Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 65
1913 JMur^awMíilíllí 2000
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 65.
Forslag
til
De af Danraarks Regering og Rigsclag og af Islands Althing
Forliandling om Landenes indbyrdes Stilling nodsatto Udvalg
liar enstcnnnig samiet sig om det nedonstaaonde Forslag til Dansk-
Islandsk Forbundslov, hvilkct indstiilcs til Godkcndelsc af do to
Landcs Regcringer og iovgiveude Forsamlinger.
Naar Forslagct cr vcdtaget saavci af Danmarks Rigsdag som
af Islands Altliing og at Islands Voelgere vcd don i Islands For-
fatningslov No. 12 af 19. Juni 1915 § 21 paabudnc Arstcmmiug,
og naar dct saaicdcs vcdtagnc Forslag har opnaaet Kongcns Stad-
fœstelsc, vil Loven med Indledning Iyde saalcdes:
V i Ch r i' s t i a ti d en' T i en d c o. «. v.
Oiire villerligt:
Danmarks ltigsdag og Isiands Althing og Vœlgerc liar paa
forfatningsmícssig Maade vcdtagot, og Vi ved Vort allerhöjeste
Samtykke stadfœstet
Dnnsk-Islnndsk Forbunðslov.
I.
§ 1-
Danmnrk og Island er frio og suveræne Stater, forbundne
■med fœlles Konge og ved den i denue Forbundsiov indeholdte
■OverenskoniBt.
I Kongens Titel er begge Staters Navne optagne.
. § 2'
Tronfölgen er den i Tronfölgeloven af 31. Juli 1S53 Art. I og
II fastsatto. Tronfölgen kan ikko œndrea uden bcgge Staters Sam-
tykke.
§ 3.
De for Danmark nugældende Bestemmclser med Hensyn til
Kongens Rcligion, hans Myudighed og Kongemagtens Udövelse i
Tilfselde nf Kongcns Sygdom, Umyndighed eller Ophold udenfor
begge Stater skal ogsaa vrore grcldende for Islaud.
§ 4-
Kongen kan ikko uden Danmarks Rigsdags og Islands Althings
Samtykkc vcore Regent i andre Lande.
§ 5.
Hver af Staterne for sig trœffer Bestemmelse om Statsydelser
itil Kongen og Kougekuset.
Frumvarp
tii
dansk-íslenskra ssimbandslaga.
Nefndir þær, scm skipaðar liafa verið af stjórn og rikisþingi
Danmerkur og alþiligi íslands til þcss að semja um stöðu landanna
sín A milli, liafa i cinu hljóði orðið Asáttar um frumvarp það til
dansk-islonskra sambandslaga, scm hjcr fer á crtir, og leggja til,
að stjórnír og löggjafarþing beggja landa failist á það.
Þcgar frumvarpið hefir náð samþykki bíeði rikisþings Dnn-
merkur og alþiugis íslands og islenskra kjóscndn við atkvrcða-
greíðslu, scm fyrirskipuð er i 21. gr. stjórnarskipunarlaga Islands
nr. 12, 19. júni 1915, og þegar frumvnrpið, þannig samþykt, lieflr
hlotið staðfestingu konungs, verða Jögin ásamt inngangi á þcssa
leið:
Vjer Chrietian hinn Tiundi o. s. frv.
Gjörum Tcunnugt:
Rikisþing Danmerkur og alþingi Íslands og kjósendur hafa á
stjórnskipulegan hátt fallist á og Vjcr staðfest með aUrahrestu sam-
þykki Voru eftirfarandi
DansK-fslensk sambandslög.
I.
1. gr.
Danmörk og íaland eru frjáls og fulívalda riki, i sambandi um
einn og sama konung og um saraning þann, er felst i þessum
sambandslögum.
Nöfn beggja rikja eru- tekin I heiti konungs.
2. gr.
Skipun konungserfða er bú, er segir í 1. og 2. gr. konungs-
erfðalaga frá 31. júli 1853. Konungserfðum má ekki breyta, nema
samþykki beggja rikja komi til.
3. gr.
Ákvteði þau, er gilda nú i Danmörku um trúarbrögð konungs
og lögræði, svo og um meðferð konungsvalds þegar konungur er
sjúkur, ólögráður eöa staddur utan beggja rikjanna, skulu einnig
gilda á Íelandí.
4. gr.
Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi i öðrum löndum án
samþykkis rikisþings Danmerkur og alþingis íslands.
5. gr.
Hvort riki fyrir sig setur ákvæði um greiðslu af rikisfje til
konungs og konungsættar.
