Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 2
2 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 PtogttttlWtoftlft 2000
Á tímamótum eins og þeim
sem nú eru að ganga í garð
horfa menn bæði fram og aft-
ur. Ártalið 2000 gefur ímynd-
unaraflinu lausan taum og
eðlilegt að slíkt ártal kalli á
margt það sem gæti verið
hnýsilegt til skoðunar. Sam-
tímaheimildum var ekki til að
dreifa um þá atburði sem urðu
á íslandi þegar árið 1000 rann
upp, um þau efhi var skrifað
síðar. Þá var Ólafur konungur Tryggvason í óða önn að
kristna íslendinga, eins og kunnugt er, nú er engu slíku úl
að dreifa og stóratburðir á við kristnitökuna ekki í augsýn.
En leyndardómsfullur blær er yfir þessum ártölum báð-
um, bundinn við trú og fyrirheit.
Margs er að minnast þegar ártalið 2000 blasir við. Morg-
unblaðið var stofnað 2. nóvember 1913 og er það gríðar-
leg heimild um þá öld sem við erum nú að kveðja. Slíkri
samtímaheimild var ekki til að dreifa fyrir þúsund árum.
Það væri að æra óstöðugan að fjalla um alla þá atburði
sem blaðið hefur sagt frá á þessari öld og greina frá
hverju því sem athyglisvert er á þessum tímamótum. Það
verður láúð framtíðinni efúr.
Hér eru aftur á móti rifjaðar upp nokkrar þær greinar
sem birzt hafa í blaðinu á þessu tímabili, þær eru valdar af
handahófi og sem dálítil vísbending um efni blaðsins á
þessum liðnu áratugum. Þessu er safnað saman í þeirri
trú að lesendur hafi áhuga á ýmsu því sem blaðið hefur
birt og því ekki frágangssök að rifja það upp.
En á það skal lögð áherzla að hér er ekki um úrval að
ræða, langt því frá, einungis súklað á stóru og sýnd dæmi
sem enn mætú hafa af nokkra ánægju og fróðleik. Þessi
sýnishom af efni blaðsins em eins og dropi í hafi, svo fjöl-
breyúlegt og mikið að vöxtum sem blaðið er. Tæmandi
sýnishom yrði efni margra blaða, svo að ekki sé talað um
upprifjun allra þeirra atburða sem fjallað hefur verið ítar-
lega um í Morgunblaðinu. Hin sfðari ár hefur blaðið auk
þess verið einskonar samkomutorg þar sem þúsundir
manna hafa láúð til sín heyra með ýmsum hætú, ekki sízt í
bréfúm til blaðsins og aðsendum greinum og verða dæmin
í þessu blaði því færri sem nær dregur samtímanum.
Þetta blað sem lesendur fá nú í hendur fjallar hvorki um
markmið né meginstefnur, eins og baráttuna fýrir skóg-
rækt og umhverfisvernd, endurbætur á menntakerfinu á
viðreisnarárunum, sjálfstæði, landvöm og gegn gjafa-
kvóta, slíkt bíður betri tíma. Það er ekki heldur annáll né
fréttayfirlit, þótt stiklað sé á nokkrum minnisstæðum at-
burðum og þeir rifjaðir upp, einkum í myndum. Hér er
einungis sýnishorn af efni Morgunblaðsins/Lesbókar á
þessari öld, þótt unnt væri að fylla mörg blöð eins og
þetta með forvitnilegu og heldur bitastæðu efni. En margt
vantar - og þó einkum það sem varpað gæú ljósi á félags-
leg áhugamál höfunda og þá ekki síður stjómmál. En
stjómmálaskrif, t.a.m. prófkjörsgreinar, eiga erfitt upp-
dráttar gagnvart veðmn og vatnsgangi tímans.
Þegar nær dregur er efni Morgunblaðsins og Lesbókar
orðið svo yfirgripsmikið að ógjörningur er að henda reiður
á því af einhverju viti. Slíkt krefðist mikillar yfirlegu og
óþrjótandi vinnu sem bfður seinni tíma. Margir munu því
sakna minnisstæðra skrifa úr sópdyngju blaðsins, sem
ekki em tök á að birta nú. Auk þess kemur gamalt efni, að
mestu gleymt, meir á óvart en það sem nýrra er og í
fersku minni; t.a.m. vekur það athygli að farið er að skrifa
um tónlistarhús uppúr 1940 og flutning Reykjavíkurflug-
vallar eftir 1950. Þá mega menn vel ígrunda þau orð að
sýna eigi Þingvöllum þá auðmýkt sem staðnum sæmir,
hann kallar á hljóðláta helgi og hátíðlega. Þá má einnig sjá
að löngum hefur verið skrifað um varnarmál og sitt sýnist
hverjum um listgagnrýni. Síðast en ekki sízt þá hafa skáld
og rithöfundar látið mikið að sér kveða hér í blaðinu. Þeir
eru því harla fýrirferðarmiklir í þessari útgáfu. Margar
ágætar ljóðaþýðingar hafa birzt í Lesbók, en við þeim er
ekki snert í þessu blaði.
