Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 90
90 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
Haust í sveit
„Það er unun að því
að horfa á þessa
vösku sjógarpa, þeg-
ar þeir eru
að leggja á stað
í viðureignina
við Ægi.“
Morgunblaöiö/Ólafur K. Magnússon
Eldgos í Heimaey
19 7 3 9 Eldgos hófst í Heimaey
laust fyrir klukkan tvö aðfaranótt
23. janúar, í fyrsta skiptl í þétt-
býli á íslandi. Enginn týndi lífi í
hamförunum og með ótrúfega
skjótum hætti var mikill hluti
Vestmanneyinga kominn á þremur
klukkustundum af stað til lands.
Eyðileggingin varð hins vegar mik-
il áður en yfir lauk en gosið í
Heimaey stóð i 155 daga; því
lauk 3. júlí. Það myndaði um fer-
kílómetra hraun á landi og 2,3 fer-
kílómetra í sjó, auk Eldfellsins,
sem reis 220 metra hátt. Á efstu
myndinni sest vel hve eldsumbrot-
in voru nálægt byggðinni. Myndin
í miðjunni var tekin í apríl; Eyja-
menn héldu áfram að sækja sjó-
inn þrátt fyrir gos og neðst sést
hvernig askja huldi kirkjugarðinn
en sáluhliðið stóð upp úr.
MorgunblaOiö/Ólafur K. Magnússon
alla farsællega, og vemda oss við
öllu tjóni, þá viljum við lofa og prísa
* þína gæsku, sem svo dásamlega ann-
ast þín böm. En sje það þinn náðug-
ur viiji, að þessi reisa skuli verða vor
dauðagangur, ó, svo gef mjer og oss
öllum vel við búnum að mæta vora
síðasta. I þínum höndum er vort líf,
gjör þú við oss eftir þinni velþóknun,
vertu aðeins vor faðir og gef oss ei-
lífa hvíld og sælu hjá þjer, íyrir vors
blessaða meðalgangara Jesú Krists
forþjenustu sakir.
Amen.
Jeg minnist þess meðan jeg lifi,
þegar jeg í fyrsta sinn kom á sjó í
Vík, hversu hátíðleg mjer þótti sú
stund, meðan verið var að lesa. Alt
mas og skvaldur þagnaði snögglega,
órjúfandi þögn og kyrð var komin
yfir alla. Hið eina sem rauf þessa
hátíðlegu þögn, vora jöfn og ákveð-
in áraslögin í keipunum, og skvamp-
ið í sjónum þegar árablöðunum var
dýpt niður. Þegar formaður hefir
lokið lestrinum, mælir hannhátt:
„Guð gefi okkur öllum góðan dag, í
Jesú nafni”, og gerir því næst
krossmark fram yfir skipið og aftur
fyrir. Að því loknu setja allir upp
sjóhattinn og þú byrjar aftur mas
og skvaldur, hlátur og köll. - Sjó-
■v< maðurinn er í „essinu” sínu.
Lending í vondum sjó við
sandana er ekki síður hættuleg en
útróður. Þarf þá ekki minna snar-
ræði og ekki síður ákveðin og viss
handtök við hvað sem gera skal.
Aður en komið er inn á legu,
gengur hver skipsmannanna á stað
þann, sem hann á að vera á 1 lend-
ingunni. Sex menn era fram í, tveir
bandamenn og fjórir sem fara eiga
utan undir. Fer annar bandamaður-
inn upp með kollubandið, sem fest
er í framstafni, en hinn fer með
skutbandið; og það fest aftur í skut.
Stundum er í stað skutbands haft
annað band að framan og fest þar í
> hnútu, og nefnist hnútuband. Ef
sjór er vondur, þykir tryggara að
hafa hnútuband. Sjeð er um að
böndin liggi vel greidd í skipinu, svo
að þau rekjist vel þegar bandamað-
urinn hleypur upp.
Ef hittist á ólag, þegar skipið
kemur innundir, verður „að liggja”
á legunni og bíða eftir lagi. Er þá
vissast að liggja nokkuð djúpt á leg-
unni, einkum þegar fellur út á í
ólögunum, því skipið verður að vera
fyrir utan föliin. Einnig er gott að
hafa landróður nokkuð langan, svo
að góður skriður sé á skipinu og það
láti vel að stjórn. Sje komið of ná-
lægt landi og ekki þyki trygt þar að
vera, er „rist við” til þess að taka af
-* skriðinn og því næst „haft aftur á”.
