Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 109
1913 2000
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1 09 v
AP
Suður-Afríka
19 91 • Aðskilnaðarstefna stjórnvalda setti lengi
mikinn svip á Suður-Afríku. Myndin er tekin í maí;
blökkumaður stingur annan til bana með spjóti á
götu í Soweto, þegar barátta Inkatha frelsisflokks
Zulumanna og stuðningsmanna afríska þjóðarflokks-
ins var sem mest. Þjóðarflokkurinn fór með völd í
46 ár á tímum aðskilnaðarstefnunnar, allt þar til
1994 er Afríska Þjóðarráðið (ANC) vann stórsigur í
lýðræðislegum kosningum. Blökkumannaleiðtoginn
Nelson Mandela stjórnaði baráttunni gegn aðskiln-
aðarstefnunni í Suður-Afríku í þrjá áratugi, lengst af
úr fangaklefa sínum. Sú ákvörðun de Klerks forseta
að leysa Mandela úr haldi í febrúar 1990 markaði
tímamót í sögu landsins. Margir töldu að hann væri
of aldraður og bitur til að geta leitt frelsisbaráttuna
til farsælla lykta en það var öðru nær; hann tók
strax að beita sér fyrir sáttum milli kynþáttanna og
átti stærstan þátt í því að koma á fullu lýðræði í
landinu án blóðsútheliinga eftir 350 ára ægivald
hvíta minnihlutans. Mandela varð forseti 1994 og
telst með mestu þjóðarleitogum aldarinnar vegna
þess að með framkomu sinni og háttsemi eftir að
hann var leystur úr haldi og alveg sérstaklega efitr
að hann hafði tekið við æðstu völdum sýndi hann
hinum mörgu og sundurleytu þjóðarbrotum í Suður-
Afríku fordæmí umburðarlyndis og kærleika, sem gaf
tóninn í samskiptum kynþáttanna. Mandela lét af
forsetaembætti eftir kosningar í fyrra.
g sje að tefla bæði fyrir Bandaríkin
l| og Island. Þau eru að vísu viss um
sigur, en þau þurfa samt á öllu að
halda. M.a. telja þau sjer nauðsyn-
legt að halda vináttu undirokuðu
þjóðanna á meginlandinu. Þau vilja
ekki gefa andstæðingum sínum færi
á að rógbera sig fyrir, að í þeirra
skjóli sjeu gerðar ráðstafanir, sem
undirokuðu þjóðimar af einhverjum
á ástæðum taki óstinnt upp.
Bandaríkin hafa hervamir Is-
jj lands með höndum og töldu því
í| mögulegt, að Danir tæki bæði þeim
og íslendingum óstinnt upp ógild-
ing sambandslagasamningsins fyrir
tilskilinn tíma, þ.e. árslok 1943,
hvað sem öllum rjettarskoðunum
liði.
Eftir árslok 1943 telja Bandaríkin
aftur á móti allar ástæður til hugsan-
legrar gremju Dana brottu fallnar.
: Þess vegna lyktaði orðsendingum
Bandaríkjanna á þann veg, eftir að
| Islendingar höfðu ákveðið að fresta
1 málinu um óákveðinn tíma, að hinn
14. okt. s.l. tilkynti sendiherra
Bandaríkjanna hjer, að stjóm hans
mundi alls ekkert hafa á móti því, að
Island verði gert að lýðveldi 1944.
Lýðveldisstofnun 1944 viðurkend
Endalok þessara mjög vinsam-
legu orðaskifta Bandaríkjanna og
Islands urðu því þau, að annars veg-
ar gafst íslendingum færi á að sýna,
að þótt þeir mætu algert stjóm-
| sldpulegt sjálfstæði sitt svo mikils,
að þeir yndu illa öllum drætti þess,
þá mátu þeir þó enn þá meira bar-
áttuna fyrir því, að stjómskipulegt
sjálfstæði smáríkjanna yrði í íram-
tíðinni viðurkent og einhvers virði í
reynd, en hins vegar lýstu Banda-
ríkin viðurkenningu sinni á, að Is-
land yrði lýðveldi 1944.
Sumir kalla þetta raunasögu. Jeg
kalla það stórfeldan ávinning í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar.
Einkum þegar athugað er, að af-
nám konungdæmisins er einmitt
hið eina atriði í öllu sjálfstæðismál-
inu, sem efasamt er, hvort unnt er
að framkvæma á strang formlegan
hátt, þótt hins vegar verði eigi
brigður á það bornar, að frumrétt-
ur viðurkendrar fullvalda þjóðar
sje að ákveða sjálf stjórnarfyrir-
komulag sitt, og þar með hvort hún
vill heldur hafa konungsríki eða
lýðveldi. Nú er fengin ótvíræð við-
urkenning voldugasta lýðveldisins
fyrir réttmæti ákvörðunar Islend-
inga um þetta eina umdeilanlega
atriði.
