Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 107

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 107
T 1913 ÍMwgmMaMI* 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1 07 Byggjum TónlistarhöUina eftir GUNNLAUG EINARSSON í 9 4 3 Á fimtugsafmæli Páls ísólfsson- ar tónskálds var frá því skýrt í útvarpi, að ein af söngkonum bæjarins hefði af því tilefni af- hent Tónlistarfjelaginu peninga- gjöf í húsbyggingarsjóð fjelags- ins. Jeg taldi sjálfsagt, að margir myndu „taka undir“ við þessa mætu konu og leggja fram sinn skerf til þess að hjálpa Tónlist- arfjelaginu, sem er alls góðs maklegt fyrir óeigingjarnt brautryðjandastarf sitt, til þess að koma upp Tónlistarhöllinni. Er hjer um að ræða eitt hið mesta menningarmál þjóðarinn- ar, enda ekki eins illa búið að nokkurri list á landi hjer sem tónlistinni. Þar sem nú eru nokkrir dagar liðnir, án þess að þess hafi orðið vart, að fjelaginu hafi borist frekari framlög frá einstökum mönnum, þá vil jeg nú skora á ykkur, góðir íslendingar, alla, sem unnið fögrum listum, að þið veitið máli þessu drengilegan stuðning, hver eftir sinni getu, og að við veitum nú Tónlistar- fjelaginu nauðsynlegan fjár- stuðning til þess að hjer megi sem fyrst rísa af grunni glæsileg höll, þar sem sjeu: Hæfur hljóm- leikasalur, nægilega margir og rúmir æfingasalir, og bjartar og rúmgóðar kenslustofur, og þar sem sje framtíðarvígi íslenskrar tónmenningar. Jeg hefi í dag afhent Tónlist- arfjelaginu minn skerf. - Sam- taka nú og tökum öll undir. Jeg skora á önnur blöð að taka mál þetta upp og veita því fullan stuðning sinn, því þetta er mál, sem snertir alla þjóðina, óskifta. Morgunblaðið vill taka undir með Gunnlaugi Einarssyni lækni, að hjer er á ferðinni þarft málefni. Blaðið mun taka á móti fjárframlögum til byggingar Tónlistarhallar. haginn eða þjóðemið sjálft eða eitt- hvað enn annað, sem þeim þá sýnd- ist á glötunarinnar barmi. Þessir menn hafa aldrei sagst vera á móti stjómskipulegu sjálfstæði þjóðarinn- ar. Síður en svo. Þeir hafa einungis eigi viljað heimta það í dag, heldur draga það til morgundagsins. Við þá á þýski málshátturinn: Morgen, morgen, nur nicht heute, sagen alle faulen Leute. Á morgun, á morgun, bara ekki í dag, er orðtak letingjans. I allri sjálfstæðisbaráttunni hefir þessi sónn sí og æ kveðið við, hvenær sem ráðgert var að stíga spor, stór eða smá, fram á við. Þessir menn hafa ekki viljað illa, en illt verk hafa þeir engu að síður unnið. Þeir gerðu sjer ekki grein fyrir, og hafa ekki enn í dag gert sjer grein fyrir, að fmmskilyrði þess, að alt annað gott fái dafnað og náð fullum þroska með þjóðinni er, að hún njóti fulls frelsis og sjálfstæðis. Þjóðin vakin Hugarletin og vantrúin hafa þó smám saman orðið að þoka úr seti. I síðustu heimsstyrjöld og á ára- tugunum þar á eftir lærðu allir for- ráðamenn þjóðarinnar, að stjóm- skipulegt sjálfstæði vai' eitt af lífs- skiiyrðum þjóðarinnar og að hún varð þess vegna að heimta það í sín- ar hendur svo fljótt sem nokkur kostur var á. Þeim duldist þó ekki, að enn var gamla vantrúin lifandi í sumum hlutum þjóðarlíkamans og viðbúið var, að hún sýkti frá sjer, ef