Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 98

Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 98
98 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 1. / minningu Jóns Haraldssonar arkitekts PIE JESU DOMINE DONA EIS REQUIEM eftir NÍNU BJÖRK ÁRNADÓTTUR 1985 Pað stendur á hafsbakka svarta tréð og greinar þess dansa löngum við brimölduna í óskammfeilnum ofsa Komirðu nær því á kyrru kvöldi heyrirðu sungið þar inni sorgarljóð um deyddar borgir Blóm þessa trés eru haustblóm svo hvít svo hvít í rökkrinu glitrar á þeim birtudögg Langt fram í nóvember standa hvítu blómin A meðan flýr brimaldan tréð og söngurinn hljóðnai’ Þannig sé ég líf þitt og heyri þig hvísla minnstu mín þegar nóttin fellur á hár þitt. I_________________________________________________________________I Dákon var hraunstandur uppi í kampinum á Selatöngum. I honum voru landamerki milli Isólfsskála og Krísuvíkur. Næst austan við Dákon er Vestrihlein, en þá Eystrihlein. Sundið hefur líklega verið vestan undir Eystrihlein og uppsátrið þar beint upp af. Þar upp með hleininni voru bátarnii- settir undan sjó. Vegalengdin frá Krísuvík á Sela- tanga er um 6-7 km, og um þriðj- ungur þess vegar apalhraun, svo það hefur ekki verið skipsganga, sem kallað var, að fara þá leið kvölds og morgna. Þess vegna hafa verbúðirnar verið reistar þar. Og enn tala þær sínu máli. Magnús var kominn í leitimar. Við horfðum yfir kampinn og sund- ið. Olög riðu yfir hleinarnar, en ekki á sundið. Það var hreint. „Þeir þekktu sjóina, karlamir," sagði Magnús. „Ungt fólk nú á dögum mundi lík- lega deyja af einni saman tilhugsun- inni að eiga að sofa í svona hreys- um,“ sagði ég og virti fyrir mér tótt- arbrotin. „Manneskjan gerir það, sem hún verður að gera,“ sögðu þeir. „Verbúðirnar hafa verið vindþétt- ar,“ sagði Eyjólfur. Eg hryllti mig ósjálfrátt í herðun- um. „Þeir hafa sótt í þetta hey og mosa,“ sagði Magnús. Svo benti hann út á sundið. „Þeir hafa lent eitthvað eftir átt- um,“ sagði hann. „I útsynningi hafa þeir lent vestar, en austar í land- nyrðingnum. Það er ekki mikil lá við hleinina núna. Þeir hefðu lent í svona sjó. Þama er eystri hleinin og þama sú vestri. Þeir lentu á milli hleinanna, í Tangasundi. Og nú er Dákon horfinn." „Það er talsvert brim núna,“ sagði ég. „Þú segir að þeir hefðu lent í þessu.“ „Ætli ekki það, þetta er svaði,“ sagði Magnús. „Þeir kunnu svo sem að bíða eftir lagi. En hafið þið ekki heyrt að hér átti að vera draugur," og hann sneri sér að Eyjólfi. „Jú,“ sögðu þeir. „Hann var kallaður Tanga- Tórnas," sagði Magnús. „Hefurðu séð hann Eyjólfur?“ spurði ég. „Nei,“ sagði Eyjólfur, „séð hann - nei, nei.“ „Þú ættir að spyrja hann Þórarin Einarsson um hann,“ sagði Magnús. „Hann býr í Höfða á Vatnsleysu- strönd. Hann er sonur seinasta for- mannsins hér á Seljatöngum. Þór- arinn er faðir Þorvalds Þórarins- sonar, lögfræðings í Reykjavík, svo hann á ekki langt að sækja það, að vera þéttur fyrir! Einar, faðir Þór- arins, var óbágur að segja frá Tanga-Tómasi. Einu sinni var Einar að smíða ausur úr rótarkylfum hjá okkur á Hrauni, þá sagði hann okk- ur þessa sögu: Guðmundur, bróðir hans, svaf fyrir framan hann og lá með höfuðið útaf koddanum, en sneri sér við í svefnrofunum, og færðist upp á koddann, en í sömu andránni kom vatnskúturinn, sem þeir höfðu með sér á sjóinn en geymdur var í ver- búðinni, af alefli þar sem Guðmund- ur hafði legið með höfuðið. Þetta bjargaði auðvitað lífi hans.“ „Það var gott að draugurinn drap ekki Guðmund,“ sagði Jóhannes. „Hann átti eftir að eignast 18 börn.“ „Nei, það var ekki hann, þú átt við Guðmund í Nýja Bæ,“ sagði Magnús. „Já,“ sagði Jóhannes, og áttaði sig. „Guðmundur í Nýja Bæ var Jónsson, hann reri 1917 úr Hús- hólma, en þeir urðu að lenda hér á Töngunum.“ „Guðmundur í Nýja Bæ var skír- leikskarl," sagði Magnús, „það var gaman að vera með honum einum. En þegar fleiri voru, varð hann öfgafullur. Lífsbaráttan varð honum þung í skauti, hann varð að treysta á útigang. Tvö bama hans dóu í vet- ur.