Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 64
64 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 [ FRÁ KRISTJÁNSBORG TIL BESSASTAÐA FRA EINVELDI I TIL LÝÐVELDIS eftir JÓN Þ. ÞÓR 1999 I Tuttugasta öldin er senn á enda, og má þá einu gilda hvort menn telja henni hafa lokið er ái'ið 1999 leið í aldanna skaut, eða að ári. Oldin var hin blóðugasta í 'sögu mannkynsins; aldrei fyrr hafa jafn margar og harð- vítugar styrjaldir verið háðar á einni öld, aldrei hafa jafn margir látið líf sitt eða liðið örkuml af mannavöld- um, aldrei fyrr hefur maðurinn kom- ist jafn nærri því að tortíma sjálfum sér og öllu lífi á jörðinni. En öldin, sem nú er að kveðja, færði mannkyninu einnig margvís- legar framfarir og efnisleg gæði, og víst má til sanns vegar færa, að fleiri háleitar hugsjónir hafi ræst á 20. öldinni en á nokkurri annarri öld, sem þekkt er í mannkynssög- unni. Má þó lengi um það deila, hvað séu háleitar hugsjónir, hverjar hafi ræst og hverjar ekki. í sögu íslendinga mun 20. aldar- innai' að líkindum verða minnst sem tímabils gæfu og veraldargengis. A þessari einu öld reis íslenska þjóðin frá fátækt til bjargálna, frá útlendri valdstjórn til sjálfstæðis. I aldar- byrjun voru Islendingar meðal fá- tækustu þjóða Evrópu og skorti flest, sem talið var til forsendna mannsæmandi lífs. I aldarlok erum við meðal auðugustu þjóða heims, og hálfur sjötti áratugur er liðinn frá stofnun lýðveldis á Islandi. Þegar litið er yfir íslenska sögu 20. aldar, mun fáum dyljast, að hún er viðburðarík, líkast til viðburða- ríkasta öld Islandssögunnar, að 9. og 10. öldinni ef til vill undanskil- inni. Þá var land numið. I stjórn- málasögunni gnæfa þrír atburðir öðnjm hærra, sem vörður á vegin- um frá Hafnarstjórn til lýðveldis: stofnun heimastjómar 1. febrúar 1904, gildistaka sambandslagasátt- málans 1. desember 1918 og loks lýðveldisstofnunin 17. júní 1944. Þessir þrír atburðir eru nátengdir, líkt og perlur á streng, og enginn skyldi velkjast í vafa um, að þeir eru stærstu og merkustu áfangar í sögu Islendinga á 20. öld. I I í hugum flestra núlifandi Islend- inga, sem láta sig sögu þjóðarinnar nokkru varða, mun stofnun heima- stjómai' 1. febrúar 1904, vera ná- tengd sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld, kórónan á baráttu ís- lenskra Hafnarstúdenta, Baldvins Einarssonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Þessi skilningur á að sönnu nokkum rétt á sér, en þó er nær að telja, að markmið þein-a manna, er suður við Eyrarsund mótuðu stefnu Islendinga í sjálf- stæðisbaráttunni um miðja 19. öld, hafí náðst að mestu með gerð sam- bandslaganna sumarið 1918 og gild- istöku Sambandslagasáttmálans 1. desember það ár. Stofnun heima- stjómar var mikilsverður og nauð- synlegur áfangi á þeirri leið. Fyrr á öldinni, sem nú er að renna sitt skeið á enda, miðuðu sumir fræðimenn upphaf sjálfstæð- isbaráttu íslendinga við það er Baldvin Einarsson hóf útgáfu tíma- ritsins Armanns á Alþingi í Kaup- mannahöfn árið 1829. Var þá gjarn- an litið á endumeisnarstarfið, sem hófst með athöfnum Skúla Magnús- sonar, landfógeta, Eggerts Ólafs- sonar og fleiri góðra manna um miðbik 18. aldar, sem eins konar undirbúnings- eða aðfararskeið sjálfstæðisbaráttunnar. Þessa