Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 126
126 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
Talað við Elenu,
dóttur Krúsjeffs
Marylin Monroe
19 5 4 • Norma Jane Mortenson, síðar Baker, en best þekkt sem
Marylin Monroe, er eitt helsta kyntákn aldarinnar. Hún var ekki síður
þekkt fyrir einkalíf sitt en sem leikkona. Monroe var gift hornabolta-
stjörnunni Joe DiMaggio í níu mánuði árið 1954, og síðan leikskáld-
Inu Arthur Miller frá 1956 til 1961. Hún lést 5. ágúst 1962, aðeins
36 ára, á heimili sínu í Los Angeles, eftir að hafa innbyrt ókjör af
svefnpillum. Hér er hún við tökur á kvikmyndinni The Seven Year Itch;
stendur á loftræsirist yfir neðanjarðarlest New York borgar.
eftir MATTHÍAS
JOHANNESSEN
1964
Dætur Krúsjeffs, Júlía, eiginkona
Gontars framkvæmdastjóra Kiev-
ballettsins, og Elena, skruppu í gær-
dag í stutta fiugferð með landhelgis-
flugvélinni, og var m.a. flogið yfir
Surt. Ymsir aðrir gestir voru með í
ferðinni, sem tókst ágætlega að því
leyti að eyjan sást vel og Surtur lét
talsvert á sér kræla. Síðan var flogið
yfír landið og aftur til Reykjavíkur,
þar sem lent var skömmu eftir há-
degið.
Fréttamaður Morgunblaðsins
spurðist fyrir um það í gær, hvort
hægt væri að hitta systumar sem
snöggvast að máli, en var sagt að
þær mundu vera önnum kafnar við
að skoða land og fólk. Meðal annars
var ráðgert, að yngri dóttirin, Elena,
færi upp að Gljúfrasteini, því Nó-
belsverðlaunaskáldið hefði boðið
henni í útreiðartúr um Mosfellssveit-
ina. Var fréttamanni Morgunblaðs-
inð boðið að slást í fórina uppeftir og
tala við hana á leiðinni. I bílnum voru
auk þeira Vladimir Jakob, túlkur, og
Gontar, mágur Elenu. Elena sagðist
varla treysta sér til að eiga blaðavið-
tal í bíl, Jdví henni liði ekki vel, hvorki
í bílum né flugvélum, eins og greini-
lega hefði komið íram fyrr um dag-
inn. Við spurðum hvað hefði gerzt í
flugferðinni og þá svaraði hún: „Ég
er ekki ennþá búin að ná mér eftir
flugferðina, því ég var svo lasin þeg-
ar flogið var yfír eldfjallið."
„En hvemig leizt yður á Surt?“
spurðum við.
Hún brosti eins og hún væri fegin
því að Surtur væri liðið ævintýri í lífi
hennar. Hún sagðist Mtið sem ekkert
hafa getað notið útsýnisins úr flug-
vélinni eða haft þá ánægju af ferð-
inni sem til stóð.
Mágur Elenu var aftur á móti
ekkert miður sín. Hann lék á als oddi
eins og venjulega og alla leið upp að
Gljúfrasteini hafði hannekki við að
biðja fréttamann Morgunblaðsins að
skila þakklæti til ýmissa aðila hér á
landi. Hann minntist á forsetann og
ríkisstjómina, Þjóðleikhúsið, Kristin
E. Andrésson, Halldór Laxness og
Birgi Thorlacius.
„Af hveiju eigum við að senda
Birgi þakklæti?" spurðum við.
„Vegna þess að hann stóð við hlið-
ina á Elenu þegar hún fékk laxana í
Elhðaánum í gær,“ svaraði hann.
„Nú, hefði hún ekki getað dregið
laxinn sjálf?“ spurðum við.
„Jú, en....“
Elena hafði fylgzt með því sem
fram fór, hún sneri sér við í sætinu
og skaut inn í: „Ég hafði mjög gam-
an af að draga laxinn, ég var ekkert
taugaóstyrk," sagði hún. Og svo
bætti hún því við, að hún hefði aldrei
fyrr veitt físk, „en hver veit nema ég
reyni það einhvem tíma aftur,“ sagði
hún, og það var augsýnilegt að El-
liðaárferðin hafði ná tilgangi sínum.
Það var eins og dálitill sólargeisli
brytist undan skýjaþykkni, þegar
minnzt var á ámar og laxveiðina.
