Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fáskrúðsfjörður í nærmynd, skyldi Stalín vera þar? I SIÐUSTU sveitar- stjórnarkosningum á Fáskrúðsfirði kom fram nýr framboðslisti sem nefndur var Óska- listinn og var hann skipaður ungu fólki, sem beitti þeim blekk- ingum og áróðri, að segja að þeir sem störfuðu í hreppsnefnd á árum áður hefðu staðið sig illa og rétt væri að gefa ungu fólki með nýjar og sjálf- stæðar skoðanir tæki- færi. Unga fólkið taldi að þetta tækifæri feng- ist ekki inni á listum með þeim eldri, heldur yrði að bjóða fram sérlista. Óskalistinn fékk góðan byr í kosn- ingunum og fékk um 25% fylgi og einn mann kjörinn og var nálægt því að fá tvo menn, þannig að greinilegt var að stór hluti bæjarbúa var á þeirri skoðun að gefa ætti ungu og áhugasömu fólki tækifæri. Hvernig skyldi nú Óskalistinn hafa komið þeim eldri fyrir sjónir sem undir- bjuggu sig fyrir kosningarnar, skyldi hann raska einhverju ímynd- uðu valdajafnvægi sem hefur ríkt í bænum eða skyldi hann blása nýju og kraftmiklu lífi í stjórnun bæjarfé- lagsins, eins og þetta unga fólk lof- aði svo hátíðlega í kosningabarátt- unni? Skemmst er frá því að segja að framsóknarmenn á Fáskrúðsfirði fögnuðu þessu framboði mjög og héldu ekki vatni af hrifningu yfir þessu framtaki þeirra ungu og ósk- uðu þeim við hvert tækifæri til ham- ingju og ekki að undra, því Óskalist- inn var sannarlega þeirra Óskalisti og fékk hann þegar á sig stimpilinn litli Framsóknarflokkurinn og allt það háð og spott, sem fram kom á Óskalistann fyrir kosningar, hefur staðið eins og stafur á bók. Hjá hinum gömlu framboðum á Fáskrúðsfirði þ.e. Samtökum óháðra, Alþýðubandalaginu og Sjálfstæðisflokknum sem undir- bjuggu að bjóða fram sameinaðir í kosningunum og ætluðu með því að Eiríkur Stefánsson skáka nátttröllunum í Framsóknarflokknum og fá hreinan meiri- hluta, ríkti ekki sama gleðin jrfir þessu fram- taki og ekki var um hamingjuóskir að ræða til hinna ungu, því þetta framboð setti verulegt strik í reikn- inginn hjá þeim og gjöreyðilagði um leið alla þeirra möguleika, enda leikurinn til þess gerður eins og síðar kom í ljós. Það fór eins og al- mannarómur sagði fyr- ir kosningar að Óskalistinn gerðist hækja framsóknarafturhaldsins í sveitarstjórn og fylgdi þeim eftii- skoðanalaus með tómt höfuð og eng- ar hugmyndir og er eins og hundur í bandi sem hlýðir húsbóndanum þeg- ar hann sigar honum. Nú er liðið eitt og hálft ár frá kosningum og hefur komið margoft fram það ofríki sem ávallt ríkir á Fáskrúðsfirði, þegar stóri Framsóknarflokkurinn stjórn- ar í meirihluta með skoðana- og áhugalausar lyddur sér við hlið eins og nú er. Má t.d. nefna málsmeð- ferðina á úthlutun hins svokallaða byggðakvóta sem Búðahreppi áskotnaðist og sveitarstjórn var treyst til að úthluta eftir reglum sem stjórn Byggðastofnunar setti þeim, en þó fyrst og fremst af rétt- læti. Auglýst var eftir umsóknum í kvótann í heimabyggð og bárust 4 umsóknir og voru þær opnaðar á fundi byggðarráðs Búðahrepps og gerðar opinberar. Nokkrum dögum síðar þóknaðist stóra Framsóknarflokknum að gefa nýjum aðilum tækifæri til að sækja um byggðakvótann, þó að öllum væri það ljóst að tilboð hinna fjög- urra væru orðin opinber og lægju frammi. Ekki datt litla Framsóknar- flokknum í hug að sýna sjálfstæði sitt og mótmæla þessum vinnu- brögðum, heldur lallaði inn á fund dillandi rófunni framan í húsbónd- ann, sleikti skóna hans og beið fyrir- skipana og gelti síðan í takt eins og venjulega. Minnihluti sveitarstjórn- ar mótmælti þessum vinnubrögðum harðlega og gekk síðan af fundi og neitaði að taka þátt í úthlutun byggðakvótans. Stóri Framsóknar- flokkurinn var þá ekki lengi að mat- reiða súpuna ofan í þá litlu, sem tóku við með góðri lyst eins og venjulega og