Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útgáfutónleikar múm í kvöld Múm kveður sér hljóðs HLJÓMSVEITIN múm spilar ósk- ilgreinanlega raftónlist og Thule- útgáfan gaf út fyrsta disk sveitarinnar á Þorláks- messu. Útgáfutónleikarnir verða haldnir í kvöld í Tjarnarbíói og hefjast stundvíslega kl. 21, en ásamt múm spila á þeim Bjöllukór Bústaðakirkju, Ruxpin og Borko. Morgun- blaðið náði tali af systrun- um Gyðu og Kristínu Önnu Valtýsdætrum og spjallaði stuttlega við þær. Gyða og Kristín Anna segja að platan hafi átt að koma út miklu fyrr. „Við tókum hana upp í byrjun sumar- sins, en ætluðum að bíða eftir því að hljóðblöndunarklefi yrði srníð- aður í Thule-hljóðverinu. Svo núna ákváðum við að drífa þetta bara af svo við gætum farið að snúa okkur að einhverju öðru; komið efninu frá okkur,“ segja þær. Múm varð til þegar Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason, sem eru með systrunum í sveitinni, sömdu tónlist fyrir Náttúruóperuna sem sett var upp fyrir ári í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Gyða og Kristín Anna, nemendur í skólanum, fluttu tónlistina óg samstarfið heppnaðist það vel að múm varð til. Sem fyrr segir mun Bjöllu- kór Bústaðakirkju koma fram á tónleikunum í kvöld, en efnisskrá hans mun sam- anstanda af lögum múm. Þær systur segjast ekki liafa heyrt flutning kórsins og að það verði spennandi að heyra út- komuna. Frá A til O Illjómsveitin Á móti sól leikur á árþúsundamótadanslcik f Ingólfskaffí, Ölfushöllinni, gamlárskvöld. Að kvöldi nýársdags treður hljómsveitin upp í Skothúsinu, Keflavík. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT heldur nýársfagnað 1. janúar þai- sem öll bestu lög Gildrunnar, Sextíu og einn og CCR-lögin verða flutt af Gildru- mezz. ■ ÁSGARÐUR v/Glæsibæ Á fimmtudagskvöld verður haldið haitnonikuball kl. 22. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum úr Félagi harmonikuunnenda á Vestur- landi, FHUV. ■ CAFÉ MENNING, Dalvík Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með hljómsveitinni Vampiros frá Dalvík. Ókeypis aðgangur. Á gaml- árskvöld verður haldinn aldamóta- fagnaður frá kl. 24.30-5. Gulli og Maggi leika. Aðgangseyrii' 500 kr. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Bubby Wann leikur öll kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat- argesti Café Öperu. ■ CATALÍNA, Hamraborg Hljómsveitin Þúsöld leikur á gaml- árskvöldfrákl. 24.30-4. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað A gamlái’ksvöld verður dansleikur frá kl. 24.30-4. Stuðkroppamir leika. Al- durstakmark 18 ár. Miðaverð 1.800 kr. Á nýárskvöld verður síð- kjóladansleikur frá kl. 23-3. Alþjóð- lega dansband Ágústar Ármanns og Félag harmonikuunennda á Norð- firði leika. Aldurstakmark 18 ár. Miðaverð 1.800 kr. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dagskvöld leikur hljómsveitin O.fl. og á gamlárskvöld verður pai'tý þar sem hljómsveitin Jagúar og dj. Þossi sjá um tónlistina. A nýárskvöld er ball með Skítamóral. ■ GLAUMBAR stendur fyrir funkveislum á miðvikudögum og verður leikið fönk af plötum og strák- arnir í Funkmaster 2000 sjá um að allir í'ari sveittir heim. ■ IÐNÓ Haldin verður nýársveisla þar sem hljómsveitin Todmobile leikur fyrir dansi og segir í tilkynn- ingu að glæsilegasta nýársveislan ár- ið 1900 hafi verið haldin í Iðnó og sé nú leikurinn endurteldnn öld síðar. Iðnó verður opnað kl. 23 og er þá bor- inn fram fordrykkur að hætti húss- ins. Verð fyrir fordrykk og dansleik er 5.000 kr. Ósóttar pantanir verða seldar í vikunni. Veitingahúsið Iðnó er opið fyrir matargesti á nýár- skvöld. ■ INGHÓLL, Selfossi Á gamlárs- kvöld leikur hljómsveitin O.fl. Dans- leikurinn hefst kl. 1 en auk O.