Það leyndi sér ekki að hún var búin
að fá „bakteríuna,“ enda sagði Þjóð-
viljinn í gær - og allir vita, að Þjóð-
viljinn er ekki að velta sér upp úr
smámunum - „reyndir veiðimenn
sögðu, að hún myndi „fljótt koma
til“.“ Én Elena sjálf var ekert hátíð-
leg yfír þessu, hún sat hin rólegasta í
framsætinu með þykku gleraugun
sín og virti fyrir sér fjöllin.
„Hvemig lízt yður á landið?"
spurði fréttamaður blaðsins. „Höfð-
uð þér nokkuð heyi-t af því áður?“
„Já,“ svaraði Elena Krúsjeffsdótt-
ir. „Ég hafði gert mér í hugarlund
hvemig landið liti út, en nú hef ég
séð það með eigin augum og það hef-
ur ekki valdið mér vonbrigðum.
Áhrifín hafa verið góð og þægileg."
„Og hvað fínnst yður fallegast af
þvi sem þér hafið séð hér á landi?“
„Gullfoss," sagði Elena án þess að
hugsa sig um. „Mér fínnst Gullfoss
tignarlegastur og fallegastur."
„Fannst yður erfitt að veiða lax?“
spurðum við.
„Nei.“
„Hún var mjög róleg,“ skaut
Gontar inn í, „en ég var taugaóstyrk-
ur, þegar hún setti í stærsta laxinn.
Auðvitað missti hún hann. Hann
strikaði niður ána og út í ósinn og
þar stóð einhver ljósmyndari, sem
var lítill veiðimaður og gat ekki náð
honum, og auðvitað missti hún hann
svo.“
„Var hún ekki leið yfír því?“
Elena hristi höfuðið. Hún er aug-
sýnilega mjög rólynd stúlka og lætur
ekkert „fara í taugamar á sér“ eða
koma sér úr jafnvægi. Líklega er
hún líkari móður sinni en föður sín-
um að því leyti. Og svo hefur hún
ekki eins gaman af að tala og hann.
Gontar sagði að Jakob túlkur væri
mjög slæmur veiðimaður. Aftur á
móti þýddi hann ágætlega bækur úr
íslenzku. Við spurðum Elenu enn að
því, hvað hefði komið henni mest á
óvart á Islandi, að Gullfossi undan-
skildum. Hún sagði:
„Ég hef mest hrifízt af gestrisni
fólksins og náttúrufegurðinni.
Kannski er ekki hægt að segja, að
það hafi komið mér á óvart, en hvort
tveggja er skemmtilegt ævintýri.“
„Vorað þér hræddar þegai- þér
fluguð yfír Surt?“ spurðum við var-
fæmislega.
„Nei, ég var bara veik, það er allt
og sumt.“
„Gaus Geysir meðan þér stöldrað-
uð þar við?“
„Nei,“ svaraði hún stutt og
laggott. Og það var ekki eins og sá
gamli syndaselur og hrekkaljómur
hefði haft nein sérstök áhrif á hana.
En Strokkur gaus.
Við fórum út í aðra sálma. Við vor-
um á leiðinni heim að Gljúfrasteini
og nú átti hún að fá að fara á bak ís-
lenzkum hesti og því ekki úr vegi að
spyija, hvort henni þætti gaman á
hestbaki. Hún kvað það vera. Hún
sagði, að foreldrar sínir ættu búgai'ð
íýrir utan Moskvu. „Þar eigum við
marga vini,“ sagði hún, „og þeir
bjóða mér oft og tíðum á hestbak.
Mér þykir mjög gaman að fara í út-
reiðartúra." Að öðru leyti sagðist
hún ekki hafa alizt upp í sveit. Hún
þekkir raunar lítið til sveitalífsins og
til dæmis hefur hún ekki komið í
samyrkjubú, svo orð sé á gerandi.
Okkur skildist, að þessi dóttir sov-
ézka forsætisráðherrans væri borg-
arbam fram í fmgurgóma, en hefði
gaman af þeim lystisemdum sem
fögur náttúra og sveitalíf hafa upp á
að bjóða.
Við spurðum hana næst að því,
hvort henni hefði þótt gaman af að
fara með foreldram sínum til Norð-
urlanda. Hún svaraði því játandi og
sagðist hafa haft mikið yndi af ferða-
laginu.
„Hveijum líkjast Islendingar
mest?“ spurðum við.
„Norðmönnum," svaraði hún hik-
laust. „Norðmenn og Islendingar
eru kannski dálítið minna glaðir en
Danir og Svíar, en ég hef á tilfinn-
ingunni, að þeir séu áreiðanlegri.
