Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 113

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 113
1913 2lfo*0UttM*fe!fe 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 113 meinti bara, að mig langaði til að vita eitthvað meira um þig, til dæmis hvað þú hjetir, þó að það skifti auðvitað minstu máli.“ Jeg sá að þetta hafði sefandi áhrif á hana. „Skáld og söngkona staðarins hlaut í skím- inni nafnið Rósalinda,“ svaraði hún mjög há- tíðlega, og það mátti greinilega merkja, að hún hafði ekki að fullu fyrirgefið mjer spum- ingu mína. „Rósalinda," hafði jeg upp eftir henni. „Nafnið er fagurt og hverri listakonu sæmandi. - Jæja, við sjáumst þá seinna." „Já, við sjáumst seinna," svaraði hún með áherslu, og enn stakk hún mig í gegn með þessum dökku leiftrandi augum, sem skutu mjer skelk í bringu, en hrærðu þó jafnframt við hverju jákvæðu andsvari dýpst inn í með- vitund minni. Jeg held hún hafi skynjað þetta miklu skýrar en jeg, ef til vill hafði hún á réttu að standa, ef til vill vomm við systkini eins og hún sagði. Þegar hún fór, sá jeg að bros hennar var aftur kviknað í svipnum. Hún hneigði til mín höfuðið og hjelt síðan af stað. - Jeg horfði um stund á eftir henni og undraðist stóram. Þetta var einkennilega hávaxin kona í svartri dragsíðri kápu. Þetta var skáldkonan og söngvarinn, Rósalinda brjál. Aður en hún hvarf, sá jeg hálfvaxinn dreng koma fram úr húsasundi og kasta snjókúlu á eftir henni. „Nú, það er þá svona,“ hugsaði jeg og snjeri hryggur heim til mín. - Jeg veit ekki, hvað fólkið í þorpinu hugsaði eða talaði um mig sín á milli. Ef til vill hefir það litið á mig sem undarlegan, sjervitran iðju- leysingja og fráviltan sauð úr þjóð- fjelagisins nytsömu hjörð, en hafi svo verið, þá ljet það mig ekki gjalda þess. Allir vora alúðlegir við mig og kepptust um að gera mjer dvölina meðal þess sem notaleg- asta. Einhver hafði meðal annars komist að því, að jeg hafði yndi af söng, og þegar í stað sagt kirkjuspilaranum frá því. Þessi roskni, silfurhærði maður kom nú til mín einn daginn og sagði mjer, að hann væri nýbyrjaður að æfa dálítinn blandaðan kór í því skyni að geta aukið á hátíðablæ jólanna með fjórrödduðum söng í kirkjunni. „Mig langaði til að spyrja yður,“ sagði hann og brosti feimnislega, „hvort þjer hefðuð ekki ánægju af því að koma í þetta litla söngfjelag okkar? Við höfum þörf fyrir hjálp yðar, og það ætti, ef til vill, að geta gert yður dvölina hjerna heimilislegri. - Ekkert er betur fallið til þess að glæða vinarhug og einingu manna á meðal, heldur en blessaður söngurinn." Jeg tók boði hans fegins hendi, og svo byrj- aði jeg að sækja æfingar hans, og við æfðum jólasálma. Nokkram dögum seinna mætti jeg Rósa- lindu í annað sinn. Það gerðist úti á götunni eins og áður, en að kvöldlagi. Og það var frost og stillilogn, fjörðurinn dökkblár og kyrr, stjarna yfir fjallsbrúninni, marrandi snjór undir fótum. „Er það Benjamín, bróðir minn?“ sagði hún og gekk fast upp að mjer. Jeg sá að kolsvört augu hennar leiftraðu viðsjárlega, og að henni var mikið niðri fyrir. „Já,“ svaraði jeg. „Hvað er í frjettum, Rósalinda?“ „Guði sje lof, að jeg stend ekki lengur ein uppi hjer í plássinu. Jeg var á leið til þín, hjartans vinur. Nei, nú er jeg ekki hrædd um að alt komist ekki í lag.