Þegar formaður sjer lagið kallar
hann: „Róið í land”, og rær þá hver
sem best hann getur.
Það er mikil] vandi að lenda skipi
vel í vondum sjó við sandana. Má þá
venjulega engu skeika. Skipið verður
svo að segja að vera í ákveðnum
skorðum á þeim sjó, sem það ætlar
að taka lendinguna á. Það má ekki
vera of framarlega á sjónum, því þá
getur svo farið að skipið reki fram-
stefnið óþyrmilega í fjöruna og skilar
sjórinn því þá ekkert upp. Einnig
j getur það verið hættúlegt í lendingu,
að skip sje framarlega á bröttum sjó.
Sjór tekur undan stýrinu og formað-
ur missir stjómina á skipinu. Er þá
hætt við að hvolfi - skipið sogast
undir sjóinn og veltur um á einu
augabragði. Ekki má skipið heldur
vera of aftarlega á sjónum, því þá
getur það ekki fylgt sjónum upp í
fjöra, en lendir milli sjóa. Má þá bú-
ast við kæfu og er þá ekki að því að
spyrja, að alt rennblotnar sem í skip-
inu er(4).
Til þess að vel sje lent, þarf skipið
að sitja ijett á lendingar sjónum, og
fylgja sjónum alla ieið upp í fjöra.
Best er að sjórinn brotni undir skip-
inu að framanverðu; skiiar því þá
best upp. Um leið og sjórinn er að
brotna undir skipinu, leggur formað-
ur vel á stýrið og rennir skipinu flötu
á fjörana. Óðara og skipið kennir
granns, hlaupa bandamennimir upp
með böndin, áramennimir leggja
upp árarnar og utanundirmennimir
fara út. Þeir sem utanundir fara,
eiga að vama því að skipið falli á sjó í
útsogunum. Er það vont verk að fara
utanundir, hrakningar oft miklir og
erfitt n\jög að standa undir, þegar
skipið er hlaðið.
Þegar skipinu er vel slegið á fjör-
una, er byijað að bera af því, íyrst
áramar og síðan farminn. Að því
loknu er „borið við” og skipið sett
upp. Þegar komið er upp úr flæðar-
málinu er skipið lagt á hliðina og sjó-
mennimir fara úr skinnklæðunum.
Þegar því er lokið ganga þeir aftur
að skipinu og halda áfram að setja.
Setningin fram og upp er mjög
erfið, því skipið er þungt. Fer hún
fram með smáhvíldum, og framá-
mennimir kalla fyrir. - Þegar þeir
kalla, hlaupa allir undir skipið,
halda annari hendi um keip eða
borðstokk, setja mjöðmina undir
skipssíðuna og skjóta skipinu
þannig áfram smátt og smátt. Geti
þeir haldið áfram með skipið án
þess að það stöðvist milli átakanna,
heitir það „að leiða”. Þegar róið er
til fiskjar þykir fiskisællegt að leiða
skip til sjávar. - Hlunnar eru notað-
ir til þess að setja skipið á og er það
mikili ijettir. Þegar komið er á ör-
uggan stað með skipið, er það
skorðað með hlunnunum og hinir
vösku sjógarpar taka skinnklæði sín
og fara heim, hver til síns heimilis,
glaðir og hressir eftir vel unnið
dagsverk.
(lt Fer það eftir stærð skipsins hve margir eru
á. Á 8-æring eru venjulega 16-18 menn; á 6-
æring 10-12; á 4-æring 7-8.
(2) Að „fá kæfu“ er það kallað þegar sjóir
falla í skipið og fylla það.
(3) Heldur þykir það niðrandi að fá kæfu í
lendingu og ekki bera vott um mikla for-
mannshæfileika; en ef sjór er mjög vandur,
getur það hent góðan formann að fá kæfu.
eftir BJARNA
SIGURÐSSON
1966
Sum andlit höfða ekki til okkar nema
í stásstofum, önnur vekja okkur að-
eins gleði úti í sveit. Og kannski yrðu
hispursmeyjar, sem við dáumst að í
borginni, okkur hvimleiðar á mörk-
um úti.
Undarlegir eru þessir haustdagar
og djúpm- hreimur þeirra en vera má
að mér þyki helzti kjurlátt umhverfið,
síðan lóan fór. Hún tilkynnir að vísu
engan sérstakan burtfaradag írekar
en sumarið sjálft en á ýmsu merkjum
við að hverju fer, og einn góðan veð-
urdag er það ekki meii- hvorki sumar-
ið né lóan né neitt það sem sumarsins
er. - Undarlegir era þessir dagar. I
vor sýndust veðm- öll blíðlynd, þá vor-
um við bjartsýn og framgjörn og ung.
