Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Fjöldi eigna á veraldarvefnum: www.midborg.is
LAUGAVEGUR - til sölu eða leigu
Höfum fengið í einkasölu u.þ.b. 300 fm nýbyggingu á homi Laugvegs og
Snorrabrautar. Um er að ræða hús á þremur hæðum sem skiptist þannig að á
1. og 2. hæð er gert ráð fyrir verslunar- eða þjónusturými og á 3ju og efstu hæð
er gert ráð fyrir skrifstofum. Húsnæðið selst eða leigist í einu lagi. Húsið er
staðsett á besta stað á Laugavegi við mikið umferðarhorn og hefur mikla
auglýsingamöguleika. Húsið verður tilbúið til afhendingar þann 1. júní næst-
komandi, allar nánari upplýsingar veitir Karl á skrifstofu Miðborgar.
Við lokum
um
áramót
Lokað verður á skrifstofum og
þjónustustöðum VÍS
á gamlársdag 31. desember.
Neyðarþjónusta vegna eignatjóna er veitt
allan sólarhringinn, alla daga ársins.
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSIANDS HF
- þar sem tryggingar snúast um fólk
Ármúla 3,108 Reykjavík, þjónustuver 560 5000, www.vis.is
ERLENT
Heimsbyggðin býr
sig undir risateiti
Singapore. Reuters.
BANDARÍSKA vesturstrandar-
borgin Seattle hefur aflýst öllum
opinberum hátíðarhöldum um ára-
mótin vegna meintrar hryðjuverka-
hættu, en í fjölmörgum borgum
heimsins er undirbúningur í fullum
gangi fyrir það sem gæti orðið
stærsti áramótagleðskapur allra
tíma. Aldrei hefur selzt eins mikið
af kampavíni og freyðivíni.
Allt að þrjár milljónir kristinna
pílagríma hafa sett stefnuna á
Landið helga um áramótin, til að
minnast fæðingar Jesú Krists fyrir
tveimur árþúsundum. Öryggisráð-
stafanir eru miklar til að fæla of-
stækismenn frá því að reyna að not-
færa sér tækifærið til að ná til sín
athygli með ofbeldisaðgerðum.
Pitt-eyja fyrst
Þjóðir Eyjaálfu og Austurlanda
fjær verða fyrstar til að fagna nýju
árþúsundi. Pitt-eyja, sem tilheyrir
Nýja-Sjálandi, verður fyrsta
byggða ból jarðar til að líta fyrsta
sólris þriðja árþúsundsins, nokkr-
um sekúndum fyrir kl. 5:45 að stað-
artíma, sem er um kl. 16 að íslenzk-
um tíma, en heimsbyggðin mun
ekki geta fylgzt með þessum at-
burði, þótt sjónvarpsstöðin TV3,
sem er í kanadískri eigu, hafði uppi
áform um beina útsendingu frá
Pitt-eyju. íbúar þar eru 20. Nýsjá-
lenzk stjórnvöld greindu frá því í
gær að ekkert yrði úr áformunum
af tæknilegum ástæðum.
Stærðfræðilega séð hefst þriðja
árþúsundið og 21. öldin samkvæmt
tímatali kristinna manna ekki fyrr
en 1. janúar 2001. Jóhannes Páll II
páfi hefur lýst aldamótaárið heil-
agt. Kaþólska kirkjan hóf að minn-
ast þess á jóladag og viðburðum af
þessu tilefni lýkur ekki fyrr en 6.
janúar 2001.
Hvað sem því líður finnst flestum
jarðarbúum það mest heillandi að
fagna þegar ártalið breytist úr 1999
í 2000.
Margt í boði
Fyrir partýþyrst fólk sem gjarn-
an leggur land undir fót hefur úr-
valið aldrei verið fjölskrúðugra.
New York býður til gríðarlegrar
útihátíðar á „gatnamótum heims-
ins“, þar sem 42. breiðstræti mætir
Broadway og 7. breiðstræti. Búizt
er við að yfir þrjár milljónir manna,
allir klæddir hvítu, safnist syngj-
andi og dansandi út á götur Rio de
Janeiro og Copacabana-ströndina. I
stórborgum Evrópu hafa víða verið
reist sérstök mannvirki til að þjóna
sem þungamiðja hátíðarhaldanna á
hverjum stað. í París bíða ellefu
risahjól þess að sýna mannfjöldan-
um sem þar safnast saman nýárs-
næturútsýnið yfir Champs Elysées
og miðborgina. Þótti mildi að hjólin
skyldu hafa staðið af sér jólaóveðrið
sem m.a. reif upp með rótum um
helming allra trjáa í borgarlandinu.
I Berlín er reiknað með því að
minnsta kosti ein og hálf milljón
manna taki þátt í dagskránni sem
þar hefur verið skipulögð, en há-
punktur hennar verður gríðannikil
ljósasýning í kring um Sigursúluna.
2000-vandinn óvissustærð
Enginn veit hvort „2000-vand-
inn“ muni hamla hátíðarhöldunum
á einhvern hátt. Hitt er þó víst að
mikið hefur verið fyrir því haft að
hindra að illa fari. Að mati banda-
rískra sérfræðinga hefur nú við lok
ársins 1999 verið samtals eytt í
kring um 250 milljörðum banda-
ríkjadala, andvirði 18.000 milljörð-
um króna, í að leysa vandann.
Reuters.
Þúsaldarklukkan á þessari skrifstofubyggingu í Tel Aviv í fsrael telur
niður stundirnar til áramóta og þegar myndin var tekin lifðu enn 73
klukkustundir, ein mínúta og átta sekúndur af árinu.
a
— út um allan heim!
í tilefni af þúsaldamótunum bjóða Sjóvá-Almennar landsmönnum
nær og fjær upp á beina útsendingu á Netinu frá síðustu flugeldasýningu
20. aldarinnar í Reykjavík.
Allir þeir sem eru með nettengingu geta því fylgst með látunum af þaki
húss Sjóvá-Almennra í Kringlunni. ■=
Bentu vinum og vandamönnum erlendis á
að fylgjast með viðburðinum á www.sjova.is á eftirfarandi staðartímum:
24.00 í London, 1.00 í Kaupmannahöfn, 3.00 í Moskvu, 8.00 í Beijing, 9.00 í Tokyo, 13.00 á Nýja-Sjálandi,
16.00 í San Francisco, 18.00 í Chicago og 19.00 í New York.
SJOVAOgJALMENNAR
Traustur þáttur í tilverunni