söguskoðun má vissulega styðja nokkrum rökum, en hitt mun þó sanni nær, að upphaf sjálfstæðis- baráttu Islendinga verði hvorki rak- ið til eins atburðar né einstakra at- hafna tiltekinna manna. Sjálfstæðis- baráttan var sprottin úr þeim hrær- ingum, sem áttu sér stað í atvinnu- og menningarlífi Evrópumanna á síðari helmingi 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar. Þær hræringar birt- ust m.a. í stjómarbyltingunum á Frakklandi og iðnbyltingunni á Englandi og höfðu mikil áhrif á hugi fólks um alla álfuna. Þar á meðal vom þeir Islendingar, sem nefndir vom hér að framan, og reyndar miklu fleiri landar þeirra. Sýnir það, að Islendingar vom, þrátt fyrir fátækt og einangrun, hlutgengh' Evrópumenn og fylgdust margir hverjir gjörla með atburðum og hugmyndastraumum suður í álfu. Næst vettvangi stóðu Islendingar á Hafnarslóð, og það kom í þeirra hlut að miðla þekkingu og hug- myndum til landa heima á Fróni. En þótt upphaf sjálfstæðisbarátt- unnar verði hvorki ársett né dag- sett, getur enginn farið í grafgötur með það, hver var aðalhöfundur þeirra markmiða, sem Islendingar fylgdu allt til 1. desember 1918, og við vitum líka hvar og hvenær þau vom fyrst sett fram. Friðrik konungur VII. afnam ein- veldi í Danmörku og setti þegnum sínum stjómarskrá og löggjafar- þing á fyrri hluta árs 1848. Þeir at- burðir komu miklu róti á huga manna um gjörvallt Danaveldi og voru Islendingar þar engin undan- tekning. Danska stjórnai'ski'áin gilti hins vegar aðeins fyrir Danmörku og því tóku íslendingar að huga að því hver ætti að verða staða Islands í konungsríkinu. Þar fór Jón Sig- urðsson fremstur í flokki og á út- mánuðum 1848 skrifaði hann fræg- ustu stjórnmálaritgerð sína, Hug- vekju til Islendinga, og birti í Nýj- um félagsritum. Hugvekjan átti eftir að verða pólitísk stefnuskrá Islendinga næstu sjö áratugina. í henni hélt Jón því fram, að konungur gæti ekki afsalað sér einveldi án samráðs við Islendinga, sem ættu rétt á að njóta jafnræðis á við aðra þegna Danaveldis. Kjaminn í boðskap Jóns var sá, að um leið og konungur afsalaði sér einveldi á íslandi væri Gissurarsáttmáli, sem Islendingar gerðu við Hákon konung Hákonar- son árið 1262, í raun genginn aftur í gildi. Samkvæmt honum voru Is- lendingar aðeins í konungssam- bandi við Norðmenn og síðan Dani og áttu að hafa löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvald í eigin mál- um. Jafnframt skyldu íslendingar hafa yfir sér sérstakan landstjóra, jarl, sem stjómaði landinu ásamt þremur „meðstjómendum" og sæti einn þeirra ávallt í Kaupmannahöfn. Með þessu móti taldi Jón að sam- band íslands og Danmerkur yrði eins vel tryggt og best gæti orðið. Það yrði byggt á jöfnum réttindum þegnanna, hvort sem þeir væra ís- lendingar eða Danir, byggju á ís- landi eða í Danmörku. En leið Islendinga til aukinnar sjálfstjórnar varð bæði löng og grýtt, og fullt stjómmálalegt jafn- rétti á við Dani öðluðust þeir ekki fyrr en 1918. Árið 1851 var boðað til þjóðfundar í Reykjavík og átti hann að verða stjómlagaþing Islendinga. Er til fundarins kom, varð hins veg- ar ljóst, að Danir ætluðust til þess að stjómarskrá Danmerkur (Grundloven) yrði lögtekin hér á landi. Á það vildu þjóðfundarfulltrú- ar