Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 117

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 117
1913 JtorgpmM&Mlt 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 117 Á 300 ára afmæli Handels eftir ATLA HEIMI SVEINSSON 1988 Margt gerir það að verkum að mér finnst erfitt að átta mig á Hándel og verkum hans, núna á þrjú hundruð ára afmæli hans. I fyrsta lagi þekki ég aðeins lítinn hluta verkanna. Hándel var einkum óperutónskáld, en óperur hans eru varla fluttar lengur svo nokkru nemi. Ég sá einu sinni óperu eftir Hándel, - í Hamborg að mig minnir, - annaðhvort var það Giulio Ce- asare eða Serse, - alla vega var það drepleiðinlegt leikhúskvöld. En mér telst til að hann hafl samið fjörutíu óperur auk fjölda pasticci, ieikdans- verka og grímuballa, samkvæmt áreiðanlegum verkaskrám. Ekkert af þessu þekki ég. Að vísu sér mað- ur í sönglagaheftum, byrjendabók- um eða aríuheftum eina og eina aríu á stangli úr öllu þessu mikla óperu- verki, t.d. Ombra mai fu úr Xerxes Persakonungi, sem er eitt og hið sama og Largo, slagari allra alda, sem jafnt dugar við bamaskírnir og jarðarfarir. En textinn fjallar um skuggsælt iimandi tré. Einhverjar fleiri aríur eru sprellifandi í námsskrám tónlistar- og söngskóla, en hvergi nema þar. Þær eru yfirleitt settlegar og virðu- legar, hljómagangur er fastskorðað- ur, laglína sem hrynjandi í full- komnu jafnvægi. En þetta er þurr- leg músik fremur en safarík, ekki demónísk og óútreiknanleg heldur hefur þessi höfundur allt sitt á þurru eins og mislukkaðir bissness- menn segja. Og maður getur sagt að bókhaldið í þessari tónlist sé í fullkomnu lagi. Hér er ekki verið að selja svikna vöru eða svindla á neinum eins og al- gengt er í dag, einkum í nafhi hefð- arinnar. Og þessi músík er líka falleg ef menn sækjast eftir því í músík. Og þá er aðeins eftir einkunnagjöfin, sem sumir kalla tónlistargagnrýni og enginn tekur mark á: nokkuð fallegt - ekki óáheyrilegt, lætur vel í eyrum og svo framvegis - allt eru þetta inn- antóm og merkingarlaus lýsingarorð „Hándel var endalaust stældur meðviðtað og ómeðvitað, og hafði þess vegna ótrúleg áhrif á næstu kynslóðir tónskálda.“ illa menntaðra, óskrifandi og öfund- sjúkra kritikera. Hvað er þetta? Fal- legt eða glæsilegt eða hvort tveggja? Barokkóperan er dauð og senni- lega steindauð, með öllu sínu maskineríi og effektum. Geldingar spranga ekki lengur um óperusviðið og prímadonnumar hafa misst reisn sína, elskhugar þeirra þora ekki lengur að láta sjá sig með þeim og aðdáendurnir heyja ekki lengur ein- vígi vegna þeirra. Þetta stórkostlega apparat, sem Hándel skrifaði fyrir, er ekki lengur til og þær kröfur sem menn gera til leikhúsverka eru allt aðrar nú held- ur en í þá daga. Okkur eru framandi þær goðumbomu og hugsjónaríku persónur, sem Hándel leiddi fram á sviðið. Háleitar hugsjónir og hetju- lund fomaldar era tortryggilegar tölvufólki, sem hugsar á forritunar- máli í „bits og júnits“. Óperar Hándels hafa ekki haft þann sveigj- anleika eða hæfileika til að aðlaga sig hinu rómantíska og nútímaleik- húsinu. Sumir segja, og eflaust með réttu, að mörg óperatónlist hans sé mjög fögur, jafnvel áhrifarík, en það litla sem ég þekki finnst mér vera einkennilega sótthreinsað. Og þó list sé óaðfinnanleg þarf hún ekki að vera genial, eins og miðlungsmenn í listinni