Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 34

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 34
34 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 plnfgmilaM 2000 19 5 0 • Reykjavíkurtjörn hefur lengi haft mikið aðdráttarafl, hvort sem er um sumar eða vetur. Margur hefur rennt sér þar eða hlaupið um á skautum að vetrarlagi, bæðl í leik og keppni. Á myndinni eru einmitt nokkrir keppendur árið 1950 og fjöldi fólks fylgist með úr fjarska. Morgunblaðió/Ólafur K. Magnússon Reykj avíkurtj ö rn Hjá Edison [ Motto: Be sure you are right, then go ahead.l eftir VILHJÁLM FINSEN 1914 Thomas A. Edison tekur sjaldan á móti gest- um. Aðalástæðan til þess er sú að frægð hans hefir orðið þess valdandi að til hans streymir árlega ótölulegur grúi manna, sem óskar þess að tala við hugvitsmanninn. Ætti hann að veita öllum viðtal, þá mundi hann naumast hafa tíma til annars. En motto hans er: Vinna. Onnur ástæðan er sú, að hann heyrir svo illa að naumast er hægt við hann að ræða. A vinstra eyra hefir hann verið alveg heyrnarlaus um mörg ár og nú á síðari tímum hefir heymin á hægra eyranu mikið sljófgast. Það þarf að grenja í eyra hans og á hann þó fult í fangi með að heyra hvað sagt er. Edison er sjálfum sér mikið mein að þessu og það hefir einnig orðið til þess, að hann hefir gerst ómannblendinn, og kveður svo ramt að því, að hann hefir gerst ómannblendinn og kveður svo ramt að því, að hann talar jafnvel ekki eitt orð við nánustu ættingja sína dögum saman. Og vegna þessa alis hefir öllum verið neitað um það hin síðari árin að sjá vinnustofur hug- vitsmannsins og hafa tal af honum. Það var tilviljun einni að þakka að eg náði fundi Edisons. Eg var að velta fyrir mér dálít- illi uppgötvun, og einn af starfsmönnum hug- vitsmannsins ráðlagði mér að skýra honum frá því og ráðgast við hann um málið. Og einn góðan veðurdag stóð eg við dymar á hinum risavöxnu verksmiðjum hans og beið þess með óþreyju, að mér yrði hleypt inn. Orange, New Jersey, er bær með rúmlega 200 þús. íbúa og eiga þeir flestir verksmiðj- um Edisons daglegt brauð að þakka. Hér er alt unnið með rafmagni. Verkfræðisháskóli sá, er kunnastur er í Bandaríkjunum, er hér og rafmagnsverzlanir era á hverju strái. í öllum bókaverslunum er kenslubókum í verkfræði og rafmagnsfræði raðað í glugg- ana og á gildaskálunum er alt soðið við raf- magn. Sjálfstjórnandi skóburstavélar em á hverju götuhorni og fjórði hver maður er raf- magnsfræðingur. I verksmiðjuþyrpingu Edi- sons eru fiest húsin fjórlyft, sum nokkru minni og eru þar skrifstofur og efnarann- sóknarstofur. Gríðarháir reykháfar bera við loft, hvert sem litið er, og vélaskröltið dunar manni í eyrum. Að öðru leyti er borgin líkari sveitaþorpi. Hér eru mörg timburhús með frjósömum görðum í kring, og á Edison sjálfur eitt hitt fegursta þeirra. En hann er sjaldnast þar að hitta. Mestan hluta dagsins er hann annað- hvort á efnarannsóknastofu sinni, eða þá í bókasafninu. Þar hitti eg hann. Herbergið, þar sem Edison tekur á móti gestum sínum, er áreiðanlega eitt hið einkennilegasa í heimi. Það er jafnhátt húsinu, en það er þrílyft og á veggjunum eru ótal bókahyllur, en milli þeiiTa