Morgunblaðið - 30.12.1999, Side 75

Morgunblaðið - 30.12.1999, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útgáfutónleikar múm í kvöld Múm kveður sér hljóðs HLJÓMSVEITIN múm spilar ósk- ilgreinanlega raftónlist og Thule- útgáfan gaf út fyrsta disk sveitarinnar á Þorláks- messu. Útgáfutónleikarnir verða haldnir í kvöld í Tjarnarbíói og hefjast stundvíslega kl. 21, en ásamt múm spila á þeim Bjöllukór Bústaðakirkju, Ruxpin og Borko. Morgun- blaðið náði tali af systrun- um Gyðu og Kristínu Önnu Valtýsdætrum og spjallaði stuttlega við þær. Gyða og Kristín Anna segja að platan hafi átt að koma út miklu fyrr. „Við tókum hana upp í byrjun sumar- sins, en ætluðum að bíða eftir því að hljóðblöndunarklefi yrði srníð- aður í Thule-hljóðverinu. Svo núna ákváðum við að drífa þetta bara af svo við gætum farið að snúa okkur að einhverju öðru; komið efninu frá okkur,“ segja þær. Múm varð til þegar Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason, sem eru með systrunum í sveitinni, sömdu tónlist fyrir Náttúruóperuna sem sett var upp fyrir ári í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Gyða og Kristín Anna, nemendur í skólanum, fluttu tónlistina óg samstarfið heppnaðist það vel að múm varð til. Sem fyrr segir mun Bjöllu- kór Bústaðakirkju koma fram á tónleikunum í kvöld, en efnisskrá hans mun sam- anstanda af lögum múm. Þær systur segjast ekki liafa heyrt flutning kórsins og að það verði spennandi að heyra út- komuna. Frá A til O Illjómsveitin Á móti sól leikur á árþúsundamótadanslcik f Ingólfskaffí, Ölfushöllinni, gamlárskvöld. Að kvöldi nýársdags treður hljómsveitin upp í Skothúsinu, Keflavík. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT heldur nýársfagnað 1. janúar þai- sem öll bestu lög Gildrunnar, Sextíu og einn og CCR-lögin verða flutt af Gildru- mezz. ■ ÁSGARÐUR v/Glæsibæ Á fimmtudagskvöld verður haldið haitnonikuball kl. 22. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum úr Félagi harmonikuunnenda á Vestur- landi, FHUV. ■ CAFÉ MENNING, Dalvík Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með hljómsveitinni Vampiros frá Dalvík. Ókeypis aðgangur. Á gaml- árskvöld verður haldinn aldamóta- fagnaður frá kl. 24.30-5. Gulli og Maggi leika. Aðgangseyrii' 500 kr. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Bubby Wann leikur öll kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat- argesti Café Öperu. ■ CATALÍNA, Hamraborg Hljómsveitin Þúsöld leikur á gaml- árskvöldfrákl. 24.30-4. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað A gamlái’ksvöld verður dansleikur frá kl. 24.30-4. Stuðkroppamir leika. Al- durstakmark 18 ár. Miðaverð 1.800 kr. Á nýárskvöld verður síð- kjóladansleikur frá kl. 23-3. Alþjóð- lega dansband Ágústar Ármanns og Félag harmonikuunennda á Norð- firði leika. Aldurstakmark 18 ár. Miðaverð 1.800 kr. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dagskvöld leikur hljómsveitin O.fl. og á gamlárskvöld verður pai'tý þar sem hljómsveitin Jagúar og dj. Þossi sjá um tónlistina. A nýárskvöld er ball með Skítamóral. ■ GLAUMBAR stendur fyrir funkveislum á miðvikudögum og verður leikið fönk af plötum og strák- arnir í Funkmaster 2000 sjá um að allir í'ari sveittir heim. ■ IÐNÓ Haldin verður nýársveisla þar sem hljómsveitin Todmobile leikur fyrir dansi og segir í tilkynn- ingu að glæsilegasta nýársveislan ár- ið 1900 hafi verið haldin í Iðnó og sé nú leikurinn endurteldnn öld síðar. Iðnó verður opnað kl. 23 og er þá bor- inn fram fordrykkur að hætti húss- ins. Verð fyrir fordrykk og dansleik er 5.000 kr. Ósóttar pantanir verða seldar í vikunni. Veitingahúsið Iðnó er opið fyrir matargesti á nýár- skvöld. ■ INGHÓLL, Selfossi Á gamlárs- kvöld leikur hljómsveitin O.fl. Dans- leikurinn hefst kl. 1 en auk O.