kjömsuðu á. Dubbuð var upp og sett í sparifötin framsóknannadd- ama og dóttir fyrrverandi stjórnar- Stjórnmál Saga Fáskrúðsfjarðar segir okkur, segír Eiríkur Stefánsson, að allir þeir sem hafa starf- að með framsóknar- mönnum í meirihluta sveitarstjórnar á Fáskrúðsfirði hafa glat- að trúverðugleika. manns Kaupfélagsins með kaupfé- lagsblóð rennandi í æðakerfinu og enga réttlætiskennd og lagði hún fram tillögu um að úthluta þremur fyrirtækjum kvótanum og mátti heyra tárin renna, þegar hún flutti tillögu sína, slík var geðshræringin og var tillaga hennar samþykkt ein- róma, undir hjartnæmum ræðum stóra Framsóknarflokksins og lítils háttar gelti frá litla skoðanalausa Framsóknarflokknum sem að sjálf- sögðu sýndi hollustu sína í þessari óhæfu eins og öðrum. Það næsta sm gerist er að Byggðastofnun sem átti að staðfesta og eiga síðasta orðið í úthlutun byggðakvótans tók fyrir afgreiðslu fjórmenningaklíkunnar frá Fáskrúðsfirði og skemmst er frá því að segja að stjómarmenn Byggðastofnunar ógiltu algjörlega úthlutunina á kvótanum og kröfðust þess að allt málið yrði tekið upp á nýjan leik. Sveitarstjórn Búða- hrepps eða réttara sagt meirihluta sveitarstjórnar var nú ekki lengur treyst fyrir því að úthluta byggða- kvótanum og fenginn var hlutlaus ráðgjafi sem Búðahi-eppur réð til starfa til að fara oí'an í málið og koma með tillögur. A þessari stundu hefði sveitarstjórn átt að hafa vit á því að óska eftir því að starfsmenn og stjórn Byggðastofnunar réðu málinu til lykta og legðu fram tillög- ur um úthlutun kvótans. Þess í stað réð sveitarstjórnin sér ráðgjafarfyr- irtæki til starfans og kastaði þar með á glæ fjögur til fimm hundmð þúsund krónum úr sveitarsjóði, sem þessi óþarfa ráðgjöf kostaði, en það er svona svipuð upphæð og ein ræst- ingakona hefur í laun á heilu ári hjá Búðahreppi, en stefnt er að því að lækka laun í ræstingum hjá sveitar- félaginu, en það er önnur saga, sem verður tekið á síðar hjá þessum seinheppnu trúðum. Þegar tillög- urnar sáu dagsins ljós, kom í ljós að það fyrirtæki sem ráðgjafarfyrir- tækið lagði til að fengi allan byggða- kvótann, ég endurtek allann byggðakvótann, var einmitt það fyr- irtæki sem framsóknarhrollvekjan á Fáskráðsfirði lagði til í sinni tillögu að fengi ekki eitt einasta kíló. Sem sagt ekki stóð steinn yfir steini í því sem þessar steinmnnu framsóknar- sálir í sveitarstjórn Búðahrepps höfðu lagt til, þegar þær af sínu ör- læti og réttlæti útdeildu nokkrum þorskum til hinna fátæku. Nú hefði mátt ætla að málinu væri þar með lokið og þessir steingerv- ingar á Fáskráðsfirði myndu stað- festa tillögur ráðgjafarfyrirtækisins sem þeir sjálfir réðu til starfa, en það var nú aldeilis ekki, heldur vís- uðu þeir málinu frá sér til Byggðast- ofnunar með miklum hroka, yfirlæti og óvirðingu í garð stjórnar Byggða- stofnunar. Byggðastofnun staðfesti svo til- lögur ráðgjafarfyrirtækisins á fundi sínum og þar með lauk þessum farsa, þar sem utanaðkomandi aðil- ar þurftu og gátu tekið fram fyrir hendurnar á þessum framsóknar- náttröllum, sem kunna ekki að skammast sín og því síður að starfa af réttlæti fyrir alla, heldur starfa þau þannig að réttlætið er bara fyrir suma og þeim þóknanlega. Óskalistafólk sem kom fram með sérframboð undir fölskum for- merkjum, flettir greinilega aldrei upp sinni stefnuskrá og bauð fram undir formerkjum slagorðsins „breyttu til og breyttu rétt“ hefur orðið sér til skammar hvað eftir ann- að í störfum sínum og brotið sveitar- stjórnarlög, þar sem segir að menn sem kjörnir eru til starfa í sveitar- stjórn, eigi að fara eftir samvisku sinni og sannfæringu við afgi’eiðslu mála. Ef þessi vinnubrögð og mörg önnur eni þeirra samviska og sann- færing, þá hefði verið einlægra fyrir þetta unga fólk að ganga hreint til