Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 105

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 105
1913 fll*r$itttMit3ftfe 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 105 Tilnm- hugsunar í dymbilviku Gandhi og Není 1 0 4 6 • Mohandas Gandhi, til hægri, sem leiddi Indverja til sjálfstæðis 1947 eftir nær 200 ára yfirráð Breta. Hér er hann á þingi Kongress-flokksins í Bombay 6. júlí ásamt Jawaharlal Nehru, sem varð fyrsti forsætisráðherra landsins, árið eftir. Gandhi var myrtur 1948. eftir MAGNÚS KJARTANSSON Í98Ö Þegar alþingiskosningar bar að með skjótum hætti í árslok 1979, ákváðu landssamtökin Sjálfsbjörg og Blindrafélagið að beita sér fyrir því að í kosningabaráttunni yrði fjallað á eðlilegan hátt um langstærsta fé- lagsvandamál Islendinga, mannrétt- indi og afkomu fatlaðra og aldraðra, en það hafði aldrei áður gerst í ís- lenskri stjómmálasögu. Völdu lands- samtökin sameiginlega fram- kvæmdastjórn, en hún réð mig sem starfsmann í nokkrar vikur til þess að vinna að þessu verkefni. Nokkr- um dögum síðar lýsti aðalfundur Ör- yrkjabandalagsins, heildarsamtaka fatlaðra, fullum stuðningi við þetta framtak. Drög að mannréttindayfirlýsingu Stjórnmálaflokkum þeim sem buðu fram í öllum kjördæmum voru send bréf þar sem bomar vom fram tilteknar spurningar um afstöðu flokkanna til brýnna verkefna í þágu fatlaðra, einnig ósk um almenna stefnumörkun. Þá ræddi ég við for- ustumenn úr öllum flokkum og lagði áherslu á það að enginn skærist úr leik, fötlun og ellimæði legðist á fólk án tillits til stjórnmálaskoðana. Jafn- framt hafði ég samband við fjölmiðla alla og reyndi að tryggja það að um- fjöllun um þetta stórfellda félags- vandamál mótaði stjórnmálaumræþ- urnar á eðlilegan hátt; þá var og unnið að því að viðfangsefnið yrði rætt á kosningafúndum um land allt til jafns við önnur vandamál. Varan- legur árangur þessarar iðju varð mestur sá, að þingflokkamir sendu allir svör við spumingunum og gerðu grein fyrir heildarstefnu sinni; voru svörin gefin út í sérstökum bæklingi á vegum Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og ber bæklingurinn heitið Jafnrétti fatlaðra, heimildir; vænt- anlega er pésinn fáanlegur enn, en hann er í heild drög að mannrétt- indayfirlýsingu í þágu fatlaðra á Is- landi. Svör stjómmálaflokkana vom öll einkar jákvæð að innihaldi; mér þótti það eitt einkennilegt að sumir stát- uðu ákaflega af liðnum afrekum sín- um, þótt það sé staðreynd að Islend- ingar eru á þessu sviði aftastir á merinni allra þjóða heims sem hafa svipaðar þjóðartekjur á mann. Sumir flokkar voru mjög afdráttarlausir í fyrirheitum sínum. Þannig sam- þykkti miðstjóm Alþýðubandalags- ins á fundi 6. nóvember í fyrra að fela „væntanlegum þingmönnum flokksins að bera fram frumvarp á næsta Alþingi“ um að gera allt opin- bert húsnæði aðgengilegt fötluðum og tryggja ákveðinn tekjustofn í því skyni. Framsóknarflokkurinn ályktaði um sama efni, að „fylgja þessu máli fast eftir á næsta þingi og reyna að tryggja framgang þess“. „Að draga fram lífið“ Allt gerðist þetta í orði fyrir síð- ustu kosningar. En hvað hefur verið aðhafst að þeim loknum? Ég hef ekki orðið þess var að samtök fatlaðra hafi rætt við alþingismenn um það hvernig hrinda ætti loforðunum fögm í framkvæmd, og ekki er sjá- anlegt að áhugi bærist hið innra hjá nýkjörnum þingmönnum. Stjórnar- myndunartilraunir stóðu yfr um tveggja mánaða skeið og plögg hrönnuðust _yfir þjóðina eins og skæðadrífa. Eg sá ekki í neinu plaggi að minnst væri á málefni fatlaðra sem einn af hyrningarsteinum nýrr- ar ríksistjómar. Þegar loks var mynduð ríkisstjóm var ekki að finna eitt orð um málefni fatlaðra og elli- móðra í loforðaþulunni ljúfú. Þótt komið sé framundir vor hefur frum- varpið góða sem miðstjórn