glöggar gætur væri eigi á hafðar. Eins vildu þeir í tæka tíð aðvara hina fornu yfirráðaþjóð og aðra, sem þessi mál Ijetu sig skipta, um, að Islendingar væm einráðnir í því að taka sjer algert stjórnskipulegt frelsi svo fljótt sem verða mætti. Af þessum orsökum spurði Sig- urður Eggerz að því á Alþingi 1928, hvort ríkisstjórnin vildi „vinna að því, að sambandslagasamningnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til“. Og af þessum ástæðum svaraði ríkisstjómin og allir þing- flokkar því með öllu afdráttarlaust, að það sje „alveg sjálfsagt mál“, að svo verði gert. Tæpum áratug síðar, eða 1937, tók Alþingi málið til enn frekara ör- yggis upp að nýju og ályktaði í einu hljóði um undirbúning þess, „ er ís- lendingar neyta uppsagnarákvæðis sambandslaganna og taka alla með- ferð málefna sinna í eigin hendur“. í umræðum á Alþingi þá heyrðist eigi fremur en 1928 nein úrtölurödd. Glegst og greinilegast kvað formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, að orði, er hann sagði það kröfu flokks síns, að uppsagnará- kvæði sambandslaganna væri „hag- nýtt þegar í stað, er lög leyfa, og taki þá Islendingar í sínar hendur alla stjórn allra sinna mála og sjeu landsins gæði hagnýtt landsins bömum einum til framdráttar“. Enda telur hann vilja íslendinga allra vera þann að segja upp sam- bandslögunum og „gera enga samn- inga í staðinn", heldur fella samn- ingana með öllu úr gildi. Atburðirnir 1940 Áður en íslendingar gætu neytt uppsagnarákvæða sambandslag- anna tóku atburðimir sjálfir til máls og knúðu þá til enn skjótari aðgerða en ætlaðar höfðu verið. Aðfaranótt 9. apríl 1940 var Dan- mörk hemumin af Þjóðverjum. Konungi og danska ríkinu varð þar með ómögulegt að gegna þeim skyldum nje neyta þess ijettar, sem þeim er fenginn í sambandslögun- um og íslensku stjómarskránni. Al- þingi neyddist því þegar næstu nótt, 10. apríl, til að taka handhöfn konungsvalds og utanríkismála og landhelgisgæslu inn í landið að svo stöddu. Ekki hefur verið um deilt, að að- gerðir Alþingis 10. apríl hafi verið heimilar og nauðsynlegar að ís- lenskum lögum og alþjóðarjetti. Einstaka menn hreyfðu því hins vegar einkum eftir á - þótt þeir hefðu átt kost á að hreyfa því fyr, hefðu þeir þá viljað, - að ályktanir Alþingis væm eigi nógu róttækar. Er svo að skilja sem þessir menn hafi viljað slíta sambandinu við Dani og stofna lýðveldi þá þegar. Alger sambandsslit þá strax hefðu hins vegar verið ákaflega hæpin eða e.t.v. með öllu óheimil að alþjóðalögum. Samkvæmt eðli sam- bandsins og fjarlægðar Islands og Danmerkur gat a.m.k. það eitt, að ekki næðist til konungs í nokkra daga eða jafnvel vikur, trauðla heimilað riftingu sambandsins. Ályktanimar frá 10. aprfl 1940 kváðu hins vegar bemm orðum svo á, að ráðstafanimar samkvæmt þeim væm einungis gerðar „að svo stöddu“, þ.e. til bráðabirgða. Menn gerðu sjer þá þegar grein fyrir því, að svo kynni að fara, að síðar yrði bæði ótvíræður rjettur og þörf til frekari aðgerða. Því til sönnunar skal þess getið, að jeg, sem hafði verið meðal þeirra, er ríkisstjómin kvaddi til undirbúnings ályktan- anna, ljet svo um mælt í grein, er jeg ritaði í maí-júní 