Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 102
102 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 PtrpmMnMtr 2000
öldum saman nefnd undirgangurinn, og svo
ætti að nefna þau nú, en í fomöld og fram eft-
ir miðöldum voru þau kölluð forskáli. Þeirra
er fyrst getið í því sambandi, er Orækja
Snorrason fór með her manns heim á staðinn
hinn 2. jan. 1242 og settist um kirkjugarðinn,
þar sem Gissur Þorvaldsson hafði búizt um
með allt sitt lið, en haustið áður hafði Gissur
látið drepa Snorra Sturluson föður Órækju.
Skálholtskirkjugarður hefur sýnilega verið
hár og ætlaður til þess að nokkru leyti að þar
mætti verjast, ef ófrið bæri á höndum. Svo er
að orði komizt í Sturlungu, að Órækju menn
„sóttu norður eftir forskálanum, þeim er til
kirkju er”, og hafa þeir bersýnilega ætlað að
nota hann sem brú upp á kirkjugarðsvegginn,
en erfítt var að fóta sig á forskálaþekjunni,
sem bæði var mjó og svelluð. Eftir þetta er
undirgangsins ekki getið í varðveittum heim-
ildum fyrr en í virðingu staðarins 1541, en á
17. og 18. öld er hans margsinnis getið. Al-
mennar líkur mæla með því, að gangur þessi
milli húsa og kirkju hafí verið á sama stað frá
upphafi vega til hins síðasta. Lá hann frá bæj-
arhúsunum í norðaustur til kirkju, og var þar
gengið úr honum upp tröppur upp á kirkju-
gólfið framanvert. Við fornleifagröftinn í Skál-
holti var hann rannsakaður eftir því sem kost-
ur var á. Hann hefur verið rösklega 20 metrar
að lengd og um 1,25 metra breiður og sjálf-
sagt það hátt undir loft, að vel væri mann-
gengt. Gólf hans fannst óhreyft með öllu og
var lagt hellum, en undir þeim er haglega út-
búið lokræsi til að taka við veggjaruna og
jarðvatni, sem þama getur látið mikið að sér
kveða, því að vatni steypir af klöpp þeirri, sem
allur austurhluti Skálholtskirkju stendur á, en
göngunum hallar mikið frá kirkju til bæjar,
sökum hæðarmismunar í landslagi. Auk gólfs-
ins stóðu miklar leifar af veggjum gangsins,
svo að enginn vafi er á, hvernig þetta hvort
tveggja hafði verið. Allmikill salur er undir
framanverðu gólfi hinnar nýju kirkju, og þótti
rétt að gera hinn foma gang þannig úr garði,
að hægt væri að ganga eftir honum frá hinu
foma bæjarstæði og inn í þennan kirkjusal.
Haustið 1958 var gangurinn því hlaðinn upp,
hið gamla gólf látið haldast óbreytt og allt
sem nýtilegt var af gömlu undirstöðunum, og
síðan reist þar þak eftir því sem bezt varð við
komið, og svo búinn er nú þessi fomi gangur
til sýnis í Skálholti, gólf og veggir mjög eins
og áður var, en þak öðru vísi upp gert af hag-
kvæmdarástæðum. Þykir mörgum nokkurt
ævintýri að ganga þennan langa gang úr
kirkju eða í og stíga fótum á þær sömu hellur,
sem frægðarmenn staðarins á fyrri öldum
hafa gengið. Ef marka má þjóðsögur, hefur
mönnum stundum ekki verið rótt innanbrjósts
þegar þeir vom að paufast þennan skuggalega
gang með lítið eða ekkert ljós, og sagnir em
til um ýmislegt, sem þar á að hafa gerzt. Svo
segir til dæmis séra Jón Halldórsson, er hann
getur staðarbranans 1630, þó að Oddur bisk-
up Einarsson geti þess raunar ekki sjálfur, að
tildrög þessa hörmulega brana hafi verið þau,
að allt fólk staðarins hafi verið í kirkju að
hlýða messu, nema kerling sú, er Guðrún hét,
síðar auknefnd brenna; átti hún að kynda
kakaolfn í biskupsbaðstofunni, kveikti upp í
honum og fór síðan upp í kirkju til þess að
hlýða nokkru af predikuninni, settist við und-
irgangströppumar, en þá fór ekki betur en
svo, að hún féll í svefn. Vissi enginn fyrri til en
kirkja fylltist af reyk og staðurinn var alelda.
