Ljúft og þægilegt TÖNLIST HI j« m (1 i s k a r HVAR SEM SÓLIN SKÍN Björn Thoroddsen leikur lög Gunnars Thoroddsen. Hljóð- færaleikarar: Bjöm Thoroddsen gítar, Bjarni Sveinbjörnsson kontrabassi, Halldór G. Hauks- son slagverk, Stefán S. Stefáns- son flauta, saxófónn, Jónas Þórir orgel, Eiríkur Örn Pálsson trompet, flygilhorn. Hljóðblönd- un: Gunnar Smári Helgason. Upptökur fóru fram í BT- hljóðverinu, Bessastaðahreppi, 1999. Stjórn upptöku & út- setningar: Björn Thoroddsen. Útgefandi: Vaka-Helgafell. EITT síðasta verk Gunnars heitins Thoroddsen var að und- irbúa útgáfu á hljómplötu með úrvali laga sinna, og þegar plat- an kom út „vakti það undrun margra hversu heilsteyptar tónsmíðar þessa stjórnmála- manns voru, einsog segir í inn- slagi með diskinum. Gunnar var krakki er hann hóf píanónám (fyrst og fremst með því að fylgjast með tónlistarkennslu eldri systkina sinna), en naut leiðsagnar síðar. Sótti m.a. tíma í orgelnámi hjá Páli Isólfssyni. Hæfileikar hans til tónsmíða komu snemma í ljós, en elstu lagasmíðar hans eru frá 1930. Þá var Gunnar tvítugur að aldri. Eitthvað hefur maður áður heyrt af þessum lögum, sem nú birtast sem lítil sæt tónaljóð í þægilegum dægurlagabúningi frænda stjórnmálamannsins, Björns Thoroddsen, stundum léttdjössuðum (endaþótt ég kalli það ekki djass). Eiginlega hálf- gerðar dansæfingar (sumar vanga-), oft í ek. valstakti. Þetta eru ófrumlegar en aðlaðandi og oftast áferðargóðar tónsmíðar, a.m.k. í þessum búningi, oft með ágætri melodíu - en sjaldan að sama skapi eftirminnilegri. Nefna má fyrsta lagið, Barnalag, í því sambandi, einnig 5., 6. og 7. (I sannleik hvar sem sólin skín, Vögguljóð, Sigga lag). Einna helst gætir þó tilþrifa í tveimur síðustu lögunum, Vor og Ave María. Björn á reyndar tölu- verðan þátt í því. - En það er auðvitað mjög ánægjulegt að hinn áhrifamikli og önnum kafni stjórnmálamaður skyldi finna sér tíma til að sinna músíkalskri listþörf sinni, og árangurinn er mjög frambærilegur, þótt hann sæti ekki stórtíðindum. Ekki geri ég mér fyllilega grein fyrir því hvort þessar tónsmíðar hafi grætt eitthvað verulega á því að klæðast létt- djössuðum fötum dægurlagsins (eða danslagsins), sem hljómar oftast einsog þægileg „dinner- músík“ sem krefst engrar sér- stakrar athygli. En Björn Thor- oddsen er smekkmaður og gerir ekki meira úr hlutunum en efni standa til. Og allir leika vel á sín hljóðfæri, endaþótt ég kunni ekki að meta mandolín- eða balalaikueftirhermu. Hljóðritun mjög góð. En hvað um það: Thoroddsen- ar hafa alltaf farið vel í mitt taugakerfi, og svo er einnig um Gunnar heitinn, endaþótt mér sé um megn að gaspra um hann á háu nótunum sem tónskáld. Oddur Björnsson leik nemenda sinna og mismun á því að gagnrýna samda tónlist og spunna. David Zoffer er yfirmaður djassdeildar New England Con- servatory Preparatory School and Shool of Continuing Education í Boston í Bandaríkjunum. Hann kennir einnig við Rivers-tónlistar- skólann þar í borg, og sér þar um vikulega þjálfun kennara skólans í spunatækni og -kennsluaðferðum. Hann verður í ár gestafyrirlesari á tónlistarþinginu Rivers Seminar of Contemporary Music for the Young, en á meðal fyrri fyrirles- ara þar eru Gunther Schuller, John Cage og Denilo Perez. Hann hefur komið fram víða á tónleik- um og í upptökum með tónlistar- mönnum á borð við Wynton Mar- salis, Eddie Comez, Don Byron, Paul