eru myndir af heimskunnum mönnum, og ber þar sérstaklega mikið á Roosevelt og Taft. I einu horninu situr skrifari Edisons, en í öðru horni er legubekkur úr tré. Á þeim bekk hvílir Edison sig á hverjum morgni, og sefur þar dálítinn dúr, í öllum fötunum. Á öðr- um enda legubekksins er svæfill og silkidýna, en á miðju gólfi stendur marmaralíkneski nokkurt í lágum fótstalla. Á það að tákna ljós- gyðjuna, sem mölvar gaslampa, en hampar rafmagnslampa í hinni hendinni. Listaverk þetta fekk Edison á heimssýningunni í París. Nokkrar minni standmyndir eru þar á víð og dreif um gólfið og eiga þær líklega að vera af börnum Edisons, en hátt á veggjunum eru málverk mörg, bæði stór og lítil. Hægra megin við dyrnar er gríðarstórt skrifborð og sitja þar tveir menn. Annar þeirra er Thomas Álva Edison en hinn er William J. Bums hinn nafnkunni ameríski leynilögreglumaður, sem er aldavinur Edi- sons. Á borðinu hjá þeim standa þrír »Dikta- fon«-ar og ótal bækur og blöð liggja þar í dæmafárri óreglu. Maður veitir því fljótt athygli, að Edison er gamall maður og lúinn. Hárið er snjóhvítt og andlitið, sem er nauðrakað, er hrukkótt; en augun eru þreytuleg og benda ótvírætt á það að þróttur hans er á förum. Kinnar hans eru fölar og magrar af næturvökum og ofþreytu; hann er skjálfhentur og hendurnar magrar og æðaberar. - Hann virðist vera ofþreyttur og hann er oft svo hjárænn og kærulaus, að manni verður það á að geta sér þess til, að nú muni hið mikla æfistarf hans þrotið. En stundum er eins og hann vakni af svefni og þá blossar ákafinn upp í honum og litlu augun hans gráu leiftra. Og þá er hann allur annar maður ! Hann talar þá af svo miklum áhuga og sannfæringarkrafti, að maður hlýtur að dázt að skarpskygni hans og gáfum. Hann var í yfirhöfn og með lítinn flókahatt á höfðinu, og meðan hann talaði tugði hann óspart svartan vindilstubb, sem enginn eldur var í. Samræður vorar urðu ekki langar. Hinn nafnfrægi hugvitsmaður ræddi um nýtt frumvarp til laga um einkaleyfi, sem þá var á dagskrá í öldungaráðinu og álit hans hans á málinu var í alla staði réttmætt. Nú er það venja, að ef menn eiga í málaþrasi vegna einkaleyfis á einhverri uppgötvun, þá á hug- vitsmaðurinn að sanna það, að hinn ákærði hafi stolið uppgötvun sinni. Edison vildi, að sá sem stældi eða stæli annars manns upp- götvun, ætti að sanna að svo væri ekki. Þetta mundi koma í veg fyrir ýmsar málaflækjur og óþægindi. Ef uppgötvun mannsins er ein- hvers virði, þá er það rétt af honum að sækja málið af kappi, en sé hún stolin, þá mun margur hugsa sig um tvisvar áður en hann stofnar fé sínu í þá tvísýnu, að sækja rangt mál. Þessi lög mundu einnig verða ungum og efnalausum hugvitsmönnum hin bezta stoð, því að þeir geta sjaldnast varið uppgötvanir sínar vegna féleysis. Og ætíð eru einhverjir, sem sitja um það að stelja uppgötvunum annara. Sendimaður kemur inn með símskeyti til hugvitsmannsins, og eg geng út með verk- stjóra hans. Mr. Dollbeer, sem Edison hefur beðið um að sýna mér verksmiðjurnar. Hafi maður vænst þess að skrifstofur og verksmiðjusalir Edisons væru jafn-skrautleg- ir og samskonar hús á öðrum stöðum í Amer- íku, þá verður manni ekki kápan