Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 115

Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 115
1913 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 115 V Um kveðskap Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Skáldaþing 1 9 6 4 • Skáldið W.H. Auden sóttl ísland helm öðru sinni, en hingað hafði hann komið ungur ásamt skáldbróður sínum Louis MacNeice og þeir skrifaði saman bókina Letters from lceland 1937. Að þessu sinni hitti hann hins vegar fyrir íslenska skáldbræður, og er hér á myndinni, til vinstri, ásamt skáldjöfrunum Gunnari Gunnarssyni, Sigurði Nordal og Tómasi Guðmundssyni. Auden var fæddur í Bretlandi 1907 en varð bandarískur ríkísborgari 1939. eftir EINAR ÓL. SVEINSSON 1929 I Líf listamannsins er fegurst, þegar það er skammvint. Þegar honum hefir orðið þess auðið að opinbera anda sinn, og það er enn mitt sum- ar, er hann gengur inn um dyrnar, sem enginn kemur út um aftur. Þá sjer enginn hið daprasta af öllu döpru, hnignun hans og afturför. Þá þarf hann ekki sjálfur að reyna hið þyngsta af öllu þungu, ófrjósemi og andlega trjenun. Og jafnvel þótt ör- lög sumra manna sjeu svo fágæt- lega björt, að þeir þroskist fram á elliár, geta þeir þó ekki átt vorið nema einu sinni, gróandann, lifandi safann, töfra angandi vornætur. Haustið á sína miklu fegui'ð til, en haustið er þó aldrei nema haust. Skáldferill Jónasar Hallgríms- sonar var jafn fagur og hann var skammur. Sem skáld var Jónas frá- bærlega hamingjusamur. Honum varð þess auðið að fylla kvæði sín þeirri fegurð, sem hann sá í veröld- inni, og hann dýrkaði af öllu hjarta sínu. Hann er einhver mesti lista- maður allra ísl. skálda, einhver mesti meistari formsins. Honum varð þess auðið að berjast til sigurs fyrir þeirri stefnu, sem Bjarni Thorarensen hafði hafið - það var ekki einungis rómantíkin, heldur endurfæðing íslenskrar ljóðalistar. Þegar Jónas kemur fyrst fram, yrkir sín fyrstu kvæði, sem varðveitt eru, virðist hann fuliþroska í ljóða- gerð. Síðan yrkir hann hátt á annan áratug, þá deyr hann. Hefir skáld- skapur hans þróast á þessum stutta tíma, hefir hann breyst? Eða hefir þetta árabil verið eitt langt augna- blik, óbreytanlegt og fullkomið, án þess að tannhjól tímans þokaði því „annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“ ? Þetta mál mun jeg ræða nokkuð í línum þeim, sem á eftir fara, og mun jeg ekki síst líta á það, sem stöðugast virðist hjá Jónasi: formið. I I Þrennt virðist hafa haft mest áhrif á Jónas Hallgrímsson á yngri árum hans: klassicismi Bessastaða- manna, kvæði Bjarna Thorai'en- sens, Ossían. Klassicismi Bessastaðamanna snertir einkum form Jónasar og mál - gott dæmi þess er, að hann þýðir kvæði eftir Horatíus á inn- dælt íslenskt mál undir fornum háttum (ljóðahætti og fornyrðis- lagi), líkt og Sveinbjöm Egilsson gerði. Má ekki ólíklegt þykja, að frá Bessastöðum sje Jónasi kominn hinn klassiski blær á ýmsum hinum síðari kvæðum, er vikið verður að seinna. Bjarni hefir líka áhrif á form hans, bæði hjá honum og Bessastaðamönnum lærir Jónas að beita fornháttunum, en hjá Bjarna að fara með nýrri háttu og verður honum brátt miklu fremri í því. Hjá Bjarna er enn nokkur átjándualdar- keimur í meðferð þeirra, óeðlilegar áherslur, mislipur kveðandi, gamalt skáldskaparmál (kenningar) - en hjá Jónasi er þetta alt horfið: málið er hreint, einfalt, fagurt og fellur nákvæmlega að bragarhættinum. Með kvæðum Bjama drekkur Jónas í sig hinn nýja anda: róman- tíkina. í huga hans verður vorleys- ing, ótal öfl