ekki fallast en sömdu tiUögur, er byggðu á kröfum og hugmyndum Jóns Sigurðssonar í Hugvekju til Islendinga. Þær tillögur fengust aldrei ræddar og þjóðfundurinn leystist upp, án þess að niðurstaða fengist. Munu flestir Islendingar hafa verið sammála um, að þjóð- fundarmenn hafi unnið varnarsigur er þeim tókst að koma í veg fyrir að danska stjórnarskráin öðlaðist gildi á Islandi, og fræg urðu viðbrögð kjörinna fulltrúa Islendinga á fund- inum er konungsfulltrúi sleit hon- um: „Vér mótmælum allir.“ Eftir þjóðfundinn liðu tveir ára- tugir, án þess að til veralegra tíð- inda drægi í sjálfstæðismálum Is- lendinga og frá lagalegu sjónarmiði var staða landsins innan ríkisheild- arinnar óviss. Árið 1871 hugðust Danir höggva á hnútinn og settu Stöðulögin svonefndu, lög um stöðu Islands í danska ríkinu. Þau giltu, uns Sambandslagasáttmálinn tók gildi árið 1918, en hæpið er að önn- ur lagasetning hafi mælst verr fyrir hér á landi. Olli þar ekki síst að í 1. grein laganna sagði skýrt og skorin- ort, að Island væri „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis." Þremur árum síðar, 1874, var íslendingum sett stjómarskrá á grundvelli Stöðulag- anna og samkvæmt henni fékk Al- þingi löggjafar- og fjárveitingarvald í innlendum málum. Stjómai’skráin 1874 var vissulega spor í rétta átt, „góð byrjun", sagði Jón Sigurðsson, en enn vai' langt í land með að kröfum íslendinga um sjálfsforræði í eigin málum og jafn- rétti á við Dani væri fullnægt. Mörg- um þótti illt undir því að búa, að ís- lensk málefni heyrðu undir stjóm danska dómsmálaráðherrans, sem hafði þau að aukagetu, sat í Dan- mörku og bar pólitíska ábyrgð fyrir danska Ríkisþinginu, en ekki Al- þingi. Alþingismenn áttu þess engan kost að koma honum frá embætti, hvemig svo sem hann fór með ís- lensk mál, og framkvæmdavaldið í íslenskum málum var eftir sem áður í höndum danskra stjómvalda. Næstu þrjá áratugina eftir setn- ingu stjórnarskráinnar 1874 snerist stjórnmálabarátta Islendinga öðru fremur um það, að skipað yrði sér- stakt stjómvald, er færi með ís- lensk málefni eingöngu, mætti á Al- þingi og bæri pólitíska ábyrgð fyrir því, m.ö.o. að framkyæmdavaldið yrði flutt inn 1 landið. Á þetta vildu Danir ekki fallast og stóð svo allt fast til ársins 1897. Þá bar ungur þingmaður, dr. Valtýr Guðmunds- son, dósent í íslenskum bókmennt- um og sögu við Hafnarháskóla, fram frumvarp á Alþingi um lausn stjómarskrármálsins, en svo var deila íslendinga og Dana um þetta mál nefnd. Kjami frumvarpsins var sá, að skipaður yrði sérstakur ráð- herra íslandsmála. Hann átti að vera íslendingur og bera pólitíska ábyrgð fyrir Alþingi, en eiga heimili í Kaupmannahöfn. Framvarp Valtýs var samið og flutt með vitund og samþykki dönsku ríkisstjómai'innar og eng- inn vafi leikur á því að það hefði hlotið staðfestingu konungs. Eftir það, sem á undan var gengið, hefði mátt vænta þess að alþingismenn tækju framvarpinu fagnandi og fylgdu því fram til sigurs þegar á fyrsta þingi. En svo fór ekki. Hat- rammar deilur urðu um frumvarp Valtýs, sennilega harðari en um nokkurt annað mál í sögu þingsins fram til þess tíma. I þeim mátti glöggt greina kynslóða- og stétta- skiptingu þingmanna, og víst er, að ekki sáu þeir sér