verks og fylkja sér beint undir merki Framsóknarflokksins á Fá- skrúðsfirði, sem hefur enga sam- visku né sannfæringu þegar um völd og áhrif er að ræða í bæjarfélaginu, enda kom það vel fram í þessu máli „vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlætiT I stefnuskrá Óskalistans fyrir síð- ustu kosningar stóð eftirfarandi setning: „Sumum finnst við óábyrgir krakkavitleysingar, en við höfum trú á bæjarfélaginu og á okkur sjálf- um“ en þeir hefðu átt að bæta við: „Framsókn er minn hirðir og mig mun ekkert bresta“% Ég veit að trá Óskalistafólks á sjálfu sér er ekki til staðar lengur hjá stórum hluta af frambjóðendum listans og hann á þegar í stað að yf- irgefa meirihlutasamstarf við stóra Framsóknarflokkinn. Saga Fá- skrúðsfjarðar segir okkur að allir þeir sem hafa starfað með fram- sóknarmönnum í meirihluta sveitar- stjórnar á Fáskrúðsfirði hafa glatað tráverðugleika og sjálfstæði sínu og hafa beðið mikið tjón í næstu kosn- ingum (skoðið söguna) og eru vilja- laust verkfæri í höndum þeirra og sú framtíð bíður ykkur á Óskalistan- um, ef þið snúið ekki við blaðinu nú þegar. Á Fáskrúðsfirði ríkir samfé- lag á niðurleið, og ekki hefur sést sá þróttur og það viðnám gegn þeirri þróun sem Óskalistinn boðaði í kosningunum og ekkert nýtt hefur séð dagsins ljós, sem fyrrverandi sveitarstjórnarmenn voru ekki bún- ir að koma í höfn. Höfundur er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hvers virði er lífið? UNDANFARNA mánuði hafa birst greinar í dagblöðun- um þar sem einstakl- ingar, titlaðir sem menntaðir menn, rök- styðja það hvers vegna þörf sé á því að flytja Reykjavíkur- flugvöll. Þessi um- ræða minnir óneitan- lega á það að hæst glymji í tómri tunnu. Mér finnst því veru- leg þörf á því að upp- lýsa almenning um nokkrar þeirra ástæð- na að völlurinn er þar sem hann er og hvers vegna það séu fá rök nógu sterk til að flytja hann. Það sem yfirleitt gleymist er að Reykjavíkurflugvöllur er stærsta öryggistæki landsins. Hann er inn- an við 2 km frá fullkomnustu sjúkrahúsum landsins. I jafnfá- mennu samfélagi og Island er eru ekki til fjármunir til að reka nema eitt eða tvö hátæknisjúkrahús. Þess í stað er fólk flutt loftleiðis allt að 400 km. Það er ekki að ástæðulausu að fólk er flutt úr þyrlu í flugvél úti á landi ef talið er að flugvélin verði fljótari að koma súklingnum undir læknis- hendur. í neyðartilfellum skiptir hver sekúnda máli, það staðfesta sjúkraflutningamenn í Reykjavík, og sér þá hver maður að það væri alls ekki rökrétt að fljúga með bráðasjúkling til Keflavíkur og keyra hann síðan til Reykja- víkur. Fyrir þá sem ekki vita var t.d. talið nauðsinlegt að hafa blindaðflug að þyrlu- pallinum við Borgar- spítalann þrátt fyrir að stutt væri niður á flugvöll, enn og aftur öryggisins og tímans vegna. Er það kannski al- menn skoðun Reyk- víkinga að fólk utan af landi sé annars flokks einstaklingar, sem þurfa ekki að komast undir læknishendur fyrr en eftir dúk og disk? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst ekki við hæfi að hafa flugvöll við gömlu borgina. Við skulum þá krossa fingur og vona að sem fæstir Reykvíkingar þurfi bráðainnlögn þegar þeir eru staddir utan höfuðborgarsvæðis- ins. Það hefði enginn óskað Vest- manneyingum að vera flugvallar- lausir þegar gaus 1973 og það ósk- ar enginn Reykvíkingum að vera flugvallarlausir ef náttúruhamfarir ríða yfir Reykjanesið. Með öðrum orðum, Reykjavíkur- ílugvöllur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðis- og öryggiskerfi þjóðar- innar. Án hans er almannavarna- og heilbrigðiskerfi landsins aðeins rústir einar sem seint verður hægt að byggja upp af sama styrk aftur. Flugvöllur sem er jafnmikið ör- yggistæki og Reykjavíkurflugvöll- ur dugar heldur ekki ef hann er í