Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 54
54 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 jMnrpmMafoilt 2000 Sumarvinna eftir HELGA PJETURS 1915 Sumir virðast meta ritgerðir eftir því, hvort þær standa í blöðum, tímaritum eða bókum. Jeg met þær eftir því, af hve mikilli þekkingu, list og góðgirnd þær eru ritaðar. 1 Ferðalagi mínu í sum- ar geri jeg ekki mik- ið úr. Lengst af hjelt jeg kyrru fyrir hjá kunningjafólki mínu og athugaði ýmis- legt, meðal annars hvílíkir íþrótta- menn sumir íslendingar eru við heyskap. Og stundum horfði jeg á skýin, en stundum á jörðina, líkt og Þormóður forðum, og var annars að safna efni í ýmsar ritgerðir, helst heimspekilegs efnis, (því að jeg er, eins og jeg veit ekki, hvort er til nokkurs að segja íslending- um, þó nokkurt brot úr heimspek- ingi og rithöfundi. Hefi jeg verið þar við dag og nótt, að læra tökin á að beita þessu máli, sem mjer finst meira um en hvert annara). Jeg horfði á dimmblá vesturfjöll- in við gyltan kvöldhimin, og fann til þess, hversu fagurt getur verið á landi hjer, og verður þó ennþá fegra, þegar þær samgöngubætur hafa orðið og landbætur og mann- bætur, að hallir með fomgöfgum göflum rísa þar upp víða, er áður voru moldarkofamir, sem hafa farið með svo mikið af atgervi vom. 2 Nokkru af tímanum varði jeg til jarðfræðisathugana. Jeg var m.a. að athuga, hver áhrif fannir hafa á landslag. Nivalgeologi kalla jeg það. Eru mjer ókunnar útlendar ritgerðir um það efni; en jeg sje vel, að þess konar athuganh' geta orðið næsta fróðlegar, þegar rann- saka skal loftlagsbreytingar. Og ferð dálitla fór jeg, - og með mjer kunningi minn, Jón Eiríksson frá Skeið-Háholti, fóstursonur þeirra góðu hjóna þar, Bjarna og Guð- laugar - til að skoða enn Heklu og það eldsvæði. Lærði jeg betur að skilja vöxt Heklu en áður; sprung- urnar virðast koma þar saman í stjörnu undir, og því er þar aðal- gosstaður. Og hætt er við, að glóðin leiti þar á enn, þó að það verði varla í bráð. Gosin 1913 eru auka- gos, tappinn í Heklusprangunum líklega orðinn svo mikill og sterkur, að þar er erfitt til útrásar. Slík aukagos hafa áður verið á þessu eldsvæði, og eitt rjett hjá gossprangunni á norður-eidstöðv- unum frá 1913. Rauk þar sumstað- ar enn, en ekki hefir þar gosið síð- an. Ekki heldur á suður-eldstöðv- unum, sem við komum líka á. Kom þar yfir okkur þoka nokkuð til baga. Heldur ferlegt þykir ferða- manninum og óvistlegt kringum Heklu sumstaðar, þegar þokan færist yfir og rökkva tekur. Væri það efni fyrir skáld að skrifa um slíkt, en ekki fyrir mig. Mitt hlut- verk er nokkuð annað: umfram alt að fá ykkur til að skilja sitthvað betur og taka betur eftir. „Jafnan hlýtur ilt af athugaleysinu,“ sagði Grettir, og það er víst um það, að margt mundi batna á landi hjer við aukna athugasemi. Og nær er mjer að halda, að hjer á landi væri t.d. mun minna um drepsótt, sem nefnd er lungnabólga, - og hefir líklega ekki verið nefnd á þingi í sumar - ef athugasemin væri nokkra meiri. Og íhugasemin. En verulega vel íhugað verður ekki, nema á góðum athugunargrandvelli. 