Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 108
108 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 ll^rigmlíIWrttt 2000
„Rjett er og að geta þess, að alveg eins og
fslendingar töldu vegna sinna hagsmuna
varhugavert að slíta sambandinu fyrir
fult og alt á meðan á hernáminu stæði,
þá töldu Bretar það eigi heldur heppilegt
vegna sinna hagsmuna.“
lögfræðing í eigin nafni daga í efa,
að þær væru rjettar.
Aiþingi Islendinga samþykti og
þegar 17. maí 1941 ályktun, sem
hvíldi á greindum kenningum hinna
erlendu höfunda um riftingarrjett-
^ inn, og lýsti þess vegna yfir, „að það
telur Island hafa öðlast rjett til
fullra sambandsslita við Danmörk“.
Ástæðan til þess ekki var rift
Alþingi taldi rjett Islands ský-
lausan en þótti samt ekki „að svo
stöddu tímabært, vegna ríkjandi
ástands, að ganga frá formlegum
sambandsslitum og endanlegri
stjómarskipun ríkisins, enda verði
því ekki frestað lengur en til styrj-
aldarloka", svo sem segir í ályktun-
inni frá 17. maí 1941.
Hvert var „hið ríkjandi ástand“,
js. sem gerði það að verkum, að Al-
þingi þótti eigi tímabært að ganga
frá formlegum sambandsslitum
þegar í stað, þótt rjetturinn til þess
væri talinn tvímælalaus?
Um það leyfi jeg mjer að vísa til
ummæla minna í Andvara 1941, þar
sem þetta mál er rakið á hlutlausan
hátt, svo að eigi hefur verið að fund-
ið. Par segir: „Þótti sumum sem
varhugavert væri að gera úrslitaá-
kvarðanir í þessu efni, á meðan er-
lendur her væri í landinu og frelsi
landsins því skert með enn alvar-
legra hætti en sambandssamningi
þeim, sem ætlunin var að losna við.
Þeir, sem svo litu á, töldu m.a.
hættu á því, að lítið mark yrði tekið
> á þeim samþyktum, sem gerðar
væru meðan svo stæði, enda viðbú-
ið, að þær yrðu raktar til stórveldis
þess, sem hjer hefur her, og einmitt
þess vegna óvirtar af andstæðing-
um þess.“
Jeg hafði og þegar árinu áður í
Andvaragrein minni 1940 bent á, að
gildi ákvarðananna 10. apríl 1940
væri „hins vegar miklu meira en
ella vegna þess, að þær voru teknar
fyrir hemám Breta en ekki eftir. Ef
þá fyrst hefði verið hafist handa um
^ þær, þá hefði verið erfitt að sann-
færa nokkum um, að þær væm
ekki beinlínis gerðar að undirlagi
Breta, meðal annars til ögmnar hin-
um ófriðaraðiljanum."
Pessar tilvitnanir, sem út af fyrir
sig herma ekki frá minni skoðun
heldur þeirra, er þá rjeðu málefnum
landsins, sanna tvímælalaust, að
menn töldu varhugavert að gera úr-
slitaákvarðanir í sjálfstæðismálinu á
meðan landið væri hemumið, og
þess vegna þótti Alþingi ekki tíma-
bært að slíta sambandinu formlega
strax 1941.
Rjett er og að geta þess, að alveg
eins og Islendingar töldu vegna
sinna hagsmuna varhugavert að slíta
sambandinu fyrir fult og alt á meðan
á hemáminu stæði, þá töldu Bretar
það eigi heldur heppilegt vegna
sinna hagsmuna. Einmitt af því að
Bretar höfðu hemumið landið sneri
breski sendiherrann sjer til íslensku
ríkisstjómarinnar og rjeð frá því, að
sambandinu væri slitið þegar í stað
og ráðlagði í þess stað að halda sjer
alveg að ákvæðum sambandslag-
anna. Ráðlegging þessi er sem sagt
skiljanleg af þeirri ástæðu, að Bretar
vildu ekki að þeim yrði kent um,
vegna hertöku landsins, að sam-
bandinu væri slitið fyrir tilskilinn
tíma, þ.e. árslok 1943. Hitt er annað
mál, að Bretar urðu fyrstir til þess af
erlendum þjóðum að viðurkenna í
verki, að sambandslögin hefðu mist
gildi sitt. Því að þeir höfðu strax 10.
maí 1940 sent hingað sendiherra,
sem var alveg óheimilt samkvæmt
sambandslögunum.
