Morgunblaðið - 11.02.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 11.02.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 39 LISTIR Nýjar bækur • NORRÆNAR ráðleggingar um næringarefni eru nú gefnar út á íslensku í fyrsta sinn og er bókin ætluð stúdentum og öðrum þeim sem áhuga hafa á næringarfræði. Ráðleggingar um næringarefni byggjast á vísindalegri þekkingu um æskilega samsetningu fæðisins og neyslu næringarefna. Þær eru þannig fræðilegur grunnur al- mennra leiðbeininga um hollt mat- aræði og henta vel fyrir skipulag á samsetningu fæðis sem viðheldur heilsu og kemur í veg fyrir sjúk- dóma. Norrænar ráðleggingar um nær- ingarefni ganga út frá þeim að- stæðum sem fyrir eru á Islandi og í Skandinavíu hvað varðar matar- æði, heilsufar og tíðni sjúkdóma. Þær hafa að markmiði að stuðla að bættri heilsu almennings í þessum löndum. ISBN: 9979-54-401-5 Bókin er 237 bls. í kilju Verð kr. 2.100. Verknúmer: U199935 • HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur sent frá sér bókina Afbrot og refsiábyrgð I eftir Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Bók þessi er fyrri hluti yfirgripmikils fæðirits um hinn almenna hluta refsiréttar. Höfundur byggir á rannsóknum sínum um langt árabil á íslenskum og erlendum refsirétti. I þessum hluta ritsins er m.a. fjall- að ítarlega um afbrotahugtakið, gerður er samanburður á helstu brotategundum refsilaga og þær flokkaðar eftir ýmsum einkennum. Fjallað er um tilraun til afbrota og afturhvarf svo og um hlutdeild og samverknað. Þá er gerð rækileg úttekt á réttarheimildafræði refsi- réttar og skýringu refsilaga. ISBN: 9979-54-403-1 9979-54- 374-4 Bókin er í kilju og innbundin 304 bls. Verð kr. 3500. / 4500. Verknúmer: U199938 Ránsfengi nasista skilað Raleigh, Norður-Karólínu. AP. MÁLVERK 16. aldar flæmska málarans Lucas Cranach hins eldri af guðsmóðurinni með frelsarann, sem er til sýnis í Listasafni Norður- Karólínu í Bandaríkjunum, hefur undanfama mánuði fallið í flokk þeirra verka sem deilt hefur verið um og það sagt hluti af ránsfeng nasista. Listasafnið viðurkenndi nú ný- lega að Gestapo hefði haft verkið af austum'skum viðskiptajöfri, Philipp von Gomperz, fyrir 60 árum. Safna- yfirvöld vonast engu að síður til að núverandi eigendur og erfingjar von Gomperz leyfí myndinni að hanga áfram í safninu, enda er það með merkari verkum í vörslu safns- ins. Erfingjamir hafa hins vegar ekki gert upp hug sinn og hafa safnayfírvöld nú leitað til þeirra gyðinga sem styðja safnið og beðið þá að mæia sínu máli við erfingjana. Að njóta leiklistar FÉLAG íslenskra háskólakvenna stendur í 6. sinn fyr- ir námskeiði undir yfirskriftinni „Að njóta leiklistar“. Efni námskeiðsins að þessu sinni eru öll íslensku leik- ritin sem eru á fjöium Þjóðleikhússins í vetur, Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban, Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og Landkrabbinn eftir Ragnar Amalds. Tvö síðartöldu leikritin verða frumsýnd á næstu vikum. Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 15. febrúar kl. 20 og fer fram í húsnæði Háskóla íslands í Odda. Það stendur í fjórar vikur, vikulega á þriðjudagskvöldum og stjómandi þess er Jón Viðar Jónsson leikhúsfræð- ingur. Innritun og nánari upplýsingar fást hjá formanni fél- agsins, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Námskeiðið er öll- um opið. tír sýningru Þjóðleikhússins á Gullna hliðinu. Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson og Erlingur Gfslason i hlutverkum si'num í sýningunni. SKÚLAGÖTU 51 2. HÆÐ Öndunarjakkar verð áður 18.500.- Útsöluverð 7.900.- Barnaúlpur verð áður 6.500. Útsöluverð frá 1.900.- Öndunarbuxur verð áður 15.990.- Útsöluverð 9.900.- SEXTÍU OG SEX NORÐUR Flísfatnaður Vinnufatnaður og margt fleira Sími: 511 100 Opið frá 9 -18 virka daga og 10 - 14 laugardaga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.