Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 70
"70 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Ej&iavopnaárás á Kúrda 19 8 8 9 Eftir átta ára stríð traka og írana tókst írökum enn að ganga fram af heimsbyggðinni um miðjan mars 1988, sama ár og stríðinu lauk. íranskir hermenn höfðu hrakið her íraka frá bænum Haiabja í Kúrdistan í norðausturhluta íraks, en tveimur dögum síðar, 17. mars, varpaði írakski flugherinn eiturgassprengjum á bæinn. Megnið af íbúum bæjarins, um 4.000 manns, lét lífið en þeir sem lifðu árásina hlutu varanleg örkuml. Á myndinni er faðir með mánaðar gamlan son sinn. Báðir létust. í Nýjadal eftir JÓN EYÞÓRSSON 19 54 Nú verður senn lokið við bílferju á Tungná, og opnast þá torfærulítil leið flestum farartækj- um norður Sprengisand til Eyjafjarðar eða Bárðardals. Er ekki að efa það, að mjög verði sótt á þessa leið hin næstu árin, eins og reynslan hefur jafnan orðið, þegar nýjar lang- ’ ferðaleiðir opnast um hálendið. Flestir Sprengisandsfarar munu leggja nokkra lykkju á leið sína og koma við í Nýja- dal og jafnvel gista þar. Hin nýja bílaslóð yfír Sprengisand er ekki fyllilega ákveðin, þegar þetta er ritað. Hún gæti legið af Búðarhálsi norður og vestur á hina fornu Sprengisandsleið, frá Sóleyjar- höfða um Eyvindarkofaver og Háumýrar norðaustur að Fjórðungsvatni. En hún gæti líka legið austar, um Illugaver og síðan norð- austur hjá Hágöngum og Tómasarhaga. Þá er farið nálægt mynni Nýjadals og lítill krókur að koma þangað. Þeir sem koma að norðan taka stefnu í hásuður frá Fjórðungsvatni og eiga þá röska 10 km ófama í Nýjadal. Um Sprengisandsleið eru merkilegar rit- gerðir eftir Einar E. Sæmundsen o.fl. í 1. bindi Hrakninga og heiðavega. Nýidalur er leynidalur og væri því rétt- nefndur Þjófadalur. Mynni hans er þröngt og ber lítið á því, þótt það snúi í hávestur og blasi við af Sprengisandsvegi. Þótt ferðir um Sprengisand hafi verið all tíðar frá fomu fari, virðist enginn hafa orðið dalsins var fyrr en haustið 1845, en veður hamlaði þá, að hann yrði kannaður. Mér er ekki kunnugt um, hver réði nafni dalsins, en séra Sigurður Gunnarsson skrifar um Nýjadal í Norðanfara 1876 og þarf því varla að efa, að dalurinn hafí gengið undir því nafni um þær mundir. Á uppdrætti íslands er hann kallaður Jökuldalur, en af þeim er slíkur fjöldi hér á landi, að mér finnst rétt, að þessi dalur fái að halda hinu upphailega nafni. Nýidalur liggur í boga suðvestan undir Tungnafellsjökli og er 5-6 km að lengd frá mynni inn í dalbotn, en þaðan gengur þröngt gildrag alla leið austur og suður í Vonarskarð. Austan og norðan að dalnum em undirfjöll Tungnafellsjökuls, há og hlíðabrött. Hæsti kambur þeirra heitir Háhyma, 1520 m yfir sjávarmáli. Vestan og sunnan að dalnum held- ur ávalur, bogadreginn háls, sem kallast Mjó- háls. Hann er um 1000 m á hæð, en fer smá- hækkandi, unz hann endar syðst og austast á 1240 m háum röðli, sem kallast Göngubrún. Það voru bændumir Erlendur Sturluson og Hálfdán Jóakimsson úr Bárðardal og Þor- steinn Einarsson frá Brú, sem fundu dalinn *og könnuðu hann. Erlendur hefur lýst dalnum á