á öllum öldum hafa fundið. Sama er að segja um óratóríum- ar, en þær eru náskyldar óperan- um. Þær era um 20 að tölu og engin lifir góðu lífi í dag, nema Messías, meistarastykki Hándels. En á Englandi er raunar ekki litið á verkið, sem listaverka eða músík, heldur „tradition" og mér lærðari menn verða að skýra út hvað það orð merkir á ensku. Niðurtaðan er sú að Hándel er nær óþekktur á tuttugustu öld. En samt lifir hann. Hándel er almennt álitinn einn hinna „stóru“ í tónlist- arsögunni og gjarnan spyrtur sam- an við Bach. Þeir voru samtíma- menn en áttu lítið annað sameigin- iegt. En dómur sögunnar er aldrei endanlegur, heldur í sífelldri end- urskoðun, goðum steypt af stalli og önnur upphafin. Bach og Hándel eru kannski elstu tónskáldin, sem höfða til breiðs áheyrendahóps vorra daga. Ótvíræður stórsnilling- ur eins og Heinrich Schútz er nær óþekktur utan Þýskalands. Palest- ína er nær eingöngu fluttur og meðtekinn í kaþólskum löndum. Hvað þá eldri snillingar, eins og Josquin des Prés, sem var eins konar Schubert endurreisnarinnar, - hvað með svaninn frá Padúa, Luca Marrenzio, eða Gesualdo, furstann af Venosa, - Orlando Lassus, - Dufay svo aðeins sé minnst á örfáa. Allir þessir snill- ingar eru aðeins þekktir og metnir af þröngum hóp, list þeirra er ars reservata. En svo var aldrei með Hándel. Hann naut óvanalegra vinsælda um sína daga og líka síðar. Mozart dáði hann, endurútsetti m.a. Messías og bætti þar við klarinettum, nýju hljóðfæri og óþekktu á dögum Hándels. A unglingamáli: poppaði hann upp. Beethoven, sem flest var betur gefið en aðdáun á starfsnaut- um sínum lífs og liðnum (enda hafði hann efni á því), segir um Hándel: „Hann er mesta tónskáld allra tíma. Ég mundi bera höfuð mitt og krjúpa á gröf hans.“ Og menn þekktu einkum óratórí- umar, því óperarnar var löngu hætt að sýna á nítjándu öld, þær rykféllu á söfnum og í bókakompum leikhús- anna. Það hefur aldrei heppnast ► Bogi Pétursson Bárður Tiyggvason Þórarinn M. Friðgeirs. ísak Jóhannsson Guðfinna Sverrisdóttir sölumaöur sölustjóri sölumaður sölustjóri, atv. húsn. ritari, sölum. Gsm. 897 4868 Þökkum viðskrptavinum okkar ánægjuleg viðskipti á liðnum árum. Óskum ykkur ánægjulegra stunda á komandi öld VALHDLLr Síðumúla 27 - Sími 588 4477 - Fax 588 4479 - 1 fasteignasalaI Hetfanghttp://mbl.is/valholl/oghttp://habil.is Rita SKUVERSLUN Bæjarlind 6, s. 554 7030 Eddufelli 2, s. 557 1730 Ríta tískuverslun er með fatnað fyrir konur á öllum aldri. Til okkar geta komið ömmur, mömmur og dætur og allar fengið fatnað við sitt hæfi. Við leggj- um áherslu á að vera með allar stærðir, 36—56, og sanngjarnt verð. Verslunin leggur metnað sinn i persónulega og góða þjónustu. Ríta hefur verið starfrækt frá árinu 1982 í Eddu- felli 2, Reykjavík. Opnuð var ný verslun í Bæjarlind 6, Kópavogi, í október 1999. Eru nú verslanirnar tvær. Ós£um öfltim oiðsÁipiavinum oy fancfsmönnum öflum gfeðflegs ars! Á nýrri öld þakkar Fcisteignamiðlun öllum viðskiptavinum sínum, nær og f]ær, fyrir traust og góð viðskipti á liðinni öld. * ■« R. FASTEIGNA m Síbumúla 11, 2. hœb • 108 Reykiavík Sími: 575 8500 • Fax: 575 8505 Veffang: www.fastmidl.is Netíang: sverrir@fastmidl.is Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali BODYSLIMMERS NANCY GANZ Línurnar <.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.