allir hag í því að framkvæmdavaldið kæmist með þessum hætti í hendur Islendinga. Frumvarpið var fellt tvívegis, 1897 og 1899, en að lokum samþykkt árið 1901. Þá höfðu hins vegar orðið stjómarskipti í Danmörku og vinstrimenn myndað fyrsta ráðu- neyti sitt. Nýja ríkisstjórnin vildi bjóða Islendingum betri kosti en hægrimenn höfðu gert, og lagði fyr- ir þjóðina tvö frumvörp. Annað var hið gamla framvarp Valtýs, sem samþykkt var 1901, hitt var nýtt frumvarp, nánast samhljóða, en gerði ráð íyrh' ráðherra búsettum á Islandi. Fylgismenn þess frumvarps unnu mikinn sigur í kosningum, sem í hönd fóru, og frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta á Alþingi árið 1902 og aftur 1903. í kjölfarið var Hannes Haf- stein skipaður fyrsti ráðherra ís- lands með búsetu í Reykjavík. Lögin, sem samþykkt vora á þinginu 1902 og 1903, tóku gildi 1. febrúar 1904 og þann dag fengu Is- lendingar heimastjórn. Þar með var náð þeim áfanga að framkvæmda- valdið hafði flust inn í landið og þjóðin fengið sjálfsforræði í svo- nefndum sérmálum sínum. íslendingar fögnuðu flestir gildis- töku heimastjórnarlaganna af heil- um hug. Stjómmálamenn deildu að vísu um tiltekin atriði í lögunum, og þær deilur áttu eftir að jeiða til harðra átaka á næstu árum. I hugum alls þorra þjóðarinnar táknaði gildis- taka laganna og embættistaka Hannesar Hafstein hins vegar mik- ilsverðan sigur í sjálfstæðisbarátt- unni. Sá sigur efldi þjóðihni kjark og einnig verður að hafa í huga, að um svipað leyti og Islendingar fengu heimastjórn urðu tímamót í atvinnu- og samgöngumálum, og urðu þau enn til þess að auka bjartsýni manna. Vélvæðing fiskiskipaflotans hófst árið 1902 og 1905 kom til lands- ins fyrsti gufutogarinn í eigu íslend- inga. Árið 1904 tók til starfa nýr banki, íslandsbanki hinn eldri, og færði umtalsvert erlent fé inn í land- ið. Árið 1906 var svo lagður sæsími til Islands og landssími um nánast allt land á næstu árum. Framfarirn- ar blöstu hvarvetna við, ferskir vind- ar blésu um samfélagið og Islending- ai' höfðu fulla ástæðu til að vænta þess, að með innlendri stjórn færu nýir og betri tímar í hönd. I I I Ekki leikur á tveim tungum, að flestir Islendingar árnuðu Hannesi Hafstein fararheilla, er hann tók við ráðherradómi í ársbyrjun 1904. En hinir voru líka margir, sem töldu, að með valdatöku Hannesar og Heima- stjórnarflokksins hefði gamla emb- ættis- og valdastéttin í Reykjavík náð að festa sig í sessi og tryggt sér öll völd og ítök í íslensku þjóðlífi með dyggum stuðningi danski'a stjórnvalda. Heimastjómin væri að- eins gamalt vín á nýjum belgjum, nýir menn, sem staðið hefðu fyrir nýrri stjórnmálahugsun, leyst hnút stjórnarskrármálsins á Alþingi og lagt granninn að endurreisn og ný- sköpun íslenskra atvinnuvega, hefðu orðið undir á úrslitastundu. „Kjötkatlastóðið" hefði enn á ný hrifsað öll bestu sætin. Þetta við- horf kemur glöggt fram í bréfi, sem dr. Valtýr Guðmundsson ritaði mági sínum og trúnaðarvini, Jóhannesi Jóhannessyni alþingismanni og bæjarfógeta á Seyðisfirði 21. nóv- ember 1903, en þá var orðið ljóst, að Hannes Hafstein yi'ði skipaður ráð- herra. I bréfinu segir: „Hvernig á nú að snúast við nýju stjóminni af okkar hálfu? Mér finst sjálfsagt að reyna að