Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 68

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 68
68 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Æ, hvað allt er : leiðinlegt! Hótel íslandsbruninn Ljósmyndari óþekktur 19449 Hótel ísland, sem stóð víð Austurstræti 2, gjöreyðilagðist í eldi aðfaranótt 2. febrúar, þrátt fyrir hetjulega framgöngu slökkviliðsmanna. Hótelið var annað stærsta gistihúsið í Reykjavík, einn helsti sam- j komustaður borgarbúa um árabll og þótti mjög giæsilegt hús. Einn maður fórst en 48 og björguðust. Þótti j j það ganga kraftaverki næst að fleiri skyldu ekki láta iífið. Myndin er tekin morguninn eftir brunann. i-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 eftir SIGURÐ A. MAGNÚSSON j' 1963 „Æ, hvað allt er leiðinlegt!" gæti yerið yfirskrift yfirstandandi tíma á íslandi, og er þó ekki þar með sagt að aldrei hafi verið leiðinlegra hér en einmitt nú. Vel má vera að ein- hver skeið í Islandssögunni hafi verið leiðinlegri, en mér er ekki , kunnugt um þau, enda yrði vit- neskja um þau harla lítil huggun á þessum síðustu og verstu tímum. Satt að segja er það með ólíkindum hve mikið getur rúmast af leiðind- um í jafnlitlu þjóðfélagi, og þó er kannski enginn hlutur eðlUegri þeg- |ar betur er að gáð: hvemig getur ástandið orðið öðruvísi en óbærilegt *í þjóðfélagi þar sem peningar og pólitík drottna yfir sálunum? Þessi tvö ólukkans fyrirbæri, peningar og pólitík, hafa nefnUega þá ónáttúru að draga á eftir sér önnur enn ómerkilegri: lágkúru, þröngsýni, vanaþrældóm, varkárni og smekkleysi. En mannleg náttúra er nú einu sinni þannig gerð, að hún á erfítt með að sætta sig við leiðindin tU langframa, og er þá gripið til með- ala sem að vísu deyfa lífsleiðann í - fcili, en magna hann þegar frá líður. j Þessi meðul em m.a. hóflausar skemmtanir, áfengi, deyfílyf, spila- mennska og alls kyns della. En nú j virðist svo komið að menn era jafn- vel famir að þreytast á að drekka eða dansa frá sér leiðindin - og hvað I er þá tU bragðs? Vera má að þessi þrúgandi lífsleiði sé skUgetið og óhjákvæmUegt af- kvæmi velferðarríkisins, þar sem allt < er ömggt og tryggt, engin knýjandi vandamál við að glíma, aUt í fostum skorðum - sú er að minnsta kosti skoðun sumra mætra manna. Sá hlutur er altjent vís, að lífsleiði ís- lendinga á djúpar rætur í aUtof snöggu og miklu meðlæti, sem hefur alið af sér andlegt og líkamlegt mak- ræði. Látum vera þó menn verði lík- ' amlega latir og væmkærir í öllum þeim þægindum, sem þeir eiga völ á, en andlega slenið er vissulega úr- kynjunarmerki sem ætti að valda öll- um góðum mönnum ugg og óróleik. Að rífa sjálfan sig upp á hársrót- unum er kúnst, sem fáir munu hafa lag á, og því er það vísast hrein goð- gá að vekja mál á úrræðum til að lækna þjóðina af meini, sem hún er að verða heltekin af, en ég hefði ætlað að ákveðnir hópar í þjóðfélag- inu hefðu hér verðugt verkefni, og á ég þar við rithöfunda og listamenn yfírleitt. Lágkúran og smekkleysið í ís- lenzkum bókmenntum hefur farið vaxandi ár frá ári og náði hámarki í síðasta bókaflóði með andatrúar- skræðunum og ævisögu Krist- manns. Er nú svo komið, að í bók- menntunum örlar varla á frumlegri hugsun eða djörfu tiltæki. Flest er þar óendanlega flatt og vanabundið, sömu hugsanir og viðhorf tuggin upp aftur og aftur, sömu viðfangs- efnum