úr því klæð- inu. Þar eru engar einkaskrifstofur, með skrautlegum húsgögnum og þykkum gólfá- breiðum. Þar eru engir einkennisbúnir þjón- ar, sem ganga milli skrifstofanna gljástroknir og með skjöl í höndum. Alt er þar blátt áfram og öllu haglega fyrir komið til þess að spara húsrúmið. Þetta er eflaust vegna þess, að verkstjórar og umsjónarmenn Edisons eru eins og hann sjálfur, duglegir verkamenn, sem eyða rneiri tíma við rennibekkinn heldur en við skrifborðið. Á einni skrifstofunni var maður önnum kaf- inn við það, að skrifa á nokkra smámiða. Verkstjórinn tók einn þeirra og sýndi mér. Það var tímavinna verkamannanna þá vikuna. Miðinn, sem ég sá, var númer 1 og stóð á hon- um Thomas A. Edison. Gamli maðurinn, sem þá var 64 ára að aldri, hafði unnið 95 klst. og 49 mínútur þá viku og hafði þó verið fjarver- andi hálfan annan dag: Við sátum og hlýddum á grammofóna Edi- sons, með hinum beztu plötum, sem nokkru sinni hafa gerðar verið. Úti í horni sat maður og athugaði nýjustu plöturnar í smásjá. Hann athugaði með hinni dæmalausustu nákvæmni hvern einasta þumlung af línunni, sem nálin hafði markað á plötuna, og er hún þó hér um bil 3 mílur á lengd - ef vera skyldi að ein- hvem smágalla væri á að finna. Mörg þúsund plötum er fleygt í verksmiðj- unni og nokkrum hundruðum þúsunda dala þannig eytt - ekki til einskis, heldur til þess, að plötumar, sem verksmiðjan lætur frá sér fara, séu óaðfinnanlegar í alla staði. Enda segir Edison það sjálfur, að talvélin sé nú eins fullkomin og hún geti nokkru sinni orðið: hún er meistaraverk, sem ekki er hægt að endur- bæta. En það var ekki fyr en 2500 ólíkar teg- undir af »The reproducer« höfðu verið reynd- ar til þrautar. Edison er ekki einum degi, heldur tugum eða jafnvel hundruðum ára á undan samtíð sinni. Ef maður ætti að gefa nákvæma lýsing á vélum þessum, þá yrði það of langt mál. En svo djúpt má þó taka í árinni að fullyrða að talandi-lifandimynda-vélin, sem innan skamms kemur á heimsmarkaðinn, er einhver sú mesta hugvitssmíði, sem gerð hefir verið. Til dæmis um það hve vélar þessar eru ná- kvæmar, má geta atviks nokkurs, er einn verkfræðingurinn sagði mér frá. Edison hafði ekki annað gert í marga daga en reynt nýjar plötur, er gerðar höfðu verið fyrir talvélina. En það var eitthvað að þeim öllum og svo var þeim fleygt. Svo kom röðin að nokkrum fiðlulögum sem frægur fiðluleik- ari hafði leikið, og hafði Edison vænt sér mik- ils af þeim, en þó fór svo, að þeim var einnig fleygt. Þegar fiðluleikarinn heyrði það, fór hann á fund Edisons og heimtaði skýringu. Edison ypti öxlum. »Þær eru ekki nógu góðar handa mér, þetta er engin »músík«. Hlustið þér á, þetta sam- ræmi ! Maður verður þess ekki var á söng- skemtun en þegar vélin mín kemur til sög- unnar þá heyrir maður á því ýmsa galla.