1940 og birtist þá um sumarið í Andvara: „Verður og ekki á móti því mælt, að ef það ástand, sem nú er, helst langa hríð, em forsendur sambandslaganna fallnar brott, og geta Islendingar þá ekki lengur verið bundnir af þeim“. Kemur síðan fram, að jeg tel rift- inganjett íslendinga hljóta að vera ótvíræðan, ef ástandið verði eigi breytt, þegar fram á árið 1941 komi. Riftingarrjettur 1941 Fyrri hluta árs 1941 kom upp nokkur ágreiningur um, hvort rifta ætti sambandslögunum þá þegar og stofna lýðveldi eða una ætti enn um sinn við bráðabirgðaskipan þá, sem á var. Reyndu menn þá að gera sjer grein fyrir, hver rjettarstaða lands- ins væri. Kom þá í Ijós, að einstaka lögfræðingar vildu lítið um málið segja, en sögðust ekki geta „ábyrgst", að riftingarrjettur á sambandslögunum væri fyrir hendi. Nú er það svo, að hið síðasta af 1 öllu, sem góður lögfræðingur gerir, er að „ábyrgjast" um úrslit máls. Svo er margt sinnið sem skinnið. Og úrslitin velta ákaflega oft á því, hver úrslitadóminn kveður upp. En það veit enginn fyrirfram. Þegar leitað er álits lögfræðinga á vandasömu máli, biður því enginn skyni gæddur maður um „ábyrgð" þeirra, heldur rökstudda greinargerð fyrir skoð- unum þeirra. Hinu mikla máli, sem hjer var um að ræða, var með öllu ósamboðið að ætla að ráða því til lykta á þeim ■>*- grundvelli, hvort einhver vildi „ábyrgjast" eitthvað, án rökstuð- ings en einungis eftir tilfinningu sinni eða skapgerð. Ráðherrar Sjál- stæðisflokksins, Ólafur Thors og Jakob Möller, leituðu því til mín og óskuðu þess, að jeg semdi rök- studda greinargerð um málið. Við þeim tilmælum varð jeg. Til grundvallar lagði jeg þá staðreynd, sem Alþingi hafi slegið fastri með samþykt sinni 10. aprfl 1940 og Danmörk sjálf hafði viðurkent, að Danmörk hefði eigi um nær eins árs bil „getað rækt umboð til meðferð- ar“ þeirra mála íslands, sem henni var fengið með sambandslögunum. Síðan rakti jeg ijettarreglur þær, v sem um þvflíkt tilfelli giltu, ekki eft- ir mínu eigin áliti, því að það hafði enga þýðingu, heldur eftir sam- hljóða áliti helstu þjóðarrjettar- fræðinga bæði meðal engil-sax- neskra þjóða og á meginlandinu, þ.á.m. hinna nafnkunnustu dönsku lögfræðinga. Skoðanii' allra þessara manna voru á eina leið, að riftingar- ijettur væri ótvíræður í þvflíku til- felli sem þessu. Álitsgerð þessi var síðan afhent ráðherrunum og sumum þing- manna. Birti jeg og höfuðatriði hennar í Andvara síðar á árinu 1941. Hefi jeg hvorki heyrt nje sjeð nein rökstudd andmæli gegn skoð- unum þeim, sem þar eru raktar, nje síðan vitað einn einasta íslenskan 7K ustan kaldinn eftir HELGA HÁLFDANARSON 1976 Oft er hún rauluð sjóferðavísan góða um garpana, sem tóku stefnu á Siglunes, þegar austankaldinn stóð í segl og báturinn velti súðum á þungri báru: Austankaldinn að oss blés, upp skal faldinn draga; veltir aldan vargi Hlés,- við skulum halda á Siglunes. Þama er hvorttveggja, að lagið er gersemi, og karlmannlegt yfirbragð vísunnar kemur sér einatt vel, hvort heldui' á sjó eða landi. Hljómfagurt innrímið og sveljandinn í orðþragðinu lætur vel í íslenzkum eyrum, og vasklegt æðruleysið orkar hreystandi á hugann. Hér var