þau höfðu verið samþykkt á Alþingi
árið 1902, var þing rofið og boðað til
nýrra kosninga. Þær voru haldnar
sumarið 1903 og í kjölfarið kom
þing aftur saman síðar um sumarið.
Þar voru heimastjórnarlögin sam-
þykkt öðru sinni og greiddi aðeins
einn þingmaður atkvæði gegn þeim,
sr. Sigurður Jensson í Flatey, bróð-
ursonur Jóns Sigurðssonar forseta.
Rök hans fyrir andstöðu við frum-
varpið voru þau, að með ríkisráðsá-
kvæðinu væri verið að lögfesta inn-
limun Islands í danska ríkið. Seta
Islandsráðherra í ríkisráðinu
byggðist á dönsku stjórnarskránni,
sem þar með hefði öðlast gildi á Is-
landi. í ríkisráðssetunni fælist, að
ráðheiTa Islands yrði í raun ráð-
herra í dönsku ríkisstjóminni og
yrði að fara frá völdum um leið og
aðrir ráðherrar í ráðuneytinu, jafn-
vel þótt hann nyti fyllsta trausts Al-
þingis. Vai’ð það enn tii að styrkja
málflutning þeirra, sem þannig litu
á, að þegar Hannes Hafstein var
skipaður ráðherra, undirritaði
Deuntzer, forsætisráðherra Dan-
merkur, skipunarbréfið. Þá töldu
andstæðingar Hannesar og ríkis-
ráðsákvæðisins ekki þurfa frekari
vitna við: Hannes væri ráðherra í
ráðuneyti Deuntzers, búsetan á Is-
landi skipti þar engu máli.
A Alþingi árið 1903 var sr. Sig-
urður Jensson eini fulltrúi nýrrar
en ört vaxandi stjórnmálahreyfing-
ar: Landvarnarmanna. Helstu for-
ingjar hennar, auk Sigurðar, vom
bróðir hans, Jón Jensson, Bjami
Jónsson frá Vogi, Guðmundur
Hannesson læknir og Einar Bene-
diktsson skáld. Baráttan gegn ríkis-
ráðsákvæðinu vai’ í fyrstu helsta
stefnumál hreyfingarinnar, en ekki
leið á löngu, uns hún varð helsti
málsvari þeirra, sem lengst vildu
ganga í sjálfstæðismálinu. Arið 1904
stofnuðu Landvarnarmenn tvö dag-
blöð í Reykjavík, Landvöm og
Ingólf, og voru þau helstu málgögn
flokksins ásamt blaðinu Dagfara,
sem gefíð var út á Eskifírði.
Fyrst í stað naut Landvamar-
hreyfingin einkum stuðnings ungra
menntamanna en eftir því sem á
leið snemst æ fleiri stjórnarand-
stæðingar, utan þings sem innan, til
liðs við hana. Átti það ekki síst við
um ýmsa þá, sem á áranum
1897-1904 höfðu fylkt sér undir
merki dr. Valtýs Guðmundssonar.
Hlutverki Valtýskunnar í íslenskum
stjórnmálum var í raun lokið með
tilkomu heimastjórnarinnar og því
urðu Valtýringar að marka sér nýja
stefnu. Árið 1905 tóku þeir upp
nafnið Þjóðræðisflokkurinn, en
margir úr forystusveit hans aðhyllt-
ust stefnu landvarnarmanna í æ rík-
ari mæli. Þeirra á meðal vora Skúli
Thoroddsen og Bjöm Jónsson, rit-
stjóri ísafoldar, en þeir höfðu verið
meðal nánustu stuðnings- og sam-
verkamanna Vaitýs. Á áranum
1905-1906 varð samstarf þjóðræðis-
og iandvarnamanna enn nánara og
sumarið 1907 héldu flokkamir sam-
an fund á Þingvöllum. Þar samein-
uðust þeir í einn flokk, sem hlaut
nafnið Sjálfstæðisflokkurinn (eldri)
og samþykktu ályktun, sem fól í sér
ýtrastu kröfur íslendinga í sjálf-
stæðismálinu.
Heimastjórnarmönnum þótti
mörgum illt að sitja undir gagnrýni
andstæðinganna á ríkisráðsákvæð-
inu og öllum var ljóst, að Stöðulög-
in frá 1871 voru með öllu ófull-
nægjandi. Því var það að er Hann-
es Hafstein hélt til Danmerkur
snemma árs 1906 til að fylgja Kri-
stjáni konungi IX. til grafar, hóf
hann viðræður við nýja konunginn,
Friðrik VIII., og fór þar fram á, að
ný lög yrðu sett um ríkisréttarlegt
samband Islands og Danmerkur.
