Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 96

Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 96
é6 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Munaði litlu að ég yrði Norðmaður & Ella Fitzgerald, bandaríska djass- söngkonan frábæra, kom til ís- lands og hélt hér tónleika. Matthí- as Johannessen átti þá við hana | samtal, sem hér birtist hluti úr. * Þar sem Ella Fitzgerald hafði rætt svo mikið um menntun þótti mér á þessu stigi samtalsins rétt að skjóta inn nokkrum atriðum úr sögu íslands. Ég sagði henni frá því að íslendingar hefðu eignazt heimsbókmenntir á 12. og 13. öld og þeir væru komnir af norrænum víkingum sem flestir hefðu siglt hingað frá Noregi. „Frá Noregi?" endurtók hún. Og breitt bros lék un andlit hennar. „Já,“ sagði ég, „er nokkuö at- hugavert við þaó?“ „Nei,“ sagði hún og leit í gaupn- ir sér. „Það er ágætt.“ Svo kom feimnissvipur á andlit- ið, og hún sagði lágt og dömu- lega: „Það munaði einu sinni litlu að ég yrði Norðmaður." „Ha, Norðmaður?" „Já,“ svaraði hún og leit fast á mig. Nú varð hún striðnisleg í aug- unum; þegar hún reiddist kom móða á þau, nú voru þau með björtum glampa. Ég fór hjá mér, án þess að vita hvers vegna. „Þannig er mál með vexti, að litlu munaði að ég giftist Norð- manni. Það var fyrir tíu árum." „Það var leiðinlegt að þú skyldir ekki gera það,“ stamaði ég. Hún svaraði engu. „Hvers vegna giftistu honum ekki,“ bætti ég varlega við. „Vegna þess að þetta varð að hneykslismáli. Það var endalaust talað um það, þjarkað um það. Blöðin birtu myndir og frásagnir, og þá kom allt í einu fram í dags- Ijósið einhver kona sem sagöi að hann hefði haft af sér peninga. Og hann var settur í fangelsi." „Trúðirðu því?“ „Trúði - ja nei, það var ekki ástæðan til þess að við giftumst ekki. En - fólkið mitt heima í Bandarikjunum og vinir mínir sögðu að ég gæti ekki gifzt hon- um. „Orðstír þinn er góður, Ella," sagði það. „Og skjöldur þinn er hreinn. Á honum má enginn blettur vera.“ Þetta sögðu vinir mínir - og vildu ráða mér heilt. „Gifstu ekki Norðmanninum," bættu þeir við. Ég var auðvitað á báðum áttum. Mig langaði að giftast hon- um ... ég ætlaði svo sannariega að giftast honum ... en svo sögðu þeir að það væri hættulegt fyrir mig að lenda í hneykslismáli. Ég var þá heima í Bandaríkjunum og þar við sat. Nú eru svertingjarnir orönir víðsýnni en þeir voru.“ „Þetta hefur þá verið ást.“ „Já, það var ást.“ „Og þú eiskar Noreg enn.“ Hún hió. „Ég elska Noreg - og Dan- mörku. Einu sinni átti ég heima þrjú ár í Kaupmannahöfn það var dýrlegur tími... Strandvejen og hvað þær nú heita göturnar þar. En ást - já, ég elskaði hann ..." Og það dró fyrir sól í augum hennar. Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon 1966 • Fólkið mitt heima í Bandaríkjunum og vinir mínir sögðu að ég gæti ekki gifzt honum. „Orðstír þinn er góður, Ella,“ sagði það. „Og skjöldur þinn er hreinn. Á honum má enginn blettur vera." I » Nú vorum við komnir að kapell- unni, hraunhleðslu norðan við húsaþyrpinguna, þar sem álfélagið hefur reist timburþorp til bráða- birgða. „Hraunið heitir eftir kapellunni," sagði Jóhannes og benti. „Þeir grófu einhvern tíma í þetta og fundu líkneski, ég held frá kaþ- ólskri tíð. Hér hefur verið eins kon- ar sæluhús í miðju hrauninu, enda hraunið hættulegt yfirferðar, ekki •rfízt fyrir hesta. Osjaldan kom fyrir að þeir fótbrotnuðu og stundum hröktust ferðamenn út að strönd- inni.