Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 56

Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 56
56 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Máttur tónanna AP Bítlar og Presley Bítlarnir (The Beatles) sem fjórmenningar frá Liverpool borg skipuðu á sjöunda áratugnum, er ein vinsælasta dægur- lagahljómsveit sem fram hefur komið og Bandaríkjamaður- inn Elvis Presley, til vinstri, einn alira dáðasti dægurlaga- söngvarinn. Paul McCartney og John heitinn Lennon hófu samstarf 1956, George Harrison bættist í hópinn árið eftir og ásamt þeim fjórða hófu þeir að koma fram sem Bítlarnir árið 1960. Ringo Starr tók stöðu trommara 1962 og þannig var sveitin skipuð allt þar til hún hætti störfum 1970. Hljómsveitin sló fyrst í gegn í heimalandinu og tók síðan Bandaríkin með trompi 1964 en þess má geta að þar í landi kom hún 20 lögum í efsta sæti vinsældalistans og seldi meira en 100 milljónir platna. Á myndinni eru fjór- menningarnir (frá vinstri: Starr, Harrison, Lennon og Mc- Cartney) ásamt sjónvarpsmanninum Ed Sullivan, á æfingu áður en þeir komu í fyrsta sinn fram í bandarísku sjónvarpi f The Ed Sullivan Show. 70 milljónir manna horfðu á þáttinn 9. febrúar 1964. Lennon var myrtur fertugur að aldri, í des- ember 1980, en hinir þrír lifa. Elvis Aron Presley var goð- sögn í lifanda lífi. Hann seldi 500 milljónir platna og átta miiljónir platna söngvarans seldust fyrstu fimm dagana eftir lát hans, 16. ágúst 1977. Presley varð aðeins 42 ára að aldri. eftir ÁRNA FRÁ MÚLA 1946 Það var einhvei-n tíma í fyrra sum- ar, ekki löngu eftir styrjaldarlokin í Evrópu, að amerískur blaðamaður, mig minnir einn af ritstjórum Time, ferðaðist um Þýzkaland til þess að kynna sjer ástandið þar. Birti blað hans síðan frásagnir af ferðalaginu. Maður þessi segir meðal annars frá því er hann kom til Essen, en þá borg telur hann eina af þremur stórborgum þar í landi, sem verst sjeu leiknar af völdum stríðsins. Ameríkumaðurinn lætur það vera sitt fyrsta verk að heilsa upp á borgarstjórann í Essen. Var honum boðið inn í sæmilegt herbergi, en mjög lítt búið að húsgögnum, borð og 2, 3 stólar. Þar situr borgarstjór- inn í Essen - og er að leika Mozart á fíðlu. Komumaður tekur nú borgar- stjórann tali og segir við hann að sjer sýnist borgin svo illa farin, að ekki muni svara kostnaði að endur- byggja, heldur muni ráðlegast að flytja fólkið burtu og reisa nýja borg frá grunni á öðrum stað. Jú, við höfum rætt þetta, segir borgarstjóri, og að athuguðu máli var hnigið að því ráði að endurreisa borgina, þar sem hún nú er. Við er- um þegar komnir nokkuð áleiðis með að leggja leiðslur í götumar, vatn, rafmagn, gas og skolpræsi. En hvernig hafíð þig hugsað ykk- ur að haga endurþyggingunni? Á hverju byrjið þið? spyr Ameríku- maðurinn. Við byrjum á Tónlistarhöllinni. Tónlistarhöllinni?! Ameríkumað- urinn heldur að sjer hafi hlotið að misheyrast. Já, Tónlistarhöllinni, endurtekur borgarstjórinn. Við göngum þess ekki duldir, að erfiðir tímar eru framundan, atvinnuleysi, skortur ef til vill - hungur. Hvað er hægt að gera fyrir atvinnulausa menn, kalda og klæðlitla, menn sem eru að ljemagnast af langvarandi næring- arskorti, fjölskyldumenn með konu sem varla getur haldið sjer uppi og bamahóp sem grætur af sulti? Hvað er hægt að gera til að draga úr