“ Við vorum komnir upp á þjóðveg- inn aftur, og ætluðum sem snöggvast að skreppa að gröf Og- mundar. A leiðinni þangað segir Magnús allt í einu: „Þessi klettur þarna í hrauninu heitir Latur.“ „Hvers vegna,“ spurði ég. „Það gekk erfiðlega að miða hann - hann gekk illa fyrir, eins og sagt var. Hann bar lengi í sama stað.“ Og nú blasti við Ögmundarhraun milli Latsfjalls og Krísuvíkur-Mæli- fells og fyllir hálfan dalinn. Niður við sjó stóð bærinn Krísuvík, en uppi í dalnum Vigdísarvellir, fjalla- jörð í hvammi með hlíðinni norð- vestan við Mælifell. Þar sjást tóttir. „Ég man vel eftir byggð þar,“ sagði Magnús. „Gömul sögn segir, að smali hafi, þegar hraunið brann, bjargazt upp í Óbrennishólma, sunnarlega í hrauninu, vestan við Húshólma." Jóhannes sagði að þjóðsagan um Ögmund væri á þá leið, að hann hafi átt að vinna sér það til kvonfangs að ryðja veg yfir hraunið, en var drep- inn að verki loknu. Aðstandendur konunnar treystu sér víst ekki til að vinna á honum fyrr en hann var orðinn örmagna af þreytu. Þá hertu þeir upp hugann og drápu hann. „Ögmundur sofnaði við hraun- brún, þar sem leiðið er og þar drápu þeir hann,“ bætti Magnús um frá- sögn Jóhannesar. „Nú er hrunið úr leiðinu. Þeir ættu að varðveita það betur. Ég er að vísu ekki fylgjandi því að raska ró þeirra dauðu, en það mætti vel ganga betur um leiðið.“ Ég ætlaði eitthvað að fara að minnast frekar á Ögmund, en þeir fóru þá að tala um sjómennsku í gamla daga og ég komst ekki upp með moðreyk. Það var eins og bíll- inn breyttist skyndilega í gamlar verbúðir. Það er munur að róa nú eða áður, sögðu þeir. „Þá var alltaf andæft á árunum,“ sagði Magnús til að uppfræða mig. „Þá var línan tvö til þrjú pund og geysisterk og vont að draga hana. Einhverjum hefði minnsta kosti þótt það sárt í dag. Sumir fengu blöðrur. „Betur á bak og báðum áfram“ var sagt þegar austanátt var og vesturfall, og þegar línan festist sló alltaf á bakborðið. Það þurfti alltaf manni meira á bakborða í andófi. Þess vegna var sagt, Betur á bak. Þá þurfti að nota árarnar til að róa að línunni." Og svona héldu þeir áfram að tala saman um löngu liðna daga. Ög- mundur var gleymdur. Ég var að hugsa um að koma við hjá Þórarni gamla í Höfða. Eyjólfur hafði, okkur öllum á óvart, komið með flösku af líkjör. Hann var farinn að hvessa, eða setja í, eins og karlamir hefðu sagt. Ég sá verbúðirnar gömlu fyrir mér, og skinnklædda karlana. Ég hugs- aði um það sem Magnús hafði sagt: „Það er ekki mikil lá við hleinina; það heitir öðru nafni: sogadráttur og þar er lending stórháskaleg. Ég mundi vel eftir lýsingum Magnúsar Þórarinssonar, sem oft kom niður á Morgunblað, á meðan hann var og hét. Hann var einbeittur og ákveð- inn, með auga á hverjum fingri. Hann var fyrsti mótorbátsformaður í Sandgerði. Það var eins og sjór og reynsla hefðu lagzt á eitt um að tálga persónu hans inn að hörðum kjamanum. Magnús tók saman bók, sem heit- ir „Frá Suðurnesjum“. Merkisrit. Þar segir, að ef skip tók niður að framan, þegar mikil lá var, stóð það strax svo fast, að ómögulegt var að ýta því út aftur, svo þungu. Sogaði þá óðara undan, svo að skipið varð á þm-ra og lagðist á hliðina. Næsta aðsog fyllti þá skipið, og allt var í voða. Það varð því sífellt að halda þeim á floti og ýta frá fyrir hvert út- sog, en halda í kollubandið. Næsta ólag kom svo með skipið aftur, en þrekmennin settu axlirnar við, svo að ekki tæki niður; stóðu þeir oft í þessum stympingum, þó að sjór væri undir hendur eða í axlir, en klofbundnir vom þeir oftast, er þetta starf höfðu. Þetta hugsaði ég um og myndin skýrðist í huga mínum. Ég sá karl- ana standa í kampinum á Selatöng- um í brók og skinnstakk, hvorttveggja heima saumað úr ís- lenzkum skinnum. Brókin upp á síð- ur, en stakkurinn niður á læri. Mátti vel svalka í sjó þannig búinn án þess að verða brókarfullur, eins og kallað var ef ofan í brókina rann. Stundum kom fyrir að láin var svo mikil að ólendandi var á venju- legan hátt. Þá