Steinþró Páls biskups
Salur sá, sem undirgangurinn opnast nú inn
í, verður eins konar fomgripasafn eða minja-
safn staðarins. Er þar mestur gripur og virðu-
legastur steinþró sú hin mikla eða steinkista,
sem fannst í dómkirkjugrunninum 1954, eins og
flestum er kunnugt. Hún fannst þar sem verið
hafi suðurstúka í miðaldakirkjunni. Kista þessi
er steinþró sú, sem sagt er frá í sögu Páls bisk-
ups Jónssonar, að hann hafi sjálfur látið út-
höggva ágæta haglega og verið í lagður eftir
andlát sitt. Páll biskup var sonur Jóns Lofts-
sonar í Odda og systursonur og eftirmaður Þor-
láks biskups helga, mikill höfðingi og glæsi-
menni. Hann andaðist árið 1211. Steinþró Páls
biskups er einsteinungur, höggvin í móberg og
yfir henni þykkt lok úr svipuðu efhi. Hún er 210
sentimetrar að lengd og vegur með lokinu 735
kíló. Hún er breiðust framan við miðju, en
dregst mikið að sér aftur eftir og bogadregin
fyrir báða enda. Fremst á henni eru tveir
myndarlegir sívalir stuðlar, sem líklega hafa í
senn verið til hagkvæmra nota, er færa þurfti
þróna úr stað, og til fegurðarauka. Ekkert
skrautverk og engin áletrun er á þrónni, en
formið er fagurt, hreint og stórt í sniðum. Víða
sjást meitils- eða axarfór, sem bera vitni um
gott handbragð steinhöggvarans, hver sem hef-
ur verið, en án efa er þróin úthöggvin heima á
staðnum.
Ekki er nú til á Norðurlöndum nein stein-
kista frá miðöldum, er jafnazt geti við þessa,
og meðal íslenzkra minja mun nú naumast
hægt að benda á áhrifameira sögulegt tákn
en þetta hvflurúm hins glæsilega Oddaverja
frá gullöld Islands. Þrónni er nú þannig fyrir
komið í Skálholti, að hún blasir við og nýtur
sín vel hvort sem að ofan er komið inn í sal-
inn, ellegar að framan úr undirganginum.
Legsteinar
Með veggjum á þrjá vegi í minjasalnum era
reistir upp iegsteinar sex Skálholtsbiskupa og
tveir að auki, annað miðaldasteinn með
áhöggvinni krossfestingarmynd, og kann
hann að hafa verið legteinn, þótt ekki sjáist nú
á honum letur, og hinn legsteinn Sigfúsar
Þórðarsonar staðarráðsmanns, sem andaðist
árið 1702. Af biskupalegsteinunum sex er
steinn Odds biskups Einarssonar elztur eða
frá því um 1630. Hann er ekki heill, en hefur
verið úr íslenzku grágrýti og með íslenzku
verki mjög snotru. Grafletrið er á latínu og
fylgja nokkrar ritningargreinar úr Davíðs-
sálmum: Lát sál mína lifa, að hún megi lofa
þig. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á
vegi minum. Hinir steinamir era allir mjög
stórir, útlendir að efni og verki. Lítið sem ekki
skemmdir. Það era steinar biskupanna Þórðar
Þorlákssonar, Jóns Vídalíns, Jóns Amasonar,
Finns Jónssonar og Hannesar Finnssonar. A
þremur elztu steinunum era grafletrin á lat-
ínu og mærðarmikil, svo sem siður var, en á
steinum þeirra feðga, Finns og Hannesar,
sem vora síðastir Skálholtsbiskupa, eru letrin
á íslenzku. Grafskrift Hannesar biskups hefur
Magnús Stephensen samið, enda er steinninn
jafnframt yfir fyrri konu Hannesar, frú Þór-
unni, systur Magnúsar. A steininn er þetta
höggvið meðal annars:
„Hann var lærðra ljós / Islands unan / allra
góðra sómi / því mun og angrátt / Island
spyrja / að líka hans / en lengur þreyja. / Hún
var honum samvalin / að hvörri dygð / og at-
gjörvi öllu / jöfn að ástsæld og eftirsýnd / -
Báðum lík ekkjufrú / biskups Hannesar / Val-
gerður Jónsdóttir / vífa prýði / vonar að hvfla /
hér við hans síðu / undir þessum / úthöggna
steini / sem hún þeirra / setti moldum. - Sú
von rættist þó ekki. Ekkjan frú Valgerður
giftist síðar Steingrími Jónssyni, sem seinna
varð sjálfur biskup og einn af ágætustu mönn-
um sinnar tíðar eigi síður en Hannes Finns-
son, og hún hvílir við síðu hans.