þjáningum þessa fólks, halda lífs- vilja þess við líði, glæða trú þess á, að bjartari dagur muni enn renna? Hvað er hægt að gera til að forða því frá algerri myrkvun vonleysis og bölsýnis, koma í veg fyrir að það sturlist og fari sjer að voða? Og hvemig á þjóðfjelagið að verjast óeirðum og byltingum, ránum, brennum og manndrápum, þegar mikill hluti, kannske þorrinn af fólk- inu, eygir hvergi vonarglætu og skynjar ekkert, nema kuldann og myrkrið og hungrið? Við hjerna erum þeirrar trúar, sagði borgarstjórinn að endingu, að tónlistin geti, öllu öðra fremur, bjargað því, sem bjargað verður. Þess vegna byrjum við á Tónlistar- höllinni. * Þegar jeg las þessa frásögn am- eríska blaðamannsins (sem hjer er mjög ónákvæmlega hermd), rifjað- ist upp fyrir mjer, að jeg hafði fyrir örgum áram lesið um áþekka hluti í allt öðru landi. Það var á fyrstu misseram eftir rússnesku byltinguna, áður en kyrrð komst á. Rússar höfðu orðið iila úti í heimsstyrjöldinni, sem þá geysaði. Það var myrkur og kuldi og hungur, eins og gengur eftir styrjaldir. En þar við bættust svo taumlausar lýðæsingar, þindarlaust taugastríð og gagnbyltingarótti. Valdhafamir áttu erfítt með að halda múgnum í skefjum. 011 laun höfðu verið jöfnuð, allt varð að skera við neglur sjer. -Að eins einn maður í víðlendasta ríki heimsins, fjekk kaup, sem vai’ nokkuð í áttina til þess, sem hann átti að venjast á Vesturlöndum, en að vísu margfalt lægra. Það var söngvarinn Sjaljapín. Valdhafamh- gerðu hann að eins- konar Orfeusi í Undirheimum, fengu hann til að syngja í stærstu sönghöllunum kvöld eftir kvöld. Dymar voru opnar og öllum heimill ókeypis aðgangur, meðan húsrúm leyfði. Og þarna söng þessi snilling- ur og töframaður, þangað til hinir hrjáðustu gleymdu að þeir vora á botnlausum skóm og blautir í fæt- urna, gleymdu óværunni í skyrtug- arminum og kýlunum á hálsinum, gleymdu að þeir höfðu ekki smakk- að matarbita þann dag, hrifust af söngnum, hlógu og grjetu og klöpp- uðu, þangað til þeim vai’ orðið hlýtt á höndunum og fundu blóðið, lifandi blóð, streyma um æðai- sjer. Ef til vill hefir enginn einn maður í Rúss- landi bjargað fleiri löndum sínum úr öngþveiti byltingartímanna en Fedor Sjaljapín. * Rússar og Þjóðverjar telja það djúp staðfest milli sín, að þeir verði að hatast. En samt fer það svo, þeg- ar verst gegnir, þegar komið er fram á heljarþröm og „undir í djúp- unum sogar“, að Rússinn og Þjóð- verjinn, erfðafjendurnir, nasistinn og bolsjevikinn, andstæðumar í þjóðfjelagsmálum, mætast í einum punkti og mæla einum rómi : Tón- listin ein getur bjargað því, sem bjargað verður! Líklegt er að þetta sameiginlega bjargráð komi því aðeins að fullum notum, að báðum þessum þjóðum er gömul og gróin söngmenning svo að segja í blóð borin. Reynslan hefír kent þessum andheitu hatursþjóð- um alveg það sama. Ef þær hefðu ekki skynbragð borið á músík, hefði ekki verið til neins að hugsa um tón- listarhöllina í Essen, eða láta Sja- ljapín syngja á fyrverandi keisara- lega óperahúsinu í Pjetursborg. Mjer er það enn í minni, að jeg kom einhverju sinni að bæ einum, sem við getum kallað Sauðagerði. Við vorum nokkrir saman. Bóndi bauð okkur til stofu og bað okkur að þiggja kaffí. Þetta var snemma sumars á sunnudegi og orðið áliðið dags. Meðan beðið var eftir kaffmu, var rabbað um skepnuhöld og vor- harðindi og fyrirsjáanlegt grasleysi og Olaf og Jónas og fleiri stór- menni. Svo var skrúfað frá útvarp- inu og hlustað með andakt á, að ekkjan Guðrún Guðmundsdóttir væri áttræð, fróð og minnug og læsi gleraugnalaust og að Sætsúpu- fjelagið í Þaralátursfirði hefði hald- ið hátíðlegt 5 ára afmæli sitt með sameiginlegri kaffídrykkju. En svo er frjettum lokið og þulur- inn tilkynnir: „Nú leikur Ffladelfíu- hljómsveitin undir stjóm Stokov- skys....