íl. koma fram DJ Ghozt, einn efnilegasti plöt- usnúður landsins og Hyldýpi, ung og efnileg hljómsveit frá Selfossi. Al- durstakmark er 16 ár og er forsala miða þegar hafin í verslununum J&J og Maí á Selfossi. ■ INGÓLFSKAFFI, Ölfusi Hljóm- sveitin Á móti sól leikur á gamlár- skvöld. G. Tyrfingsson sér um sæta- ferðir frá kl. 1. Farið verður frá Horninu Selfossi á heila tímanum og Blómaborg Hveragerði á hálfa tím- anum. Ekkert aukaálag verður á vín- veitingum. ■ ÍSAFOLD SPORTKAFFI Á gamlárskvöld opnai-húsið kl. 1. Tekið verður á móti gestum með freyðivíni. Dj. Þór Bæring leikur. Á nýárskvöld opnar húsið kl. 22. Dj. Berti og Dj. Siggi sjá um tónlistina. Snyrtilegur klæðnaður. ■ KAFFI REYKJAVÍK Hljóm- sveitin 8-villt leikur á fimmtudags- kvöld og einnig á gamlárs- og nýárs- kvöld. Á gamlárskvöld er opið frá kl. 1-6. ■ KRISTJÁN IX. Grundarfirði Á gamlárskvöld verður haldið alda- mótaball með hljómsveitinni Irafári. ■ L AU G ARD ALSHÖLL íslands þúsund ár er yfirskriftin á mikilli Aldamótahátíð sem hefst á miðnætti á gamlárskvöld og stendur fram á morgun. Það era Stuðmenn sem hafa veg og vanda af undirbúningi hátíð- arinnar, og mun hljómsveitin stíga á stokk um 3 leytið um nóttina og leika fram á morgun. Það er hljómsveitin Jagúar sem mun hefja leik upp úr miðnætti, kl. 2 leikur Quarashi og kl. 2.45 kemur Páll Óskar fram en auk þessara skemmtikrafta verður plötu- snúðurinn Herb Legowitz með 21. al- dar tónlist í bland við ewópskan aldaspegil sem bresku plötusnúð- arinir T.C. og Ashcroft standa fyrir. Léttir réttir, gos og vínveitingar verða á boðstólum. Forsala aðgöngu- miða er þegar hafin hjá Olís og Skíf- unni og er miðaverð 2.000 kr. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur á gamlárskvöld. Að þessu sinni verður tónlist í tveimur sölum en Dj. Leroy Johnson mun þeyta skífum í hliðarsal. ■ LIONSSALURINN, Auðbrckku 25, Kópavogi. Síðasta dansæfing línudansara verður fimmtudaginn 30. des. kl. 21.30. Elsa sér um tónlistina. ■ NAUSTIÐ Opið alla daga. Á gamlárskvöld er hlaðborð og á nýárs- kvöld verður boðið upp á sex rétta matseðil. Reykjavíkurstofa bar og koníaksstofa, Vesturgötu, er opin frá kl. 18. Söng- og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. ■ NAUSTKRÁIN er lokuð á gaml- árs- og nýárskvöld. ■ NJALSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Njáll úr Víkingband létta tónlist. ■ NÆTURGALINN Á gamlárs- kvöld leikm- hljómsveitin Stuðbanda- lagið. Húsið opnar kl. 22. Á nýárs- kvöld leika síðan þau Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Hús- ið opnað kl. 22 og 2. janúar leikur Hjördís Geirsdóttir ásamt hljóm- sveit. Húsið opnað kl. 22. ■ RIVER GAUCHE, Kópavogi Á fimmtudagskvöld leikur Tríó Sváfnis Sigurðssonar frá kl. 21-1. ■ SJALLINN, Akureyri Hljóm- sveitin Skítamórall leikur á gamlárs- kvöld. ■ SKOTHÚSIÐ, Kefiavík Hljóm- sveitin Á inóti sól leikur að kvöldi nýársdags. Þess má geta að staður- inn er allur nýuppgerður. ■ SPOTLIGHT verður hitað upp fyrir árþsúndaskiptin frá kl. 23-1 á fimmtudagskvöld. Á gamlárskvöld opnar húsið kl. 1 og er þema kvölds- ins „Velkomin til framtíðarinnar". Dj. Ivar Ainor sér um tónlistina. Fyrsti árlegi grímudansleikurinn verður haldinn á nýárskvöld. Starfs- menn mæta í grímubúningum og era búningar æskilegir en ekki skylda. Spotlight verður opnað á miðnætti og sér Dj. ívar Amor um tónlistina. HARMONIKUBALL verður í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum frá Félagi harmonikuunnenda á Vesturlandi (FHUV), Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir. FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 75 rAFFI • |p ' l| P R*i L REYMAVÍK 5 fil Íi ÍE2 ÁRAMÓT Á * . KAFFIREYKIAVÍK Gamláiskvöld - Aramotadansleikur * Húslð opnar kl. 01 ★ Hljómsveitin 8-víllt leikur fyrir dansi fram á morgun Nýárskvöld _ - Nyársgleði * Gala kvöldverður ★ ásamt dansleik /AFFI REYkjAVIK ...STAÐURINN ÞAR SEM STUÐIÐ ERI I SIMA 562 5530 REY K)AVÍ K R E S . T A U R . A N T / b A R 'ið á 7l áfji Hej/jaui/e æiíu/n ac) jac/na nýj.u á/-i /neb (jíœsiíecju/n JJaía Áuöícíuei'bi oj /niAiííi nýá/'sjléðiJar se/n Á/íjó/nsueitin s-Viíít íeiÁur fjrir dansifra/n ef tir nótiu. Jíúsib opncJ) einjröncju ÍJ1 'ir maíarjesíj /J. 19. JJorchyÁÁiur > Jtir /'ojal i jlæs/íejuslu /on/a/stofu lancfsins JCýdrsm alsediíl Ji ajji JReyÁjauíÁur Jlumat' oj /örpus/eli/ampauini Jljötsejöi íjóuelcJis i/is f Jlst/ 'fou/r 'ap Jfrein dj/ ■a/n edaíiu/ • öræfanna Jlícfam óialsíe/ 'ia JL affi o c/ ZonfeÁi Uerd Ái\ 4.900 Borðapantanir í síma 562 5530 . Við verðum í hátíðarskapi - Pantið borð tímanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.