misþyrmt, sami leiðindablær yfír bókmenntum og listum eins og yfír þjóðlífinu í heild. Eg vek máls á þessu hér, vegna þess að ég held þetta sé ekki óhjá- kvæmilegt afsprengi velferðarrík- isins. I Svíþjóð, mesta velferðarríki veraldar, eiga sér stað mikil andleg umbrot, þrátt fyrir ýmis miður skemmtileg dæmi um úrkynjun og lífsflótta meðal yngri kynslóðarinn- ar. Sama er að segja um Bandarík- in, sem jafnan hafa verið talin föð- urland auðhyggjunnar. Og jafnvel í sjálfu höfuðvirki kommúnismans, Sovétríkjunum, eru andlegar hrær- ingar sem hljóta að vekja manni forvitni og jafnvel öfund: bara að hér á landi ættu sér stað svipuð átök, hressilegar deilur og dirfsku- full tiltæki sem hrektu burt logn- molluna og sofandaháttinn. A Islandi eyða menn hins vegar púðri sínu í jafnauvirðileg og skop- leg fyrirbrígði eins og deilur um andalækningar og spíritisma, and- lausustu viðfangsefni á yfirborði jarðar! Ég held að það sé misskilningur, að íslenzkt mannlíf sé svo innantómt og ómerkilegt, að hér þrífíst ekki annað en andatrúarrugl, ævisagna- stagl og ófrjó dýrkun á fortíðinni (með draugum, álfum og öðm til- heyrandi). Mér virðist þvert á móti vera mýmargt í íslenzku þjóðlífi sem taka mætti til rækilegrar meðferðar í opinbemm umræðum: þröngsýnin í pólitík og almennum umræðum um dægurmál, spillingin í atvinnulífinu og opinbemm stofnunum, óttinn vð almenningsálitið (sem er ekki annað en hjátrú), andleysið í bókmenntum og listum (þar með talið smekkleysi í byggingarhst og lágkúra í leiklist), dómgreindarleysið sem lýsir sér í fá- ránlegri oftrú á skoðunum útlend- inga, vanmatið á íslenzkri nútíma- menningu - og síðast en ekki sízt hræðslan við að fara ótroðnar slóðir í listsköpun, tefla á tvær hættur, gera sig hlægilegan ef því er að skipta, fremja axarsköft sem kynnu að stuðla að því að dreifa doðanum og hugsunarleysinu. Þetta em sundurlausir þættir, valdir af handahófi, og þeim er ein- ungis ætlað að árétta þá staðreynd, að íslenzku leiðindin eiga sér alls ekki félagslegar forsendur, heldur em þau sprottin af kæraleysi, leti og hugleysi. Ekki alls fyrir löngu kom að máli við mig ungur, hugmyndaríkur út- lendingur, sem hér er búsettur, og stakk upp á því að við reyndum að stuðla að útgáfu smárita eftir unga höfunda og listamenn, ekki með það fyrir augum að græða fé eða kynna mikla list, heldur aðeins til að skapa ungum mönnum vettvang til að koma fram með það sem þeir eiga í pokahominu af rituðu máli, teikn- ingum, ljósmyndum eða öðra sem köma mætti á bókspjöld. Þó ekki hefðist annað upp úr slíku fyrirtæki en ergelsi góð- borgaranna, skammir máttarstólpa þjóðfélagsins og rifrildi um gildi slíkrar viðleitni, væri betur af stað farið en heima setið. Ég held sem sé að deyfðin og leiðindin hjá okkur stafi meðfram af því, að ungum og ódeigum mönnum gefast alltof fá tækifæri til að hlaupa af sér hornin á opinbemm vettvangi og valda heilbrigðri hneykslun, róta upp svolitlu moldryki í kæfandi logn- mollu peningadýrðarinnar. Ef við höldum áfram að gera að- eins það sem helgast af hefð og vanahugsun, líður ekki á löngu þar til húmorleysið og leiðindin svæfa okkur að fullu og öllu, breyta okkur í róbota með þúsundkalla í heilabú- inu og krónupeninga í augnatóttun- um. íslandssögu Foraldir eftir EINAR BENEDIKTSSON 1929 Þegar jeg var sjálfur orðinn sannfærður um það, að