Til fróðleiks má geta þess að í skýringum við Jöklajörð
Einars Benediktssonar segir í Ljóðmælum 1945 að
kvæðið hafi ekki komið áður út á bók, en þess geúð að
það hafi verið prentað í Lesbók Morgunblaðsins 9. ág.
1931, 6. árg. 31. tbl. bls 243. „Þá stóð sem hæst Græn-
landsdeilan milli Norðmanna og Dana, þetta er síðasta
kvæði skáldsins, svo kunnugt sé."
Þá er ekki úr vegi að benda á, að Guðmundur Kamban
gjörbreytti Vikivaka frá því sem hann birúst í Lesbók,
t.a.m. lýkur honum svo í síðustu gerðinni:
Rík var gjöf sú er gaf mér Drotúnn:
að gleðjast vorlangan dag
við liúa týsfjólu, túnin sprotún
og ú'stað sólskríkjulag,
en vetrarmorgun með marr á grundum
sem magnar sérhveija taug,
með hélu á rúðum og svell á sundum
og sól í steingeitarbaug.
Hvað er ártalið? Eitthvað lætur
í eyrum mér, færist nær ...
hjartað syngur, og hjartað grætur,
og hjartað tryllist og slær.
Heyrist jódynur heim að bænum,
þau hóftök ein þekki ég -
ég fer mér stillt eftir grundum grænum
og gesú mínum í veg:
Vantraust Guðrúnar, vonsvik Kjartans,
með vopnum enda sinn fund.
En þetta er vísan um vizku hjartans
og vonglaða íslenzka lund ...
Stína rakar, og Bjössi bindur,
og bóndinn hirðir sinn arð.
Nú er sólskin og sunnanvindur,
og Sörli ríður í garð.
Athygliverð eru ummæli Haralds Böðvarssonar, útgerð-
armanns á Akranesi, þess efnis að hann biðji verkafólk sitt
auðmjúklega afsökunar á mistökum í launagreiðslum eða
eins og hann kemst að orði:
„Eins og öllum er ljóst, þá fer ekki hjá því að fyrirtæki
sem gefur út ógildar ávísanir, hlýtur að tapa verulega áliti,
en ég vona að það vari ekki lengi í þessu úlfelli, vegna þess
að þetta var óviljandi gert og leiðrétt strax með innlausn
ávísananna og vil ég nota tækifærið til að biðja þá sem
hafa orðið fyrir óþægindum af þessum sökum, auðmjúk-
lega afsökunar. Hér efúr munum við ekki gefa út ávísanir
nema innistæða sé örugglega fyrir hendi og síðan hlaupa-
reikningi Útvegsbankans var lokað, höfum við opnað ávís-
anareikning í Sparisjóði Akraness."
Það er annar siðferðisgrundvöllur sem þessi ummæli
eru reist á en það olnbogaæði sem nú tíðkast á markaðn-
um þar sem margir sjást engan veginn fyrir og skara eid
að sinni köku án nokkurs úllits til umhverfisins. Þess má
þá einnig geta að samtal við Harald hér í blaðinu var
kveikjan að ævisögu Guðmundar G. Hagalín um hann síð-
ar. Samtöl við sr. Jón Auðuns urðu einnig til þess að hann
skrifaði ævisögu sína allnokkru síðar.
Þannig hefur Morgunblaðið komið víða við á langri veg-
ferð um þessa hnígandi öld.
Ýmsir eiga efúr að sakna efnis sem ástæða væri úl að
rifja upp, en það verður að bíða betri tíma. Sem dæmi má
nefna að þótt minningargreinarnar í Morgunblaðinu séu
harla misjafnar að gæðum leynast þó góðar og merkar
greinar innan um allt það efhi, án þess hreyft sé við því í
þessu blaði. Þá er ekki tekin nein gagnrýni, þótt nafn-
bundin sé, ekki heldur nafnlausar greinar eða ritstjórnar-
greinar, erindi eða ræður (að einni undantekinni þ.e.
ræða Bjama Benediktssonar, síðar forsætisráðherra, á
Þingvöllum sem hann flutú blaðalaust, en þeir Valtýr Stef-
ánsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, gengu svo frá til birt-
ingar í blaðinu), heldur einungis greinar, ljóð og sögur,
sem birzt hafa í Morgunblaðinu, eða Lesbók, undir nafni
höfunda sinna.Stafsetningu er haldið, svo og fyrirsögnum.