Þetta er því þýðingarmeira sem
samhliða þessu var samþykt stjóm-
arskrárbreyting, er stórlega greiddi
fyrir stofnun lýðveldis og afnámi
sambandslaganna. Aður en síðari
stjómarskrárbreytingin á árinu
1942 öðlaðist gildi, þurfti til þessara
ákvarðana samþykt tveggja þinga
með þingrofí og almennum kosning-
um á milli, þjóðaratkvæði og stað-
festing konungs eða handhafa kon-
ungsvalds. Samkvæmt hinum nýju
stjórnarskrárfyrirmælum nægir
samþ. einungis eins þings og stað-
festing þeirrar samþyktar með
þjóðaratkvæði. I þessu er m.a. fólg-
ið það mjög mikilsverða nýmæli, að
ekki þarf samþykki konungs eða
handhafa valds hans á afnámi kon-
ungdæmisins, heldur er það þjóðin
sjálf, sem endanlega kveður á um
þetta, svo sem vera ber.
Milliþinganefndin einhuga um
sambandsslit 1944
Síðari hluta ársins 1942 horfði
sjálfstæðismálið því svo við, að úr
sögunni virtist vera sá ágreiningur,
sem um skeið hafði verið um það,
hvort fara skyldi svokallaða hrað-
fara eða hægfara leið. Allir, eða svo
nær, voru horfnir frá því að láta
sambandsslit og stofnun lýðveldis
taka gildi fyr en eftir árslok 1943
nema því aðeins, að bæri að höndum
sérstök atvik, sem sjálfsagt gerðu
að skjótara yrði við brugðið, og
höfðu menn um það einkum í huga,
ef ófriðarlok yrðu fyrr en við var
búist. Hinu hafði þá um langa hríð
enginn haldið fram á almannafæri,
að draga bæri sambandsslitin leng-
ur en eitthvað fram á árið 1944,
þegar þau voru heimil eftir ótvíræð-
um ákvæðum sambandslaganna
sjálfra.
I milliþinganefndinni í stjómar-
skrármálinu reyndist og svo, að þar
urðu allir sammála. Höfðu einstakir
nefndarmenn þó á sínum tíma, þ.e.
fyrri hluta árs 1941, verið mjög
ósammála um, hvort hægt eða hratt
skyldi farið. Undir öruggri forystu
Gísla Sveinssonar, forseta samein-
aðs Alþingis, varð nefndin nú í vor
einhuga um að leggja til, að sam-
bandinu yrði slitið og lýðveldi stofn-
að hjer á landi eigi síðar en 17. júní
1944.
Um minni-háttar atriði ríkti smá-
vægilegur ágreiningur. Meiri hluti
nefndarinnar vildi, að forsetinn yrði
fyrst um sinn kosinn af Alþingi til
fjögurra ára í senn. Allir lögðu til,
að vald hans yrði sem líkast valdi
konungs, þó svo, að hann fengi ekki
skilyrðislausan rétt til synjunar
lagafrumvarpa. Að öðru leyti er
stjómarskránni ekki breytt nema
að því leyti, sem beinlínis leiðir af
sambandsslitum, enda er ráð fyrir
því gert, að nefndin starfi áfram til
frekari endurskoðunar stjórnar-
skrárinnar.
Tillögur nefndarinnar era í sam-
ræmi við síðari stjórnarskrárbreyt-
inguna 1942. Er það og höfuðnauð-
syn að halda þessum breytingum
stjórnarskrárinnar alveg sér og
blanda eigi sjálfri stofnun lýðveldis-
ins inn í önnur minni háttar atriði,
sem verða mættu til sundranar
þjóðinni og tafar málinu. Geta menn
og væntanlega nú glögglega greint,
hvort það hefði orðið til fyrir-
greiðslu sambandsslita, ef þau
hefðu t.d. átt að tengjast við svo
umdeilt atriði sem breytingu á kjör-
dæmaskipun landsins.
Undanhaldsómur
Ef nokkuð mátti marka fyrri yfír-
lýsingar og afstöðu, varð að ætla, að
allir Islendingar yrðu sammála um
tillögur nefndarinnar og ekki síst
þá, að stofna skyldi íslenskt lýð-þ- ^
!
I
I
FLÍSASKERAR
' OG FLÍSAS AGIR
FLÍSASKERAR
'OG FLÍSASAGIR
Færum okkur fljótlega
að Stórhöfða 21 (við Gullinbrú)
Stórtiöfða 17, Wð Gulönbrú,
sími 5é7 4844
OG FLÍSASAGIR
Stórhöfða 17, við Guillnbíti,
sími 567 4844 -
plolriiiriJ
M HCtíJt,
■■ m
r* ''
tu ■■ t ■I
tm ■
<