Hernáminu lýkur
Ástæðan til þess, að sambandinu
var eigi slitið strax 1941, var, sem
sagt, sú, að landið var þá hemumið
og fullveldi þess þar með skert.
En hemámið stóð skemur en
nokkurn hafði gmnað í maí 1941.
Strax í næsta mánuði var gerður
um það samningur milli Breta og
Bandaríkjamanna annars vegar og
Islands hins vegar, að hemámi
Breta skyldi af ljett og þar með
vera úr sögunni sú skerðing á full-
veldi Islands, sem því hafði verið
samfara. I stað þess samdi Island
um það við Bandaríkin, að þau
skyldu taka að sjer hervamir lands-
ins til ófriðarloka.
Samningsgerð þessi er um margt
merkileg.
Sjálf sýnir samningsgerðin svo
ótvírætt sem verða má, að Bretland
og Bandaríkin töldu, að sambands-
lögin væru ekki í gildi, a.m.k. þegar
samningurinn var gerður, því að
hefði svo verið, þá var með öllu
óheimilt að gera slíkan samning við
íslensku ríkisstjómina í Reykjavík,
heldur hefði orðið að gera hann við
danska utanríkisráðherrann og kon-
unginn í Kaupmannahöfn.
Þá er það rækUega tekið fram í
samningunum, að bæði þessi stór-
veldi viðurkenni „algert frelsi og
fullveldi íslands", og um það samið,
að Bandaríkin og Island skiptist á
diplomatiskum sendimönnum, sem
beinlínis brýtur í bág við fyrirmæli
sambandslaganna.
Að sjálfsögðu voru samningar
þessir skUdir af Islendingum á þann
veg, enda beinlínis orðaðir með það
fyrir augum, að Bretland og Banda-
ríkin viðurkendu, að höft þau, sem
verið höfðu á frelsi Islands vegna
samandslaganna annars vegar og
hemámsins hins vegar væm úr sög-
unni.
Fullveldisskerdingin úr sögunni
En vom þá ekki nýjar viðjar á
landið lagðar með hervömum
Bandaríkjanna?
Enn í dag tala ýmsir m.a.s. þeir,
sem betur ættu að vita, svo sem
hemámið haldist enn og á því hafi
engin breyting orðið frá 10. maí
1940. Oþarfi ætti að vera að fara
mörgum orðum um slíkt fávisku-
hjal. Að vísu em enn hermenn í
landinu. En þeir era hjer ekki, eins
og á meðan á hemáminu stóð, gegn
beinum mótmælum íslendinga,
heldur með ským samþykki þeirra.
Frá alda öðli hefur það tíðkast, að á
ófriðartímum hafi ríki kallað á eða
tekið á móti herafla annars ríkis,
sjer til vamar. Bandaríkin hafa nú
bæði herafla og herstöðvar, sjálf-
sagt enn öflugri en hjer, víðsvegar í
breska heimsveldinu og í Bretlandi
sjálfu. Engum dettur í hug að halda
því fram, að fullveldi Breta sje skert
með hersetu þessari.
Aðstaðan er ólík, segja sjálfsagt
þeir, sem bitið hafa sig fasta í, að
landð sje enn hemumið. Víst er það,
að Bretland mundi öflugra til varn-
ar, ef Bandaríkin ætluðu að nota
herafla sinn þar til skerðingar frels-
is þess og fullveldis, en Island
mundi, ef svo færi hjer. En rjettar-
munurinn er enginn. Rjettarstaðan
er hin sama hjer og þar.