“ „Það var önnur kapella í hraun- inu,“ sagði Eyjólfur. „Hún hefur farið forgörðum," sagði Jóhannes. „Eitt sinn komum við Gísli Jóns- son bílasmiður að henni og sá ég þá munkinn, en það var ekkert merki- legt. Hitt var merkilegt að Gísli sá hann líka. „Þetta er furðulegt," sagði hann. „Þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann taldi slíkt hégóma og hirti ekki um framhaldslífið. Hann sagðist ekki trúa því, að hægt væri að skyggnast inn í fortíðina og ekki x&eldur, að unnt væri að sjá framlið- ið fólk. Seinna vorum við í veiðiferð sam- an austur á Baugsstöðum, það var um vor. Við sváfum í dálitlum heystabba, sem var eftir í hlöðunni. Um morguninn var Gísli eitthvað fálátur. Eg innti hann eftir því, hvort honum liði illa. „í nótt sá ég draug í fyrsta skipti," sagði hann. „Hvernig atvikaðist það,“ spurði ég. „Jú, ég vaknaði við það, að ein- hver gekk yfir stabbann og svo áfram í lausu lofti. Þá varð mér ekki um sel.“ Mér er nær að halda að Gísli hafi verið látinn sjá þetta til þess að lina hann í vantrúnni, enda var hann -tekki eins stífur á meiningunni upp frá því.“ „Var munkurinn draugur," spurði ég eins og bam. „Nei, ég sagði Gísla sem var, að munkurinn væri bara gömul spegil- mynd, eftirstöðvar frá liðnum tíma. Þannig skiljum við eftir mynd okkar einhversstaðar í tíma og rúmi, og kannski rekast einhverjir á hana, þegar við erum farnir. Eg fór einhvern tíma á fund hjá Hafsteini, þá kom Gísli upp að vanganum á mér og segir: „Heyrðu, » >{']yjólfur, heldurðu ekki að þú farir að koma?“ „Ég. 0 ég veit ekki,“ svaraði ég. Hann var aliun upp í Hróarsholti í P’lóa. Þar hefur hann alltaf verið með okkur Jóhannesi nema í sumar, þá varð ég hans í fyrsta skipti ekki var. Þó fannst mér eins og hann hugsaði til okkar. En það var allt og 1 áumt. Hróarsholt er með fallegri bæjar- stæðum. Sagt er, að þaðan hafi sézt nítján kirkjur." „Nú eru nokkrar þeirra úr sög- unni,“ minnti Jóhannes hann á. Og eitthvað þurftu þeir að bera saman bækur sínar um kirkjufjöldann. Og nú vorum við komnir á Gr- indavíkurveginn. „Þama er Þorbjörn,“ sagði Eyjólfur, „fjall þeirra Grindvík- inga.“ „Þá er nú Esja tilkomumeiri," sagði ég. „Ég reri eina vertíð í Grindavík," hélt Eyjólfur áfram, „þú varst þar líka, Jóhannes." „Já, ég reri þaðan eina vertíð. Það gekk ágætlega. Ég reri frá Nesi - það hefur verið 1927. Við höfðum útræði um Járngerðar- staðastund. Það gat verið varasamt á opnum árabátum." „Hvenær rerir þú frá Grindavík, Eyjólfur?“ „Ég man það nú ekki, jú, það hef- ur líklega verið 1904. Ég reri úr Þórkötlustaðahverfinu." „Það yar aldrei stórbrim þessa vertíð,“ sagði Jóhannes. „Ekki man ég heldur eftir því,“ sagði Eyjólfur. „Við sýndum ekki af okkur nein þrekvirki," sagði Jóhannes. „Engin karlmennska eins og þegar Gunn- laugur sýslumaður á Barðaströnd stóð undir mæniás fjóssins og kom í veg fyrir að þekjan hryndi yfir belj- una: „AJlþungt þetta hér,“ sagði hann. Það var ekki verið að fjasa út af smámunum í þá daga.“ Eyjólfur sagði: „Ég þekkti vel Gísla, bróður Magnúsar á Hrauni, og Margréti konu hans Jónsdóttur frá Einlandi. Þetta var ágætisfólk. Ég var heimil- isvinur á Einlandi. Við strákarnir vorum allir skotnir í Möggu.“ „Þau eru bæði dáin,“ sagði Jó- hannes. „Já, þau Gísli eru bæði farin,“ sagði Eyjólfur og bætti við: „Hún var glæsileg stúlka. Ég hélt að Margrímur Gíslason ætlaði að ná í hana. Hann varð seinna lögreglu- þjónn í Reykjavík, mesti myndar- maður. Þá datt engum í hug að keppa við hann. En hún giftist Gísla.