íl. koma fram DJ Ghozt, einn efnilegasti plöt- usnúður landsins og Hyldýpi, ung og efnileg hljómsveit frá Selfossi. Al- durstakmark er 16 ár og er forsala miða þegar hafin í verslununum J&J og Maí á Selfossi. ■ INGÓLFSKAFFI, Ölfusi Hljóm- sveitin Á móti sól leikur á gamlár- skvöld. G. Tyrfingsson sér um sæta- ferðir frá kl. 1. Farið verður frá Horninu Selfossi á heila tímanum og Blómaborg Hveragerði á hálfa tím- anum. Ekkert aukaálag verður á vín- veitingum. ■ ÍSAFOLD SPORTKAFFI Á gamlárskvöld opnai-húsið kl. 1. Tekið verður á móti gestum með freyðivíni. Dj. Þór Bæring leikur. Á nýárskvöld opnar húsið kl. 22. Dj. Berti og Dj. Siggi sjá um tónlistina. Snyrtilegur klæðnaður. ■ KAFFI REYKJAVÍK Hljóm- sveitin 8-villt leikur á fimmtudags- kvöld og einnig á gamlárs- og nýárs- kvöld. Á gamlárskvöld er opið frá kl. 1-6. ■ KRISTJÁN IX. Grundarfirði Á gamlárskvöld verður haldið alda- mótaball með hljómsveitinni Irafári. ■ L AU G ARD ALSHÖLL íslands þúsund ár er yfirskriftin á mikilli Aldamótahátíð sem hefst á miðnætti á gamlárskvöld og stendur fram á morgun. Það era Stuðmenn sem hafa veg og vanda af undirbúningi hátíð- arinnar, og mun hljómsveitin stíga á stokk um 3 leytið um nóttina og leika fram á morgun. Það er hljómsveitin Jagúar sem mun hefja leik upp úr miðnætti, kl. 2 leikur Quarashi og kl. 2.45 kemur Páll Óskar fram en auk þessara skemmtikrafta verður plötu- snúðurinn Herb Legowitz með 21. al- dar tónlist í bland við ewópskan aldaspegil sem bresku plötusnúð- arinir T.C. og Ashcroft standa fyrir. Léttir réttir, gos og vínveitingar verða á boðstólum. Forsala aðgöngu- miða er þegar hafin hjá Olís og Skíf- unni og er miðaverð 2.000 kr. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur á gamlárskvöld. Að þessu sinni verður tónlist í tveimur sölum en Dj. Leroy Johnson mun þeyta skífum í hliðarsal. ■ LIONSSALURINN, Auðbrckku 25, Kópavogi. Síðasta dansæfing línudansara verður fimmtudaginn 30. des. kl. 21.30. Elsa sér um tónlistina. ■ NAUSTIÐ Opið alla daga. Á gamlárskvöld er hlaðborð og á nýárs- kvöld verður boðið upp á sex rétta matseðil. Reykjavíkurstofa bar og koníaksstofa, Vesturgötu, er opin frá kl. 18. Söng- og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. ■ NAUSTKRÁIN er lokuð á gaml- árs- og nýárskvöld. ■ NJALSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Njáll úr Víkingband létta tónlist. ■ NÆTURGALINN Á gamlárs- kvöld leikm- hljómsveitin Stuðbanda- lagið. Húsið opnar kl. 22. Á nýárs- kvöld leika síðan þau Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Hús- ið opnað kl. 22 og 2. janúar leikur Hjördís Geirsdóttir ásamt hljóm- sveit. Húsið opnað kl. 22. ■ RIVER GAUCHE, Kópavogi Á fimmtudagskvöld leikur Tríó Sváfnis Sigurðssonar frá kl. 21-1. ■ SJALLINN, Akureyri Hljóm- sveitin Skítamórall leikur á gamlárs- kvöld. ■ SKOTHÚSIÐ, Kefiavík Hljóm- sveitin Á inóti sól leikur að kvöldi nýársdags. Þess má geta að staður- inn er allur nýuppgerður. ■ SPOTLIGHT verður hitað upp fyrir árþsúndaskiptin frá kl. 23-1 á fimmtudagskvöld. Á gamlárskvöld opnar húsið kl. 1 og er þema kvölds- ins „Velkomin til framtíðarinnar". Dj. Ivar Ainor sér um tónlistina. Fyrsti árlegi grímudansleikurinn verður haldinn á nýárskvöld. Starfs- menn mæta í grímubúningum og era búningar æskilegir en ekki skylda. Spotlight verður opnað á miðnætti og sér Dj. ívar Amor um tónlistina. HARMONIKUBALL verður í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum frá Félagi harmonikuunnenda á Vesturlandi (FHUV), Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir. FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 75 rAFFI • |p ' l| P R*i L REYMAVÍK 5 fil Íi ÍE2 ÁRAMÓT Á * . KAFFIREYKIAVÍK Gamláiskvöld - Aramotadansleikur * Húslð opnar kl. 01 ★ Hljómsveitin 8-víllt leikur fyrir dansi fram á morgun Nýárskvöld _ - Nyársgleði * Gala kvöldverður ★ ásamt dansleik /AFFI REYkjAVIK ...STAÐURINN ÞAR SEM STUÐIÐ ERI I SIMA 562 5530 REY K)AVÍ K R E S . T A U R . A N T / b A R 'ið á 7l áfji Hej/jaui/e æiíu/n ac) jac/na nýj.u á/-i /neb (jíœsiíecju/n JJaía Áuöícíuei'bi oj /niAiííi nýá/'sjléðiJar se/n Á/íjó/nsueitin s-Viíít íeiÁur fjrir dansifra/n ef tir nótiu. Jíúsib opncJ) einjröncju ÍJ1 'ir maíarjesíj /J. 19. JJorchyÁÁiur > Jtir /'ojal i jlæs/íejuslu /on/a/stofu lancfsins JCýdrsm alsediíl Ji ajji JReyÁjauíÁur Jlumat' oj /örpus/eli/ampauini Jljötsejöi íjóuelcJis i/is f Jlst/ 'fou/r 'ap Jfrein dj/ ■a/n edaíiu/ • öræfanna Jlícfam óialsíe/ 'ia JL affi o c/ ZonfeÁi Uerd Ái\ 4.900 Borðapantanir í síma 562 5530 . Við verðum í hátíðarskapi - Pantið borð tímanlega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.