Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 51. MINNINGAR + Jóhann Jónsson fæddist á Bfldu- dal 13. júlí 1923. Hann lést á St. Jós- efsspítala 20. desem- ber síðastliðinn. Jó- hann var sonur hjónanna Jóns Jó- hannssonar skip- stjóra og Jónínu 01- afsdóttur húsmóður. Jón fæddist á Barða- strönd 14.2. 1888 og lést árið 1949. Jónína fæddist 24.9. 1899 á Gaddastöðum undir Eyjafjöllum og lést 10.7.1993. Eftir fráfall Jóns giftist Jónína Benedikt Jónssyni, f. í Fellsdal í Dalasýslu 2.4. 1889, d. 2.9. 1967. Þau giftu sig árið 1956. Systkini Jóhanns eru Ólafur, f. 3.10. 1919, lést í sjóslysi 17 ára gamall hinn 19.9. 1936; Guðrún f. 7.9. 1926; og Rannveig (Ransy) f. 15.8. 1928. Systurnar eru báðar giftar og búsettar í Bandaríkjun- um. Jóhann byrjaði til sjós aðeins 11 ára gamall frá Bfldudal. Fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur ár- ið 1940 og fór Jóhann þá að starfa sem kyndari og háseti á togurum Við kveðjum Jóhann Jónsson með söknuði og þakklæti fjTÍr góð kynni og ósk um frið honum til handa eftir hans þrautagöngu síðustu mánuði vegna erfíðra veikinda. Jóhann tókst á við sjúkdóminn með ótrúlegu jafn- vægi og æðruleysi, alltaf skein hans góða skopskyn í gegn um erfiðleik- ana, alveg fram á síðasta dag. Við systkinin kynntumst Jóa þeg- sem sigldu til Kan- ada, Bandaríkjanna og Englands seinni styrjaldarárin. Árið 1950 fór Jóhann á verkstjórnarnám- skeið og gerðist verkstjóri í Hrað- frystihúsinu Heima- skaga á Akranesi. Þar kynntist hann konu sinni, Huldu Jónsdóttur, f. 16.6. 1932, d. 4.6. 1996. Þau giftu sig árið 1952 og fluttu til Reykjavíkur 1958 þar sem Jóhann starfaði sem verkstjóri á Kirkjusandi. Til Grindavíkur fluttu þau Jóhann og Hulda árið 1960, þar starfaði Jó- hann í Hraðfrystihúsi Grindavík- ur til ái-sins 1974. Næst lá leiðin til Hafnarfjarðar þar sem Jóhann hafði fengið stöðu verkstjóra í Niðursuðuverksmiðjunni Ora og vann hann þar þar til hann hætti störfum árið 1993. Þau Jóhann og Hulda eignuðust þijú börn, Ólaf, f. 26.10. 1952, Jónu Maríu, f. 18.12. 1957, og Sigurð, f. 1.10.1963. Útför Jóhanns fór fram frá Víðistaðakirkju 29. desember. ar með honum og móður okkar tók- ust kynni sem þróuðust í gott og heilbrigt vináttusamband. Þau fluttu aldrei saman, en áttu heimili hvort hjá öðru. Þau urðu miklir ferðafélag- ar og eru það ófáar ferðirnar sem þau fóru um landið á gamla Volvón- um með „litla kot“-fellihýsið sitt í eft- irdragi. Aldrei létu þau sig vanta ef fjölskyldan fór í útilegu, en oftar voru þau þó ein á ferð, enda bæði unnendur íslenskrar náttúru og frið- elskendur í hjarta sínu. Mamma annaðist Jóa á heimili sínu fram að síðustu dögum og var það mikið þrekvirki. Það lýsir best hve hann var henni kær, enda nýtti hann sína síðustu krafta til að tjá henni þakklæti sitt, en þannig lauk síðustu samskiptum þeiira að sinni. Minningin um góðan mann geym- um við öll systkinin. Vertu sæll, kæri Jói, og hvíl í friði. Fjölskyldu Jóhanns sendum við okkar innilegustu kveðjur. Börn Kristínar. í dag er jarðsunginn Jóhann Jþns- son fyrrverandi verkstjóri, Álfa- skeiði 80, Hafnarfirði. Jóhann stundaði lengst af sjó- mennsku á bátum og togurum á sín- um yngri áram. Síðar gerðist hann verkstjóri í frystihúsum bæði á Akranesi