“ Hún njeri saman löngum horuðum höndun- um og hló. Það var ofsahlátur fagnaðar og sig- urvissu - hlátur neðan úr brjósti. Herðar hennar gengu upp og niður. Mjer rann kalt vatn milli skinns og hörands, jeg skildi ekki hvað hún var að fara og ægði útlit hennar. Loks kyrðist um í huga hennar, hún þagnaði og strauk burtu tárin, sem pressast höfðu fram. „Fyrirgefðu, vinur minn, en jeg er svo fagn- andi yfir því að eiga þig að. Þú mundir nú ekki vilja vera svo lítillátur, að ganga heim með mjer, svo jeg geti sagt þjer þetta í næði, og eins líka tekið fyrir þig lag og látið þig heyra eitt stef eftir mig?“ Jeg svaraði með hálfum huga, að mjer væri það mikil ánægja. Og svo gengum við af stað. Hún lék við hvem sinn fmgur og talaði stöðugt. Stundum var það nærri hrein vitleysa, en altaf öðra hvora komu setningar leiftrandi af skáld- legu andríki eða hvössum athugasemdum. Hún virtist mjög biblíufróð. Á blettinum framan við kofadymar hennar nam hún staðar, leit til himins og sló út höndunum. „Mikil er dýrðin í musteri drottins í kvöld!" hrópaði hún. „Ægileg er blinda þeirra augna, sem ekki sjá dásemdina og haft þeirrar tungu, sem lofar hana ekki.“ Og svo hóf hún upp söng sinn, undarlegt sambland af hvíslandi tilbeiðslu og há- stemmdri lofgjörð. Jeg gat ekki heyrt, að það væri neitt eiginlegt lag eða ljóð, sem hún fór með, en það var eigi að síður eitthvað máttugt og fagurt við það. Sál hennar flæddi út í hverjum tón og hverju orði. - Röddin var geysimikil, en víða sprungin og brostfeldug, fagrir tónar á víð og dreif, en altaf annað veif- ið utan við þá rjettu og eðlilegu línu. Hún var í algjöra samræmi við persónuna sjálfa. „Þetta er eftir mig,“ sagði hún brosandi, en með full augun af táram, þegar söngurinn var á enda. „Nú komum við inn.“ Jeg rétti henni hendina. - „Þakka þjer fyrir sönginn, jeg mun aldrei gleyma honum,“ sagði jeg og jeg fann, að jeg hræsnaði ekki fyrir henni. Hún greip báðum ísköldum hönd- unum utan um mína og kallaði mig sinn elsku- lega bróður og sitt langþráða athvarf. Svo leiddi hún mig inn í kofann. Hún flýtti sjer að kveikja á litlum vegg- lampa, sem hjekk á gaflþilinu, og á meðan notaði jeg tækifærið til að virða fyrir mjer húsakynnin. Fátækleg voru þau og því síður þrifaleg. í einu hominu stóð óuppbúið rúmflet með blökkum þrautslitnum sængurfötum í, í öðra lítið ofnskrifli, sem virtist jafnframt vera notað sem suðutæki, en nú bar þess lítil merki, að upp hefði verið kveikt í nýlega. Aska og kolasalli þöktu gólfið í kring. Það sem mesta athygli mína vakti var þó hljóðfær- ið sem hallaðist upp að þilinu undir lampan- um. Orgel átti það víst að heita, en kassinn var að hálfu leyti horfinn og furðaði mig á því, að það skyldi ekki hrynja saman í haug. Ystu nóturnar voru sömuleiðis hvergi sjáanlegar, nje önnur fótafjölin, en á veggnum fyrir ofan það vora festar myndir af nokkrum ódauðleg- ustu listamönnum veraldarinnar, einnig mynd af Jesú, tólf ára gömlum, í musterinu. „Það er orðið fomfálegt, blessað," sagði hún, þegar hún varð þess vör, að jeg horfði á það. „Jeg keypti það á uppboði fyrir nokkram áram, og það hefir staðið sig furðanlega síðan. - Ekki veit jeg, hvemig jeg hefði lifað án þess, jeg æfi mig daglega og stundum allan daginn." Svo settist hún á kassa fyrir framan það og tók nokkur tónagrip. Það bar ekki á öðra en það svaraði, og jeg þóttist meira að segja kannast við lagið, gamalt sálmalag, ein- falt og fagurt, sjálfsgt ættað úr Grallaranum. - Þetta gekk kraftaverki næst. „Það var víst eitthvað sjerstakt, sem þú ætl- aðir að segja mjer?