Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ - Málstofa Mannréttindaskrifstofu íslands og Blaðamannafélagsins um fijálsa og upplýsta umræðu Veðrun Alþingishússins Frjáls umræða á að hafa áhrif á ákvarðanatöku Tjáningarfrelsi, um- ræðugeta og umræðu- hefð eru mikilvægar for- sendur frjálsrar og upplýstrar þjófélagsum- ræðu. Á fundi Blaða- mannafélagsins og Mannréttindaskrifstofu var fjallað um mikilvægi slíkrar umræðu og nauðsyn þess að stjórn- völd tækju tillit til henn- ar við ákvarðanatöku. HLUTVERK frjálsrar og upplýstrar þjóðfélagsumræðu er að hafa áhrif á ákvarðanatöku stjómvalda, annars er hún til einskis. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Páls Þórhalls- sonar lögfræðings í gær, á málstofu Mannréttindaskrifstofu íslands og Blaðamennafélags Islands um fijálsa og upplýsta umræðu. Asamt honum hélt Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands, einn- ig framsöguerindi. Til að þjóðfélagsumræða væri upp- lýsandi og að henni væri gagn sagði Páll bestu fáanlegar upplýsingar um staðreyndir mála og forsendur ákvarðana verða að vera fyrir hendi. Hann sagði að þótt umræða á íslandi kynni að vera frjáls mætti hún vera meira upplýsandi og að þar gegndu fjölmiðlar, sérfræðingar og stjóm- völd lykilhlutverki. Ríkið sé virkt í að skapa for- sendur frjálsrar umræðu Hann varpaði fram þeirri spum- ingu hvort ríkið ætti að grípa til virkra athafna til að skapa forsendur fyrir frjálsri og upplýstri umræðu og nefndi í því samhengi skýrslu nefndar í Noregi sem hefur unnið að því að endurskoða tjáningarfrelsisákvæði stjómarskrárinnar þar í landi. Nið- urstaða norsku nefndarinnar er sú að ríkið megi ekki leggja stein í götu frjálsrar umræðu og að því beri einn- ig skylda til virkra athafna til að skapa forsendur slíkrar umræðu. Páll sagði að þetta vekti vissulega þær spumingar með hvaða hætti rík- ið ætti að grípa inn í og hversu langt ætti að ganga. Hann benti á að á Is- landi legði ríkið nú þegar ýmislegt af mörkum til dæmis með stuðningi við menntakerfið sem hefði meðal annars það hlutverk að undirbúa fólk til að vera virkt í lýðræðislegu þjóðfélagi. Ríkið ræki einnig útvarp og sagði Páll hægt að réttlæta þá röskun á frjálsri samkeppni sem rekstur ríkisútvarps hefði í för með sér, ásamt tilheyrandi álögum á borgara, ef tryggt væri að dagskrá og fréttaflutningur Ríkisút- varpsins væri vandaðra en annað fjölmiðlaefni, annars stæðu engin rök fyrir rekstrinum eftir. Einnig væri mikilvægt að auka sjálfstæði eftirlits- stofnana til að tryggja að útvarp lyti ekki pólitísku valdi og benti hann á nýleg tilmæli Evrópuráðsins þess efnis. Mikilvægt væri að útvarpsráð væri ekki pólitískt og að faglegar for- sendur réðu vali útvarpsstjóra. Lagafrumvörpum fylgja ekki nægar upplýsingar Páll nefndi einnig að samkvæmt upplýsingalögum bæri ríkinu skylda til að láta upplýsingar í té þegar eftir þeim væri leitað og lýsti hann þeirri skoðun sinni að það ætti ekki ein- göngu að vera skylda ríkisins að svara fyrirspumum heldur ættu stjómvöld einnig að láta upplýsingar í té án þess að eftir þeim væri leitað. Hann telur að endurskoða þurfi vinnubrögð varðandi undirbúning löggjafar og gagmýnir hann að laga- fmmvörp skuli koma fyrir almenn- ingssjónir án þess að nægjanlegar upplýsingar um ákvarðanatökuferlið og forsendur niðurstöðunnar fylgi. Hann segir að athugasemdir sem koma fram með lagafrumvörpum séu oft ekkert annað en áróðursplögg fyr- ir tilteknar lausnii- sem stjómvöld hafi komið sér saman um og þau séu eingöngu til þess fallin að torvelda upplýsta umræðu. I umræðum að loknum framsögum á fundinum var minnst á undirbúning frumvarps um gagnagrann á heil- brigðissviði og sagðist Páll telja margt athugavert við þá vinnu. „Fyrst hefði átt að kanna hvemig haga ætti löggjöf um líftækni og erfðarannsóknir almennt, í stað þess að hanna ramma utan um starfsemi eins fyrirtækis,“ sagði Páll. Hann sagði að athugasemdimar með íram- varpinu hefðu vart verið boðlegar og að þær hefðu aðeins að litlu leyti svar- að þeim álitaefnum sem snertu málið. Morgunblaðið hefði á sínum tíma gef- ið út sérblað þar sem ýmsar hliðar