Bley, David Liebman, Bob Moses, Don Alias, Bela Fleck, Marcus Belgi-ave, Harry Connick Jr., David Gilmore o.fl. Námskeiðið verður í sal FÍH og fer skráning fram í Tónlistarskóla um jákvæða gagnrýni kennara á David Zoffer FÍH. Námskeið í spuna fyrir tónlistar- kennara DAVID Zoffer heldur námskeið fyrir tónlistarkennara föstudaginn 7. janúar og laugardaginn 8. jan- úar nk., þar sem hann kennir hvernig beita má „impróvisation" eða spuna í kennslu. Áhersla verð- ur lögð á að kenna hvernig bæta má spunaþættinum inn í hefð- bundna kennslu. Kynntar verða skriflegar spunaæfíngar og kennsluleiðbeiningar. Sýndar verða aðferðir við að leika af fíngrum fram, en einnig hvernig kennarar geta hlustað á og greint spuna hjá nemendum sínum og hvatt þá til áfrainhaldandi til- rauna á því sviði. Fjallað verður Islands lag- TONLIST HI j ó m d i s k a r VORVINDAR Karlakórinn Söngbræður, Borgarfirði. Stjórnandi: Jacek Tosik-Warszawiak. Undir- leikari: Zsuzsanna Budai. Einsöngur: Dagrún Hjartardóttir, Sigurgeir Sindri Sigurgeirs- son, Snorri Hjálmarsson, Theodóra Þorsteinsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson. Einnig Spaðaljarkinn, karlakvartett (Undir Stórasteini). Upptaka fór fram í Reykholt- skirkju 1. og 2. maí 1999. Hljóðupptaka: Studio Stemma. Upptökumaður: Sigurður Rúnar Jónsson. Útgefandi: Karlakórinn Söngbræður. KARLAKÓRINN Söngbræður hefur starf- að síðan 1978, íyrst sem (um það bil) þrefaldur kvartett, en nú skipa kórinn um 40 manns vítt og breitt úr Borgarfjarðarhéraði. Söngstjóri frá upphafi til 1994 var Sigurður Guðmundsson, bóndi og organisti á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Jacek Tosik-Warszawiak hefur stjómað kóm- um síðan, en hann kemur frá Póllandi og hefur búið á Borgarnesi síðan 1992 og starfað þar sem einleikari, píanókennari, undirleikari og söng- stjóri. Hann er að auki píanóleikari i Berlínar- tríóinu, og stofnaði Trio Cracovia fyrir nokkr- um árum, sem haldið hefur tónleika í Bretlandi og Bandaríkjunum. Undirleikarinn er ft'á Ung- verjalandi, kenndi fyrst við tónlistarskólann á ísafírði, en síðan 1997 hefur Zsuzsanna Budai kennt við Tónlistarskóla Borgai-fjarðar. Söngskráin á þessum fyrsta hljómdiski kórs- ins er mjög blönduð, en flest þekkt lög og vin- sæl, allt frá Bellman til Verdis og Mozart (aría og kór úr Valdi örlaganna - mjög vel sungið af Theodóru Þorsteinsdóttur og kór reyndar líka - og Töfraflautunni). Við höfum hér nokkur þjóðlög frá Póllandi, eitt skoskt og eitt íslenskt (Kmmmavísur), tvö alþekkt karlakórslög eftir Sigvalda Kaldalóns (Islands lag og A Sprengi- sandi); undir Stórasteini (nokkuð skemmtilega sungið) eftir Jónas og Jón Múla Arnasyni. Og auðvitað Hrausta menn (virðist allt í góðu lagi með lungun í Snorra Hjálmarssyni). Söng- skránni lýkur með tilkomumiklu lagi Páls Is- ólfssonar, Brennið þið vitar, ágætlega flutt af kór og undirleikara. Yfirleitt er hvorki ástæða til að hrósa þessum flutningi kórsins sérstaklega, enda dálítið mis- jafn, eða láta miður góð ummæli falla. Kórinn er líkur öðrum karlakórum sem ég hef verið að hlusta á að undanförnu (og gegnum tíðina), pg ef eitthvað er í betri kantinum. Þetta er „Is- lands lag“ - hvort sem lögin ei-u eftir Bellman, Sibelius, Mozart eða Verdi - eða bara polska polska. Og ekkert nema gott um það að segja. Hljóðritun er góð. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.