Alþýðu- bandalagsins fól þingmönnum sínum að flytja í fyrra ekki séð dagsins ljós, og hefði þó mátt vænta þess sem stjóranrfrumvarps þar sem alþýðu- bandlagsmaður fer nú með félags- mál. Ekki hefur þess heldur orðið vart að Framsóknarflokkurinn hafi fylgt þessu málefni „fast eftir“. Ég hef ekki séð fjárlagafrumvarp, en hvergi hefur þess verið getið í fjöl- miðlum að þar sé að finna upphæðir til þess að rétta hlut fatlaðra, né heldur að þingmenn í stjómarand- stöðu hafi flutt breytingartillögur um það efni. Eini votturinn, sem ég hef merkt, er fyrirheit fjármálaráð- herra þess efnis að tekjutrygging hækki um 5 hundraðshluta um mitt ár. Ekki er höfðingsskapurinn skor- inn við nögl; þessi upphæð jafngildir andvirði þriggja sígarettupakka á mánuði og nemur inan við einum hundraðshluta af greiðslum Trygg- ingastofnunar ríkisins. Hámarks- upphæð sú sem fatlaður maður fær frá þeirri stofnun var seinast þegar ég vissi 186.000 kr. á mánuði, og for- senda þeirrar rausnar var sú að þiggjandinn eða maki hans hefðu engar umtalsverðar tekjur aðrar. Ég hef séð og heyrt forastumenn Iauna- fólks gera grein fyrir því að ekki sé unnt að „draga fram lífið“ fyrir lægri upphæð en 300.000 kr. á mánuði. Hvaða orð á þá að nota um lífshætti fatlaðra og ellimóðra? Og m.a.o., á að halda áfram að nota fötlun sem tekjustofn fyrir ríkissjóð? Rauntekj- ur fatlaðra hafa skerst um helming gagnvart bensíni á tæpu ári, og sú upphæð rennur öll í ríkissjóð. Hverju heita forsetaefni? I svöram sínum í fyrra hétu stjórnmálaflokkarnir því m.a. að gera skyldi fötluðum kleift að kom- ast inn í alþingishús, stjómarráðs- byggingar og skrifstofu forseta ís- lands í elsta tukthúsi höfuðborgar- innar, ennfremur viðhafnaríbúðina á Bessastöðum. Nú era framundan forsetakosningar og myndarmenn hafa þeyst fram á sviðið, gefa kost á sér og tíunda verðleika sína. Ekki hef ég þó orðið þess var að neinn þeirra hafi látið uppi þá ósk að geta rætt við hreyfifatlaða þegna sína. Það getur þó staðið til bóta; forseta- kosningarnar era ekki afstaðnar, eins og kosningar til alþingis. Ferðalög og fötlun Mikið hefur verið rætt að undan- fomu um endumýjun á strætis- vagnakosti Reykvíkinga, en sú end- urnýjun á að koma til framkvæmda á alþjóðaaári fatlaðra 1981. Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar samdi mjög nákvæma útboðslýsingu og kom henni á framfæri á alþjóða- - vettvangi. Mér er kunnugt um að í þessari útboðslýsingu vora fjölmörg atriði rakin í þaula, en engum kom í hug að setja þann skilmála að stræt- isvagnarnir yrðu sem aðgengilegast- ir hreyfifötluðu fólki. Ýmsar deilu- greinar hafa birst í blöðum um tilboð sem borist hafa en hvergi hefur verið vikið að þessu atriði. Endurhæfing- arráð hefur ekkert haft um málið að segja, svo að ég hafi orðið var við. Engin samtök fatlaðra hafa séð ástæðu til þess að fjalla um það. Nefnd sem skipuð var af félagsmála- ráðuneyti í fyma til þess að undirbúa ár fatlaðra hérlendis hefur ekkert um málið sagt, enda er mér ekki kunnugt um að nefndin hafi gert annað en láta þýða samþykkt SÞ um alþjóðaár fatlaðra á eitthvert tungu- mál sem ég skil ekld, en virðist á ytra borði vera nýtt afbrigði stofn- ana-íslensku. Þetta fálæti stingur mjög í stúf við áhuga sem lifandi er í grannlöndum okkar beggja vegna Atlantshafs. Þar er hvarvetna unnið að því að finna úrræði til þess að gera hreyfifötluð- um kleift að nýta almenningsfarar- tæki til jafns við aðra. I einu af ríkj- um Bandaríkjanna ákváðu stjóm- völd fyrir nokkram áram að binda rekstur almenningsfarartækja því skilyrði, að þau yrðu jafn aðgengileg hreyfifötluðu fólki, þar á meðal fólki í hjólastólum, og öðram þegnum, og kæmi til fjárframlag stjómvalda til þess að breyta vögnum og biðstöð- um. Ég á sæti í nefnd sem starfar