þessa leið í bréfi ds. 6. des. 1846: „----Nú fengum við bjart og gott veður og gátum kannað hann til enda. Það stóð fell fyrir dalsmynninu, nema hvað áin fellur annars veg- ar við fellið. Dalurinn var með sléttum eyrum niður um sig, grasi vöxnum, og dalhlíðin jökul- megin mikið há og öll grasi vaxin upp að klett- um, sem voru efst í henni. En hinum megin var fjallið miklu lægra, jafnbratt og ávaxtaminna. Dalurinn var mikið fallegur og góður vegur eftir honum. Áin rann hægt ofan eftir dalnum. Við byrjuðum að nóni og riðum léttan fram í botn á honum og náðum aftur út í hann miðjan og vorum þar um nóttina. Voru þar nógar hvannarætur og njólar, fremur snöggt íyri hesta til iengdar, en merkilegir fjárhagar. Dal- urinn endaði allt í einu. Kom áin þar ofan úr háu klettagili, sem ómögulegt var upp að kom- ast, og kvísl rann nokkru neðar úr mikið djúpu klettagili og var jökulvatn í þesari kvísl. ----Ekki fundum við neinar líkur fyrir því, að menn hefðu í dalnum verið. Góðviðrasamt held ég sé þar í dalnum, en byljasamt mun þar vera. Ekki fundum við nema tvö lömb í dalnum, -----og 14 lambabein fundum við á leið okkar, sem votta það, að þangað hafa runnið lömb árlega og lifað þar fram á vetur.“ Þá má bæta við, að fellið fyrir mynni dals- ins kallast Þvermóður, áin að vísu Nýjadalsá og jökulgilið innarlega í dalnum Kaldagil. Mynni Nýjadals er í 800 m hæð yfir sjó eða í svipaðri hæð og Kverkhólakambur á Esju. Er gróður þar því furðanlega mikUl. Norður af dalsmynninu eru víðlendar gróðurflesjur, sem eru algrænar yfir að líta, þótt græni lit- urinn sé að mestu mosagróður, en grasið strjált og reytingslegt. Nyrzt á þessum flesj- um er hinn frægi Tómasarhagi, sem Tómas Sæmundsson fann sumarið 1835, en Jónas Hallgrímsson gerði eftirminnilegan í ljóði: Tindrar úr Tungnafellsjökli Tómasarhagi þar, algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. I Nýjadal er líka algrænt, og þar rUdr sann- kölluð öræfakyrrð. Á undanfömum árum hefur Ferðafélagið gist Nýjadal á hverju sumri. Ef tími leyfir, er sjálfsagt að ganga þaðan suður í Vonarskarð. Auðveldast er þá að ganga upp á háls skammt frá dalsmynninu og þræða háls- inn austur á Göngubrún. Þar opnast bæði vítt og stórfenglegt útsýni fyir Vonarskarð. Beint austan undir Göngubrún sér niður í Snapadal með rjúkandi hverum og grænum gróðurflesj- um. Þar eru snapir handa hestum, og því er nafnið. TU suðvesturs sér yfir mikinn og lítt kannaðan tindaklasa, sem heitir einu nafni Ogöngur. Mest ber þar á litfögru líparítfjaUi, er nefnist Skrauti, 1330 m að hæð, en næst honum er Kolufell, mjög dökkleitt ásýndum. En um Vonarskarð sjálft og leiðina úr Nýjadal norður fyrir Tungnafellsjökul má lesa nánar í Árbók F.