“ Jóhannes sagði: „Þeir bjuggu báðir á Hrauni, bræðurnir Gísli og Magnús. Hafliði, faðir þeirra, var lengi formaður." „Hann var eftirminnilegur karl,“ sagði Eyjólfur. „Eitt sinn þegar gef- in voru saman hjón, bæði ósköp lítil fyrir mann að sjá, var Hafliði svara- maður. Þegar prestur snýr sér að konunni og spyr, hvort hún vilji manninn, svarar hún ekki. Þá er sagt að Hafliði hafi hnippt í hana og sagt: „Segðu já - segðu já - segðu bara já.“ Og hún álpaðist til að segja já.“ „Ætli þetta hafi verið Hákon í Bakka,“ sagði Jóhannes. „Það var kot í túnjaðrinum á Hrauni. Ég held að rústirnar standi ennþá. Hákon reri hjá Hafliða og síðan hjá Magn- úsi. Ég held þeir hafi naumast róið nema Hákon væri með.“ I I I Við vorum komnir að Hrauni. Ég snaraðist út úr bílnum, gekk upp tröppumar og bankaði. Magnús kom til dyra. Hann var ekki eins hress og oft áður. Þegar ég hafði hitt hann, var hann alltaf nýr eins og Passíusálmamir. „Nú erum við komnir,“ sagði ég. „Komnir, hverjir?" „Ég er með tvo gamla sjómenn úr Grindavík, Eyjólf Eyfells og Jó- hannes Kolbeinsson." „Jæja,“ sagði Magnús. „Við erum að fara að Selatöngum. Þú ferð með.“ „Það efast ég um. Það er víst ein- hver illska hlaupin í mig. Læknirinn segir að það sé eitthvað í öðra nýr- anu.“ „Nú, finnurðu til,“ spurði ég. „Onei, ég hef aldrei fundið til.“ „Þetta eru skemmtilegir karlar," sagði ég. „Ha, já er það,“ sagði Magnús og klóraði sér á hvirflinum. Svo strauk hann yfirskeggið og fór í gúmmí- skóna. Eyjólfur kom í gættina. Þeir heilsuðust. Magnús virti hann fyrir sér. Þeir tóku tal saman. Það var selta í Eyjólfi, hann var ekkert blá- vatn. Það hefur Magnús fundið. Einu sinni munaði mjóu að Eyjólfur drakknaði í Loftsstaðasundi. Karlarnir gengu út í bílinn. Ég á eftir. Svo héldum við af stað. „Ég var hrifinn af Margréti mág- konu þinni á Einlandi, þegar ég var á vertíð hér strákur," sagði Eyjólf- ur. „Hún hefur verið ung þá,“ sagði Magnús. „Já, um fermingu," sagði Eyjólf- ur. „Og varstu skotinn í henni strax,“ sagði Magnús og hló. Við ókum sem leið lá að Selatöng- um._ „Ég sé ekki betur en þú sért sæmilegur til heilsunnar, Magnús," sagði ég. Því að nú kjaftaði á honum hver tuska, ekki síður en okkur hin- um. „Ég er alveg stálhraustur," full- vissaði hann okkur og sjálfan sig, „mér hefur aldrei orðið misdægurt. En ég á að fara í rannsókn til Snorra Hallgrímssonar. Það er gott að eiga góða menn að. Við höfum farið í rjúpu sarnan." „Þú varst oft á sjó með Hákoni á Bakka,“ sagði ég. „Ojá,“ sagði Magnús. „En af hverju dettur þér hann í hug?“ „Þeir muna eftir því, þegar hann var giftur." „Ha? Hann giftist aldrei." „Hvað segirðu?“ Og nú sperrtu Jóhannes og Eyjólfur eyrun. „Nei, hann bjó með konu, en þau voru aldrei gefin saman í hjóna- band.“ Eyjólfur segir honum nú söguna um giftingu litlu hjónanna. Magnús slær á lær sér: „En þetta er ekki rétt. Það vora gift þarna hjón, en þau sögðu bæði nei.“ „Ha?“ „Ég sagði að þau hefðu bæði sagt nei.“ „Nú, og hver voru þau,“ spurði Eyjólfur. „Það voru Einar Arnason póstur og Katrín Þorkelsdóttir." „Var sú gifting ekki ólögleg?" „Nei, nei. Þetta var látið duga í þá daga. Menn voru ekki að gera veður út af öllum hlutum. Það þótti skrítið. En Hákon bjó með konu sem hét Guðmunda Gísladóttir, þau komust vel af.“ Fagradalsfjall blasti við okkur. Þangað höfðum við Magnús eitt sinn farið, gengið upp á fjallið, litazt um eins og landnámsmenn. Ég benti í áttina þangað. „Það dregur undir sig,“ sagði Magnús. „Þetta er lengri leið en maður heldur.