“ sagði jeg varfæmislega, þegar hún hætti og jeg hafði farið nokkrum viðurkenningarorðum um hljómlist hennar og elju. Hún reis á fætur og reikaði nokkram sinnum hringinn í kring í herberginu, ýmist smábrosandi eða skuggalega íhugul. „Já,“ svaraði hún loks og kom fast að mjer. „Jeg hefi einu sinni orðið fyrir smán og lítils- virðingu heimskra, sjálfbirgingsfullra og sál- arlausra manna, jeg hefi enn einu sinni sjeð þá gera asklokið að sínum himni og grút- artýrana að sinni sól. Misskildu mig ekki bróðir, þeir gera þetta af fáfræði, frekar en mannvonsku, og þú einn getur opnað augu þeirra. Þeii- virða þig, af því að þú ert ungur og hraustur og fagur og nýkominn til þeirra. Mig hrækja þeir á, af því að jeg hefi altaf ver- ið hjá þeim og er í þeirra blindu augum aðeins gömul og ljót kona, fátæk og einmana. Þeir kalla mig Rósalindu brjál.“ Hún þagnaði eitt andartak og starði framan í mig svo myrku, sársaukafullu augna- ráði, að jeg hrökk til baka eins og hengiflug hefði skyndilega opnast fyrir fót- um mjer. Þvílíkt hyldýpi mannlegrar óham- ingju hafði jeg aldrei fyrr augum litið. „Það hlýtur að mega kippa þessu í lag,“ stamaði jeg utan við mig. „Jeg vissi, að þú myndir segja þetta!“ hróp- aði hún fagnandi. - „Jeg ætla að segja þér söguna alla. - Jeg frjetti það, að kirkjuspilarinn hjerna væri bú- inn að stofna söngkór til þess að lofsyngja Jesú á jólunum og að þú værir genginn í kór- inn. Því skyldi jeg, systir hans, ekki gera það líka,“ hugsaði jeg og fór til mannsins og bauð fram krafta mína, mína sál og minn söng. - Jeg vai- upptendrað af ást til allra, og nú standa jólin fyrir dyrum. Jeg fæ altaf óstjóm- lega þrá til að koma til mannanna á jólunum og njóta með þeim sameiginlegrar blessunar guðs. En hvað heldurðu að hafi komið á dag- inn. Hann sagði nei takk! - Hann sagðist hafa fengið nógu marga i kórinn. Hann sagði: - „Nei, því miður get jeg ekki tekið þig með, Rósalinda.“ Jeg sagði, að honum væri ekki al- vara, bróðir minn hefði heiðrað hann með þátttöku sinni og það mætti ekki aðskilja tvær samhljóma sálir. Hann hló og sagðist ekki skilja ættfræðina mína. Og svo sagði hann þetta, taktu nú eftir: „Jeg segi þjer eins og er, Rósalinda góð, þú ert ekki hæf í kirkjukór. Það er ekki meiningin að hneyksla prestinn og söfnuðinn með því að troða upp með skrípaleik á sjálfum jólunum." „Skrípaleik, drottinn minn góður! Rósalinda söngkona ekki hæf til að vera með í kómum hans Varða!“ hrópaði hún og hló og grjet sam- tímis. „Ja, skyldi frelsaranum mínum ekki vera nóg boðið? Jeg sagði bara að faríseamir hjema í plássinu skyldu gæta að sjer, skeð gæti, að enn væri til maður í heiminum, sem þyrði að segja þeim til syndanna eins og fyrir nítján hundrað áram - maður, sem tæki svari hinna fyrirlitnu og smáðu. „Nei, svo er fyrir að þakka, að jeg stend ekki lengur ein uppi hjer. Við skulum sjá, hvað gerist á morgun,“ sagði jeg og flýtti mjer burt frá honum. Og svo hitti jeg þig, Benjamín, bróðir minn. Jeg er ekki hrædd um, að þú kippir þessu ekki í lag eins og þú sagðir áðan.