Það er hægt að treysta því sem þeir
segja.“
„Erað þér ekki orðnar þreyttar
eftir ferðalagið?"
„Jú,“ sagði Elena ákvðið og sneri
sér enn við í sætinu. Það var hægt að
sjá að hún naut sín ekki til fulls. Hún
var talsvert tekin til augnanna og all-
þi'eytuleg. Þegar við komum að
Grafarholti benti hún á skýin
framundan og sagði aðeins eitt orð:
„Rigning.“ En svo þegar við komum
lengra upp í Mosfellssveitina var
komið sólskin og hlýr andvari, og þá
sögðum við til að hressa upp á skapið
og andagiftina:
„Nú er komin sól.“
Sú athugasemd fékk heldur dauf-
ar undirtektir. Þeir virðast nefnilega
ekki kalla allt sól í Sovétrílqunum.
Svo var förinni haldið áfram, og
samtalinu. Jakob túlkaði eins og
hershöfðingi, enda munaði minnstu
að hann næði þeirri tign í stríðinu.
Gontar stríddi honum og sagði að
hann væri lítill hestamaður en Jak-
ob sagist skyldu sýna honum það,
hann hefði verið riddaraliðsforingi
í lok síðari heimsstyrjaldar og setið
sína klára með sæmd á vígstöðvun-
um, bæði í Póllandi og Þýzkalandi.
Þeir gerðu að gamni sínu um þetta
og köstuðu bröndurum á milli sín,
grófum og hrikalegum, og þá
komumst við loksins að merkilegri
niðurstöðu: Jakob Vladimir túlkur
hefur lært íslenzku af Þjóðviljan-
um. Að hugsa sér, húmor Magnús-
ar Kjartanssonar er orðinn útflutn-
ingsvara. Um þetta hugsuðum við
stundarkorn, meðan þeir voru að
„Hvar sem tveir á fjalli fundust..
eftir LEIF
SVEiNSSON
1985
„Hvar, sem tveir á tjalli fundust,
ferðin Nnnsens bar á góma“
Þannig komst W.C. Brögger að orði í Noregi,
þegar þeir Friðþjófur Nansen og Hjalmar
Johansen unnu það einstæða afrek að komast
þann 8. apríl 1895 á 86° 14’ breiddarstig, 320
km norðar en nokkur maður hafði áður stigið
fæti.
Afrek þeirra hratt af stað þjóðarvakningu í
Noregi. Æska landsins tók svo eftirminnilega
við sér, að enn í dag sér þess merki, því
Norðmenn eru með mestu íþrótta- og afreks-
þjóðum heims.
En Nansen var meira en landkönnuður og
frækinn íþróttamaður, hann var einnig frá-
bær vísindamaður á sviði hafrannsókna,
dýrafræðingur var hann líka, og loks var
hann einnig mannvinurinn, sem með ein-
stæðu starfí bjargaði milljónum flóttamanna
eftir heimsstyrjöldina 1914-18.
Árið 1922 varð til hið kunna „Nansens-
vegabréf'. Vegabréf þessi fengu þeir einstak-
lingar, sem heimsstyrjöldin fyrri hafði rænt
bæði heimili og föðurlandi og ekki gátu talist
borgarar neins ríkis. Á næstu áram viður-
kenndu 52 þjóðir gildi þessa vegabréfs.
Mér kom Nansen í hug þessa daga, því á
sínum tíma fékk ég ævisögu hans í fermingar-
gjöf. Engin bók hefur haft meiri áhrif á mig en
þessi ævisaga, enda er fermingaraldurinn sá
aldur, þegar hugurinn er næmastur íyrir
áhrifum. Nansen var slíkur jfírburðamaður,
að hann hefði getað orðið heimsfrægur á þrem
sviðum, hafrannsókna, landkönnunar og fyrir
starf sitt að mannúðarmálum. En hann var
þetta allt í senn, slík era fá eða engin dæmi.
Margir hallast að þeirri skoðun, að kær-
leikshugsjón Krists hafí náð hæst á Norður-
löndum og er ég einn þeirra. Verðugir arftak-
ar Nansens vora Folke Bernadotte og Dag
Hammerskjöld er létu líf sitt í þágu friðar-
starfa. Daninn Hartling er nú forstöðumaður
Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna
og svo má lengi telja.
Samhjálp er almennari á Norðurlöndum en
annars staðar og tryggingarkerfí fullkomn-
ara.
Ég hef lesið margar ævisögur síðan ég las
sögu Nansens og oft velt því fyrir mér,
hvaða menn hafí haft mest áhrif á mig og
komist að þeirri niðurstöðu, að þeir Friðþjóf-
ur Nansen og Abraham Lincoln hafí rist
dýpst í vitund mína.