Konungur tók máli hans vel og
bauð alþingismönnum til Dan-
merkur þá um sumarið. Þar hittu
þeir danska ríkisþingmenn að máli
og ákveðið var að konungur kæmi í
heimsókn til Islands árið eftir. I
þeirri heimsókn flutti Friðrik kon-
ungur fræga ræðu á Kolviðarhóli,
þar sem hann talaði m.a. um „ríkin
sín tvö“, Danmörku og Island. Is-
lendingar tóku þeim ummælum
fagnandi, en ýmsum dönskum
stjórnmálamönnum í fylgdarliði
konungs brá illa í brún og þótti
hann hafa gengið of langt til móts
við sjónarmið Islendinga.
Á meðan konungur dvaldist í
Reykjavík sumarið 1907 skipaði
hann nefnd danskra og íslenskra
þingmanna til að semja uppkast að
lögum um samband landanna. Þeir
J. C. Christensen, forsætisráðherra
Danmerkur, og Hannes Hafstein
voru sjálfkjömir í nefndina, en auk
þeirra áttu sæti í henni tólf Danir og
sex Islendingar. Islensku fulltrúam-
ir vora Láras H. Bjamason, Jón
Magnússon og Steingrímur Jónsson,
tilnefndir af Heimasijómarflokki,
Skúli Thoroddsen, Jóhannes Jó-
hannesson og Stefán Stefánsson, til-
nefndir af Þjóðræðisflokki. Land-
vamarmenn neituðu að tilnefna
menn í nefndina, en hún var skipuð
fyrir Þingvallafundinn, sem áður var
getið.
Sambandslaganefndin settist á
rökstóla í Kaupmannahöfn í febrúar
1908 og stóðu samningaviðræður yf-
ir fram í júní. Þá hafði loks náðst
samkomulag um uppkast að nýjum
sambandslögum og voru allir nefnd-
armenn því samþykkir nema einn:
Skúli Thoroddsen. Hann bar fram
breytingartillögu, þar sem þess var
krafist, að Island yrði viðurkennt
sem fullvalda ríki í konungssam-
bandi við Danmörku, að Island
féngi sérstaklan farfána út á við, að
taka mætti samkomulagið til endur-
skoðunar að tuttugu áram liðnum
og slíta mætti öllum sameiginlegum
málum, öðrum en konungssam-
bandinu, eftir þrjá áratugi. Þessi til-
laga hlaut lítinn hljómgrunn meðal
annarra nefndarmanna og því
greiddi Skúli atkvæði gegn sam-
bandslagauppkastinu.
Ekki leikur á tvennu, að „Upp-
kastið“, sem Danir og Islendingar
náðu samkomulagi um árið 1908, fól
í sér miklar réttarbætur fyrir Is-
lendinga, og sýnt er, að Danir komu
í mörgupi atriðum til móts við óskir
þeirra. I texta „Uppkastsins" sagði,
að Island væri sjálfstætt og frjálst
land, sem eigi yrði af hendi látið, að
Island og Danmörk væru í ríkja-
sambandi og að nafn Islands skyldi
tekið upp í titii konungs. Þá voru
talin upp þau mál, sem sameiginleg
væra báðum löndum og Danh-
skyldu stýra, og voru það m.a. her-
vamir, utanríkismál og landhelgis-
gæsla. Fjárhagslegum tengslum
landanna skyldi ljúka með því að
ríkissjóður Danmerkur greiddi ís-
lendingum eina og hálfa milljón
króna, og loks var kveðið á um að
Ríkisþing Danmerkur eða Alþingi
gæti krafist endurskoðunar á sam-
bandinu að 25 áram liðnum. Ef ekki
næðist samkomulag gæti konungur
þá ákveðið með tveggja ára fyrir-
vara hvort sambandinu skyldi slitið
að nokkru eða öllu leyti.
En þótt „Uppkastið" fæli í sér
miklar réttarbætur, þótti mörgum
þeirra, sem lengst vildu ganga í
sjálfstæðiskröfunum, þær allsendis
ónógar. Kosningar áttu að fara
fram haustið 1908 og varð „Upp-
kastið“ helsta málið í kosningabar-
áttunni. Þar héldu sjálfstæðis-
flokksmenn því fram, að yrði „Upp-
kastið" samþykkt þýddi það al-
gjöra innlimun Islands í danska
ríkið næstu 30-40 árin. Urslit
kosninganna urðu þau að Sjálf-
stæðisflokkurinn vann mikinn sig-
ur og þegar þing kom saman árið
1909 var „Uppkastið" fellt, Hannes
Hafstein sagði af sér ráðherradómi
og Björn Jónsson tók við.
Danir undu þessum úrslitum ►
>