Og þegar vinur minn var að setja nið-
ur í garðinn sinn mundi hann engin
eyktamörk. Þegar hann skömmu síð-
ar átti afmæli þetta árlega, sem ekki
getur heitið nýlunda nú á seinustu
áratugum, þótti honum einu gilda þó
að misserum fjöigaði að baki, hann
væri anza korninu engu slakari en
íyrir 10 áram.
En í haust voru sporin í við þyngri
og þannig hefur þetta raunar verið
nokkur ár, að þrekið hefir fjarað með
þverrandi birtu dægranna. Og svo
liggur Nonni alltaf í þeim að koma
suður. Og þegar hann skrapp hingað
fyrir skömmu um réttirnar var það
ætlaði hann að láta skríða til skarar;
ekkert vit í að þau yrðu ein í þessu
greni vetrarlangt ekki einu sinni
miðstöð nema út frá eidavélaskrifl-
inu og enginn sími ef eitthvað bæri
út af. En það er ekki í kot vísað, þar
sem er vesturbæjarfólkið sonur Jóns
míns hreppstjóra og kona hans ekki
spillir hún eða þá börnin skaltu
segja. Nei það er svo sem ekki hægt
að kalia, að hér væri vandalaust fólk.
Og það vissi hreppstjórinn allt af
hvar hann hafði mig þegar við vorum
ungir og hann stóð í stórræðum fyrir
sig og sveit sína. Og betra þótti hon-
um þá að eiga mig að en engan. En
hann var nú alltaf svoddan mála-
fylgjumaður blessaður. Vandalaust
fólk. Ó, ekki!
Garðarnir voru dálítið erfiðii' í
haust, það er sko bakið og þessi sí-
fellda háátt. Ógnar kom sér þá vel
hve angakvalirnar í vesturbænum
voru ólöt að skjótast yfir um og tína
fötu og fötu. Og nú var allt þurrkað
útsæðið valið og tekið frá og smælkið
sér, og hver karta komin í jarðhúsið.
Þar eru þær óhultar fyrir vetrar-
hörkunum. Ó, já smælkið étum við
fyrst. Það þarf ekkert að flysja það
frekar en vill fyrst í stað.
Jamm, bærilega lögðu þeir sig
dilkarnir í sláturhúsinu þó að sumar-
ið þætti mörgum lélegt. Þeir gjörðu
það ekki betur hjá öðram samt voru
lemburnar margar. Þær launa fyrir
sig ærnar. Allt er þetta fóðrinu að
þakka, og kotið er heldur ekki osta-
rýrt. Og svo náttúrulega þetta metfé
hann Hösmagi hrúturinn okkar. En
nú er hann fallinn. Varið ykkur á
skyldleikaræktuninni, sagði hrepp-
stjórinn sálugi, og þeir gjörðust ekki
vænni en hjá honum diikarnir í þá
daga. Vonandi reynist hann sæmi-
lega lambhrúturinn, sem ég varð
mér úti um í réttunum í haust.
Krafa tveggja manna til umhverfis
síns og svigrúms er aldrei söm og
jöfn. Og til að fullnægja sömu þörf
eins dugir oft aðeins brot af kröfu
annars.
Undarlegir eru þessir dagar.
Hvaða hugsun var annars að brjót-
ast í mér í morgun? Jú hún var um
þennan vallargarð sem hann faðir
minn hióð þegar ég var lítili hnokki
er sté hjá honum við stokkinn. Við
höfðum báðir gróið við hægstreymi
áranna og í seinni tíð höfum við
lækkað og gengið saman, en við er-
um hvergi betur komnir en á þessum
stað þar sem við höfum reynt að fylla
út í umhverfi okkar frá öndverðu. En
ég er ekki viss um að við mundum
falla að neinum öðram jarðvegi né
nokkur jörð önnur vildi við okkur
taka.