- Allir era þessir legsteinar fallegir og
virðulegir gripir, sem vel sóma minningu
þeirra merkismanna, sem þeir era helgaðir,
og þeir njóta sín vel í minjasalnum undir gólfi
hinar nýju kirkju. I þeim sal verða annars,
þegar fram líða stundir, fleiri minjar um Skál-
holt og sögu þess, þótt enn sé þar ekki annað
en það, sem nú hefur verið talið, enda er það í
sjálfu sér ærið til að gera þennan sal að
merkilegum viðkomustað allra þeirra sem láta
sig sögu vora einhverju varða.
Gripir dómkirkjunnar
Ekkert land stendur Islandi jafnfætis að
sögulegum heimildum um búnað kirkna sinna
á miðöldum, og er þar einkum átt við hinn
mikla fjölda máldaga, sem varðveitzt hefur úr
biskupsdæmunum báðum. Þeim mun hastar-
legra er það, að sjálf Skálholtskirkja skuli á
þessu sviði hafa goldið hið mesta afhroð. Engir
máldagar eða aðrar skrár era til um gripi
hennar fyrir siðaskipti. Um skrúða og gripi
Hóladómkirkju era hins vegar til miklar og
merkar heimildir. Þær sýna, að ótrúleg auð-
legð var þar saman komin í ýmsum góðum
gripum, og má öruggt te\ja að Skálholtskirkja
hafi sízt verið ver búin. Ber þess þó reyndar að
minnast, að tveir kirkjubranar hafa höggvið
stór skörð. En þrátt fyrir allt er óhugsandi, að
ekki hafi verið í Skálholtskirkju fjöldi kirkju-
legra listaverka í skrúða og gripum, þegar
siðaskiptin gengu í garð. Þegar fram líða
stundir og farið er að telja upp eigur dóm-
kirkjunnar í afhendingarbókum biskupa, sjá-
um vér enn töluvert eima eftir af hinum fyrri
auði. I bókum þessum er síðan hægt að fylgja
gripunum eftir alla 17. og 18. öld, og þegar á
allt er litið er ekki hægt annað en viðurkenna,
að biskupar þessara tíma hafi haldið fast utan
um þessar eigur dómkirkjunnar. Einn og einn
gripur hverfur, enda margir hverjir lítt not-
hæfir til kirkjulegrar þjónustu, aðrir koma í
staðinn, nýir. Það er ekki fyrr en undir lok 18.
aldar, þegar biskupsstóll er fluttur úr Skál-
holti, að sú upplausn hófst, sem grandaði
mörgum góðum hlutum kirkjunnar eða dreifði
þeim út um allar jarðir, svo að ekki er nú hægt
um vik að rekja ferfl þeirra. Þarflaust er að
kasta steinum að neinum í þessu sambandi,
það er hin sögulega rás viðburðanna, sem
þama var að verki og réði atgerðum einstakra
manna. Og á 19. öld týndust fáir hlutir í Skál-
holti, þótt þess séu að vísu dæmi. Eftir að
Fomgripasafnið var stofnað í Reykjavík árið
1863, vora nokkrir gripir teknir með biskups-
leyfi úr kirkjunni og gefnir eða seldir safninu,
og nú era í Þjóðminjasafninu allmargir hlutir
frá Skálholti, sumir merkir og lítt skemmdir,
aðrir leifar einar. Tiikomumestur þeirra er
stór gylltur silfurkaleikur, sem stundum var
kallaður kaleikurinn góði, og talinn er frá um
1300. Hann er stærstur þeirra miðaldakaleika,
sem varðveitzt hafa á Islandi, og er aðeins einn
af mörgum, sem dómkirkjan átti fyrram.