“ - lengra komst þulurinn ekki! - Ut í horni hafði setið vinnu- maður á bænum, Jói nefndur, og farið lítið fyrir honum. En um leið og Jói heyrir þessa tilkynningu stekkur hann upp eins og byssu- brendur, hreytir úr sjer: „Andskot- ans músík!“, hendist yfír þvera stof- una og skrúfar fyrir útvarpið. Það hefði ekki verið til neins að byggja sönghöll fyrir Jóa, eða láta Sjaljapín reyna að troða í hann „andskotans músíkkinni". Og nú er mál til komið að segja líkt og kappátsmaðurinn í Borgar- nesi, þegar hann hafði etið gervall- an stórlaxinn í alls konar mæónes- um og remúlaði og ætisveppasós- um og hverskonar glásum og upp- stúi og tók að kenna matar síns, en vissi ógerla, hvað etið hafði. Hann sagði, átkappinn: „Ætli sje ekki rjett að fara að láta brönduna koma?“ Ætlunin var að minnast lít- ilsháttar á Hándel og Tónlistar- fjelagið. Höfundur Messíasar, Georg Frið- rik Hándel var fæddur í Þýskalandi árið 1685. Tónlistamám stundaði hann fyrst í ættlandi sínu og síðan á Italíu. Um þrítugsaldur fer hann til Englands og dvelur þar upp frá því. Hann var skjólstæðingur konungs og í hávegum hafður við hirðina og annarsstaðar í hópi höfðingja lands- ins. Var hann sæmdur aðalstign, hafði miklar tekjur og hjelt sig að öllu ríkmannlega. Eftir að til Eng- lands kom tók hann að rita nafn sitt Handel, í stað Hándel; breytir það í rauninni engu, því nafnið er borið eins fram á þýslói og ensku. Hándel var geysileg hamhleypa til starfa. Má m.a. marka það á því, að Messí- as - sem verið er hátt á þriðja tíma að flytja, þótt allt gangi eins og í sögu, samdi hann á 23 - já, tuttugu og þrem - dögum! Kringum miðja 19. öld var Handel-fjelagið stofnað í Englandi. Sá það um útgáfu á verkum hans og eru það tæp hundrað bindi: Oratorí, óperur, symfóníur, konsertar, alls konar tækifæris tónsmíðar, krýn- ingarsálmar, útfararljóð, lofsöngvar o.s.frv. Þeir Hándel og Bach eru oft nefndir í sömu andránni. Eiga þeir þó um fátt sammerkt, nema það, að þeir eru hjer um bil alveg jafn gamlir, Hándel aðeins í við eldri, fæddur 23. febrúar 1685, en Bach tæpum mánuði síðai’, 21. mars. Ameríski rithöfundurinn alkunni, Hendrik Willem van Loon, hefir skrifað bók um Jóhann Sebastian Bach. - Hefir bókin verið þýdd á ís- lensku og mun bráðlega koma út. Höfundur gerir þar dálítinn saman- burð á þeim jafnöldranum, Bach og Hándel. Hann segir m.a.: „Þessi þýskfæddi Englendingur (Hándel) er ekkert sjerstaklega fágaður, en hann var fyrsta flokks tónlistarmaður, og hafði auk þess afburða gáfu til að vekja á sjer eftir- tekt. Eftir að hann settist að í London ... varð hann hinn frægi Handel lávarður, maður sem gat leyft sjér að bjóða konungum byrg- „Nú er svo komið, að tónlistin heíir fengið sess við há- borðið. Ef til vill verð- ur þess ekki langt að bíða að hún skipi sjálft öndvegið.