Líklega réttast að rjátla hérna
upp í brekkurnar og líta til kind-
anna. Þær era víst flestar í hlíðinni
þar sem ilmbjörkin grær. Hérna litlu
neðar fóram við í berjamó fyrrum
krakkarnir af báðum bæjum því að
hér var berjalandið betra en annars
staðar þótti okkur. Og hér eru þeir
enn á sveimi hlátrar okkar aftan úr
fjarskanum og hljóður grátur felst
einhversstaðar niðurbyrgður í söln-
uðu lyngi. Aðrar raddir miklu nær
varðveitast í þessu andrúmi og blik
úr auga drengjanna hans Nonna
míns, sem skrappu hingað upp eftir
einu sinni síðdegis á ofanverðu
sumri. Það styrkir hjartað að vita
þær hérna þessar raddir og geta
vitjað þeirra þegar hentar. Afskipta-
lausar lágu þær hér löngum í vafstri
áranna. Núna upp á síðkastið hafa
þær aftur látið á sér kræla.
Oft hefur haustið kallað mig til
móts við hríslurnar mínar vænu. Og í
hvert skipti þykja mér þær skrúð-
meiri en fyrr. Mjúklátir vindar sein-
ustu vikna hafa haldist í hendur við
þíðnætur tvímánaðar og haustmán-
aðar. Jörðin segir ótrálegar sögur í
þessum kræklóttu hríslum. En seið-
ur þeirra á sér enga viðmiðun aðra
en veruleik ævintýrs og fornra
dansa. Þaggandi eru þessar göngur
hingað upp eftir, með hendur fyrir
aftan bak og remmu af sortulyngi á
tungunni en hundkvikindið snuði-
andi í humátt á eftir eða hlaupandi á
undan eða takandi hliðarsprett eftir
rjúpu eða fiðrildi eða iðkandi þau vís-
indi einhver, sem herra hans ber lítið
skynbragð á eða ekki.
Uppi á þessum kletti er betra að
standa en á öðrum stöðum. Héðan
sér yfir kotið, þar sem hugrenningar
langrar ævi bærast eins og tíbrá í
andrámsloftinu og blóðæðar hríslast
um atburðarás áranna. Og fjalla-
hringurinn á ekki sinn líka, og myrk-
blár er feldur hans í værð haust-
dagsins. Og í þessum bláfjallageimi
hefir gjörzt öll mín saga. Hér sýnast
ásarnir standa á öndinni meðan þeir
bíða eftir geðbrigðum hollvinar síns,
og engum ráðum má hann heldur
ráða, þykir honum, án þess þetta
gamalkunna og góðviljaða umhverfi
fái íhiutun um málalok og úrslit.
Og ósjálfrátt verður honum að
syngja þýðlega gamalkunna vísu;
Lóan í flokkum flýgur,
Qarlægist sumar ból—
fyrri og fyrri hnígur
ÍBgur að djúpri sól.
Og þarna niður frá er hún að
bogra með krækióttar hendur, sú,
sem las vonglaðan sálm úr frostrós-
um og þýddi fyrir kallinn sinn.
Ekki ætti það við hana að sækja
dropann í hvítgljáai- búðir marg-
mennisins. Og héðan af varinhell-
unninni sér hún hauströkkrið nálg-
ast og fljótt finnur hún það seytla
undurveikt inn um dyrnar bak við
sig og inn í blóðið líka. Nú blandast
því ekki framar angan frá hvann-
stóðinu neðan undir varpanum eins
og í sumar. En áður en hún hverfur
inn berst óvitandi gamait ljóð inn í
hugskotið og hún raular það hægt og
þaggandi meðan hún gengur stéttina
mjúkum skrefum:
Sumarblóm höfði halla
hnipin í fjalla klauf
fölnuð til jarðar falla
fríðustu bjarkar lauf.
Æi, já það fær mér jafnan uppörv-
un og gleði að fara höndum um alla
þessa gamalkunnu muni og hand-
leika þessa vinsamlegu snerla. Þeir
opna mér dyr að stofunum mínum
tryggu þar sem frá þiljunum berg-
málar ilmur liðinna ævi, ailt af nýjar
hendingar og nýir hljómar, þar sem
hugblærinn er þó einn og samur. Og
eiginlega finnst mér alla daga hafa
titrað sólskin á hlaðinu fyrir framan
bæinn minn og sóleyjarvaxið úti í
varpanum. Og undir sólu að sjá sé ég
um leið bera við himin þennan
drengilega karlmannssvip, svipinn
hans. Það er leiftur frá þeim snemm-
kvæma degi okkar beggja, sem ekki
hefir gengið undir til þessa. Alltaf
sólskin nema tímann, sem tengdur
er minningu stúlkunnar okkar.
Fjarska rigndi mikið daginn þann og
þá næstu á eftir.
Það haustar víst hjá okkur:
Sumarblóm höfði halla
hnípin í fjalla klauf,
fölnuð til jarðar falla
fnðustu bjarkar lauf.