Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Ekki hundi út sigandi? Slagveðursrigning var komin síðla en það aftraði ekki gönguglöðu gærdagsins á höfuðborgarsvæðinu fðlki og dýrum frá að viðra sig. Samstarfsverkefni um háskólanám á Suður- nesjum undirritað Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Jó- hann Einvarðsson, framkvæmdasljóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. SAMKOMULAG um að koma á fót samstarfsverkefni um háskólanám á Suðurnesjum. var undirritað 29. des- ember sl. af þeim Þorsteini Gunnars- syni, rektor Háskólans á Akureyri (HA), Skúla Thoroddsen, fram- kvæmdastjóra Miðstöðvar símenn- tunar á Suðumesjum (MSS), og Jó- hanni Einvarðssyni, framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Markmið samstarfsins er að efla háskólamenntun í þágu fólksins í landinu og til að ná þessu markmiði verður nýtt fullkomnasta upplýs- ingatækni við nám og kennslu. Samkomulagið felur í sér að samn- ingsaðilar vinna að því að á haust- misseri 2000 hefjist háskólanám í hjúkrunarfræði í Reykjanesbæ. Um er að ræða fjarnám í Reykjanesbæ um þriggja símalína fjarfundabúnað og um vefsíður á tölvuneti frá HA. HA skipuleggur, leggur til náms- efni og annast alla kennslu í hjúkrun- arfræði í fjögur ár og ber faglega ábyrgð á náminu og sérhæfðri bóka- safnsþjónustu. Inntökuskilyrði í námið eru stúdentspróf, nám frá öðr- um háskóla eða sjúkraliðanám með sjö ára starfsreynslu. HA ber kostn- að af fjarnáminu vegna kennslu og tækjabúnaðar á Akureyid og greiðir rekstrarkostnað vegna sambands fjarfundabúnaðar þar við byggða- brú. Skrásetningargjald nemenda sem rennur til HA er 25.000 kr. fyrir skólaárið 2000-2001. Símennntunarmiðstöðin leggur til námsumhverfi og aðstöðu sem felur í sér eftirfarandi þætti: Húsnæði og aðgang að fjarkennslubúnaði í kennslusal. MSS greiðir rekstrarkostnað vegna sambands þess fjarfundabún- aðar við byggðabrú, tölvuver þar sem m.a. er unnt að stunda hópvinnu og vinna verkefni, tækniaðstoð/ tæknimann vegna fjai'funda- og tölvubúnaðar, Ijósritun, námsgagna- safn um tölvur og aðgang að fræðirit- um og fræðitímaritum. Heilbrigðis- stofnun Suðumesja sér um verklega þjálfun nemenda, samkvæmt nánara samkomulagi við HA. Fjárlög gera ráð fyrir greiðslum til Háskólans á Akureyri og til Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum vegna þessa verkefnis. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum miðlar einnig fjarnám- skeiðum og námi til Suðurnesja frá Endurmenntunarstofnun HI og Há- skóla Islands og viðræður eru hafnar um samstarf við Samvinnuháskólann á Bifröst um fjarnám í rekstrarfræði. Miðstöð símenntunar gerði samning við félagsþjónustusvið Borgarholts- skóla um menntun fyiir stuðnings- fulltrúa í skólum, en það hófst í nóv- ember sl. Miðstöðin býður auk þess upp á fjölda námskeiða fyrir atvinnu- lífið og einstaklinga á Suðurnesjum. 956 einstaklingar stunduðu nám eða sóttu námskeið á vegum Miðstöðvar- innar á árinu sem er að líða en það er 95% aukning frá fyiTa ári. Gengi krón- unnar lækk- aði um 0,5% GENGI krónunnar lækkaði í gær mest um tæplega 1% en í lok dags nam lækkunin um hálfu prósenti. Gengi banda- ríkjadollars var skráð í sölu á 72,13 kr. en endaði í gær í 72,65 kr. Evran var skráð 72,77 kr. en endaði í 72,97 kr. Arnar Jónsson hjá Lands- banka Islands segir að gengis- vísitalan hafi verið komin afar neðarlega og þá sé hagkvæmt að loka stöðum og taka hagnað í svokölluðum skiptasamning- um. „Það sem menn hafa verið að gera lungann úr árinu er að nýta sér vaxtamuninn, skulda í erlendri mynt og fá ávöxtun í krónum á móti. Það hefur styrkt krónuna en þegar þess- um samningum er lokað þarf að kaupa gjaldeyri til að greiða upp lánin og hefur krónan til- hneigingu til að veikjast aftur,“ segir Arnar. Hann bendir á að einnig sé um hreyfingar á millibanka- markaði að ræða vegna ára- mótafærslna hjá fyrirtækjum. Vaxtamunur sé hins vegar enn mikill og líkindi til þess að vextir verði hækkaðir fljótlega á næsta ári en reyndar sé búið að verðleggja þá vaxtahækkun inn í gengi krónunnar. „Ég held að krónan styrkist ekkert verulega við næstu vaxtahækk- un. Það er ekkert sem segir að krónan sé að fara að veikjast verulega heldur," segir Ai-nar. Hallgrímur Jónasson hjá Is- landsbanka kveðst ekki muna eftir að hafa séð svona stórar hreyfingar á gengi krónunnar á einum degi. Hann telur þó að hér sé um skammtímasveiflu að ræða og krónan haldist