málsins hefðu verið skoðaðar og velti hann upp þeirri spumingu hvort Morgunblaðið hefði þar verið að gera það sem ríkið hefði átt að gera. Mikael M. Karlsson, prófessor við Háskóla Islands, hélt einnig fram- sögu og fjallaði hann um forsendur frjálsrar og upplýstrar umræðu. Hann sagði umræðu um mikilvæg samfélagsmál á opinberum vettvangi eiga að vera undirstöðu ákvarðana- töku í nútímalýðræðissamfélagi. Meginforsenda fijálsrar umræðu segir hann vera haftaleysi, það ríki í löndum þar sem tjáningarfrelsi sé tryggt með lögum. Benti hann á mik- ilvægi þess að almenningur beitti sér fyrir því að krefjast að þeim lögum væri fylgt. Mikael sagði að til að skoðun fæli eitthvað raunveralegt í sér væri nauðsynlegt að hún væri upplýst og á rökum reist. Það þyrfti þó ekki að þýða að hún væri óumdeilanleg og lýðræði væri einmitt leiðin til að gera upp á milli ólíkra skoðana þegar tekn- ar væra ákvarðanir um mikilvæg samfélagsmál. Stjórnvöld taka oft ákvarðanir áður en umræða fer af stað Mikael sagði frelsi til að setja fram skoðanir nauðsynlegt fyrir upplýsta umræðu. Greiður aðgangur að upp- lýsingum væri einnig nauðsynlegur og sagði hann það hljóta að vera skyldu yfirvalda og fjölmiðla að koma upplýsingum til skila. Þar tók hann undir sjónarmið Páls um að ríkinu gæti borið skylda til virkra athafna til að skapa forsendur fyrir upplýstri umræðu. Það að keyra ákvarðana- töku í gegn áður en mikilvægar upp- lýsingar lægju fyrir fæli að hans mati í sér skerðingu á skoðanafrelsi og teldi hann mikilvægt að yfirvöld og fjölmiðlar gerðu sitt besta til að afla þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar væra til að mynda upplýsta skoðun á málum og gagnrýndi hann bæði stjórnvöld og fjölmiðla fyrir að standa sig ekki nógu vel í þeim efn- um. Stjómvöld tækju oft óhagganlega stefnu í þýðingarmiklum samfélags- málum áður en umræðan færi af stað og gerðu oft sitt besta til að þagga umræðuna niður. Fjölmiðlar tækju yfirleitt ekki að sér að afla nægra upplýsinga sjálfir eða fjalla nægilega gagnrýnið um þær upplýsingar sem bærast þeim. Að kennt sé að meta upp- lýsingar og hugsa gagnrýnið Mikael sagði aðra forsendu ftjálsr- ar og upplýstrar umræðu vera um- ræðugetu þátttakenda. Getuna til að hugsa gagnrýnið um flókin málefni og skoða þau frá ólíkum sjónarhom- um, að kunna að leita upplýsinga, greina kjamann frá hisminu og draga rökréttar ályktanir. Hann sagði að sá sem ekki hefði umræðugetu í þessum skilningi nyti ekki skoðanafrelsis, það er að segja frelsis til að mynda upp- lýstar og rökstuddar skoðanir. Um- ræðugetan væri ekki meðfædd og sagði hann forsendu hennar vera menntun og þjálfun, því lægi ábyrgð- in hjá skólakerfinu og á heimilum. Hann teldiskólakerfið ekki styrkja umræðugetu fólks og að nemendum væri að jafnaði hvorki kennt að vega og meta upplýsingar né hugsa gagn- rýnið. Almenningur gerir ekki nægar kröfur um upplýsingar Mikael sagði þriðju og mikilvæg- ustu forsendu fijálsrar og upplýstrar umræðu vera umræðuvilja eða um- ræðuhefð. Hann sagði ekki hægt að tala um tjáningarfrelsi þegar stjóm- völd létu umræðuna ekki hafa áhrif á ákvörðunatöku og kæmust upp með það, sem sæist á áframhaldandi stuðningi kjósenda. Hann efaðist um að á íslandi ríkti umræðuhefð og sagði almenning ekki gera kröfur til yfirvalda um réttar og nægar upp- lýsingar, til fjölmiðla um markvissa upplýsingamiðlun og til skólana um þjálfun sem styrkti umræðugetu. Jafnframt hefði almenningur ekki mikið langtímaminni í þjóðmálum, það skilaði sér að minnsta kosti ekki í kosninganiðurstöðum. „íslendingar gleyma jafnóðum öllu því sem gerist í stjómmálum, hneyksli lifir í hæsta lagi fimm daga hér,“ sagði Mikael. Skortur á geðlyfínu litíumsítrat á íslandi NOKKUÐ hefur borið á því undanfarið að geðlyfið litíumsítrat hafi ekki fengist á íslandi, að sögn Pét- urs Haukssonar geðlæknis, en lyfið hefur verið not- að um árabil gegn sjúkdómnum geðhvöríum. Marg- ir sjúklingar hafa haft 'af þessu lyfi afar góða reynslu og segir Pétur, sem er formaður Geðhjálp- ar, að það haldi enda mjög alvarlegum sjúkdómi í skefjum. Að sögn Péturs hafa fengist þær skýringar hjá innflytjendum að hráefnisskortur valdi því að lit- íumsítrat fæst ekki hér á landi. Lyfið er flutt inn sem hráefni og sett í töfluform hér á landi. Pétur segir að til allrar hamingju sé til annað form af þessu lyfi sem heitir Litarex, en það er flutt inn í töfluformi tilbúið, „en það sem ég hef verið að benda á er að Litarex hefur líka verið ófáanlegt stundum, og það hefur komið fyrir oftar en einu sinni.