á vegum Norðurlandaráðs að því að tryggja það í raun að hreyfifatlað fólk geti ferðast á sama hátt og aðr- ir; starfar nefndin í tengslum við Gautaborgarháskóla, en það er eini háskólinn á Norðurlöndum sem hef- ur sérstaka deild er sinnir vandamál- um fatlaðra, bæði á fræðilegum og hagnýtum forsendum. Nefndin hefúr fram að þessu fjallað um jámbraut- arferðalög, ferðalög með skipum, ferðir með langferðabifreiðum og á fúndi sem verður hérlendis í sumar verður tekið til við flugsamgöngur. Jafnhliða umræðum er stöðugt unnið að verklegum framkvæmdum til þess að finna raunhæfar aðferðir sem leysi vandann. I almennum um- ræðum hef ég orðið þess var, að eng- inn nefndarmanna dregur í efa að unnt verði að finna leiðir til þess að hreyfifatlað fólk geti notað strætis- vagna til jafns við aðra. Það er engu eðlilegra að bægja fötluðu fólki frá almenningsfarartækjum en t.d. fólki sem er meira en 180 sm á hæð eða 90 kg á þyngd, svo að ég taki dæmi. Engir tveir einstaklingar í veröldinni era öldungis eins, og því þarf að taka mið af öllum tilbrigðum náttúrannar. Á hvaða forsendu? Islendingar hafa jaftian verið mikl- ir útúrboramenn og einangrun lands- ins kennt um. Nú eram við komin í þjóðbraut þvera en fálætið heldur áfram. Vera má að fálæti fatlaðra sé skiljanlegt, fötluðum hefur verið inn- rætt það frá öndverðu að fela sig eins og óhreinu bömin hennar Evu. En hvað um mennina sem hafa það að embætti að stjóma þjóðfélaginu eða era sérstaklega til þess kjömir. Hver er afsökun þeirra? Jesús Jósepsson sem dauða hans er sérstaklega minnst þessa viku sagði á Hausa- skeljastað: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ Á hvaða forsendum á að fyrirgefa þeim sem vita hvað þeir gjöra? hið hefðbundna form Steinn og eftir JÓN ÚR VÖR 19 6 4 Danska skáldið Poul P. M. Pedersen hefur ritað fallega grein um Stein Steinarr í eitt Kaupmannahafnarblaðanna og er hún birt í ísl. þýðingu í Lesb. Morgunbl. 3. maí s.l. Þar era þessi orð: „Þegar skáldið gekk módernismanum á hönd að fullu og öllu, vakti það ákafar deilur í heimalandi hans. Prófessor Sigurður Nor- dal gekk fram fyrir skjöldu og varði hina hefðbundnu ljóðlist." Erlendur Jónsson hinn nýi bókagagnrýn- andi og bókmenntafræðingur Morgunblaðs- ins birtir svo grein 24. maí s.l. er hann nefn- ir: Nýjungar og erfðir. Þar ræðir hann m.a. um Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr og segir: „Gamlir kveðskaparannendur, sem ólust upp við anda ferskeytlunnar stóðu agn- dofa.... Var hann að skopast að heilbrigðri skynsemi, eða ætlaði hann í einni svipan að varpa fyrir borð meira en tíu alda kveðskap- arhefð þjóðarinnar?" Hér þykir mér gæta lítillar fræðimennsku um bókmenntaviðburði vorra eigin daga. Hvað mun þá, þegar lengra er fráliðið? - Danska skáldinu er vorkunn. Hann hefur fengið rangar upplýsingar. Sigurður Nordal hefur aldrei gengið í lið með hatursmönnum bókmenntalegra nýjunga á íslandi. Erlendur segir: „Fræg eru orð Steins: „Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt“. Þau orð vora auðvitað sögð í alvöra. Steinn var ekki maður stöðnunar og vana.“ Hér er ég hræddur um að gæti ekki lítils misskilnings. Þessa frægu setningu Steins má einmitt ekki skilja bókstaflega. Fram- setningin er stílbragð. Enginn vissi betur en Steinn, að hið hefðbundna ljóðform lifði góðu lífi, þegar þessari fleygu setningu var varpað framan í alla nöldurseggi hins gamla tíma, manna, sem skildu ekki, og munu aldrei skilja, að þeir era alltaf heila, hálfa eða jafn- vel margar aldir á eftir framsæknustu sam- tímaskáldunum. Það var síður en svo, að Steinn vildi ganga á milli bols og höfuðs á hinu hefðbundna formi. Hann var fyrst og fremst maður frjálsrar hugsunar, uppreisnarmaður gegn vanahugsun og andlegum þrælsótta. - Hann sá manna