Og hverjum er það til góðs að
vera með bollaleggingar um, að
Bandaríkin kunni að ganga á gerða
samninga? Enn hafa þau staðið við
alla sína samninga við Islendinga.
Til hvers hefðu þau og átt í þessari
samningagerð, ef þau ætluðu sjer
ekki að halda þá? Trúir nokkir því,
að Bretland og Bandaríkin hefðu
ekki getað flutt hingað bandarískt
lið án okkar samþykkis, ef þessi
voldugu stórveldi hefðu viljað? Það
er einmitt vegna þess, að Bandarík-
in vildu ekki og ætluðu sjer ekki að
skerða frelsi eða fullveldi landsins,
að hervamarsamningurinn var
gerður.
Ný utanríkisstefna
En hervamarsamningurinn hafði
einnig mikil áhrif að öðm leyti og
braut í bága við sambandslögin enn
frekara en áður var á drepið. Með
honum varð gerbreyting á utanrík-
isstefnu Islands.
Þangað til höfðu Islendingar
stranglega fylgt því fyrirmæli 19.
gr. sambandslaganna, að Island
lýsti ævarandi hlutleysi sínu. Af
þessari stefnu leiddi algert athafna-
leysi í utanríkismálum, öðram en
þeim, sem varða verslun og við-
skifti. Reglan var sú ein, að bíða og
sjá hvað setti.
Með hervamarsamningnum var í
fyrsta skipti og á eftirminnilegan
hátt horfið frá þessari reglu. Hlut-
leysisyfirlýsingin í 19. gr. sam-
bandslaganna var brotin. E.t.v. ekki
þegar í stað, en að því stefnt, þar
sem allir bjuggust við, að Bandarík-
in mundu áður en lyki lenda í
ófriðnum, svo sem brátt varð.
Eigi verður um það deilt, að horf-
ið var frá hinu algera hlutleysi af
ríkri nauðsyn. En þama er enn eitt
dæmi þess, að straumur tímans ber
í brott hvert fyrirmæli sambands-
laganna af öðra, og að þessu sinni
áttu Bretland og Bandaríkin beinan
hlut að.
Mikilsverðara er þó hitt, að at-
burðirnir höfðu kent íslendingum,
að einangrun þeirra var úr sögunni.
Þeir urðu að taka upp athafnasemi í
utanríkismálum. Sjá landi sínu
borgið með samningum við stór-
veldin og þora að velja á milli.
En þetta hlaut að leiða til þess, að
íslendingum sýndist tímabært að
Tvennir tímar
- einstök gæði
AEG
AEG-tækin voru í fremstu röö
heimilistækja á fjóröa áratugnum
og AEG mun áfram leiöa þróun
heimilistækja á nýrri öld
BRÆÐURNIR
ORMSSON ÉHF
Lágmúla 8 • Sfml 530 2800
koma stjómarskipun sinni ög utan-
ríkisþjónustu í fast horf.
Þingflokkarnir telja
sambandsslit tímabær
Að öllu þessu athuguðu var það
sjálfsagt mál, að allir þingflokkamir
urðu sammála um það sumarið
1942, að þá væri tímabært að ganga
frá formlegum sambandsslitum við
Danmörk og endanlegri stjómar-
skipum Islenska ríkisins.
Þessu varð þó ekki svo skjótt lok-
ið, sem fyrirhugað hafði verið, því
að fyrir tOmæli Bandaríkjastjórnar
var þessu frestað um sinn. Skal sú
saga ekki rakin að öðra leyti en því,
að skýrt skal frá því, hvað kom fram
af hálfu Bandaríkjanna um rjettar-
stöðu landsins, því að málaleitanir
þeirra hafa verið affluttar á hinn
freklegasta hátt.