“ Segist Pétur hafa verið að reyna að beina sjón- um manna að því að sú staða gæti því komið upp að vantaði báðar tegundir lithiums hér á landi. „Það væri geysilega alvarleg staða og alvarlegt mál fyr- ir þessa sjúklinga, sem þurfa nauðsynlega á þessu lyfi að halda. Og ég held að fólk skilji þetta betur ef maður ímyndar sér að það væri ekki til penisillín á landinu." Pétur segir þá stöðu reyndar hafa komið upp með fleiri lyfjategundir, að þær hafi verið ófá- anlegar um tíma. Segir hann þar gjarnan á ferð- inni mjög algeng, gömul og góð lyf, eins og t.d. díazepam og ýmis margreynd þunglyndislyf sem margir era ennþá að taka og reynst hafa ágætlega. „Hins vegar eru nýju og dýra lyfin mjög sjaldan ófáanleg og þá vaknar auðvitað sú gransemd að það sé minni hvöt fyrir framleiðendur og innflytj- endur að hafa þessi gömlu góðu, ódýru lyf á boð- stólum í nægilegu magni, af því að það er minna upp úr þeim að hafa,“. Jafnvel þótt til sé önnur tegund af sama lyfi, sé það óhagræði fyrir sjúkl- inga að skipta um tegund eftir því hvað er til í landinu frá degi til dags. Sýnir þetta hversu mikil- vægt sé að settar verði reglur sem tryggi að ávallt verði til nægilega mikið af mikilvægum lyfjum. Útveggir þynnast um 2 til I 3 cm á öld GRÁGRÝTIÐ í Alþingishúsinu hef- ur flagnað á yfirborði samkvæmt rannsókn sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur staðið fyrir. í grein í blaðinu Tæknipúlsinum, sem Iðntæknistofnun gefur út, kem- ur fram að ílögnun steinsins í Al- þingishúsinu gæti verið verið 2-3 cm þar sem hún er mest en hins vegar sé húsið ekki í neinni hættu þar sem veggir þess era um 75 cm þykkir. Alþingishúsið var byggt upp úr 1880, hlaðið úr grágrýti og límt sam- an með steinlími sem myndar fúg- urnar. í greininni segir að flögnunin sé ekki jafndreifð um húsið heldur nær hún mun lengra upp með horn- um hússins og er veraleg við ein- staka fúgur. I greininni segir ennfremur að at- hygli veki hve mikið salt sé í steini hússins og þykir líklegt að saltið hafi verið í berginu þegar það var numið, líklega úr Öskjuhlíðinni og ekki sé óeðlilegt að álykta að það hraði nið- urbroti steinsins. ----------------- Ekkert spurst til stroku- fangans LÖGREGLAN hefur enn engar spurnir haft af átján ára gömlum sí- brotamanni sem slapp úr haldi fangavarða þegar verið var að leiða hann út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Á flótta undan lög- reglunni hljóp hann inn í Landssíma- húsið. Þar var hans lengi leitað en lögreglan stækkaði fljótlega leitar- svæðið. Maðurinn heitir Þorbergur Bergman Halldórsson og hefur verið að afplána átta mánaða dóm. Á af- brotaferli sínum hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárás, þjófnaði, nytjastuld, akstur án ökuréttinda, eignaspjöll, fíkniefnabrot og skjala- fals. Lögregla lýsir nú eftir Þorbergi. Hann er sagður grannvaxinn, 172 cm á hæð, með dökkt stuttklippt hár, og var klæddur í dökka peysu og bláar gallabuxur. Lögreglan í Reykjavík telur manninn ekki hættulegan. ------♦ ♦♦------- Kristnihá- tíöarnefnd var ein- huga Á FUNDI kristnihátíðarnefndar hinn 28. desember var tekin ákvörð- un um að ekki verði heimiluð sala á léttvíni og öli í veitingatjöldum á kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí árið 2000, segir í frétt frá kristnihá- tíðarnefnd. Kristnihátíðarnefnd var einhuga um þessa ákvörðun. Kristnihátíðar- nefnd væntir þess að þjóðin safnist saman á Þingvöllum til kristnihátíð- ar á sumri komandi til að fagna í friði ogeinlægni. I kristnihátíðarnefnd sitja: fOor- seti íslands, forsætisráðherra, for- seti Alþingis, forseti Hæstaréttar og biskup íslands, sem jafnframt er for- maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.