og síðar í Grindavík. Jó- hann réð sig til starfa hjá Ora árið 1975 sem verkstjóri í fiskvinnslu- deild fyrirtækisins. Það var greini- legt að þar var kominn maður sem kunni vel til verka. Segja má að Jó- hann hafi verið drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu, samvinnufús og bóngóður starfsmaður sem stóð og féll með því sem hann tók sér fyrir hendur. Stundvísi og snyrtimennska vora aðalsmerki hans í öll þau 19 ár sem við störfuðum saman en hann lét af störfum árið 1994 sökum aldurs. Ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka Jóhanni allan þann trúnað og traust sem hann sýndi okkur og aldrei brást. Hugheil- ar kveðjur sendum við fjölskyldu Jó- hanns. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggv'ason. JÓHANN JÓNSSON + Magnús Þorláks- son fæddist 11. maí 1944 í Grinda- vík. Hann lést í Víði- hlíð í Grindavík 26. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Þorlákur Gísla- son frá Vík í Grinda- vík, f. 11.5. 1913, og Valgerður Jónsdótt- ir frá Broddadalsá í Strandasýslu, f. 12.6. 1917, d. 7.9.1981. Fyrri kona Magn- úsar var Ester Gísla- dóttir. Börn þeirra eru Þórhildur Ásta, f. 1967, og Hrafnhildur, f. 1968. Fósturdóttir Magnúsar og dóttir Esterar er Ragnheiður Hólm Sævarsdóttir, f. 1964. Seinni kona Magnúsar er Ragna Fossádal frá Halldorsvík í Færeyjum. Útför Magnúsar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Góður vinur er geng- inn, langt um aldur fram. Okkur hjónin langar að senda örfá kveðjuorð, með þakk- læti fyrir samverana. Magnús var okkur ætíð góður vinur. Hér á heimilinu var hann au- fusugestur sem og kona hans, Ragna. í minningunni era margar broslegar uppá- komur, enda oft glatt á hjalla þar sem hann var. Hvað þú hafðir gam- an af að syngja, kunnir alla texta, og söngst jafnvel hæst af öllum, okkur til skemmtunar. Ogþeg- ar við rifjum upp ýmislegt sem var fyllumst við söknuði, en meira þakk- læti fyrii- góðar stundir, kæri vinur, þakka þér. Elsku Ragna, kveðjur til þín sérstaklega. Nótt eina di-eymdi mann draum. Honum fannst eins og hann væri á gangi eftir ströndu með Drottni. í skýjum himins flöktu myndir úr lífi- mannsins. Við hverja mynd greindi hann tvenns konar fótspor í sandin- um, önnm’ sín eigin, hin Drottins. Þegar síðasta myndin birtist íyrir augum hans leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann tók eftir því að víða á leiðinni vora aðeins ein spor. Hann sá einnig að það var á þeim augna- blikum lífsins sem hve erfiðust höfðu reynst. Þetta olli honum miklu hugai’angri og hann tók það ráð að spyrja Drott- in, hverju þetta sætti. Drottinn, þú sagðir að þegar ég eitt sinn hefði ákveðið að fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér. En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum lífs míns hefur staðið, era bara ein spor í sandinum. Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja mig eftir einan, þegar ég þarfn- aðist þín mest. Drottinn svaraði: Þú dýrmæta barn mitt! Ég elska þig, og myndi aldrei skilja þig eftir eitt. A meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu - þar sem þú sérð ein spor aðeins - vai’ það ég sem bar þig. Við sendum eiginkonu, dætram, öldraðum föður og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sævar og Ragnhildur. MAGNÚS ÞORLÁKSSON ÓLAFUR GUÐJÓNSSON + Ólafur Guðjónsson fæddist í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum 31. ágúst 1909. