Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 76

Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 76
j>76 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 íslendingar verða að eignast haf- rannsóknarskip Morgunblaðiö/Ólafur K. Magnússon Arásin á Alþingishúsið 1 9 4 9 • Alþingi samþykkti inngöngu íslands í Atlantshafsbandalag- iö á fundi hinn 30. mars 1949. Kommúnistar mótmæltu og múgur réöst á Alþingishúsið og nokkrir lögreglumenn særðust. Myndin er tekin þegar lögregla, búin kylfum og svörtum stálhjálmum, beitti táragasi á Austurvelli framan við þinghúsið til að hrekja andstæðinga aðildarinnar að NATÓ á brott. eftir HERMANN EINARSSON 1946 íslendingar eru meðal bestu fisk- veiðiþjóða í Evrópu, en sú eina, sem aldrei hefir starfrækt hafrannsókn- arskip; eigum við þó meira undir sjávarafla en nokkur önnur Evrópu þjóð. Virðist augljóst að erlendis er nú að hefjast nýtt tímabil í fiski- rannsóknum, markað dýpri skiln- ingi þjóðanna á nauðsyn vísinda- legrar þekkingar á hafinu, svo og lifnaðarháttum fiskanna og lífsskil- yrðum. Skal hjer í stuttu máli skýrt frá því helsta, er aðrar þjóðir gera fyrir þessa vísindastarfsemi. Norðmenn eiga nú 6 rannsóknar- skip eða báta. Á fyrri hluta þessa árs hafa þeir gert út eftirtalda leið- ^angra: 1. Rannsóknarskipið „Johan Hjört“ fór í þorskrannsóknarleið- angur á Lofotveiðarnar undir stjórn Eggvins ráðunauts. 2. Dr. Devold fór á leigðu skipi, „Hermann Friele“, á rækjumiðin til framhaldsrannsókna á nothæfni rækju til beitu. 3. Flotastjórnin lagði til korvett- una „Egelandtime“ til athugunar á nothæfni „Asdic“ áhaldsins til fiski- leitar, sjerstaklega síldarleitar og var þar til leiðsagnar Einar Lea, ifciinn víðfrægi síldarfræðingur Norðmanna. Loks skal þess getið, að nú er að rætast úr langþráðri ósk norskra fiskifræðinga, þar eð ákveðið hefir verið, að hvalveiðaskip, sem var í smíðum, skuli breytt í nýtísku haf- rannsóknarskip. Verður það tilbúið á þessu ári. Skipið er 51 m. á lengd, 8.7 m. á breidd og 5.2 m. á dýpt, með tveim vjelum, samtals 1200 hestöfl. Verður þetta með stærri hafrannsóknarskipum og mun not- hæft til úthafsrannsókna á öllum tímum árs. Danir urðu fyrstir til, eftir stríð- ið, að gera út hafrannsóknarleið- angur til fjarlægra hafsvæða. VDönskum vísindamönnum var fengin til afnota stór lystiskúta, „Atlantide", og fóru þeir á vegum Dýrasafnsins í Kaupmannahöfn til vesturstrandar Afríku, til rann- sókna á fiski og botndýralífi þar um slóðir. Danir eiga 3 hafrann- sóknarskip, sem eingöngu sinna fiskirannsóknum og vísindalegum hafrannsóknum. 1. „Biologen“, heldur lítið skip, enda eingöngu notað við rannsóknir í næsta námunda við Danmörku, Eystrasalti, Sundunum og Kattegat-Skagerak. 2. ,Adolf Jensen" (mótorbátur), um 40 smálestir, fullgerður á þessu ári og ætlaður til rannsókna við Grænland, í námunda við land og innfjarða. Fór fyrstu för sína til Grænlands í sumar og mun starfa þar á hverju sumri framvegis. 