í. 1963 eftir dr. Harald Matthíasson. Austan Tungnafellsjökuls er Vonarskarð. Þar er næsta gróðurlaust, sléttir sandar og melar í lágskarðinu, en mörg og kynleg fell á báðar hendur. í austri gnæfir Bárðarbunga, en vestan skarðsins eru undirhlíðar Tungna- fellsjökuls. Á miðju skarði stendur Valafell, hvass og skriðurunninn kambur. Austan þess rennur Skjálfandafljót á sléttum aurum, lítið meira en hnévatn. Nyrzt í skarðinu er Tinda- fell, mikið um sig og brúnahvasst. Ymsir, sem gista Nýjadal í góðu veðri, ganga þaðan austur í Vonarskarð, en láta bif- reiðina fara sem leið liggur norður fyrir Tungnafellsjökul og bíða sín á Gjóstuskarði vestan undir Valafelli. Er þetta auðveld og næsta fögur gönguleið. I-------------------------------1 Minningarljóð um Stubb eftir TÓMAS GUÐMUNDSSON 1975 I Æ, Stubbur kær, hve sárt ég sakna þín! Ég sé þig fyrir mér unz ævin dvín. Og feginshugar finn ég bilið styttast unz fornir vinir mega aftur hittast. Mér bar að sjónum aldrei augu nein svo ástúðlega döpur, miid og hrein. Þau iöngum stundum einatt hvíldu á mér og aidrei sjálfrátt vék þitt tillit frá mér. Þá þótti mér sem því ég gæti treyst, að þú fengir úr hverjum vanda leyst. Ég fann, ef hrjáði hug minn kvíði og þreyta, tU hunds en ekki manns mér varð að leita. í návist þína sótti sál mín frið er sæll þú undir fætur mína við. Og þöglan trúnað þinn ég mat því meira sem málskraf heimsins lét mér hærra í eyra. Og svipuð reynsla oss báða tryggðum batt og báðir höfðum við það fyrir satt, að það sé engin þörf að gerast maður tU þess að reynast sannur, heUl og glaður. En sárt þú kveiðst að færi ég þér frá og fengi þér ei lengur unað hjá. Þá komstu hljótt og lagðir mér í lófa þinn ljúfa fót með sUkimjúka þófa. Og er þitt trygga tillit hvíldi á mér, ég tók mér nærri að lesa úr augum þér þá spurn, hvort nokkur vinur gæti vikið frá vini, sem hann unni svona mikið. I I Æ, hversu sjaldan gefum við því gaum, hve gæfu vorrar ævitíð er naum. Og flestum aðeins verður hún að vana unz vér í greipar dauðans missum hana. Og máski skilst oss farsæld vor þá fyrst til fulls, er hún er lífi voru misst. Og hvað fær sárar samvizkuna kvalið en svik við það, sem ábyrgð vorri er falið? Svo furðulega skammt nær mannsins skyn! Hvað skildi mig við félaga og vin? Sú ásökun ei hverfur huga mínum: Ég hefði getað afstýrt dauða þínum. Þótt margvísleg menn bruggi banaráð er blöskranlegust hræsnaranna dáð, sem svíkja í dauðann sína beztu vini og segjast gera það í líknar skyni. En misvirð eigi, góður guð, við mig, þótt gljúpri sál ég beri upp við þig þá bæn, að frá mér vUd allur efi um það, að Stubbur samt mér fyrirgefi. I I I Lát mannsins hroka trúa á það enn, að eih'fðin sé bara fyrir menn. En hvaða afl fær anda drottins bundið og eih'fð hans í viðjar dauðans hrundið? Nei, vit að allt er ein og sama hjörð, sem andað fær í lofti, sjó og jörð. Og allt á samleið heim til hinztu tíða, og hvers kyns dauða skyldum vér þá kvíða? Nei, vinur minn, það örugg trú mín er, að úthýst verður hvorki þér né mér. Því glöggt ég veit - þann guð er ekki að finna, sem gerir upp á milli bama sinna. I V Ur langri reynslu vann ég vissu þá, að vonlaust sé að finna mönnum hjá þá kosti, er hrjáðum heimi megi duga og hroka, grimmd og morðfýsn yfirbuga. Æ, gæfist okkur aðeins hundsins dyggð, hans ástúð, fórnariund og vinartryggð, þá mundu færri tár og trega sækja í trúnað, sem þeim hafði láðst að rækja. Og hvort ber nokkur gæfa oss guði nær en góðvild sú, er ávallt litið fær á saklausasta smælingjann