Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 22
J
■
; 22 PIMMTUDAGUR 30. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
SIF flytur stdran hluta starfsemi sinnar
Skrifstofuhúsnæði IS
í Hafnarfirði verður selt
SÍF hf. hefur ákveðið að selja skrif-
stofuhúsnæði það sem Islenskar sjáv-
arafurðir hf. festu kaup á í Hafnar-
firði sl. sumar, áður en samrunaferli
félaganna hófst en samruninn var
samþykktur á hluthafafundum félag-
anna í gær.
SÍF hf. flutti skrifstofur sínar til
Hafnarfjarðar úr Reykjavík íyrir
nokkrum árum á tvær hæðir í hús-
eigninni við Fjarðargötu 13 til 15 sem
í daglegu tali er kölluð Fjörður. Nú er
hinsvegar verið að innrétta skrif-
stofuhúsnæði í húsnæði SIF í Fom-
ubúðum við höfnina í Hafnarfírði
undir hluta af starfsemi félagsins.
Samrunaáætlun SÍF og ÍS var
samþykkt á hluthafafundum félag-
anna í gær og segir Gunnar Om
Kristjánsson, forstjóri SÍF, að tekin
hafi verið ákvörðun um að selja þær
tvær hæðir sem íslenskar sjávar-
afurðir keyptu í húseigninni við
Fjarðargötu, samtals um 850 fer-
metra, enda hafi ÍS fest kaup á hús-
næðinu áður en samrunaviðræður fé-
laganna hófust. Höfuðstöðvar móður-
félags SÍ F verða eftir sem áður áfram
á Fjarðargötu en starfsemi dótturfé-
lagsins SIF ísland flyst að mestu í
Fomubúðir, s.s. sölu- og markaðsmál
félagsins, fjármál, rekstarsvið o.þ.h.
ÍS seldi í sumar skrifstofubygg-
ingu félagsins við Sigtún í Reykjavík,
sem er um 2.500 fermetrar, íyrir 375
milljónir og á að afhenda hana 1. mars
á næsta ári. Salan á fasteigninni við
Sigtún var liður í að minnka fjárbind-
ingu félagsins í öðra en því sem teng-
ist beinu markaðsstarfi en fyrrí sum-
ar var húsnæði Vörahúss ÍS við
Holtabakka og húsnæði Þróunarset-
ui-s ÍS á Kirkjusandi selt auk þess
sem umbúðalager var seldur. Sölu-
verð þess var um 360 milljónir..
Um 5% verð-
mætaaukning í
útflutningi IS
ÚTFLUTNINGUR íslenskra sjáv-
arafurða á sjófrystum afurðum var
18.680 tonn 1. janúar til 18. desem-
ber en var 18.100 tonn í fyrra. Heild-
arverðmætið var 4.151 milljón króna
í ár samanborið við 3.934 milljónir
1998.
Þetta kom fram í ræðu Finnboga
Jónssonar, forstjóra IS, á sjófrysti-
fundi félagsins á Grand Hóteli
Reykjavík nú í vikunni.
Mest var flutt út af karfa eða 5.520
tonn samanborið við 7.400 tonn í
fyrra. Útflutningur á rækju nam
3.120 tonnum en var 3.440 tonn 1998.
2.840 tonn vora flutt út af þorski en
sambærileg tala í fyrra var 2.620
tonn. Einnig var aukning í útflutn-
ingi á gulllaxi, fór úr 2.250 tonnum í
3.980 tonn, og grálúðu, fór úr 1.030
tonnum í 1.950 tonn. Ufsinn fór úr
500 tonnum í 570 tonn, ýsan úr 360
tonnum í 450 tonn og annar útflutn-
ingur nam 240 tonnum en var 470
tonn 1998.
V erðmætaaukning’
um217 millj.kr.
Verðmætaaukning á milli ára nam
samtals um 217 milljónum króna.
Aukningin var 17% í þorskinum, fór
úr milljarði í 1.175 milljónir. Karfinn
dróst saman, fór úr 1.254 milljónum í
947 milljónir. Verðmæti rækjunnar
fór úr 920 milljónum í 900 milljónir.