3. „Dana“, fullkomnasta hafrann- sóknarskip sem Evrópuþjóðir eiga nú, smíðað árið 1938, kringum 500 smálestir að stærð. Á því hafa nú verið gerðar gagngerðar endurbæt- ur og fer það í fyrsta rannsóknar- leiðangur sinn eftir stríð til Færeyja og Islands í september byrjun í ár. Meðan viðgerðin á „Dana“ fór fram var leigður stór mótorbátur, sem stundað hefir fiskirannsóknir á Norðursjónum í allt sumar. Aðalrannsóknarskip Svía er „Skagerak", sem verið er að endur- bæta. Svíar undirbúa nú fjölþættan hafrannsóknai’leiðangur til Kyrra- hafsins, undir stjórn Próf. Hans Petterson, Göteborg. Með nýju áhaldi á einkum að kanna jarðlög botnsins í djúphafinu, en auk þess munu mörg önnur viðfangsefni al- menns vísindalegs eðlis verða tekin til meðferðar. Enn fremur hafa Svíar tvö önnur skip, sem stunda fiskirannsóknir. Fjöldi rannsóknarskipa annarra þjóða, sem eru meðlimir alþjóðahaf- rannsóknarráðsins, er eins og hjer segir: England 4. Skotland 2. Pólland 1. Frakkland 1. Belgía 1. Irland, Spánn og Portugal eiga ekkert en þau eiga öll rannsóknar- skip í smíðum. Island á ekkert og ekkert í smíð- um. Þá er vitað, að flest ofangreindra landa undirbúa byggingu nýrra rannsóknarskipa eða eiga þau þeg- ar í smíðum. Um Bandaríkin, Kanada og Jap- an eru heimildir ófullkomnar, en um langt skeið hafa allar þessar þjóðir lagt mikla stund á hafrannsóknir. Þannig höfðu Japanar að minnsta kosti 5 rannsóknarskip til úthafs- rannsókna, kringum Caroline-eyjar, sem unnu að aukningu túnfiskveiða þar um slóðir. Auk þess höfðu þeir rannsóknarskip á næstu miðum og eins við Alaska. Bandaríkin áttu aðeins fá rann- sóknarskip fyrir stríð, en Truman forseti hefir nýlega falið innanríkis- ráðuneytinu að undirbúa byggingu 10 rannsóknarskipa til úthafsrann- sókna. Þá áttu og Ráðstjórnarríkin ein 3 eða 4 rannsóknarskip fyrir stríð, en ekki er kunnugt um fyrirætlanir þeirra nú. Af þessu yfirliti er augljóst, hve mikla áherslu aðrar þjóðir leggja á það, að búa fiskirannsóknunum sem fullkomnust vinnuskilyrði og allar helstu fiskveiðaþjóðir eiga nú eitt eða fleiri rannsóknarskip, sem eru það sjósterk og stór, að þau geta stundað fiskirannsóknir allan ársins hring, jafnt á úthafi, á grunnum og innfjarða. Meðan við Islendingar eigum ekkert rannsóknarskip, er okkur nauðugur kostur að framkvæma rannsóknir á allt annan hátt en allir aðrir, eða rjettara sagt, takmarka okkur við þröng svið, sem hljóta að gefa mjög ófullnægjandi árangur. Þannig verður nær öll gagnasöfnun að fara fram í landi á ýmsum verðtöðvum, og hefir það jafnvel reynst furðu erfitt, sökum áhuga- leysis og fólkseklu, auk mikils kostnaðar. Til frekari samræmingar og stöðugs eftii’lits með þessu starfi, hefði það verið talsvert hag- ræði að hafa sterkan bíl til umráða, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt, virðist algerlega ómögulegt að fá þá ósk uppfyllta. Togaraskip- stjórar hafa oftast reynst ófáanlegir til þess að afla okkur gagna, sjer- staklega á ísfiskveiðum, þegar fisk- urinn er ekki hausaður og ekki bor- inn á land fyrr en erlendis. En það sem mestu máli skiptir er, að við getum ekki haldið áfram þeim vís- indalegu undirbúningsrannsóknum, sem eru frumskilyrði þess, að vís- indagreinin hafi öruggan grundvöll til þess að byggja á. Engin ástæða er til þess að draga neinar dulur á, að í fiskirannsóknum er leiðin að settu marki oft bæði löng og torsótt. Vísindagreinin má ekki, að áliti þes sem þetta ritar, miða starf sitt ein- göngu við það, sem virðist geta haft beinan hagnað í för með sjer. Þetta er að vísu sjónarmið, sem alltaf verður að hafa hugfast, en mikil- vægara er að kynnast sem best lífs- skilyrðum hafsins við ísland, því að á annan hátt verður ekki komst að vísindalegum niðurstöðum, sem ekki sjeu byggðar á bollaleggingum, heldur