bezt, að ef einblínt var á formið sjálft var bókmenntunum dauðinn vís. En mestur hluti ljóða hans hlítir öllum rímregl- um fornrar hefðar, sem hann var alinn upp við, og í öllu eðli sínu var hann mjög klass- ískt sinnaður. í þeirri bók sinni, þar sem hann er nýstárlegastur í formi og í hugtaka- framsetningu - Tímanum og vatninu - notar hann oftast stuðla, hljóðstafi og jafnvel endarím, og í „rímlausustu" ljóðum fyrri bóka hans er svo mikið rím, að það er hrein- asta öfugmæli, að flokka þau með óbundnum ljóðum yngri skáldanna. Nýjungar Tímans og vatnsins liggja í allt öðra en rímleysinu, og skal ég láta bók- menntafræðingum eftir að útlista það fyrir fróðleiksfúsum almenningi. Vissulega væri tími til kominn, að hinir lærðu menn færa að láta ljós sitt skína á þessi efni af þekkingu, viti og fullri alvöra. í grein danska skáldsins segir, að fyrri gerð Tímans og vatnsins, sem kom út 1948 og var 13 kvæði og 1954 orðin 21 talsins, beri öll einkenni módernismans í ljóðlist Evrópu og Ameríku. Mér þykir hér að vísu nokkuð djarflega að orði komist, en tel mig að öðra leyti ekki dómbæran um þetta. En mér virð- ist Steinn hér sem annars staðar í ljóðum sínum fyllilega styðjast við fornar erfðir um leið og hann plægir akur málsins og sáir til nýs lífs, eins og öll góð skáld h]jóta að gera. Steinn mætti ekki mikilli andstöðu vegna Tímans og vatnsins. Það var varla fyrr en hann var farinn að búa sig undir ferðina löngu, að um þá bók var veralega farið að fjalla á opinberam vettvangi. Hún fór að sjálf- sögðu ekki framhjá skáldahópnum, hinum ungu og trúu aðdáendum Steins. - En að öðru leyti held ég að hún hafi helzt komið til um- tals upp úr því, að hún var þýdd á sænsku, skömmu fyrir lát Steins. Þegar hann var horf- inn vildu náttúralega allir Lilju kveðið hafa. Andstaða og aðkast, sem Steinn mætti, var af allt öðrum toga spunnið en hér er að vikið. Það voru fyrri ljóð hans - ekki sízt þau beinskeyttustu og bezt rímuðu, - sem gerðu hann að litlum vini máttarstólpa þjóðfélags- ins og þeirra, sem auðveldast áttu með að móta almenningsálitið - og réðu skáldalaun- unum. Hann var alltaf að afvegaleiða æsku- lýðinn, eins og hann minntist á í viðtali við Matthías Johannesen Morgunblaðsritstjóra og skáld. Á þeim tíma var Steinn „soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig,“ eins og hann segir sjálfur. Nú hefur þetta töluvert breyzt hvað Stein snertir enda látinn og grafinn, og veraldar- gengi Alþýðublaðsins aldrei meira en nú, einnig af ástæðum, sem öllum era kunnar. Óvinsældir nýtízku ljóðagerðar - formsins vegna - mæddu aldrei á Steini að nemu ráði. Þar era það aðrir menn, sem þungann bera. - Sjá t.d. úthlutunarskýrslur skáldalauna síðustu 25 árin. - Jafnvel hin aldna kempa Jóhannes úr Kötlum er nýtízkulegri en Steinn að þessu leyti. En fyrst og fremst hef- ur þarna mætt mest á miðkynslóð skálda- fylkingarinanr. Má þar til nefna eftir aldri: Jón úr Vör, Stefán Hörð, Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Einar Braga, Sigfús Daðason - og loks yngstu skáldin. Það eru þessir menn sem ég nefni, og ljóð- stefnu þeirra, sem Steinn er drengilega að verja á stúdentafundinum fræga 1952. Hann hefði aldrei stigið upp í pontuna sjálfs sín vegna. Vissulega var Steinn fyrirrennari þessara manna, ásamt Jóhanni Sigurjónssyni, Jóhanni Jónssyni, Jóni Thoroddsen yngra, Sig. Nor- dal, H.K. Laxness og jafnvel Þorbergi. Steinn, Magnús Ásgeirsson og Jóhannes úr Kötlum hinn lifandi tengiliður fomrar klass- ískrar hefðar til nýs lífs í Ijóðlistinni, tíma, sem fyrir löngu var upprunninn úti í heimi, en hlaut að verða síðborinn hér. - En sjálfúr var Steinn ekki nema hálfur í nýja tímanum og það var honum auðvitað ljóst. í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.