Veruleg aukning vai- í verðmæti út-
fluttrar grálúðu, fór úr 276 milljón-
um í 578 milljónir. Gulllaxinn fór úr
166 milljónum í 211 milljónir, ufsinn
úr 113 í 118 milljónir, ýsa úr 137 í 185
milljónir og annað úr 67 í 27 milljón-
ir.
Andmæla flottrolli
SKIPSTJÓRAR 28 loðnuskipa hafa
ásamt Farmanna- og fiskimanna-
sambandi Islands sent frá sér álykt-
un, þar sem því er mótmælt að leyft
verði að veiða loðnu í flottroll. Sjáv-
arútvegsráðuneytið hefur heimilað
slíkar veiðar að fenginni umsögn
Hafrannsóknastofnunar. Er það
meðal annars gert til að hvetja til
loðnuleitar í upphafi árs, en nánast
allur leyfilegur kvóti er óveiddur.
Alyktun skipstjóranna og FFSI fer
hér á eftir:
„Fundur Farmanna- og
fiskimannasambands íslands með
skipstjórnarmönnum á loðnuskip-
um, haldinn 29. desember 1999, mót-
mælir harðlega ákvörðun sjávarút-
vegsráðherra að leyfa loðnuveiðar
með flotvörpu, þegar veiðar hefjast á
ný eftir áramótin. Fundurinn telur
að mikil óvissa ríki um ástand loðnu-
stofnsins og áhrif flotvörpu á loðnu.
Af þessum sökum beri að fara að öllu
með gát þar til haldbærar athuganir
og rannsóknir liggja fyrir um ástand
stofnsins og áhrif flotvörpu á loðnu-
veiðar.“
Afgreiðslutími banka,
sparisjóða og dótturfélaga
dagana 24., 30. og 31. desember og 3. janúar nk.
LokaÖ á aðfangadag
Vegna ákvæða í kjarasamningi bankamanna verða
afgreiðslustaðir banka og sparisjóða framvegis lokaðir
á aðfangadegi.
Aldahvörf
Bankar og sparisjóðir hafa lagt mikið á sig til að
tryggja að tölvukerfi þeirra starfi með óbreyttum hætti
þegar árið 2000 gengur í garð. Þrátt fyrir að prófanir
bendi til þess að ekkert fari úrskeiðis telja bankar og
sparisjóðir nauðsynlegt að sýna varúð til að tryggja
hagsmuni viðskiptavina sinna. Afgreiðslustaðir banka
og sparisjóða verða því lokaðir 31. desember 1999 og
3. janúar 2000. í staðinn verða þeir opnir til kl. 18:00
30. desember 1999. Einnig verða eignarleigufyrirtæki,
greiðslukortafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki lokuð
þessa daga. Þá hefur verið ákveðið að loka netbönkum
(heimabönkum) og fyrirtækjatengingum frá kl. 23:30
31. desember 1999 til kl. 12:00 1. janúar 2000.
Hægt verður að nota hraðbanka, debetkort og kreditkort eins og vanalega.
• Frábært
verð
® Frábærir
gististaðir
• Frábærir
íslenskir
fararstjórar
VIKUFERÐIR 8., 15. og 22. jan
jlHl Verð m.v. 3 í ibúð á LAS CAMELIAS
m.v. 2 i íbúð á LAS CAMELIAS
(í) BÚNAÐARBANKINN
trauilur bankl
ÍSLANDSBANKI
Landsbaaki Isiands
SPARISJÓÐURINN
-fyrirþigogþím
M. lÍRÍÍL-liISÝN
Láttu sólina gæla við þig
á Kanaríeyjum í vetur.
Lðgmúla 4: sfmi 585 4000, grant númer: 800 6300,
Kringlan: sfmi 585 4070, Hafnarfirði: sfmi 565 2366,
Keflavík: sími 4211353, Akureyrl: sfmi 462 5000,
Selfoss: sfml 482 1666
• og hjá umboðsmtinnum um land allt.
www.urvalutsyn.is