þekkingu. Nú þegar við höfum að mestu leyti tekið að okkur fískirannsóknir á íslenskum miðum verðum við að leitast við að framkvæma þær í framhaldi fyrri rannsókna, sem lagt hafa trausta undirstöðu að frekai’a starfi. Skal í örstuttu máli skýrt frá þróun þessara rannsókna, verkefn- um okkar til frekari skýringar. Fyrsti hafrannsóknarleiðangur á íslensk mið var „Ingólfs“-leiðangur- inn danski, laust fyrir síðustu alda- mót. Hann var eingöngu vísindalegs eðlis, og eru ennþá að birtast rit- gerðir um árangur hans. Á eftir þessari almennu vísindalegu starf- semi komu svo rannsóknir Johs. Schmidts á „Thor“ og seinna á „Dönu“ og loks á nýju „Dönu“ undir stjóm A Vedel Tanings. Fastir liðir í þessum fiskirannsóknum voru eft- irfarandi athuganir: 1. Sjórannsóknir. Reynt var að fylgjast með hitabreytingum hafs- ins, rannsaka strauma og önnur at- riði, sem þóttu líkleg til að hafa áhrif á útbreiðslu tegundanna. Hef- ir fiskideildin fengið allar þessar at- huganir til umráða, til samanburðar við ástandið eins og það er nú, ef unnt skyldi verða að halda þessum rannsóknum áfram, en á því er brýn nauðsyn. 2. Plöntusvifrannsóknir. Þær hafa farið fram á ýmsum tímum sumars, þegar leiðangrar hafa heimsótt okk- ur, og er árangurinn birtur m.a. í ritgerð próf. E. Steemann Nielsens og doktorsritgerð Finns Guðmunds- sonar. 3. Dýrasvifrannsóknir byggjast líka á gögnum rannsóknarskipanna og á þeim hefir dr. P. Pespersen byggt ritgerð sína um rauðátuna og jeg doktorsritgerð mína um ljósát- una. Á þeim gögnum hvíla líka und- irstöðurannsóknir Johs. Schmidts á fiskiseiðum, sjerstaklega þorsk- fiskanna. 4. Á hafrannsóknarskipi er mögu- legt að athuga allan aflann og greina nákvæmlega hlutfall tegund- anna og, þegar um sama skip er að ræða, bera saman magn þeirra frá einu tímabili til annars. Á slíkum gögnum byggjast rannsóknir, sem miða að friðun vissra svæða eins og t.d. Faxaflóa. Slík gögn fylla þær eyður, sem skapast með því að safna gögnum eingöngu á verstöðv- um. 5. Botndýrarannsóknir, sem miða að því að athuga magn og útbreiðslu fæðudýra botnfiskanna, er ekki hægt að stunda nema á rannsóknar- skipi. Á slíkum gögnum byggjast rannsóknir próf. R. Spárck’s og mínar á botndýrum. 6. Danir hafa merkt fiska í stórum stíl og með frábærum árangri. Á þessum gögnum byggist sú vit- neskja, sem við höfum um göngur ís- lenska þorsksins til Grænlands, og lýst er í ritgerðum dr. Tánings, próf. Jensens og mag. Poul Hansens. Eins og fyrr segir, hefir fiski- deildin, allt frá stofnun sinni, eink- um stuðst við gögn, sem aflað er, þegar fiskurinn er kominn á land. Hefir Ami Friðriksson og starfslið hans safnað miklu af verðmætum upplýsingum um íslenska síldar- stofna, og eftir mætti hefir verið unnið að því að afla gagna um aðra nytjafiska, sjerstaklega þorsk, ýsu, upsa og skarkola. Ami Friðriksson hefir nýlega birt árangur síldarran- sóknanna í ritum fiskideildarinnar, þar sem hann rökstyður mjög at- hyglisverðar kenningar um göngur sfldarinnar. Þáttum fiskirannsóknanna verð- um við nú að gera þau skil, sem ástæður frekast leyfa, en við verð- um þar til öðravísi skipast, að beina starfsemi okkar að rannsóknum á kyneinkennum stofnanna, sjerstak- lega sfldar og þorsks, og eins að fylgjast með styrk árganganna á grandvelli þeirra gagna, sem nú er hægt að afla. Verður gott grasár? eftir PAL BERGÞÓRSSON 1986 Nú benda