3 Sumarvinnu hefi jeg nefnt grein þessa einmitt af því, að ýmsir munu telja ekki vinnu það, sem jeg hefi talsvert ástundað í sumar. En það er að reyna að glöggva mig á einu og öðru með eftirtekt og íhug- un. Jeg hefi talsvert fengist við að hugsa, og jeg held, að það sje of lít- ið unnið einmitt af þess konar vinnu á landi hjer. Hygg jeg það eigi drjúgan þátt í því, að þó að ættin sje afbragð og jarðvegurinn á nægilega stórum svæðum víst frábær, býr hér ennþá þjóð í órækt, í landi, sem er í órækt enn- þá að mestu. Virðingu fyrir líkam- legri vinnu skortir mig ékki og því þoli, sem hefir verið hjer sýnt við líkamlega áreynslu. Og hefði ávöxt- urinn af því orðið miklu meiri, hefði ekki skort svo skiining á ýmsu því, sem skiija þarf til þess, að breytt sje meginstefnu til batnaðar. Og býst jeg við, að erfitt verði um slík- ar stefnubreytingar hjá þjóð, þar sem nokkurs konar refsing liggur við því að hafa það takmark í iífinu, ekki að vera t.d. embættismaður eða verða ríkur, heldur að bæta vit sitt og auka skilning sinn. Vacare bonæ menti kallaði spekingurinn Seneca þess konar lífsstefnu, og án þess að svo sje stefnt af einhverj- um, getur ekkert þjóðfjelag vel stefnt. En enginn getur tekið þá stefnu, sem ekki hefir þorað að reyna mikið bæði á sál og líkama. Harmsaga Kennedyanna 19 6 0 9 John Fitzgerald Kenn- edy var kjörinn forseti Bandaríkj- anna, fyrstur kaþólikka, og féll fyrir hendi morðingja í Dallas þremur árum síðar, 22. nóvem- ber 1963. Myndin var tekin af forsetanum fljótiega eftir að hann kom til starfa í Hvíta hús- inu og hefur þótt táknræn fyrir það hve starf forseta Bandaríkj- anna er í raun einmanalegt. Kennedy var fyrsti kaþólikkinn sem náði kjöri í embættið. Saga Kennedy-fjölskyldunnar, sem stundum hefur verið kölluð „kon- ungsfjölskylda Bandaríkjanna", er mörgum kunn. Frægðarljómi hefur feikið um meðlimi hennar aftur í ættir og frásagnir af gleði, glaumi, framagirni, afrekum, glæsileika, mannúð, brostnum vonum, peningaveldi fjölskyld- unnar og hneykslismálum henni tengdum hafa orðið tilefni bóka- skrifa og greina sem prýtt hafa forsíður blaða og tímarita um heim allan. Skilningsraun Vknur er jeg að vera misskilinn, og hygg jafnvel, að jeg muni vera einn af misskild- ustu mönnum á þess- ari jörð. Samt kom mjer dálítið á óvart, að smágrein mín um íslensk kol um daginn skyldi geta orðið skiiin svo sem jeg væri að niðra Eggerti Ólafssyni og Jónasi Hallgrímssyni fyrir að hafa ekki fundið þessi þykku kolalög, sem jeg hygg sjeu ekki til hjer á landi. Jarðfræðingar hafa aldrei fundið slík, en stundum aðrir. Eins og t.a.m. á Skarðsströndinni 1908. Skoðaði jeg það, og reyndist kola- lagið þá ekki fet á þykt. Því síður sem menn kunna til við einhverjar rannsóknir, því hættara er þeim við að finna það, sem er ekki, og sjást yfír það, sem er. Minna ráða hefir ekki verið leitað um þessi kolalög, og skoða jeg það sem nokkurs kon- ar kurteisi, að menn era ekki að ómaka mig með því, sem líklega mun ekki reynast betur en aðrar kolanámur íslenskar. En jeg hafði ekki ætlað mjer að ferðast um Vestfirði fyrst um sinn. Hafði jeg hugsað mjer að meta aðra lands- hluta meh-, þegar jeg held áfram rannsóknum mínum. Hefi jeg lítið gert að jarðfræðirannsóknum nú í nokkur ár, en þó altaf nokkuð. Er það ærin ástæða til, að fjárhlutur hefir verið lítill, þó að annað hafi nokkru um valdið. Er það eitt, að þreytuveikindi þau, sem bagað hafa mig síðan í Grænlandsferð minni 1897, ágerðust aftur 1913, eins og jeg hefi getið um einhverstaðar. Annað er það, að mjer hefir fengist um hríð rannsóknarefni annað, sem mjer er mög mikili hugur á að vinna að, og að vísu er, að eigi litlu leyti, nátengt jarðfræði og