« Svarið var eitthvað á þessa leið. Fiðluleik- arinn sjálfur varð að viðurkenna það, að ýmsir tónar væru óhreinir, en hverju það var að kenna, gat hann ómögulega uppgötvað. Edi- son tók þá fiðluna og athugaði strengina í smásjá. Kom það þá í ljós, að einn strengur- inn hafi slitnað undan boganum og var orðinn flatur og gaf því ekki eins hreinan tón og ella! Þessi uppgötvun gerði Edison jafnforviða og fiðluleikarann. - En þannig hefir hver platan verið rannsökuð nákvæmlega. Þegar við komum út úr verksmiðjunni mættum við Edison sem var- á leið til efna- rannsóknarstofunnar. Eg notaði tækifærið og lét í Ijós við hann ánægju mína yfir því, sem eg hafði séð og heyrt. Hann staðnæmdist augnablik, stakk höndunum langt niður í frakkavasana, tuggði vindilstúfinn ákaft og horfði hvast á mig með hinum litlu gráu aug- um sínum, sem mér sýndust nú enn dýpri en áður. Svo sagði hann: »Be sure you are right, then go ahead!« I--------------------------------------1 Davíð konungur eftir EINAR BENEDIKTSSON 192 9 Þá Davíð stóð fyrir stóli Sáls - strengi hann drap undir orðum þess máls, sem hirðtunga vai'ð vorra himna. Með Betlehems rísandi stjörnu hann stje og stillti sín ljóð fyrir Israels vje. Um aldir beygir heimurinn hnje við hjarðkongsins voldugu ymna. Námfús á lífið hann náði hæð. En naðra blundaði í hjartans æð. Hjarðknapinn hneigðist til skálar. - Svo útvaldi drottinn sinn afbrotalýð. Hans ætlun var hyldjúp. Til sigurs þarf stríð. Og yðrun krefst syndar, um eilífa tíð, svo ávaxtist pundið sálar. Já, Davíð var herra vors heilaga lands. Svo hátt gnæfði bragur og vilji þess manns, að dáðust drottnarnir sjálfir. Hans bæn flutti hásöng af lifandi list, sem ljóðbylgjur reisti á höfum yst. - Nú jarðsyngja trúna á Jahve og Krist játendur veilir og hálfir. Iðrun er kraftur. Hún krefur tii hljóðs og knýr þá dýpstu strengi til óðs, sem víðboðum hjartnanna varpa. Sál verður ljósblind í sólar geym; en syndarinn týndi leitar heim. Hann föðurhöndum er tekinn tveim. Þá tóna á Davíðs harpa. Oss dreymir í hæðunum hörpuslag, er hrynur í einu sem kór og lag, af setning samhljóms og raddar. En jörð verður stjarna heilög og hrein, þá hafdjúpsins mál talar bára ein - og undir þar tekur steinn við stein, uns strandir til hljóðs eru kvaddar. Orðvald er dánarheims dýrasta snilld; hún dregur sinn knör, fyrii’ utan fylgd, á Ginnungasæinn svarta. En list heimtar trú, gegnum stjarnanna storm, og styrk sinna drauma um himneskt form. Við fallandi engil, við freistandi orm þarf fyrirgefning og hjarta. Aldrei fannst mál fyrir myrkaiú harm - nje mæddi sjálfdæmi harðar neinn barm. Hans sál leit ei sólina bjarta. Af þrúguvið batt hann sjer þyrnikrans, þegninn guðs og konungur lands. Vínhelið ríkti á valdstól þess manns, sem var eftir drottins hjarta. Hvað skín yfir sofandi barnsins brá, hvað birta oss draumar, sýn og spá um iíf allra stjörnulanda? Mun jarðskólinn storkna við reglu og rit, þar raunheimur skerðir sitt eigið vit? - Vjer finnum aðeins sem fjarlægan þyt af flugtökum hærri anda. Ljóð er það eina sem lifir alt; hitt líður og týnist þúsundfalt - uns Hel á vorn heim að svæfa. Orð eru dýr, þessi andans fræ, útsáin, dreifð fyi’ir himnablæ, sem fljóta á gleymskunnar sökkvisæ, um sólaldir jarðneskra æfa. Þá hágöfgast maður í menningar heim, er manið, fráls, býður eining af tveim, signd við þann sið er vjer tókum. Útvaldi söngvarinn saltarans sinnti ei glaplögum Edenbanns. Sjálfsköpuð þján, bæði þjóðar og manns, skal þurkast úr lífsins bókum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.