“ inn, þar sem Bach var aftur á móti alla daga bara óbreyttur Hen- Bach og skreytti sig með hálfbroslegum kapelmeistaratitli, sem hann hafði fengið við einhverja smáhirðina í bæjarkríli langt inn í Þýskalandi. Til þess að láta Hándel njóta sann- mælis, verður að játa, að hann „gekk í fólkið" miklu betur en Bach. Það var miklu auðveldara að skilja hann. - Hann var miklu meira við alþýðuskap en Jóhann Sebastian. Frá sjónarmiði fjöldans var líf hans miklu æfintýralegra og umtalsverð- ara en líf Bachs. - Hann hafði bygt hús sitt um þjóðbraut þvera, ef svo mætti segja. Enginn kom þar að luktum dyrum. Gerið svo vel að ganga í bæinn, herrar mínir og frúr; og látið þið eins og þið sjeuð heima hjá ykkur. Skenkið ykkur glas af þessum ágæta drykk, sem stendur þarna á vínborðinu, það er Liebfraumilch og er guðaveig. Já, hver skyldi ekki skemta sjer innan um hina siðfáguðu og glaðværu listamenn, sem hópast saman á heimili hins þýska meistara og óp- erustjóra!" * Jeg hefi rekist á menn, sem halda, að það geti ekki verið „neitt gaman“ að hlýða á Messías, því verkið hljóti að vera svo þungt, svo hátíðlegt og þrangið af andlegheit- um, að hlustum syndugra henti ekki slík tónlist. Þetta er skiljanlegt. Það er stórt orð Messías og það hefír einhvem veginn komist inn hjá okk- ur, að það sje „góður siður að gráta í kirkju" og „andleg tónlist" sje æv- inlega innfjálg og eðlisþung. En við skulum hafa hugfast að höfundur Messíasar var bæði heimsborgari og heimsbarn. - Gleði hans, hvort sem við nefnum hana lífsgleði eða ti’úargleði, er frjálsleg og óbæld, þróttmikil og hressileg gleði, jarðnesk að veralegu leyti, dýrðlegur fögnuður og talsverð kátína. I Messíasi finst mjer tón- skáldið hvað eftir annað minna á ólman fjörgamm, sem typplar og bítur mélin, og mundi rjúka frísandi yfir stokka og steina, ef honum væri ekki haldið til baka. Tónlistarfjelagið hefir nú flutt Messías nokkrum sinnum fyrir hús- fylli og við óskifta hrifningu áheyr- enda. I kvöld verður verkið flutt í síðasta sinn og er þess að vænta að menn láti ekki tækifærið ganga sjer úr greipum að hlýða á þetta fagra og fræga verk. Engan, sem á hefir hlýtt, hef jeg heyrt kvarta yfir því, að það hafi ekki verið „neitt gam- an.“ Mennirnir, sem stofnuðu Tónlist- arfjelagið, settu merkið hátt. Og þeim hefir orðið að vonum sínum. Með ósjerplægni sinni, bjartsýni og afburða dugnaði, hafa þeir átt drjúgan þátt í að lyfta ísl. tónlist hærra, en nokkur hafði dirfst að vænta fyrir svo sem einum áratug. I þeirra hug er „eitt nauðsynlegt": efling tónlistarinnar. Þeir era sama sinnis og borgarstjórinn í Essen var í fyrra sumar og stjómendur Rússlnds eftir byltinguna. Þótt þeim takist ekki að gera músíkant úr Jóa gamla í Sauðagerði (meðal annars vegna þess að tjeð sögu per- sóna hefir legið allmörg ár í gröf sinni) mun ekki fara hjá því, að auk- inn skilningur landsmanna á hinni háleitustu allra lista, komi því innan skamms til vegar, að enginn Islend- ingur leyfi sjer að segja: „andskot- ans músík". Listhneigð Islendinga hefir til skamms tíma átt fárra úrkosta. Nú er svo komið, að tónlistin hefir feng- ið sess við háborðið. Ef til vill verð- ur þess ekki langt að bíða að hún skipi sjálft öndvegið. Ekkert væri líklegi’a til að efla göfugan hugsun- arhátt með þjóðinni og bæta and- legt heilsufar hennar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.