Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 99
1913 2000
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 99
Jerúsalem
[ - gimsteinn allra helgidóma]
eftir PÉTUR
OTTESEN
1922
Jerúsalem er nú hröðum skrefum
að breytast í nýtízkustórborg en
ekkert getur raskað þeirri helgi,
sem þar hvílir yfir fortíðinni....
Eg og ferðafélagar mínir fórum
til Jerúsalem frá Tel-Aviv. Það er
70 km vegalengd milli þessara
borga, fjölmennustu borgar lands-
ins og höfuðborgarinnar. I Jerúsal-
em, hluta Israels af borginni, eru
170 þús. íbúar. Þar hefur ríkis-
stjórnin aðsetur sitt, og þar býr
forsetinn. Þar er þjóðþingið háð.
Þar hefur æðstu menntastofnun
landsins, háskólanum, verið kjör-
inn staður. Israelsmenn hafa sýnt
þessari fornhelgu borg mikinn
sóma og viðurkenningu með því að
helga henni svo stóran hlut í lífi
sínu og starfi í hinu endurheimta
föðurlandi sínu.
Leið sú, er vér fórum tO Jerúsal-
em, liggur fyrst eftir jafnlendi,
gróðurríkum lendum, alsettum
byggðahverfum. En smám saman
fer leiðin að liggja á brattann, því að
Jerúsalem er 900 metra yfir sjávar-
máli. - Neyzluvatn Jerúsalems-
borgar er leitt um 50 km veg, og er
vatnið tekið úr brunnum við rætur
fjallanna skammt þar frá, sem leið
vor liggur. Eru þar aflstöðvar mikl-
ar, sem dæla vatninu til borgarinn-
ar.
Minjar um
hildarleikinn
Meðfram veginum upp hæðimar
gefur að líta heldur óhugnanlega
sjón. Það eru raðir af leifum skrið-
dreka og brynvarðra bifreiða, sem
liggja þar á víð og dreif á stóru
svæði. Er ekki hirt um að fjarlægja
þetta „brak“ - það er látið liggja
þar, sem við það var skilið í önd-
verðu, sem talandi tákn um þann
grimma og vægðarlausa hildarleik,
sem Gyðingar urðu að heyja við
Araba, er þeir hófu árás á þá eftir
valdatökuna. -Vegurinn upp hæð-
irnar er nokkuð brattur sums stað-
ar, en þó hvergi svo, að hann sé
beinlínis óhægur fyrir umferð bif-
reiða. AUs staðar ber fyrir auga
handaverk mannanna til þess að
klæða landið gróðri og auka grósku
þess og frjósemi. En í fjallshlíðun-
um er þetta verk erfiðara en á flat-
lendinu, og verður að hafa annan
hátt á. Þar eru búnar til láréttar,
mismunandi breiðar skákir langs
eftir fjallshlíðunum og grjótinu, sem
rutt hefur verið úr landinu, hlaðið í
garða milli skákanna. Sökum þess,
hve lítið rignir í Israel, verður allt
gróðurlendi að vera lárétt, svo rak-
inn haldist betur í því. í brattlend-
inu stöðvast regnvatn ekki. - Mikil
ræktun er hafin í fjallshlíðunum og
verður að flytja þangað vatn í píp-
um langan veg frá öflugum dælu-
stöðvum til þess að vökva þessar
gróðurlendur. - Það liggur mikið
starf og útsjónarsemi á bak við
þetta allt saman, en þegar því er
lokið, tekur náttúran við, hið milda
loftslag og mikli sumarhiti, og vinn-
ur verk sitt vel og trúlega og skilar
íbúum landsins ríkulegum jarðar-
gróða.
Tákn fjandskaparins
Það vekur hjá manni einkenni-
legar tilfinningar að heimsækja
þessa sögufrægu borg. I meðvit-
und vorri renna saman frásagnir af
því, hvernig þetta leit út í önd-
verðu, þegar sagan var skráð, og
hvernig þetta birtist nú fyrir sjón-
um vorum. Enda þótt hér sé að
sjálfsögðu orðin ærin bylting á -
tímans tönn vinnur sitt verk, þótt
skemmra sé um liðið - þá er það nú
svo, að jafnskjótt og maður stígur
fæti inn fyrir múra Jerúsalems-
borgar, þá hefur maður gengið á
vald hinna fomu sagna og lifir og
hrærist í þeirri veröld, sem þær
hafa mótað í huga vorum. Vér þurf-
um beinlínis að skipta um skap til
þess að geta gert oss grein fyrir
síðari tíma byggingum á þessum
stað, hversu rismiklar og skraut-
legar sem þær eru.
Það er hvort tveggja í senn öm-
urleg og átakanlg sjón að koma að
gaddavírsgirðingunni, sem klýfur
borgina, þennan helgidóm, í tvo
hluta. Landamærin milli Araba og
Gyðinga í borginni eru mörkuð
með þessum hrollvekjandi hætti.