dýra- fræði. Þykist jeg enn hafa sýnt, þrátt fyrir nokkra lömun, sem jeg mun sigra, ef ástæður ieyfa, að það var rjett stefna, sem jeg tók þegar jeg á barnsaldri ásetti mjer að verða vísindamaður. Hefir mjer í þeim efnum orðið mikið ágengt, þar sem mest á ríður, en það er að finna sannleik og áttina til sannleiks. Um viðui'kenningu, virðingar og tekjur hefii' aftur minna áunnist, enda hef- ir slíkt fyrir mjer jafnan verið aukaatriði. Veit jeg það vel, að hver sá, sem metur annað meir en að leita sannleikans, finnur aldrei hinn besta sannleik. En það er rót allra rjettra framfara, að menn glöggvi sig betur á tilverunni en áðui'. Þetta vita menn ekki nógu vel, nje hafa vitað, eins og glögt má sjá af sögu vísindanna. Aldrei hafa menn skilið, í hvaða höfðum vaxtarbroddur mannlegrar hugsunar var eða gat verið. Aldrei hafa menn áttað sig á því, hvað þeim reið á að vera þeim samtaka, sem fóru af almannaleið, til þess að finna aðra betri. Gekk því sú leit miklu ver en annars mundi orðið hafa. Því það er ilt að vera einn síns liðs. Saga vísindanna, rjett rituð, verður að miklu leyti sagan um það, hvernig þeir, sem best gátu séð og lengst og skarpast skilið, lömuðust fyrir annara skort á skilningi og velvild, jafnvel þegar ekki var fai'ið með þá eins og vit- firringa og glæpamenn, eins og oft hefir átt sjer stað. Væri margt bet- ur en er, ef menn vissu, að sjer vill sá er illa, og að það ilt, sem menn gera öðrum, gera þeir sinni eigin framtíð. Er hjer nú enn nokkur skilnings- í-aun fyrir lesendur mína, og sjer- staklega þá, sem halda, að það sje einkenni á minni hugsun, aðhún sje raglaðri eða síður „samhangandi“ en annara manna, eða eintaka af tegundinni Stupidus. Á að flytja Reykjavíkurflugvöll? FRÉTT AFRÁSÖGN i'957 Umræður um framtíð hans á fundi í Verði í fyrrakvöld í Morgunblaðinu í gær var sagt frá fundi Varðarfélagsins í fyrrakvöld, þar sem m.a. var rætt um skipulagsmál Reykjavíkur. Taldi nefndin að stækka þyrfti miðbæinn, og var í gær nokkuð sagt frá ummælum Gísla Hall- dórssonar verkfræðings um það atriði. Gísli vék síðan sérstaklega að Reykjavíkur- flugvelli, sem nú er staðsettur á því svæði er skipulagsmáianefnd Varðai' telur að nota eigi iyrh' ný miðbæjarhverfi. Gísli sagði m.a.: Þó að ekki stæði til að nota flugvallarsvæð- ið á þann hátt er nefndin telur rétt, bendir allt til þess að nauðsynlegt verði að flytja völlinn buitu innan tíðar. Brautir ekki fullnægjandi Til þess liggja margar ástæður og skulu hér nokkrar þeirra nefndar: Flugbrautimar eru ekki nógu langar fyrir nýtízku flugvélar, og erfitt að lengja þær. Brautirnar þyrftu að vera 2500-3000 m, og með auknum flug- og iendingai'hraða þarf lengri brautir, og frekari takmarkanir á mannvirkjagerð í nágrenni vallarins. Öskjuhlíðin annars vegar og bygging í mið- bænum hins vegar era nú þegar nokkur þrándur í götu fiugsins, og hefur flugmála- stjóri óskað eftir þvi, að ljósastaurar við Hr- ingbraut verði iækkaðir niður í 3 m. Skv. því er ekki óhugsandi, að árekstur gæti orðið milli flugvélar og vörabifreiðar með háfermi, sem ekur eftir Hringbrautinni. Talað hefur verið um, að nýjar flugvéiategundir muni gera iang- ar flugbrautir ónauðsynlegar, en verði svo, mun þess langt að bíða. Hávaðí frá flugvélum Eftir því sem flugsamgöngur aukast verður æ meira ónæði af skarkaia frá flugvélahreyfl- um. I Svíþjóð er talið, að hávaði frá þrýsti- loftsvélum