fylgt þeirri gerð vísunnar, sem dr. Guðmundur Finnbogason tók upp í ljóðasafnið Hafrænu 1923. Algengara mun samt, að haft sé í fyrstu línu „á oss blés“ fyrir „að oss blés“, þó heldur sé það ósennilegra. En þannig hefur hún verið sungin á plötur af vinsælum listamönnum og tíðum flutt í útvarp. Fleira er þó vafasamt um vísu þessa, enda eru til af henni þrjár gerðir, og ljóst að tvær þeirra hljóta að vera afbakanir úr þeirri þriðju, hver þeirra sem hún er, nema enn fleiri útgáfur komi í leitimar. Önnur alþekkt gerð, sem einnig er í Hafrænu, er á þessa leið: Austankaldinn að oss blés, upp skal faldinn draga; veltir aldan vargi Hlés,- við skulum halda á Skaga. Ekki þarf það út af fyrir sig að teljast ýkja grunsamlegt, að persónufornafn standi ýmist í fleirtölu eða tvítölu. Samt er ekki fjarri því að „við skulum“ í fjórðu línu stingi í stúf við „að oss“ í fyrstu línu. Það er eins og þar sé kynslóðabil á milli. En auðvitað gat svo smávægileg breyting orðið í meðfóram, þó að vísan héldi að öðra leyti upphaflegri gerð. Hitt er miklu tortryggilegra, að sögnin „blása“ stendur í þátíð (,,blés“) sem er rímbundin, en vísan öll að öðra leyti í nútíð. Það er í meira lagi kyndugt að heyra formanninn segja: „Nú skulum við setja upp segl, piltar, úr því hann var á austan“ (í gær? í fyrra?)! Þetta er enn gransamlegra fyrir það, að jafn- auðvelt var vegna ríms að koma sögninni fyrir í nútíð (,,blæs“), ef því hefði verið að skipta. Enn fremur er það skuggalegt nokkuð, að „faldur" er notað sem fullkomið heiti á segli. Fremur mætti ætla að „faldur“ væri haft sem kenningarstofn; t.d. væri „Siglufaldur" góð seglkenning. En þá er þess að minnast að þriðja gerð vísunnar er á þessa leið: Autan kaldinn að oss blés, upp vér faidinn drógum trés; velti aldan vargi Hlés, var þá hald á Siglunes. Þarna er allt það úr sögunni, sem hinum gerðunum báðum var fundið til foráttu. Mestu varðar, að vísan er öll komin í sömu tíð; auk þess er persónufomafnið allt komið í fleirtölu, sem er eðlilegra, og seglið búið að fá fullkomna kenningu (trés faldur). Einn smágalli kemur þó í staðinn, sem sé hljóðgapið í þriðju línu („velti aldan“); en það er agnúi af öðru tagi. Um seglsheitið og seglkenninguna er annars það að segja, að hugsanlegat er að „faldur“ hafi þótt duga sem „hálfkenning", en í rímum voru, sem kunnugt er, ósjaldan hafðir algengir kenningarstofnar sem eins konar heiti eða svo kallaðar hálfkenningar. Hins vegar er þessi vísa nógu vel ort til þess að fremur mætti ætla, að báðar kenningamar, sem hún stofnar til, væru réttar („vargur Hlés“ og „faldur trés“). Að öðra leyti er það ekkert álitamál, að þessi þriðja gerð er lang-sennilegust. Hún er ekki aðeins laus við galla, sem virðast til komnir fyrir afbökun, heldur er hún einnig uppranalegust á svipinn, jafnt að orðfæri sem stfl, þó að það sé vitaskuld ekki annað en sýndarmat. I fyrsta lagi er „að oss“ aldurslegra en „á oss“, ef fyrsta lína er höfð svo; sama er að segja um „upp vér drógum" fyrir „upp skal draga“ í annarri línu; og ekki sízt „var þá hald á...“ í fjórðu línu, sem í hinum gerðunum er „við skulum halda á...