losna úr læðingi og fá að njóta sín; hann má nú gefa sig á vald flugi hugans, ólgandi litbliki tilfinn- inganna, þyrstri fegurðardýrkun. Og með hetjunum úr Ossían reikar hann í þunglyndi hins unga manns um einmanalega, dapurlega heiðina, og það er sem hinn rökkurmildi, keltneski tregi veiti honum svölun. En þetta er alt að mestu orðinn hlutur, þegar Jónas yrkir hin feg- urstu kvæði sín. I þeim hefir hann þegar alla aðaldrættina í svip sín- um. En nokkuð virðist mjer skera sig úr kvæði þau, sem ort era fyrir 1832, þegar hann fer utan í fyrsta sinn, sjeu þau borin saman við síð- ari kveðskap hans. I I I Lítum fyrst á formið. Að háttum er hann ekki ýkjaauðugur á þessum tíma. Langmest ber á fornháttun- um, fornyrðislagi og ljóðahætti; dróttkvætt (óreglulegt) og hryn- henda koma fyrir. Frá Sveinbimi Egilssyni hefir hann háttinn - og ekki svo lítið í anda kvæðisins með - í kvæðinu „Nótt og morgun“; það er sá sami og er á kvæði Svein- bjamar: „Fósturjörðin fyrsta sum- ardegi“. Frá Bjarna er bragurinn á „Skraddaraþönkum um kaupmann- inn“ (sbr. Freyjuketti Bjarna), og kvæðið um sumardagsmorguninn fyrsta er ort undir sama lagi og „Lofsöngur“ Claus Frimanns, sem Jónas þýðir á þessum árum („Líti jeg um loftin blá“). Þegar við er bætt nokkrum rímnaháttum og fá- einum öðram háttum á háðkvæðum Jónasar, þá er upp talið! Fleiri hættir koma ekki fyrir i íslenskum kveðskap Jónasar á þessum tíma. Annað, sem vert er að athuga, er meðferð hans á hinum fomu hátt- um, fornyrðislagi og ljóðahætti. Eins og þeir Konráð og Brynjólfur benda á í fyrstu útgáfu ljóðanna, blandar Jónas þessum háttum oft saman - í sama kvæði skiftast þeir á eða þeim er slengt saman í einni vísu; t.d. hefst vísan á fornyrðislagi: Hví und úftium öldubakka sjónir inndælar seinkar þú að fela - svo hefst ljóðahátturinn: bbða ljós, að bylgju skauti hnigið hæðum frá? Kvæðið Galdraveiðin er undir ljóðahætti, nema fyrsta erindið: Hvað mun það undra, erjegútisje,- þrúðgan þrætudraug um þveran dal skyndilega skýi nða? Hjer ber nú svo kynlega við, að hik kemur á lesandann í lok þriðju braglínu: hann veit ekki, hvort þar á að koma þögn ljóðaháttarins, sem gerir línuna að kjarnyrði, eða hann á að hlíta leiðslu fomyrðislagsins, er gerir erindið alt að óslitinni frá- sögn og lýsing. I þessu hviki milli háttanna, þessari óvissu, þessum skorti á hreinum stíl, birtist æska skáldsins: hann hefir enn ekki öðl- ast alt það vandlæti og þann stíl- þroska, sem kemur síðar fram í hverju kvæði hans. í sömu andránni og taldir era fram gallar á formi Jónasar á þess- um áram, hæfir vel að geta ann- ► Bifreiðastöðin Hreyfill var stofnuð í Baðstofu iðnaðarmanna við Vonarstræti í Reykjavík 11. nóvember 1943. Félagið er því lítið eitt eldra en íslenska lýðveldið. Frá upphafi hefur félagið leitast við að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins góða þjónustu. Leitað hefur verið nýrra og ferskra leiða hverju sinni til bættrar þjónustu. Á síðasta ári var gert verulegt átak til styttri útkallstíma, aukinnar þjónustu og betri nýtingar á bifreiðaflota Hreyfilsmanna er tekið var í notkun nýtt tölvu- og greiðslukortakerfi í bílum félagsins. Nú geta viðskiptavinir greitt fyrir þjónustuna með greiðslukortum, auk þess sem útkallstími hefur verið styttur verulega. Bifreiðastöðin Hreyfill þakkar viðskiptavinum sínum viðskiptin á liðinni öld og horfir björtum augum til framtíðar. % * XWREVFftZ/ Handan við hornið, handan við aldamót I 5 88 55 22 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.