Ég tel ævisögur slíkra manna holla lesn-
ingu, jafnt unglingum sem fullorðnum, því
enn stendur óhaggað: „Þar sem góðir menn
fara, þar eru Guðs vegir.“
Við andlát Friðþjófs Nansen mátti lesa
þessa setningu í ritinu Simplicissimus: „Nor-
egur ól hann, mannkynið missti hann.“
Tvær ræður ber hæst á ferli Abrahams
Lincoln, Gettysborgarávarpið, sem hann
flutti 19. nóvember 1863, og ræða sú, er hann
flutti þegar hann var settur inn í forsetaemb-
ættið hið síðara sinni, 4. mars 1865. Lincoln
samdi Gettysborgarávarpið kvöldið fyrir
vígslu hermannagrafreitsins, í borginni Gett-
ysburg. Aðalræðumaðurinn við vígsluna var
Edvard Everett, einn frægasti ræðusnilling-
ur Bandan'kjanna, fyrram utanríkisráðherra
og rektor Hai-vardháskóla. Ræða Everetts
stóð í tvo tíma, en síðan flutti Lincoln ávarp
sitt, sem tók tvær mínútur: „Fyrir áttatíu og
sjö árum skópu áar vorir nýja þjóð í þessari
heimsálfu. Hún var fædd í frjálsræði og
helguð þeirri hugsjón, að allir menn væru
jafnbornir." Lincoln lauk ávarpi sínu með
þessum orðum: „Oss ber að vígjast því há-
leita marki, sem fram undan er. Veri oss
minning þeiira, sem með drengskap dóu,
áminning um aukinn þegnskap við þá hug-
sjón, sem þeir fórnuðu öllu, og strengjum
þess heit, að hinir horfnu skuli ekki hafa til
einskis dáið, að þessi þjóð megi með guðs
hjálp öðlast endurfætt frelsi, og að stjórn
fólksins, á fólkinu byggð, fólksins vegna til,
skuli ekki líða undir lok.“
Dómar dagblaða í Bandaríkjunum um
ræðu Lincolns voru ákaflega misjafnir. New
York Times og New York Tribune gátu þess
aðeins að forsetinn hefði sagt þarna nokkur
vel valin orð. Chicago Tribune skildi þó, að
ræða Lincolns mundi lifa um aldur og ævi, en
keppinautur þess, Chicago Times, sakaði for-
setann um fáfræði og ruddaskap, enda hefði
hann svívirt minningu hinna látnu. Hins veg-
ar skrifaði Everett Lincoln bréf, þar sem
hann sagði, að hann vildi óska, að sér hefði
tekist á tveim klukkustundum að komast jafn
nálægt því, sem þarna átti að segja og
Lincoln tókst á tveim mínútum. I síðari inn-
setningarræðu sinni 4. mars 1865 sagði
Lincoln undir lok ræðunnar hin fleygu orð,
sem enn lifa á vöram hundrað milljóna: „Án
óvildar til neins, með góðvild til allra...“
Thorolf Smith lýkur bók sinni um Abraham
Lincoln á þessa leið: „Fyrir Lincoln vakti auk-
ið frelsi fólkinu til handa. Hann hélt þeim
kyndli á loft, sem lýsa mun mannkyninu um
alla framtíð. Bandaríkjaþjóðin dáir Abraham
Lineoln og blessai- minningu hans. Enginn
annar sonur þeirrar þjóðar á slík ítök í hugum
allra þjóða. Állar þjóðir eiga hlutdeild í Abra-
ham Lincoln. Hann er sameign vor alfra.“
Við skulum vanda til þess lesefnis, sem við
veljum æsku landsins á ári æskunnar, ég held
að í gamla daga hafí barna- og unglingabæk-
ur verið betri bókmenntir en nú á dögum. Á
4. áratugnum man ég eftir ævisögum manna
eins og Edisons og Fords, þetta þótti okkur
strákunum feiki góð lesning. Nú hafa
Superman og Batman tekið við hlutverkum
þeirra. Það eru vond skipti.
Bókin á í harðri samkeppni við útvarp,
sjónvarp og myndbönd. Ef við eigum að bera
heitið mesta bókaþjóð heims, þá megum við
aldrei sofna á verðinum. Það er skömm fyrir
íslensku þjóðina að hverfa frá gullaldarbók-
menntum til afþreyingarlesefnis. Hefjum
bókina til vegs að nýju.