land vort geymir óhrekjanlega vitn- isburði um mannvistir og þekking á Islandi, fjölda alda fyrir svonefnda sögu lands vors, reyndi jeg fyrst að athuga nokkur meginat- i riði sem að þessu lúta. Jeg gerði þetta að , umræðuefni í breskum vísindalegum fjelög- um og ritaði ýmsar greinir, er að því lutu, í hingað og þangað. j ' Nokkmm ámm síðar veittist mjer kostur á því að kynna mjer hin stórvægilegu mannvirki í Rangárvallasýslu og síðan hafa smátt og smátt bætst við sönnunargögnin um eldfoma forsögu hins norðvestlæga eylands, ýms mannvirki, víðsvegar um alt ( Island, sem öllum vitanlega stafa frá æva- gömlum öldum, löngu íyr en Rómverjar, Grikkir og Púnverjar vissu deili á Sólar- landinu Tíli. Tala þau nú því hærra um ald- ur sannsögu vorrar, sem tímar líða lengur. Jeg hefi látið þess getið áður, í þeim ör- stuttu og fáu greinum, sem jeg hefí nú fyrir skömmu ritað um forsögu vora, að jeg vildi vekja athygli alþjóðar á Islandi um hina óheyrilegu vanrækslu, er þetta mál hefir orðið fyrir, einmitt nú þegar efni vor og fjöldi vænlegra fróðleiksmanna meðal vor, gera oss fært að leggja mikinn skerf til vís- indalegrar meðferðar á eldfomum fræðum vorum. Orsmá sýnishom hinna forsögulegu minja era látin fylgja hjer með, til þess að reyna að vekja nokkurn áhuga um þetta stórvægilega málefni söguþjóðarinnar. Væntanlega munu verða birt, innan skams, hin helstu meginatriði er lúta að mikilvægi þessa efnis fyrir landfræðissögu Islands. Oteljandi sannindamerki heimsókna og vista í Suðurlandshellum þeim, er jeg leit yfir meðan jeg bjó á Rangárvöllum, taka allan efa af um það, að hjer eru stórfeng og frægileg verkefni fyrir rannsóknir útlendra og ísl. vísindamanna. - Feiknafjöldi munka- teiknanna IHS (Jesús frelsari mannanna) koma alstaðar fyrir, auk fiskmynda víðsveg- ar úti um loft og veggi: „Iehþys" (Jesús Kristur guðs son, frelsari). Þar hafa komið fræðimenn er bæði kunnu grísku og latínu. Ennfremur þóttist jeg sjá Ogham letur hjer sem á Bretlandseyjum, þar sem ýmsir hálærðustu menn síns tíma höfðu komið hjer út og haft langdvalir á órasvæðum Suðurlands. Rjettlátt virðist að geta þess hjer, að óvild og rangfærslur um framþekking á Is- landi, og þá að líkindum jafnsnemma um Grænland, halda áfram að þróast enn á voram dögum. Mjer hefír jafnan virtst, frá því er jeg fór að kynna mjer nokkuð þessi efni, að einhver kali ráði hjer gegn óhlut- drægri íhugun og ætti slíks þó ekki að vænta í Sögulandinu. En staðleysur þær og uppspuni, sem vefjast t.d. um fyrstu landnámssagnir vorar benda til framhald- andi hlutdrægni. Læt jeg mjer nægja hjer einungis að nefna óreiðuna um frásagnir Landnámu. Frithjof Hansen hefir skarplega tekið fram að nafn Vestmanneyja er dregið af dvöl kristinna flóttamanna frá Bretlöndum. Röstin, sem ritsagan falsar í mannsnafnið Faxa, er enn til og rjett nefnd við Eyjamar. Er hjer ekki rúm til frekari skýringa um þessi efni. Einungis mætti nefna að enginn efi mun vera í því að „terra glacialis" er Grænland, sem Skáld-Helgi hinn lærði rjettnefndi „Jöklajörð". Hjer opnast víð og merkileg sjóndeild og mun jeg leitast við að skýra þetta betur á öðram stað. En engan ætti að undra þótt komist verði að miklum merkum niðurstöð- um, er óhlutdrægar og sannar áreiðir verða gerðar um Suðurland - fyrst og fremst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.