Okkur, sem þama voram á ferð,
19 7 4 # íslendingar héldu
þjóðhátíð á Þingvöllum víð Öxará
sunnudaginn 28. júlí til að
minnast ellefu alda byggðar í
landinu. Talið er að 55 til 60
þúsund manns hafi sótt hátíðina,
eða nálega fjórðungur íslensku
þjóðarinnar. Fundur var settur í
sameinuðu Alþingi á Lögbergi
klukkan 11 árdegis í glampandi
sólskini. Þar var samþykkt með
60 samhljóða atkvæðum að verja
á næstu fjórum árum þúsund
milljónum króna tll
gróðurverndar.
,-----------------------------------------------------------------------
| Þjóðhátíð á Þingvöllum
Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon
rann til rifja að sjá saklaus börn
vera að leika sér sín hvoram meg-
in við gaddavírinn, þetta tákn
fjandskaparins og hefnigirninnar,
en mega ekkert hafa saman að
sælda. Og að þetta skuli geta átt
sér stað á þeim stöðvum, þar sem
mannkyninu var fyrst fluttur boð-
skapurinn: „Elska skaltu náungann
sem sjálfan þig“.
Við gröf Davíðs konungs
A sjónarhæð, sem er þarna við
landamærin, getur maður rennt
augunum yfir merka sögustaði,
sem eru á Arabasvæði borgarinn-
ar. Þar sér maður Golgatahæðina,
Olíufjallið, aðalhof Múhameðstrú-
armanna, sem reist er á sama stað
og höll Salómons konungs stóð í
næsta nágrenni við grátmúrinn.
Við komum í musteri Davíðs kon-
ungs uppi á Zíonsfjalli. Aður en stig-
ið er fæti inn í musteri þetta, verða
þeir sem þangað leita að kaupa sér
litskrúðugar kollhúfur til þess að
bera á höfði sér meðan verið er þar
innan veggja. Þetta er mikil höll. -
Undir musterinu era miklar graf-
hvelfmgar og er ekki öðram hent en
þeim, sem vel kunnugir era að
Minningarhátíð Jeanne d’7\rc
eftir THORU
FRHÐRIKSSON
lg22
Ymsir þeir, sem vora viðstaddir hátíðahald-
ið í Landakotskirkju fyrir Jenne d’Arc og
ekki skyldu ræðu þá sem presturinn Le
Roux flutti við það tækifæri hafa látið í ljósi
ósk um að hún væri birt í þýðingu og hefur
mjer því komið til hugar að biðja Morgun-
blaðið fyrir útdrátt úr ræðunni sem þó að-
eins getur orðið stuttur.
Ræðumaður byijaði á að skýra frá að
stjóm Frakklands fyrirskipaði í fyrra hátíða-
höld 8. maímán. ár hvert tU minningar um
meyna frá Orléans, sem dýrðling og þjóð-
hetju. Gat hann þess, að innanríkisráðherr-
ann hefði komist svo að orði í ræðu sem
hann flutti við hátíðahöldin í París í fyrra:
„Hinu helga nafni Jeanne d’Arc, hinum
glæsilegu en þjáningarmiklu forlögum henn-
ar og frábærlegu ímynd æskufegurðar
hreinleika, sem hún var, eigum við að þakka
þessa hátíðlegu og helgu stund, er í hjarta
mikiilar þjóðar bærist ein og sama hugsjón."
Því næst lýsti hann Jeanne d’Arc, hern-
aðaryfirburðum og frábærlegum dygðum
hennar. Sautján ára gömul kom hún til
Chinon á fund konungs og bar þá vopn eins
og vanur hermaður og fanst hertoganum af
Alengon svo mikið um að hann gaf henni
herfák, og kom þegar í ljós, þótt hún væri
algerlega óvön, að hún kunni ágætlega að
stjóma honum. En gat það þó komið til
mála, að trúa henni fyrir heilum her? Þegar
hún var spurð, hvort hún gæti fært nokkrar
sönnur á ætlunarverk það, er hún þóttist
hafa, svaraði hún: „Fáið mjer vopnaða
menn og sendið mig til Orléans og jeg mun
sýna yður kraftaverk þau, sem mjer er ætl-
að að framkvæma."
„Yður er ekki ókunnugt," mælti ræðu-
maður: „hversu hikandi kirkjan var, er hún
átti að dæma um hina helgu köllun Jeanne
d’Arc, en hún viðurkenndi og samþykti í
Poitiers, að henni væri það hlutverk falið,
að frelsa Frakkland. Verður að taka það
fram, að það er sá eini dómur sem sjálf
kirkjan hefur lagt á gerðir Jeanne d’Arc á
meðan hún lifði. Því að klerkur sá, sem átti
sæti í dóminum í Rouen fór þar ekki með
umboð hinnar kaþólsku kirkju.