“ Hún þagnaði og starði á mig, full trausts og vonar, og beið eftir því að jeg endurtæki hjálparorð mitt - loforðið um að jeg opnaði augu mannanna fyrir list hennar og hjartalagi, en mjer varð svarafátt. Sorg, sem enginn þekkir annar en sá, sem vegna síns eigin van- máttar verður að glata því trausti, sem honum hafði áskotnast, þyrmdi yfir mig, og jeg sá eng- in ráð. En jeg gat ekki sagt henni eins og var, - hafði ekki kjark til þess. Oft og mörgum sinn- um hafði mér fundist ég hafa nóg áræði til að segja öllu því Ijóta og rangláta í lífinu stríð á hendur, já, jafnvel þó jeg ætti að berjast al- einn, en nú hafði jeg ekki hug til að segja ein- um sálsjúkum vesalingi sem treysti á mig, að jeg gæti ekki hjálpað honum. Meira að segja fann jeg, að jeg mundi fyrirverða mig fyrir að láta nokkurn vita að jeg liti öðrum augum á hana en aðrir, svo fátækur var jeg af því Jesú- eðli, sem mjer var eignað. „Þetta er leiðinlegt að heyra,“ tautaði jeg niður í barminn. - „Það þyrfti að kippa þessu í lag. Jeg skal hugsa um málið. Því miður hefi jeg lítinn tíma núna, kem til þín á morgun, ef eitthvað greiðist úr.“ Jeg bretti upp frakka- kraganum og bjó mig til að fara. Mjer leið mjög illa. Hún skynjaði víst að einhveiju leyti hugs- anir mínar, því um leið og hún rétti mjer höndina í kveðjuskyni, sagði hún: „Margir eru kallaðir en fáir útvaldir, og hverjir það era, það skal nú reynt verða." Orð hennar lustu mig eins og svipuhögg, og jeg hrökklaðist undan þeim til dyranna og bauð góða nótt. Jeg sá ekkert til hennar í marga daga á eft- ir, ef til vill var hún veik, eða ef til vill var hún svo niðursokkin í dýrkun listar sinnar og hins ótakmarksháða ílugs andans, að hún hefði gleymt mjer og mannlegri einsemd sinni í skúmum, jeg hef aldrei komist að því, og jeg var henni mjög þakklátur fyrir að verða ekki á vegi mínum. En jeg sótti söngæfingamar í kirkjunni með lítilli gleði. Jeg var utan við mig, og mjer fannst hljómur sálmalaganna lyfta sjer þunglega frá brjóstum okkar og deyja undir hvelfingunni. Heyrði Jesús yfir- leitt þennan söng? I rökkurbyrjun á aðfangadaginn sjá jeg hana aftur. Hún rölti suður götuna á undan mjer og beygði síðan niður að skúmum við sjóinn. Mjer sýndist bak hennar bognara en áður, og hinn hái líkami hennar enn þá inns- viðnari unir svörtu skósíðu kápunni. Logn- mjöllin fjell hvít og mjúk og svæfandi yfir þorpið og yfir slóð þessarar svartklæddu konu. Enginn annar sást á ferli, allir inni í húsum sínum við undirbúning hátíðarinnar. Aðeins jeg og hún og hóglát, hnígandi mjöll, sem máði spor okkar út, það var alt, það var heimur minn allur á þessari stundu. Jeg reik- aði heim til orgelspilarans og sagðist ekki geta sungið í kvöld. „Það er skaði. Mjög leiðinlegt," sagði hann og horfði spytjandi á mig. „Ekki í kvöld, jeg get það ekki,“ sagði jeg, án þess að gefa frekari skýringu, og kvaddi. Mjer varð gengið út í logndrífuna seinna um kvöldið, þegar allir vora komnir í kirkjuna og jólaljósin mændu eins og hálfblind augu út í snjóiðuna og myrkrið fyrir utan. Orgelið og lærður, fjórraddaður söngur glumdi við og jeg sá fyrir mér allt fólkið á bekkjunum og prestinn fyrir altarinu, hlýða andagtugt á og finna til stolts yfir þessum jafna, vel æfða söng með lærðu sniði, sem engin fölsk rödd fjekk leyfi til