Það styngi í stúf nú á dögum að segja í fyrirsögn að talað
hafi verið við Elenu, dóttur Krúsjeffs, eða Nasser hefði ver-
ið hæfastur arabaleiðtoga eins og samtalið við Ben
Gurion, forsætisráðherra fsraels, er kynnt, samt lýsti hann
því yfir að hann væri reiðubúinn að hitta Egyptalandsfor-
seta og þannig varð þetta fréttasamtal í Morgunblaðinu að
heimsfrétt. Þá birtist einnig í Morgunblaðinu frásögn af
Þingvallaför Ben Gurions og stefnumóú þeirra Ólafs Thors
þar, en hún er ekki endurprentuð hér, þótt sá atburður
hafi eins og ýmislegt annað sem hér vantar, verið harla
minnisstæður og á margan hátt sögulegur. En það vörðu-
brot er á sínum stað á þessari löngu vegferð Morgun-
blaðsins um þessa svipmiklu öld. En á þessum erfiðu dög-
um kalda striðsins þótti það nógu fréttnæmt að hitta dótt-
ur Krúsjeffs, sovéska einvaldsins, og það notað í fyrirsögn,
þótt Elena skýrði frá þeim merku ú'ðindum, að foreldrar
hennar hefðu áhuga á að heimsækja ísland, ef þau kæmu
því við. Samtalið við Elenu fékkst vegna persónulegra
tengsla fréttamanns við sovéska túlkinn, Vladimir Jakob,
sem var með í förinni.
Þá þóttu ummæli Ben Gurions um Nasser óvænt og
raunar einstæð og nægilegt tilefni til fyrirsagnar.
Margir slíkir stórviðburðir sóttu i'sland heim á kalda-
stríðsú'munum og fylgdist Morgunblaðið rækilega með
þeim öllum, hér í blaðinu voru t.a.m. samtöl við Furtsevu,
menntamálaráðherra Sovétríkjanna, Mikojan aðstoðarfor-
sætisráðherra, Gromykó utanríkisráðherra, fyrsta geimfar-
ann, Gagarin, og höfundur samtalsins við Elenu sótti
heimssögulegan fréttamannafund með Krúsjeff í París á
sínum ú'ma (1960), skýrði frá honum í blaðinu og var lýs-
ing á því sem gerðist í einu af páskablöðum Morgunblaðs-
ins.
Þá hafa birzt stór samtöl hér í blaðinu við ýmsa erlenda
listamenn sem helzt hafa komið við sögu á öldinni eins og
Arthur Miller, William Faulkner, Ellu Fitzgerald, Louis
Armstrong, Menuhin, W.H. Auden, Steven Spender og
mörg samtöl við andófsmanninn og listamanninn Ash-
kenazy, auk margra annarra samtala við lista- og andófs-
menn á borð við Brodský, Sinjavský, Rostropovits, Tarsis
og Búkovský.
Þá skal þess einnig getið að í þessa syrpu vantar að
mestu ýmsar ágætar greinar efúr blaðamenn Morgun-
blaðsins gegnum tíðina og væri ekki úr vegi að taka saman
úrval úr þeim, svo margir ffamúrskarandi blaðamenn sem
hafa unnið við blaðið, sumir látnir eða hættir störfum,
aðrir í fullu fjöri.
Framan af skrifuðu konur lítið í Morgunblaðið og er
hlutur þeirra því rýrari en æskilegt hefði verið.
Hvað sem öðru líður, heyrir allt þetta efni til öldinni
sem nú er óðum að líða, það er staksteinar sem stiklað er
á og ættu að gefa einhverja hugmynd um íslenzkt samfé-
lag 20. aldar. Fyllri mynd og betri verður að bíða þeirra
sem lifðu ekki þessi aldahvörf, en eiga einhvern tíma í
framtíðinni eftir að horfa um öxl og sjá þessa fortíð svip-
uðum augum og þeir sem skrifuðu atburði 9. og 10. aldar
inn í sagnfræði, sögur og skáldskap.
Þetta blað kemur út á fyrsta rúmhelgum degi ársins
2000, mánudeginum 3. janúar. í þvf felst engin vísbending
um mánudagsútgáfur Morgunblaðsins, þótt að þeim sé
unnið.
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur valið þrjá helztu inn-
Iendu atburði aldarinnar og einnig þrjá helztu erlendu at-
burðina og er um þá sérstaklega skrifað. Allir marka þessir
atburðir þáttaskil og söguleg ú'mamót; þeir eru heima-
stjórn 1904, fullveldið 1918 og lýðveldisstofnun 1944,
heimsstyrjöldin fyrri, 1914-1918, heimsstyrjöldin síðari,
1939-1945, og loks lending mannsins á tunglinu 1969 (sbr.
forsíðu), en ekkert sýnir betur en hún þekkingarleit okkar
og þau ótrúlegu vísindalegu afrek sem unnin hafa verið á
öldinni. Landlæknir mun skrifa um helztu afrek læknis-
fræðinnar á öldinni og birtist grein hans hér í blaðinu á
morgun.
Ritstj.
Fyigt
úr
hlaði