Þegar til Orléans kom, stóð hún oft eins
síns liðs og á öðru máli en foringjarnir í
hemum, en ávalt kom í ljós, að það var hún
sem hafði á rjettu að standa. Að dómi
þeirra, sem hemaðarþekkingu hafa, var
vöm Orléans afreksverk frábærrar hernað-
arsnildar.“
Lýsti ræðumaður glögglega hugprýði
hennar og hyggindum og hvernig henni iðu-
lega tókst að rjetta við aftur bardagann,
þegar herforingjunum hafði orðið á einhver
mistök.
En þrátt fyrir miklar áhyggjur sínar og
erfiðleika brást aldrei að hún væri glöð og
gæti haft gamanyrði á vörum. Þegar hún
eitt sinn tók eftir því, að hertoginn af
Alengon ljet á sjer sjá ótta fyrir vopnum
Englendinga, kallaði hún til hans: „Ertu
hræddur göfugi hertogi, veistu ekki, að jeg
hefi heitið konunni þinni því, að þú skulir
koma heim aftur heill á húfi.“
„Hún er guðdómleg í hegðun sinni, bæði
að sjá hana og heyra,“ ritar hertoginn af
Alengon. Já, hún var guðdómleg og eins og
drottinn vor Jesús Kristur gerði hún að
eins guðs vilja; sem hún mundi í rósemi
bænarinnar. Hún var helg fyrirmynd fyrir
hermennina, svo að hersöngur þeirra
breyttist í lofsönginn „Veni creator" („kom
skapari heilagur, andi“). Guðlast heyrðist
ekki meðal þeirra og henni tókst jafnvel að
venja gamla hershöfðingjann La Hire af því
að blóta. Hertogann af Alengon og fjelaga
hans leiddi hún að borði drottins og fjekk
því til vegar komið, að sunnudagurinn var
helgur haldinn í herbúðunum og bænagerð-
ir hafðar um hönd.
Ræðumaður minntist á, að oft hefði kom-
ið fyrir í veraldarsögunni, að skírlífar meyj-
ar hefðu þannig sýnt æðri köllun til þess að
vemda þjóð sína og taldi ýms dæmi þess.
Því til þess að vera góður hershöfðingi, þarf
að hafa glögt auga, og meyja með hreint
hjarta, er fljót og glögg að sjá. Engin þoka
er í sál hennar eða ástríður í hjarta hennar,
sem skyggja fyrir henni Ijósið frá hæðum.
Ræðumaður sagðist ekki þurfa að rekja
þrautarferil hennar. Rógborin, svikin, ofur-
seld, dæmd til dauða og brend hefur hún
getið sjer rjett til að vera heiðrað af öllum,
og um allan aldur mun blessuð verða minn-
ing meyjarinnar frá Orléans.
En til er annað en mærin frá Orléans,
sem einnig er rógborið feykilega, rækilega
og smánarlega rógborið. Það er Frakkland.
Upp á það hefur verið borið að böm þess
væra orðin veikluð og úrkynja og að þjóð-
inni væri nauðsyn á nýrri og kröftugri kyn-
slóð. Þeh' sem hafa sagt þetta hafa farið
með lýgi. Blóð sona þinna, Frakkland, hróp-
ar hátt, að þú átt hetjur þúsundum saman.
Það hefur verið borið upp á þig, að þú
hafir glatað trú feðra þinna, að þú hafir
varpað í sorp gjálífsins krónu skímar þinn-
ar, og að lofsöngur bænarinnar væri hættur
að hljóma frá kirkjum þínum.
Þeir sem hafa sagt þetta, hafa farið með
lýgi. Bænin hefur verið vopn þitt í orastun-
um og stoð þín í þrautum hins langa ófriðar.
I þessi fjögur ár skelfingar og angistar, hef-
ur bænin hljómað í söng barna og andvörp-
um mæðra og ekkna og stigið upp frá djúp-
um skotgröfum og flugvjelum hátt í loft
uppi.
Her þinn hefur verið rægður, föðurland
mitt, ómerkir rithöfundar hafa viljað gera
lítið úr ættjararást hermanna þinna og gera
ekki úr henni annað en dýrslegt æði. Hver
sem það segir fer með lýgi. Nöfn hetjanna
frá Dixmude, frá Ypres, frá Marne og Ver-
dun mun sagan geyma frægðarljóma.
Hvorki forarleðja skotgrafanna, nje aurkast
rógberanna mun geta látið neitt falla á and-
lega yfirburði þeirra.
Látum okkur þá ákalla meyna frá Or-
léans og bijða hana að gegna enn köllun
sinni og eyða róginum. - Og vjer, synir
Frakklands spillum því ekki með trúar-
skorti voram og andleysi, að sífelt megi
endurtaka sig það kraftaverk sem ávalt hef-
ur komið í Ijós, að Frakkland reis við aftur
þótt það sýndist dauða nær.