áfram sterk í janúar, ekki síst í ljósi þess að ávöxtunarkrafa húsbréfa er að lækka. Umhverfísáhrif vegagerðar á hringveginum við Hörgsá á Síðu Ekki talin breyta landslagi verulega SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á um- hverfisáhrifum vegalagn- ingar á hringveginum um Hörgsá á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu. Sam- kvæmt frummatsskýrslu er ekki talið að væntanleg vegagerð muni breyta landslagi verulega eða hafa áhrif á fornleiíar. Um er að ræða 1,8 km langan kafla og sér Vega- gerðin um framkvæmdir en verkfræðistofan Hnit tók saman skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Áætluð verklok eru árið 2001. Kynntar eru fjórar leið- ir í frummatsskýrslu. Leiðir eitt og tvö eru á og við núverandi vegastæði. Vegagerðin leggur til leið þrjú en þar er gert ráð fyrir nýju vegstæði frá ási neðan Keldunúps að úti- húsum við Múlakot. Veg- urinn mun þvera Hörgsá um 350 m neðan við núverandi brú. A leið fjögur myndi veglínan þvera Hörgsá um 1.000 metra neðan við núverandi brú. Í frétt Skipulags- stofnunar segir að við val á nýrri veglínu um Hörgsá þurfi að taka til- lit til þess möguleika að hringvegur- inn verði færður til suðurs milli Hörgsár og Fossála. Samkvæmt frummatsskýrslu er ekki talið að væntanleg vegagerð muni breyta landslagi verulega eða hafa áhrif á fornleifar. „Vestast á svæðinu er fjölbreyttur gróður með votlendi. Leið 3 mun raska algrónu landi vestan Hörgsár en austan ár- innar mun vegurinn liggja um meira eða minna manngert land. Leið 3 mun skerða votlendi minna en leið 4. Leið 1 og 2 hafa minnst áhrif á gróð- urfár svæðisins. Lax og sjóbirtingur gengur í Hörgsá." Fi-ummatsskýrslan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, í Þjóðar- bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofn- un í Reykjavík. Gefst almenningi kostur á að gera athugasemdir til 2. febrúar. Leitað var umsagnar frá Skaftárhreppi, Náttúruvernd ríkis- ins og veiðimálastjóra og fram- kvæmdin kynnt ýmsum öðrum aðil- um. Breytingar á 19:20 um áramótin KYNNTAR verða breytingar á fréttaþættinum 19:20 á Stöð 2 um áramótin. Breytingarnar ná jafnt til útlits þáttarins og uppbyggingar. I fréttatilkynningu frá Islenska út- varpsfélaginu segir að breytingarnar feli það í sér að fréttatímar kvöldsins verða þrír; kl. 18.55, 19.30 og 20.00. Dægurmálaþátturinn ísland í dag verður á sínum stað alla daga vikunn- ar, með úrvali á laugardagskvöldum og íþróttum á sunnudagskvöldum. Veðurfréttirnar taka umtalsverðum breytingum, bæði hvað varðar graf- íska útfærslu og uppbyggingu veður- fréttatímans. Aðalveðurfréttir kvöldsins verða kl. 19.55. Útsend- ingu 19:20 lýkur kl. 20.05. Breytingarnar haldast í hendur við nýtt útlit á öllum útsendingum Stöðvar 2 frá og með 1. janúar nk„ þar sem kynnt verður nýtt merki sjónvarpsstöðvarinnar, nýjar upp- hafskynningar fyrir þætti o.s.frv. Andlát KRISTÍN SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR KRISTÍN Sigríður Ól- afsdóttfr lést á Landa- koti í gær, 87 ára að aldri. Kristín fæddist 16. april árið 1912 í Reykjavík þar sem hún ólst upp. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Magn- ússonar, forstjóra Fálkans, og Þi-úðar Guðrúnar Jónsdóttur. Kristín lauk verslun- arprófi frá Verzlunar- skóla Islands árið 1930. Hún lagði einnig stund á nám í handa- vinnu, einkum leður- iðju, í Reykjavík. Kristín var mikil íþróttaáhugakona og kom m.a. fram með fimleikahópi Bjöms Jakobsson- ar. Hún var einnig mikil skíðakona og göngugarpur. Kristín giftist árið 1944 Haraldi Matthíassyni, rithöfundi og fyrrver- andi menntaskólakennara. Þau hjónin fluttu til Laugarvatns árið 1951. Kristín var stundakennari við húsmæðraskólann á Laugavatni í handavinnu og leður- iðju á árunum 1965- 1977. Kristín var ásamt manni sínum einn frumkvöðla gönguferða um óbyggðir íslands og var sæmd gullpeningi Ferðafélags Islands. Kristín var manni sín- um einnig stoð og stytta við ritstörf hans, en hann samdi m.a. bækur fyrir Ferðafé- lagið. Auk þess unnu þau saman að gerð heimildamyndar á ár- unum 1963-1978 um atvinnu- og bú- skaparhætti. Haraldur lést hinn 23. desember sl„ tæpri viku á undan Kristínu. Kristín og Haraldur eignuðust fjögur börn, Jóhönnu Vilborgu, sem er sálfræðingur í Reykjavík, Ólaf Örn, sem er alþingismaður, Matthías Björn stúdent, sem lést árið 1981, og Þrúði Guðrúnu, sem er fram- kvæmdastjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.