“ og mjög er ólíklegt að breytzt hefði á gagnstæðan veg. Þar mun hið forngóða nafnorð „hald“ hafa vikið fyrir sögninni „halda“, sem nú á dögum er fremur höfð. J. Fritzner segir í orðabók sinni, að „hald“ merki m.a. siglingaleið („Kurs, Retning som man tager paa en Söreise, hvori man heldr skipi.“ Sem dæmi (úr Grágás): „Ef stýrimepn vilja báðir fara ok skilr þá um hald“). í orðabók Sigfúsar Blöndals er m.a. tilfærð merkingin: „(stefna) Retning, jfr. framhald, afturhald.“ og er hún þar merkt sem úrelt („forældet'j, hvemig sem á því stendur. Raunar er Sigfús óspar á slík merki, hvaðan sem honum kemur heimild til að beita þeim. íslenzk orð era ekki úrelt, þó forn séu og jafnvel lítt eða ekki notuð um sinn. Úrelt íslenzka er ekki til. í orðabók Árna Böðvarssonar vantar þessa merkingu með öllu. Árni á þakkir skildar fyrir öll svokölluð fomyrði, sem hann hefur tekið upp í orðabók sína; og víst hefði ég kosið, að orðið „hald“ í þessari merkingu hefði fengið að fljóta með fremur en mörg málleysan úr ragli götustráka, sem fengið hefur inni í þeirri bók, íslenzkri tungu til lítilla þarfa. Ef gert er ráð fyrir að þessi síðast talda gerð vísunnar sé hin elzta, hvernig stendur þá á breytingum þeim sem á henni hafa orðið á tvo vegu? Svo virðist, sem einhverjum hafi dottið í hug að snúa vísunni upp á Skagamenn og sett „á Skaga“ fyrir „á Siglunes"; hefur þótt liggja beint við að hagræða annarri línu til samræmis við það („upp skal faldinn draga1 j, jafnvel til bóta að losna við fomeskjulega og sundurslitna kenningu („faldinn drógum trés‘j, og ekki í það horfandi þó að brengluðust nútíð og þátíð. Enda hefur sú gerð annarrar línu haldizt, þó sumir vildu fara með vísuna óbreytta að öðra leyti. Fyrir nokkram áram birti Morgunblaðið vísu þessa í lesendadálki (þá gerð sem sungin er í útvarpi) og spurðist fyrir um höfund hennar. Nokkur svör bárast, en ekki fékkst úr því skorið, hver ort hefði. Meðal svara var bréf frá Hannesi Jónssyni, Asvallagötu 65, Reykjavík (Mbl. 31.3.1968). Kveðst hann hafa lært vísuna í þeirri gerð, sem hér var elzt talin, þá fyrir sjötíu áram norður í Þingi. Segir hann sig minna, að hún sé „úr Hrakningsrímu Erlendar á Holtastöðum, er hrakti frá Ásbúðum á Skaga norður á Skjálfanda 1796.“ Síðan bætir hann við: „Þórður Þorsteinsson vitnaði með mér, að vísan væri rétt eins og ég hefði hana. Eins það, að vísan væri úr Hrakningsrímunni, sem hann hafði séð á Landsskjalasafninu eða Landsbókasafninu. Hver höfundur Hrakningsrímunnar var, veit ég ekki, en væntanlega ber handritið það með sér.“ í Hafrænu er sú gerð vísunnar, sem þar er, hins vegar eignuð Ingimundi nokkrum Jónssyni í Sveinungsvík í Þistilfirði, sem uppi var seint á 17. öld. Nú væri fróðlegt að vita, hvort fræðimenn geta ekki gengið úr skugga um þetta, hver sé höfundur vísunnar, og þá væntanlega um leið, hver upprunaleg gerð hennar hafi verið, en ella frætt almenning á því hvað þar skorti til. Ef til vill hefur þetta þegar verið gert, og þætti þá mörgum vænt um að fregna, hvar niðurstöður voru birtar. Vísan á það skilið vegna gæða sinna og vinsælda, að sú rækt sé við hana lögð. <C *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.