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 8. desember síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Voð- múlastaðakapellu 18. desember. Elsku afi, nú hefur þú kvatt okk- ur. Það verður tómlegt án þín, en ég veit að nú líður þér vel hjá Jónu, Ólöfu og honum Stjarna þínum, sem þú ferð trúlega á bak á hverjum degi þegar þið eruð nú saman á ný. Eg gleymi því aldrei hvað það var gott að koma til ykkar ömmu, mér leið hvergi betur en hjá ykkur, við gátum alltaf hlegið saman og gert að gamni okkar. Það var alltaf svo gam- an að heyra þig segja: „Rýjan mín, komdu nú og sestu hérna hjá mér og segðu mér eitthvað skemmtilegt." Ég man ekki skemmtilegri matar- tíma eins og þá sem ég, Sóley og Óli áttum hjá ykkur þegar við voram í Hvolsskóla, það var alltaf kátt á hjalla. Það kom oft fyrir að við gleymdum okkur og þurftum svo að hlaupa eins og fætm- toguðu til að ná á réttum tíma í skólann. Oft var það sem þér leist ekkert á matarsmekk okkar, þér fannst við miklir gikkir, eins og t.d. að skera fituna frá kjöt- inu og þessi borðaði ekki þetta og ekki hitt. Einu sinni í viku vora alltaf pylsur eða pizza. Þegar við skutum því að þér hvort þú borðaðir ekki svona, þá sagðir þú alltaf: „Nei, krakkai’ mínir, ég borða sko ekki svona unglingamat." Ég veit að Óli og Sóley taka undir það hjá mér að þetta var yndislegur tími og við værum tilbúin að gefa allt ef hægt væri að upplifa hann aftur, en það er því miður ekki hægt og því geymum við þessar frábæru stundir í minningunni. Elsku afi, það er svo erfitt að kveðja, sú tilhugsun að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur né hitta fyllir mig af söknuði, en þar sem þér líður svo vel núna og búinn að skila því sem þér var ætlað með glæsibrag, er mun auðveldara að kveðja þig. Ég vil kveðja þig með uppáhalds- sálminum mínum: í bpgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, ieiddu mig oglýstumér umævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú einer bæn í brjósti mér ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. Takk fyrir allt, elsku afi. María. GUÐMUNDUR ÞÓRARINN BJARNASON + Guðmundur Þór- arinn Bjarnason fæddist 19. maí 1933. Hann lést 24. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bjami Nikulásson, f. 7. maí 1896, og Þór- unn Ingibjörg Páls- dóttir, f. 25. ágúst 1897. Eftirlifandi systkini Guðmundar eru Ingvar Einar, f. 2. mars 1922, prent- ari, Guðríður Ragn- heiður, f. 3. október 1924, og Páll Guð- bergur, f. 7. desember 1926. Guðmundur kvæntist Rósu Ingibjörgu Oddsdótt- ur en þau skildu 1981. Börn þeirra eru Odd- ur, f. 1. maí 1959, sjó- maður í Vestmanna- eyjum; Hólmar, f. 8. febrúar 1966, í námi í Danmörku; Ehna, f. 29. janúar 1974, í námi í Danmörku. Guð- mundur átti áður son, Bárð, f. 5. september 1953, sjómaður í Ól- afsvflí. Útför Guðmundar fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég heyrði fyrst minnst á Genna, það var árið 1966, hafði ég nýhafið störf hjá Steypustöðinni Verki en Genni var þá nýhættur. Hann hafði hannað og sett niður steyputunnur á bflana hjá Verki steypustöð. Ég