geri óbyggilegt 13 km langt og 2,5 km breitt svæði, þar sem flugvellir fyrir þær era. Getur hávaði frá flugvélum beinlínis vald- ið heilsutjóni, og ætti það eitt að vera nægileg röksemd fyrir brottflutningi flugvallarins. Kostnaður af flutningi vallarins Það sem fyrst og fremst er talið mæla gegn brottflutningi flugvallarins, er kostnaðurinn, en einnig má segja, að þægindi séu að því að geta flogið beint úr miðhluta borgarinnar. Kostnaðarröksemdin fær ekki staðizt, ef betur er að gáð. Kostnaður við að byggja nýj- an flugvöll myndi verða um 200 millj. kr„ og til að fá þá upphæð þyrfti að selja hvern fer- metra lóða á svæðinu á 66 kr. Raunverulega er verðmæti þeirra þó mikium mun meira. Aætlað hefur verið, að byggingar í hinum nýja miðbæ verði að verðmæti 4-5 milijarðar króna, eða 20-25 sinnum verðmeiri en völlur- inn. Staðsetning nýs vallar Sú röksemd, að þægindi séu að því að stutt sé til flugvallarins, á vissulega nokkum rétt á sér. Er því þýðingarmiidð að finna nýjum Reykjavíkurflugvelli heppilegan stað og tryggja góðar samgöngur milli bæjarins og vallarins. Þeir staðir, sem helzt munu taldir koma til greina, era Alftanes og Kapelluhraun, en Keflavíkurflugvöllur gæti líka hugsazt sem framtíðarflugvöllur fyrir Reykjavík. Það yrði þó því aðeins, að lögð yrði tvöföld hraðbraut á milli höfuðstaðarins og flugvallarins, svo að fara mætti leiðina á 'A klst. Má í-aunar segja, að slík bx-aut hljóti að koma hvort sem er vegna nauðsynjar að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar og útgerðarbæjanna á Suðurnesjum. Sterkasta röksemdin gegn því að nota Keflavíkurflugvöllinn fyi'ir Reykjavík er sennilega sú, að veðurskilyrði era oft verri þar en nær höfuðborginni, sagði Gísli að lok- um í þessum kafla ræðu sinnar. Notkun Keflavíkurflugvallar Valdimar Kristinsson, næsti framsögumað- ur skipulagsmálanefndar, ræddi einnig um þann möguleika að nota Keflavíkurflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar, eftir að þangað hefur verið lögð hraðbraut, en varaflugvöllur frekar byggður á Suðurlandsundirlendi, enda væri mefri munur á veðui'skilyrðum þar og í Keflavík heldur en í Keflavík og Reykjavík. Mætti vafalaust finna stað, þar sem gera mætti góðan en ódýran varavöll, svipaðan þeim sem nú er á Sauðárkróki. Taldi Valdi- mar, að þessi lausn kæmi mjög til greina. Benti hann m.a. á að akstur til Keflavíkur myndi sízt taka lengri tíma en ferðir milli borga og flugvalla taka viða erlendis. Valdimar Kristinsson taldi ennfremui', að miða ætti nýjan Reykjavíkurflugvöll við inn- anlandsflugið eitt ef á annað borð yrði talið óhjákvæmilegt að byggja hann. Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóri tók til máls síðar á fundinum og ræddi um íramtíð Reykjavlkurflugvallar. Hann benti á, að völl- urirm hefði orðið hin mesta lyftistöng fyrir ís- lenzk flugmál og myndi duga enn um alllanga framtíð, m.a. gætu hinar nýju vélar, sem flug- félögin hefðu nýlega fengið eða myndu fá bráðlega, athafnað sig þar. Um þróun flugmál- anna í framtíðinni ríkti óvissa og hefði enn ekki verið athugað nægilega vel frá sjónarmiði flugtækninnar, hvaða ráð væra skynsamlegust varðandi Reykjavíkm’flugvöll. Gunnar benti á, að kostnaður af byggingu nýs flugvallar væri mjög mikill og taldi ekki líklegt, að á næstunni yrði unnt að útvega nauðsynlegt fjármagn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.