Prédikunarstóll og altari
En þrátt fyrir allt sem glatazt hefur og allt
sem varðveitt er í Þjóðminjasafni, er þó hitt ali-
nokkuð, sem aldrei hefur úr kirkjunni farið og
hefur nú fengið virðulegan stað í hinni nýju
kirkju. Brynjólfur biskup Sveinsson reisti hina
síðustu dómkirkjubyggingu í Skálholti um 1650
og var að búa hana að gripum það sem hann
átti eftir embættistíðar sinnar, en hann andað-
ist 1675. Þessi kirkja var merídlegt hús, þótt
ekki væri hún eins mikil og hinar eldri dóm-
kirkjubyggingar. Þessari kirkju sinni útvegaði
biskup marga góða gripi til viðbótar þeim sem
áður vora til. Prédikunarstólinn í kirkjuna og
reyndar sitt hvað fleira gaf Islands
Compagnie, þ.e. Islandsverzlunarfélagið
danska. Hann er enn lítt skemmdur og hefur
verið lagfærður og settur sem prédikunarstóll í
nýju kirkjuna. Ur þessum prédikunarstóli hef-
ur meðal annars meistari Jón flutt þær ræður,
sem áhrifamestar hafa heyrzt í íslenzkri kirlqu.
Altarið úr kirkju Brynjólfs biskups er einnig í
nýju kirkjunni, en ekld sem háaltari, heldur
aukaaltari í norðurstúku, sem samsvarar norð-
urstúku gömlu kirknanna, þeirri, sem kölluð
var Maríustúka. A lofti þeirrar stúku hafði
Biynjólfur biskup bókasafn sitt. Altari þetta er
íslenzk smíð og í ágætu standi, á sinn hátt engu
verri gripur en prédikunarstóllinn nema síður
sé. Það er allt smíðað úr þykkri eik, og mun
fyrst hafa verið málað um 1690, en þá málaði
Hjalti Þorsteinsson, síðar prestur og prófastur
í Vatnsfirði, margt í dómkirkjunni. Utan af alt-
arinu hefur nú verið losuð ósmekkleg málning
frá seinni tíð, og kom þá í ljós græn og rauð
málning, mjög lífleg, þótt nú sé harla slitin. En
hún fer þessum gamla hlut vel og gaman er að
hafa þama þessi merki eftir handaverk séra
Hjalta.
Altarisstjakar og Ijósahjálmar
I kirkjunni era tveir mjög veglegir altaris-
stjakar úr kopar, gefnir af Islands Compagnie
1651, og stór og mikill Ijósahjálmur úr kopar,
með 16 örmum í tveimur hvirfingum. Þennan
Ijósahjálm lét Brynjólfur biskup steypa í
Kaupmannahöfn upp úr ýmsum brotnum
gömlum koparhlutum, sem til voru í kirkj-
unni, en honum þótti vera tii einskis gagns.
Nútímamenn mundu ef til vill fúslega skipta á
þessum ljósahjálmi og hinum gömlu og brotnu
koparhlutum, sem til hans var varið, en samt
er hjálmurinn ágætur gripur og sómir sér vel,
enda er hann beinlínis smíðaður til að vera í
stórri kirkju. A tímum Brynjólfs biskups var
barokkstíllinn í algleymingi á Norðurlöndum,
og allt sem smíðað var í Skálholti á hans dög-
um eða lagt til kirkjunnar af listgripum, var
að sjálfsögðu mótað af þeim stíl. Þannig er
ljósahjálmurinn og stjakamir, þannig er það
litla sem til er af útskurði úr dómkirkju
Brynjólfs, enda var yfirsmiður hennar Guð-
mundur Guðmundsson eini lærði fullgildi
meistari á barokk hér á landi.
Klukkur
I turni nýju kirkjunnar eru ásamt nýju
klukkunum þrjár gamlar klukkur, tvær sem
keyptar voru handa dómkirkjunni 1726,
steyptar í Kaupmannahöfn, og hin þriðja
merkileg miðaldaklukka, sem borizt hafði
héðan af landi til Noregs einhvem tíma á
þessari öld, en var fyrir nokkrum áram keypt
af Norðmanninum Johan Faye og gefin til
Skálholtskirkju. Leiða má að því nokkrar lík-
ur, að hún kunni jafnvel að hafa verið ein af
þeim fjölmörgu klukkum, sem til vora á sínum
tíma í Skálholti sjálfu, en fullvíst er þetta
ekki.