sem bróður? Hver sæla meiri en vera honum góður? V Senn hjúpast land vort hvítum jólasnjó, sem hvergi eygja skjól né mosató þau lands vors böm, er þyngstan vetur þreyja og þolgóð sína lífsbaráttu heyja. Og helgi fyllist hjarta kristins manns við hugsunina um fæðing lausnarans. En hinum er það hugleiknast að velja sér hátíð ljóssins til að myrða og kvelja. Og níðingamir æða upp um fjöll og eftir skilja blóði drifna mjöll. En undir kvöld þeir átt og stefnu glata og enga vegu heim þeir framar rata. Og næstu daga í dauðaleit sig býr mörg dáðrík sveit, en tómhent aftur snýr. Því satan er oft handfljótur að hirða þau hrakmenni, sem lífið einskis virða. V I I bernsku mig sú hugsun hryggði þrátt: Hve hlýtur oft vor guð að eiga bágt, er spillt og siðlaust mannkyn boð hans brýtur og bróðerni og miskunn fyrirlítur. Þarf mannkyn harm og helstríð til að sjá að hjálpræði er einungis að fá hjá honum, sem vill huggun öllum veita? En hvert má guð í raunum sínum leita? Um lífsins rök jafnfávís enn ég er. Samt ekkert rænir þeirri trú frá mér, að megi enn hér miskunnsemi finna á mannsins grimmd að lokum skal hún vinna. V I I í kvöld að lágu leiði Stubbs mig bar, því legstað kaus ég vini mínum þar sem bemsku minnar fossar fegurst sungu og fyrstu stefm lögðu mér á tungu. Hve allt varð hljótt. - í rökkursýn ég sá þar sjálfur mína ævi ganga hjá sem kæmi hún að kveðja í hinzta sinni. - Og kuida haustsins lagði að vitund minni. Og þannig, Stubbur kær, ég kvaddi þig. Ég kvíði engu, hvorki um þig né mig. Ég treysti góðum guði okkar beggja, þeim guði, er lítur jafnt til okkar tveggja. „Stubbur minn“ varð mér að orði, þegar góðir menn fyrir allmörgum árum réttu mér hann inn um dyrnar, tveggja mánaða hvolpsnáða með ótta í augum og aumk- unarlega lítinn, og þessi nafngift fylgdi honum æ síðan, þó að hann í raun yxi upp úr henni bæði fljótt og rösklega eins og hann átti kyn til. Tókst snemma með okkur mikil vinátta og oftlega reyndi ég hann að slíkri umhyggju, að það gæti ver- ið efni í langt mál. En þessi tryggð hans varð jafnframt afdrifarík, því færi ég að heiman degi lengur lagðist Stubbur í þunglyndi og neytti, að heita mátti, hvorki matar né drykkjar, hvernig sem reynt var að dekra við hann. Fyrir þessar sakir urðu t.d. margar ferðir mínar til út- landa skemmri en eiia, og þegar ég á síö- astliðnu sumri átti fyrir höndum sjúkra- húsvist, sem þó varð ekki ýkjalöng, gat ég með engu mótl til þess hugsað að vin- ur minn þyldi ný harmkvæli vegna tryggð- ar sinnar. Hringdi ég þá á rannsóknarstof- una að Keldum og var svo lánsamur að ná sambandi við dýralækni, sem sýndi mér það vinarbragð að koma heim til mín samdægurs til að svæfa Stubb minn þján- ingalaust „svefninum langa". En þó að þarna væri eins mimskunnsamlega að farið og auðið var, vildi ég samt að feng- inni reynslu mega ráða mönnum einlæg- lega til þess að skoða hug sinn vandlega áður en þeir grípa til sams konar ráðstaf- ana, sem ekki verða afturkallaðar, gagn- vart lífi, sem þeir hafa tekið að sér að vernda og bera því ábyrgð á. ■ I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.