“ Mig rak minni til þess. „Einar póstur og Katrín, voru þau lítil," spurði Eyjólfur hugsi. „Já,“ sagði Magnús. „En Hákon og Guðmunda?" „Guðmunda var há kona og snör. Hún var köttur þrifinn, og prýði- lega útlítandi baðstofan, þó hún væri lítil. En þau Einar bjuggu í moldarkofa." „Það hefur þá ekki verið Hákon,“ sagði Eyjólfur. „Það hafa verið Ein- ar og Katrín." „Það hafa verið þau,“ sagði Magnús. „Er Einland uppistandandi?" spurði Eyjólfur. „Já, þekkirðu ekki Isleif Jónsson, verkfræðing í Reykjavík?" „Við eram skyldir," sagði Eyjólf- ur. „Jæja,“ sagði Magnús og virti Eyjólf fyrir sér. „Nú sé ég, að það er sami bjarti svipurinn. Hann er að skinna Einlandið upp,“ bætti hann við. „Já, einmitt," sagði Eyjólfur. Við ókum fram hjá Isólfsskála, Selatangar skammt þar fyrir aust- an. Á leiðinni töluðu þeir urn sitt- hvað. og það var engu líkara en maður væri kominn hálfa öld aftur í tímann. Þeir töluðu um karl einn sem „þótti gott að smakka það“, um fólk, sem „hafði orðið bráðkvatt". Og margt fleira skröfuðu þeir, sem ómögulegt var fyrir ókunnugan að henda reiður á. Magnús minntist á konu, sem hafði átt hálfsystur, „og hún varð sama sem bráðkvödd líka.“ Og síðan barst talið að Jóni heitnum á Einlandi, föður Margrét- ar, og hann varð einnig bráðkvadd- ur. „Hann var dugandi sjósóknari," sagði Magnús, ,,-áður en hann varð bráðkvaddur." „Já og myndarmaður," sagði Eyjólfur. „Og aðsækinn við sjó,“ bætti Magnús við. „En viljið þið ekki sjá leiðið hans Ögmundai-, sem hraunið er kennt við. Það stendur norðan við veginn." „Förum fyrst niður að Selatöng- um.“ „Heyrðu Eyjólfur, lenturðu nokkurn tíma í Stokkseyrardraugn- um,“ spurði Magnús. „Nei, ég var svo ungur. Þegar við strákarnir heyrðum fyrst af honum, treystum við á, að hann kæmist ekki yfir mýramar, því að þær voru á ís og flughálar.“ „Hvað ætli þetta hafi verið?“ spurði Magnús. „Þetta voru engir aumingjar, sem urðu fyrir barðinu á draugnum," skaut Jóhannes inn í samtalið. „Fólk var með margvíslegar skýringar," sagði Eyjólfur. „Sumir töluðu um kolsýraeitrun í andrúms- loftinu, en það veit enginn.“ „Það flýðu allir úr einni verbúð- inni,“ sagði Jóhannes, um leið og bíllinn stöðvaðist við Selatanga. I V Við lituðumst um. „Hvar er Magnús?“ „Hann skrapp niður á kampinn að tala við veiðibjölluna," sagði Jó- hannes. „Þeir þekkjast, mávurinn og Magnús. Hann er búinn að skjóta þá svo marga um dagana.“ „Honum er ekki fisjað saman,“ sagði Eyjólfur. „Hann er líkur fóður sínum, kempukarl." Við skoðuðum tóttirnar af ver- búðunum og fiskhjöllunum. I fyrra- vor var jörðin algræn, þar sem fisk- urinn hafði legið við byrgin. Tólf til fimmtán menn hafa verið við hvern bát, hafði ég lesið mér til. Bragur er til um alla útróðrarmenn, sem eitt sinn vora á Selatöngum, og eru þeir taldir með nafni og hafa þá verið yfir 60. Tóttimar eru litlar og ég gizkaði á, að þrír til fjórir hefðu verið í hverri verbúð. Þeir sögðu það hefðu minnsta kosti verið sjö, ef ekki fleiri. Af tóttarbrotunum að dæma er hver búð um fimm metrar að lengd og tveir á breidd. Sumar búðmnar hafa jafnvel verið minni. Kannski þeir hafi haft verbúðirnar svona litlar til að halda á sér hita, datt mér í hug. Þarna sáum við einnig hellisskúta. Jóhannes sagði að hellarnir væra reyndar tveir, og hefði annar verið kallaður sögunar- kór, þar sem var smíðað, en hinn mölunarkór, þar var malað korn. Selatangar era skarð eða afdrep í Ögmundarhrauni. Þai- fundu Krísu- víkurmenn hentugt athafnasvæði eftir hraunflóðið mikla. ►
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.