að blanda sér í. Og því ekki það? Var það ekki enn einn menningaraukinn í þessu litla fiskaraþorpi? „Jú,“ svaraði jeg sjálfs míns hugsun og snjeri til baka, - snjeri einn míns liðs og með þungu hjarta inn á mjó- an troðning milli fiskhjalla og beituskúra, sem mjöll og myrkur höfðu í fjelagi máð allt form af. Jeg staðnæmdist við lítinn trjeskúr niður við sjóinn. Daufa ljós skímu lagði út um gluggann, og einnig hjer hljómaði orgelspil og söngur út til mín. Jeg kannaðist hvorki við lag eða ljóð, það virtist sem hvorki væri fylgt vissri tóntegund eða almennum settum hljóm- listaraeglum. En það var söngur til Jesú eigi að síður, jeg heyrði nafn hans hvað eftir ann- að hrópað í þvílikri bæn og tilbeiðslu, að mig hafði ekki órað fyrir því, að nokkrar dauðleg- ar varir eða tunga gætu mælt svo. Og jeg skildi líka, að svo var ekki, það vai' sál - hungruð sál, sem talaði sínu eigin máli við bróður allra einstæðinga hjer á jörðu. Jeg gekk lotningarfullur á brott, en hrygg- ari, smærri og ef til vill sekari, en jeg hafði nokkum tíma fundið mig áður um æfina. Og til mín komu jólin ekki að þessu sinni. Litlu seinna fór jeg alfarinn úr þorpinu. I I Vikivaki eftlr GUÐMUND KAMBAN 192 8 Að ofan helkaldar stjömur stara með strendu sjáaldri úr ís á funakoss milli kaldra vara, svo kaldra að andi manns frýs. Og máninn skín á oss skyldurækinn, vill skilja milt okkur við. Við stöndum tvö hjer við Tunglskinslækinn, og teljum áranna bið. En jeg var feimin, með jörpum lokkum, og jeg var saklaus og fróm, í brúnum upphlut, á bleikum sokkum, og blásteinslituðum skóm... Hvað tjáir mildi þín, tunglið ríka, hvað tjáir skjöldur og sigð? Hann vildi fá mig og fekk mig líka - hann fór með dygð mína og hrygð. Daginn eftir til allra furðu jeg ennið fijálslega bar. Og allar stöllur hver aðra spurðu, en engin staUa fekk svar. Þær áfram töldu til átta og níu, þaðaltvarmánaðatal- en þegar þær höfðu talið tíu, þá týndist alt þeirra hjal. Svo kom stundin, með sól á bárum, er Sörh fór út í lönd. Jeg sat eftir sem álft í sárum þau ár sem nú fóru í hönd... En heyri eg síðan í Sörla nartað, þá sje jeg tungl skína í sigð, og ljósblátt auga sem lykst um hjartað og lofar eilífri trygð. Vappar ósyndur ungi á bakka með augun blikandi af þrá: en sumir þora ei til þess að hlakka sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu, sm Guð þeim sendir, menn gera kvíðann að hlíf, og kvíða oft því sem aldrei hendir, og enda í kvíða sitt líf. Sörla beið jeg, og síglöð undi við síðustu orð hans og heit, og bjó mig undir að fagna hans fundi í fjarlægri íslenskri sveit. Brenni jörð undir berum fótum, og blikni sól í þeim eim: aldrei skifti eg við annan hótum, því eitt sinn kemur hann heim. Þótt heyri eg sögur af honum, frúnni, með húsum, görðum og tijám, jeg leik mjer áfram og lifi í trúnni, uns lygin gengst upp að hnjám. Ef Sörli hefur á svikum lumað, þá sýnið mjer þennan streng: þá fyrst skal jeg hætta að geta gumað af góðum íslenskum dreng. Margur leitar þess alla æfi sem átt hann gat hverja stund. Margur heldur, sá markið hæfi sem mat sjer annara pund. Margur beið þess, að Guð sjer gæfi það gull sem lá í hans mund: Sá er fátækur alla æfi sem ekki á barnglaða lund. I_______________________________________I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.