halda saman og mynda opposition. En varlega verður að fara í byrjun í blöðum okkar. Segja sem svo, að við höfum enga trú á þessari stjóm, hún verði áframhald af gamla klikkureg- imentinu víkverska, sem Hannes Hafstein sé svo samtvinnaður við ættar- og mægðaböndum og eigi upphefð sína að þakka. - En látum hann nú sýna hvað hann hefur í pokahorninu. Sé það gott og reynist hann betur en við væntum, þá sé sjálfsagt að styðja stjórn hans til alls sem landinu megi að gagni verða. En verði annað upp á ten- ingnum sé jafnsjálfsagt að reyna að steypa honum sem fyrst af stóli og setja annan heppilegri í staðinn." Með þessum orðum er Valtýr í raun að leggja til við flokksbræðm- sína, að rekin verði ábyrg stjórnar- andstaða og orð hans hljóma fremur eins og þau væra rituð á síðari hluta 20. aldar en í upphafi hennar. I orð- um Vpltýs felst í raun viðurkenning á méginreglum þingræðisins og þeim leikreglum, að gefa beri nýrri stjóm tækifæri til að sýna hvað í henni búi. En var þess að vænta að Islend- ingar tileinkuðu sér slíkar reglur þegar í stað, og hvemig áttu þeir að haga stjórnarandstöðu sinni? Old- um saman hafði þjóðin búið við ein- veldis- og embættismannastjórn. Alþingi hafði að sönnu haft löggjaf- ar- og fjárveitingarvald í þrjá ára- tugi, þegar hér var komið sögu, en reynsla af eiginlegri stjóm landsins var takmörkuð og í hugum margra var stjórnarandstaða hið sama og að halda uppi andófi og kröfugerð á hendur Dönum. I þessu efni hafði dr. Valtýr ef til vill nokkra sérstöðu vegna náinna kynna af stjórnmál- um í Danmörku og víðar í Evrópu. Orð hans í bréfinu til Jóhannesar eru hins vegar athyglisverð, ekki síst þegar þess er gætt, að þegar hann skrifaði þau, var baráttan gegn fyrirkomulagi heimastjórnar- innar þegar komin af stað og sitt- hvað bendir til þess, að Valtýr hafi sjálfur átt drjúgan þátt í að hrinda henni úr vör. Fyrst stað gat ýmis- legt bent til þess, að þessi barátta snerist öðra fremur um lagaþræt- ur. Þegar nánar er að gáð, verður hins vegar ljóst, að sóknin að næsta áfanga í sjálfstæðismálinu: fullveldi Islands og fullu stjórnmálalegu jafnrétti á við Dani, hófst í raun jafnskjótt og heimastjórnarlögin voru samþykkt í fyrra sinni á AI- þingi sumarið 1902. Þar fóru frændur og lærisveinar Jóns Sig- urðssonar í fararbroddi. Á meðan Alþingi fjallaði um heimastjómarlögin sumarið 1902 birtust í blaðinu Isafold greinar, sem undirritaðar vora „Hávarður höggvandi“ og „Atli hinn rammi“. Tilefni greinaskrifanna var það, að í framvarpi dönsku stjómarinnar, sem alþingismenn höfðu til umfjöll- unar, vai- ákvæði þess efnis, að vænt- anlegur ráðherra Islands skyldi eiga sæti í danska ríkisráðinu. Fyrir alda- mótin höfðu andstæðingar dr. Valtýs Guðmundssonar gagnrýnt hann harðlega fyrir að vilja fallast á hlið- stætt ákvæði og nú átaldi höfundur greinanna í Isafold heimastjórnar- menn á þingi fyrir að vilja gleypa við ákvæðinu, sem þeir hefðu áður barist svo harkalega gegn. Greinam- ar, sem dr. Valtýr var sjálfur höf- undur að, urðu kveikjan að miklum pólitískum átökum, sem mótuðu mjög alla stjórnmálabai'áttu hér á landi næstu árin. Heimastjómarlögin fólu í sér stjórnarskrárbreytingu og þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.