annars flokks ástandi. Til dæmis út frá brautarskilyrðum eða blind- aðflugum inn á völlinn, að ekki sé rætt um ef veðrið er mjög slæmt. Helga Hjörvar datt í hug að hafa bara eina braut. Honum er greini- lega ekki kunnugt um að þó svo færustu flugmenn þjóðarinnar geti skellt sér niður í nánast hvaða veðri sem er og við hvaða aðstæð- ur sem er, J>á sé það brot á örygg- isreglum. I siðmenntuðum samfé- lögum kallast það brjálæði. Það lenda t.d. fáir á braut 14 með meira enn 20-30 hnúta þvert á braut s.s. í góðri norðanátt. Ljósi punkturinn er þó sá að augu manna hafa opnast fyrir því að leggja Suðurgötuna í stokk. Þá yrði stórhættulegri umferðar- gildru eitt, sem reyndar kemur flugi ekkert við heldur almennri umferð, og gert keift að lengja braut 14 um 300-500 metra út í sjó. Þar með mætti töluvert minnka álag á braut 20. Vissulega er ónæði af flugvellin- um, en ef t.d. er tekið mið af háv- aðamengun sem hann veldur er staðreyndin sú að ekki er hægt að gera viðunandi mælingar sökum hávaða frá bílaumferð kringum völlinn. Öll flugtök eru bönnuð frá klukkan 23:30 til 07:00 og lending- aræfingar eru bannaðar nema rétt meðan flestir eru enn í vinnunni, Vilberg Tryggvason þetta ásamt öðrum fyrirbyggjandi ráðstöfunum tryggir lágmarks- ónæði af völdum flugumferðar kringum völlinn. Auk þess eru stærstu vélar sem lenda reglulega á vellinum núna, BA-146 (fjöguiTa hreyfla farþegaþota), jafnframt Flugvöllur Oft gleymist, segir Yil- berg Tryggvason, að Reykjavíkurflugvöllur er stærsta öryggistæki landsins. meðal lágværustu farþegavéla sem finnast í heiminum Friðrik H. Guðmundsson hélt því fram að viðgerðir á Reykjavík- urflugvelli væru í raun dulbúin gerð millilandaflugvallar og í raun þyrfti ekki nema brot af núverandi fjárveitingum til að gera flugvöll- inn fyllilega nothæfan fyrir innan- landsflug um nánustu framtíð. Ég vonast til að hann sjái sér fært að ganga um flugvöllinn til að kynna sér raunverulegt ástand vallarins og hvernig alþjóðastaðlar kveða á um að svona völlur skuli gerður. Auk þess er kominn tími á að end- urbyggja stóran hluta af þeim þjónustubyggingum sem fyrirtæki vallarins nota og eru fyrir löngu búin að sprengja utan af sér. Einnig á eftir að leysa þá þraut sem það vissulega er að halda Vatnsmýrinni í núverandi horfi eftir að búið verður að byggja þar upp undir 20.000 manna byggð. Eða skulu fuglar borgarinnar lifa á brauðinu einu saman? Fram á þennan dag hefur fugl- um og mönnum gengið ágætlega að samnýta þann græna reit sem völlurinn myndar. Eftir að Mikla- brautin verður færð niður fyrir Umferðarmiðstöðina verður búið að samnýta þetta svæði enn betur. Tölfræðin segir að með því að færa allt það flug sem nú er í Reykjavík til Keflavíkur muni auk- in umferð til Keflavíkur kosta 2-3 mannslíf í umferðinni á ári, það eru ekki nema u.þ.b. 20-30 manns á tíu ára tímabili. Það er fyrir löngu kominn tími til að stjórnvöld taki ábyrga af- stöðu til vallarins og viðurkenni hann sem einn af grundvallarþátt- um fyrir því að hin dreifða byggð blómstri á Islandi og heilbrigðis- kerfi verði eins gagnvirkt og auðið er. Þingmenn þjóðarinnar og ekki síst landsbyggðarinnar ættu nú að bretta upp ermar og berjast sem einn maður fyrir því að völlurinn verði áfrarn á núverandi stað, landsmönnum öllum til heilla. Það getur vart talist eðlilegt að hópur Reykvíkinga geti stuðlað að skertri heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina, vegna þess eins að þeim mislíki staðsetning vallarins. Að lokum vona ég að sem flestir geti sameinast um að gera völlinn veglega upp sem hvert annað sam- göngumannvirki, en ekki láta hann líta út eins og vanhirta verksmiðju um ókomin ár. Höfundur er starfandi flugmaður á Reykjavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.