Til er sitthvað fleira af gömlum kirkjugrip-
um í Skálholti, smærri í sniðum og ómerkari,
enda skal nú ekki hafa upptalninguna lengri.
Þegar hinn gamla góði fræðimaður Brynjólf-
ur Jónsson frá Minnanúpi lýsti Skálholti árið
1904 komst hann svo að orði: „Staupasteinn er
nú hið eina, að kalla má, sem minnir á hinn
foma Skálholtsstað.” Þarna mun Brynjólfur
hafa átt við staðinn sjálfan, staðarhúsin, enda
mun væntanlega vera ljóst af því sem hér hef-
ur verið sagt, að enn er í Skálholti ýmislegt,
sem rældlega minnir á dómkirkjuna og hina
gömlu Skálholtsbiskupa. Við uppbyggingu
staðarins nú hefur verið reynt að halda öllu til
haga, sem eitthvert gildi hefur fyrir sögu hans.
Allir sem hlut eiga að máli, haft vakandi skiln-
ing á því að taka varð fullt tillit til hinna gömlu
minja og leitazt við að fella þær smekklega og
virðulega inn í þá nýju umgerð, sem staðurinn
hefur nú fengið. Hið nýja setur að sjálfsögðu
allan svip á staðinn, en við nánari kynni sést
hvernig hið gamla á einnig sinn ríka þátt. Á
þvílíkum stað, sem Skálholt er, veltur á miklu
að vel takist sambúð hins gamla og hins nýja,
og að því hefur verið stefnt. Nýja kirkjan er
minnisvarði, reistur á 20. öld og bar vitni um
list og tækni hennar, en minnisvarðinn stendur
á traustum granni hinnar fomu dómkirkju, og
hinar sýnilegu minjar, sem nú hefur verið lýst,
munu gera sitt til þess að hinn forni staður
með sínum nýju mannvirlqum, hljóti í vitund
þjóðarinnar þann sess, sem honum ber meðal
sögustaða landsins.
I-------------------------------------1
Reykjavík er
ekki bara...
eftir KRISTJÁN ÞÓRÐ
HRAFNSSON
199 5
Nokkrar snjóþungar götur sem bílar með
erfiði aka,
auðnarleg portin og vindbarið Lækjartorg,
íbúðarhús þar sem einungis myndböndin vaka
að enduðu hversdagsins vafstri. Nei, lifandi borg.
Þar sem Tómas Guðmundsson gekk um í
ljúfum trega,
í Garðastrætinu snillingar þáðu mat,
og Halldór Kiljan lét klippa sig vikulega,
með kaffi á Skálanum Steinn Steinarr hugsandi sat.
Og leikhúsin setja upp Shakespeare og Bubbi
rokkar,
og Sigurður Pálsson á bókmenntahátíðum ies,
James Joyce er þýddur og Þórarinn Eldjám
skokkar,
og Þorsteinn Gylfason ræðir um Sókrates.
Ekki einungis steypa og malbik og málmur og gler,
heldur menning og tunga og þess vegna lifum
við hér.
------------------
Á æðra plani
eftir ELÍAS
MAR
19 94
aftanvið ingólfsstyttu
rís arkítektónískt hrós
aðsetur æðstaréttar
eiturgræn kopardós
tölvurnar tafsa i blöðin
sitt tæknimálfar: þós-
vo þrengi að húsum
það mun koma í ljós
að kúnstverkið jafnast á við
heilt korpúlfsstaðafjós
og verður upphaf að vins-
ælu viðfangi tívísjós
tautar þá geirþrúður grýta
galvösk framliðin drós:
rós errós er rós
-------♦-♦“♦-------
Stokkseyri
séð frá hlirði
eftír ÍSAK
HARÐARSON
Í9'9’4
Húsin þrýsta sér inn
úr þokunni í augum skerfuglsins;
hann fælist
ga ga ga gargandi út í kólguna
undan árás strandarinnar
Landið kemur brunandi
á haf út og brimið
rýkur um þorpið í safni
lands sem leitar nýrrar hafnar
Svört
rafmagnslaus
uppljómuð
húsin, siglingaljós
augu skjóta aftureldingum
inn í þokuna
I_____________________________________I