varð þess heiðurs að- njótandi að hræra steypuna og senda bflana í Arnarnesið þar sem Genni var að byggja glæsilegt ein- býlishús. Þar hafði hann útbúið með ýtunni sinni akbraut að öllum fjóram hliðum hússins þannig að bflarnir losuðu beint í veggina og sparaði sér þar með alla kranavinnu. Þetta þótti slík hönnun að var lengi umtalað. Næst lágu leiðir okkar Genna saman um 1980, er ég kom í vand- ræðum mínum með bíla fyrirtækis- ins sem ég vann hjá í viðgerð til hans á verkstæði hans í Garðabænum, hann sá um þá allar götur síðan. Við Genni urðum strax góðir vinir og tengdumst góðum fjölskyldu- böndum. Guðmundur sonur minn og Bjöm vinur hans uppgötvuðu Genna og urðu þar fastagestir á verkstæði hans frá 14 ára aldri. Það má segja að Genni hafi lagt grunninn að ævi- starfi þeirra. Hann sá að þeir vora miklir verkmenn, og á litlu kaffistof- unni á verkstæðinu í Garðabænum lagði hann grunninn að lífsstarfi þeirra. Guðmundur tók hluta af sínu námi á verkstæði hans. Báðir tveir eru í dag útlærðir vélstjórar, annar rennismiður og hinn vélvirki. Þær era ófáar sumarbústaðaferð- irnar sem hann tók þátt í, sem aðal- lega vora vinnuferðir, og alltaf lagði hann okkm’ til góð ráð. Oft að loknu dagsverki uppi í sumarbústað hvatti Genni til þess að kveiktur yrði varð- eldur og þá sýndi hann á sér nýja hlið þegar hann hamraði á gítarinn sinn og stjórnaði fjöldasöng. Gítar- inn hans á heiðurssess uppi í sumar- bústað, líkt og Genni í hjarta fjöl- skyldunnar. Árið 1992 flutti ég og fjölskylda mín að Skinðustekk í Reykjavík, og þurfti þá að gera miklar breytingar á húsinu. Það þurfti að grafa út úr kjallaranum og grafa frá húsinu. Fyrir mér var þetta óframkvæman- legt en ekki fyrir Genna, hann kom með sinn gamla Payloader, galdraði fram tíu hjóla vörabíl og kláraði þetta á þremur dögum. Þegar sonur minn stofnaði fyrir- tækið Trailer og tæki ehf., var enn og aftur kallað á Genna þar sem fyr- irtækið þurfti að leysa stór og flókin verkefni fyrir Norðurál. Og eftir hann liggja sérhönnuð verkfæri og ,, tæki o.fl. sem enn eru í fullri notkun. Enda Genni annálaður hönnuður og verklaginn með eindæmum. Minn kæri vinur, það er ótrúlegt að þú skulir hafa horfið svona fljótt. Við sem ræddum saman síðast á Þorláksmessu, þar sem þú varst svo glaður og hlakkaðir mikið til að fá öll börnin þín heim frá útlöndum og ætl- aðir að eiga margar ánægjustundir með litla afadrengnum þínum, hon- um Bergi. Það er erfitt að skilja hve stutt getur verið á milli lífs og dauða. Genni minn, farðu í friði, ég og fjölskylda mín eigum eftii’ að sakna þín. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við til fjölskyldu Genna og annarra aðstandenda. 'C Krislján Kjartansson og íjölskylda. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, EINARS VILHJÁLMS JÚLÍUSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunardeild B3, Hrafnistu, Hafnarfirði Systkiní hins látna. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓSEFÍNU MARGRÉTAR ANDREU ÞORLÁKSDÓTTUR (Lóu). Hörður Vestmann Árnason, Jóhanna Kristinsdóttir, Kristinn Harðarson, Sæunn Ingibjörg Brynjarsdóttir, Hallgrímur Harðarson, Lóa Hrönn Harðardóttir, Pétur Harðarson, Guðríður Pétursdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.