var fiskurinn seilaður úti á lóninu, seilarnar bundnar sam- an og færi hnýtt við, en einum manni falið að gefa út færið og ann- ast seilamar að öllu leyti. Og svo var beðið eftir lagi til að lenda skip- inu tómu, tóku þá allir til ára eftir skipun formanns, á þriðju stóröld- unni, sem var jafnan hin síðasta í ólaginu, eftir hana kom dálítið hlé á stórbrotum; var það kallað lag. Þá var róið með fullum krafti, árar lagðar inn í skipið í fljótheitum. Þegar krakaði niður, hlupu allir út- byrðis og brýndu skipinu upp úr sjó, áður en næsta ólag kæmi. Stundum komu aðrir, sem tækifæri höfðu og hjálpuðu til. Þannig stóðu Selatangar mér fyr- ir sjónum. Hver myndin tók við af annarri, reis og hneig í huga mínum eins og úthafsaldan við ströndina. „Ég var oftast aðeins með eitt skinn,“ sagði Magnús upp úr þurru. „Jæja,“ sagði Eyjólfur. „Ég var oft holdvotur," sagði Magnús. „Það vorum við aldrei fyrir aust- an,“ sagði Eyjólfur. „Ojú, maður var oft þvalur, þetta var helvítis vosbúð," sagði Magnús. Aftur hljóp í mig hrollur. Ég var farinn að hlakka til að koma heim og leggjast eins og hundur við sjónvarpið. Við höfðum ekið fram hjá Isólfs- skála á heimleið. Körlunum hafði ekki orðið orðs vant. Nú töluðu þeir um Guðmund á Háeyri. Magnús sagði: „„Rólegir drengir, ekki liggur mér á,“ sagði hann þegar var að verða ófært, hann vissi hvað það gilti.“ Eyjólfur sagði: „Guðmundur var kominn að Eyr- arbakkasundi og búið að flagga frá, talið ófært. Þá sagði hann: „Við skulum stöðva snöggvast hér rétt utan við sundið," og stendur upp og horfir þegjandi fram á brimgarðinn og segir svo enn: „Nei, sko andskot- ans brimið“ - og rétt í sömu svifum: „Takið brimróður inn,“ og þeir höfðu lífið. Hann umgekkst ólögin eins og leikföng. En þau voru það ekki fyrir óvana,“ bætti Eyjólfur við og vissi af eigin reynslu, hvað hann söng. Magnús sagði að Guðmundur hefði stundum hikað við að fara inn af ótta við að önnur skip kæmu kannski á eftir og mundu ekki hafa það. Þá segir Eyjólfur: „Jón Sturlaugsson á Stokkseyri hikaði stundum líka, vegna þess að hann bjóst við að aðrir mundu fylgja sér eftir. Hann var einnig af- bragðs sjómaður. Og honum var ekki heldur fisjað saman, honum Haíliða föður þínum. „0, þetta er bara þurraslydda, þurraslydda," sagði hann... „Þetta hefur þú heyrt,“ sagði Magnús og glaðnaði við. Svona göntuðust karlarnir, með- an myrkrið datt á. Þeir töluðu um Berg í Kálfhaga og söðgu, að Guð- mundur á Háeyri hefði haft hann handa körlunum sínum til að grín- ast með. Einhvern tíma segh- Berg- ur, „það er óhætt upp á lífið að róa hjá Guðmundi á Háeyri, en aðköllin ósköpin." „Róðu nú Bergm-, róðu nú Bergur, og róðu nú helvítið þitt Bergur," sagði Guðmundur víst eitt sinn í róðri. Og í annað skipti bar það til tíð- inda, eins og oft var, að bóndi ofan úr sveit fékk að róa hjá Guðmundi til að fá í soðið fyrir heimili sitt. Þegar þeir höfðu ýtt á flot var venja að taka ofan sjóhattinn og lesa sjó- ferðabæn. Bóndinn hafði bundið á sig hattinn og átti erfitt með að ná honum af sér. Þá kallar Guðmundur formaður og segir: „Ég held þú get- ir lesið Andrarímur eða einhvem andskotann, þó þú sért með helvítis kúfinn á hausnum.“ Og nú blasir við Hraun. Þama á ströndinni hafa orðið skipstapar. Magnús hefur áður sagt mér af þeim: Franska togararnum Cap Fagnet, sem strandaði sunnan und- ir Skarfatöngum aðfaranótt 24. marz 1931, og St. Louis, enskum togara, sem strandaði senmma í janúai- 1940 í Vondu fjöru. Öll skipshöfnin var dregin í land í björgunarstól, nema skipstjórinn. Hann kom ekki út úr brúnni nærri strax. Björgunarmenn biðu eftir honum í allt að 10 mínútur áður en hann sást á brúarvængnum. Hann fetaði sig niður á dekkið og fram að vantinum. En þegar hann var kom- inn að björgunarstólnum, féll hann allt í einu aftur yfir sig og ofan í ólgandi brimlöðrið. Þar varð hann til. Magús á Hrauni hefur margt séð og margt lifað. Hann hefur marga fjömna sopið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.