líkur til þess að þetta sumar verði grasgefið. Þeir bændur sem eru vel staddir með fyrningar ættu að geta komist af með tvo þriðju af þeim áburði, sem al- mennt var borinn á í fyrravor. Það hefur sýnt sig, að góður heyfengur bregst varla þegar veturinn hefur verið 4 mildur, og eftir harðan vetur er það undan- tekning, að heyskapur verði ekki í lakara lagi. Dæmi um þetta sést á þeirri teikningu, sem hér fylgir af vetrarhita í Stykkishólmi og meðalheyfeng á öllum búreikningabýlum landsins árin 1974-1984. Að þessu sinni var meðalhitinn í október-apríl í Stykkishólmi 1,1 gráða, sá sami og hann var að meðaltali á góðæraskeiðinu 1931-1960. Þetta er 1,6 stig- "P ► um meiri hiti en var að jafnaði köldu vet- uma, sem enduðu 1981-1983 og 1979. í fyrra bragðu margir á það ráð eftir mikið grasár 1984 að draga úr notkun tflbúins áburðar, að meðaltali um 10% á öllu landinu. En sam- kvæmt reynslu af vetrarhita og heyfeng sýn- ist mér samt að töðufall verði nú um 15% meira en þarf til vetrarfóðurs handa þeim búpeningi, sem nú er í landinu að óbreyttum áburði. Mér þykir lfldegast að taðan verði nú 4,25 mflljónir rúmmetra, talin í þurrheyi, en þá er rúmmetri votheys álitinn jafngilda tveimur af þurrheyi. Búféð tel ég að hafa verið 117,6 þúsund kvígildi um áramót (mjólkandi kýr 1 kvígildi, aðrir nautgripir 0,4, sauðkindin 0,08 og hrossið 0,20 kvígildi). Síðustu 10 ár hefur heyskapur numið 31,5 rúmmmetram á kvígildi að jafnaði. Sam- kvæmt því er þörfin fyrir vetrarfóður 3,7 mflljónir rúmmetra, 13% minni en lfldegur heyfengur að óbreyttum áburði. Þess vegna ætti nú að vera hægt að spara mikinn áburð. Sá bóndi, sem telur sig nú eiga nógar fyrningar, getur komist af með 65% af þeim tilbúna áburði sem notaður var í fyrra, ef hann nýtir allan búfjáráburð. Þó gæti verið hagkvæmt að draga ekki nema 20% af köfn- unarefninu, en 70% af fosfór og kalíum í tfl- búnum áburði. Mest hey fæst fyrir áburð- inn með því að bera hann á allt túnið, frem- ur en að skilja eftir hluta þess. Sá bóndi sem á nú engar fyrningar má ekki bera minna á en í fyrra, en þá ætti hann líka að geta aflað heyja sem era 15% meiri en þarf tfl vetrarfóðurs, ef allur bú- fjáráburður er líka nýttur. Að öllu samanlögðu sýnist mér, að bænd- ur geti nú dregið úr áburðarkostnaði sem nemur 200 milljónum króna og verið þó birgir af heyjum í haust, jafnvel þó að búfé verði ekki fækkað. Flestir munu þó telja líklegt, að það verði gert vegna markaðserf- iðleika. En í lokin skaðar ekki að minnast þess, hvað heygæði era mikils verð. Hvers vegna ekki að veija þeim fjármunum, sem hægt er að spara í áburðarkaupum, til þess að bæta aðstöðu til votheysverkunar? Með því vinnst þá líka, að hægt verður að minnka kjarnfóðursgjöf næsta vetur, að meina- lausu. Og þann væntanlega sparnað má þess vegna líka leggja í undirbúning vot- heysgerðar, tfl þess að auka öryggi og sam- keppnishæfni landbúnaðarins í framtíðinni. Þess má svo geta, að allar tilraunir sýna, að því meiri verður sprettan sem fyrr er borið á á vorin, helst um leið og vel fært er orðið um völlinn. Það verður fyrst á gömlu vall- lendi og móatúnum, síðar á flötum mýrar- túnum. Þeim, sem kynnu að vflja athuga betur á hverju ég byggi þessar hugleiðingar, skal bent á greinar í Frey 1985 bls. 286 og 989, ennfremur greinar, sem þar er vísað tfl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.