í fyrstu orðsendingu Bandaríkja-
stjómar, sem er dagsett 31. júlí
1942, er að því vikið, að á íslandi
sjeu uppi ráðagerðir um ógildingu
sambandslagasamningsins milli Is-
lands og Danmerkur fyrir tilskilinn
tíma og þess farið á leit, að vegna
hagsmuna beggja, Islands og
Bandaríkjanna, sje frá því horfið, að
samningurinn sje nú einhliða ógilt-
ur, gagnstætt ákvæðum sambands-
laganna í þessu efni.
Annað og meira en þetta segir
ekki um rjettarstöðuna. Ljóst er,
að lögð er áhersla á, að einhliða
ógilding samningsins fyrir tilskil-
inn tíma er talin geta haft óheppi-
leg áhrif. En hvergi er að því vikið,
hvort ógildingin eða riftingin sje
heimil eða óheimil smkvæmt al-
mennum reglum þjóðarjettarins.
Um rjettarstöðuna skifti þetta þó
mestu. Islendingum var að sjálf-
sögðu ljóst, að samkvæmt bókstaf
sambandslaganna var ógilding
þeirra óheimil á árinu 1942. Þeir
bygðu riftingarrjettinn á alt öðrum
reglum, en eigi síður viðurkendum
í þjóðarjettinum. Hvort skilyrði til
riftingar sjeu fyrir hendi sam-
kvæmt þeim er, sem sagt, látið
liggja á milli hluta í fyrstu orðsend-
ingu Bandaríkjanna.
Rjettur íslands viðurkendur
Þessu næst var af Islands hálfu í
ítarlegri orðsendingu m.a. gerð
grein fyrir á hverju íslendingar
byggðu riftingarrjett sinn.
Eftir að ríkisstjórn Bandaríkj-
anna hafði, að eigin sögn, „íhugað
gaumgæfilega" þessa orðsendingu
svarar hún með annari dags. 20.
ágúst 1942, hinni fyrri sýnu ítar-
legri. Þar er ekki, gagnstætt hinni
fyrri, vikið einu orði að því, að Is-
lendingar ætli, gagnstætt ákvæðum
sambandslagasamningsins að ógilda
hann fyrir tilskilinn tíma. Nú segir
aftur á móti orðrjett:
„Ríkisstjórn Bandaríkjanna við-
urkennir, að ógilding samningsins
og sambandsins og hinar fyrirhug-
uðu breytingar á grandvallaratrið-
um í stjórnarfari Islands, sjeu mál,
sem íslenska þjóðin ætti á friðar-
tímum að taka ákvörðum um, eftir
eigin óskum sínum og þörfum. -
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefir
ekki minstu löngun til þess að
skerða á nokkurn hátt athafnafrelsi
íslensku þjóðarinnar í þessu máli -
___U
Meira er ekki um rjettarstöðuna
sagt í þessari orðsendingu, enda
geta Islendingar vart óskað skýrari
viðurkenningar á rjetti sínum en
þarna kemur fram. Getur nokkram
dottið í hug, að ríkisstjórn Banda-
ríkjanna viðurkendi beinlínis beram
orðum, að íslendingar ættu að taka
ákvörðun um rjettarbrot gegn Dan-
mörku „eftir eigin óskum sínum og
þörfum“? Eða hún talaði um „at-
hafnafrelsi" íslensku þjóðarinnar til
að fremja brot á alþjóðalögum?
Hvorki menn nje ríki hafa frelsi til
lögbrota. Það, að maður sje frjáls að
einhverju, merkir einmitt að honum
sje það heimilt, að það sje löglegt.
Ástæður afsklfta Bandaríkjanna
En úr því að Bandaríkin fallast á
skoðun íslendinga um rjettarstöð-
una, hvemig stendur þá á afskiftum
þeirra?
Nú era ekki friðartímar, heldur
ófriðar. Ekki tímar ijettarins, held-
ur rægivaldsins, a.m.k. á megin-
landi Norðurálfu. Bandaríkin eru í
ófriði, þar sem þau telja, að um alt