Morgunblaðið - 11.02.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.02.2000, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LUÐVIK KRISTJÁNSSON + Lúðvík Kristj- ánsson rithöf- undur, Hafnarfírði, fæddist í Stykkis- hólmi 2. september 1911. Hann lést 1. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Súsanna Einarsdótt- ir frá Stykkishóimi, f. 4.12. 1890, d. 26.8. 1961 og Kristján Bjarni Árnason, sjó- maður frá Lækjar- bug í Fróðárhreppi, f. 4.9. 1886, d. 3.7. bæ, f. 23.3. 1965, kvæntur Ólöfu Sig- urðardóttur kennara, f. 2.4. 1965, þeirra börn: Sveinn Gauti, f. 26.5. 1989, Þorkell, f. 6.6. 1991 og Oddný Helga f. 5.11. 1995, 2) Helga Sæunn, hjúkr- unarfæðingur, Egils- stöðum, f. 5.8. 1966, gift Þóri Schiöth tann- lækni, f. 12.1. 1963, þeirra börn: Tjörvi, f. 7.7. 1991 og Teitur, f. 14.5. 1993, 3) Stefán 1921. Systkini Lúð- víks eru Jóhanna, f. 12.8. 1913; Ól- afur, f. 29.12. 1914; Stefán Gestur, f. 11.9. 1918 og Steingrímur, f. 12.1. 1921. Hálfsystkini Lúðvíks sammæðra eru Steinþór Magnús- son, f. 9.11. 1926, d. 17.4. 1991; Bergþóra Magnúsdóttir, f. 6.7. 1928 og Hallveig Magnúsdóttir, f. 30.8.1929. Hinn 30.10. 1936 kvæntist Lúð- vík Helgu Proppé, f. 17.5. 1910, d. 1.4. 1989, dóttir Guðrúnar Bjarna- dóttur, f. 26.9. 1884, d. 20.12. 1952 og Jóns Proppé, f. 28.4. 1879, d. 6.1. 1948. Böm Lúðvíks og Helgu em Véný kennari, Hafnarfírði, f. 7.8. 1941 og Vésteinn rithöfundur, Reykjavík, f. 24.10. 1944. Böm Vénýjar og Sveinbjörns Sigurðs- sonar tæknifræðings, frá Vatns- enda í Ólafsfírði, f. 13.2. 1935 em 1) Einar veðurfræðingur, Garða- rekstrarfræðingur, Hafnarfirði f. 13.2. 1973 í sambúð með Geirlaugu Jóhannsdóttur rekstrarfræðingi, f. 1.1.1976. Son- ur Vésteins og Sigrúnar Júlíus- dóttur félagsráðgjafa, f. 3.2. 1944 er Orri fomleifafræðingur, f. 22.12. 1967 í sambúð með Maríu Reyndal leikkonu, f. 27.11. 1970. Sonur Lúðvfks og Guðbjargar Hallvarðsdóttur frá Fáskrúðar- bakka, f. 18.6.1912 er Amgeir full- trúi, Reykjavík, f. 8.1. 1946. Böm Amgeirs og Halldóru Arnórsdótt- ur húsmóður, f. 22.5.1944 em Guð- björg læknaritari, f. 3.7. 1970, Ás- dís snyrtifræðingur, f. 20.5. 1972 og Amgeir flugvirki, f. 14.7.1976 í sambúð með Önnu Gunnlaugsdótt- ur flugfreyju, f. 25.7.1971. Lúðvík ólst upp í Stykkishólmi, stundaði sjó á unglingsárum en fór suður til náms og lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla 1929. Hann tók kennarapróf frá Kenn- araskóla íslands 1932 og sótti nám í íslenskum fræðum í Háskóla Is- lands 1932-34. Lúðvík var kennari í Fróðárhreppi 1929-30, við Mið- bæjarbarnaskólann í Reykjavík 1934-1944 og á vélsljóranámskeið- um Fiskifélags íslánds 1937-1954. Hann var ritstjóri Ægis, tímarits Fiskifélags íslands 1937-1954, Fálkans 1939 og Sjómannadags- blaðsins 1941 og 1943. Eftir 1954 snéri Lúðvík sér alfarið að rann- sóknum og ritstörfum en þá höfðu þegar komið út eftir hann bækum- ar Við fjörð og vík (1948), Bíldu- dalsminning Asthildar og Péturs Thorsteinssonar (1951) og fyrsta bindi Vestlendinga (1953). Þar næst komu annað og þriðja bindi Vestlendinga (1955 og 1960), tír bæ í borg (1957), Á slóðum Jóns Sigurðssonar (1961) og tír heims- borg í Gijótaþorp I—II (1962-63). Frá 1964 helguðu Lúðvík og Helga sig alfarið efnisöflun og samningu íslenskra sjávarhátta sem út komu í fímm bindum 1980-86. Afmælis- rit Lúðvíks, Vestræna, kom út árið 1981 en það hefur að geyma rit- gerðir eftír hann. Árið 1991 kom út bókin Jón Sigurðsson og Geir- ungar en þar fyrir utan liggur eftir Lúðvík fjöldi ritgerða í tímaritum og ennfremur margar blaðagrein- ar. Lúðvík hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir rannsóknir sínar og var m.a. gerður heiðursdoktor við Há- skóla íslands 1981 og hlaut silfur- verðlaun Hins konunglega norska vísindafélags 1984. títför Lúðvíks fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það mun hafa verið síðla sumars árið 1963 sem ég kom fyrst á heimili þeirra Lúðvíks og Helgu Proppé konu hans. Þá var dóttir þeirra Véný að kynna mig fyrir þeim sem tilvon- andi tengdason þeirra. Þegar ég heilsaði var handtakið þétt og inni- legt hjá þeim báðum. Eins og þeirra var siður var strax spurt hverra manna maðurinn væri og hvaðan hann væri ættaður. Það kom mér á óvart hvað Lúðvík var vel heima í at- vinnuháttum í Ólafsfirði, minni heimabyggð. Hann þekkti vel til útgerðar Magnúsar Gamalíelssonar sem var á þeim tíma mesti athafnamaður þar og fleira kannaðist hann við, aðallega frá eldri tíma því hann hafði verið til sjós í Hrísey 1931. Lúðvík og Helga fluttu til Hafnarfjarðar 1948 og bjuggu þá á Vitastíg 3. En 1959 fluttu þau á Álfaskeið 18 og voru þar meðan bæði lifðu. Helga lést 1. apríl 1989 en Lúðvík bjó áfram einn í íbúð- inni í tæp átta ár. Um það leyti sem ég kynntist þeim, var Lúðvík að enda við að ganga frá ritinu „Úr heimsborg í Grjótaþorp" sem fjallar um ævi Þor- láks O. Johnsen. Eftir það snéri hann sér nær eingöngu að ritverki því sem hann er þekktastur fyrir, „íslenskum sjávarháttum". Upphaf þessa mikla rits má rekja aUt til ársins 1928 þegar Lúðvík var 17 ára á enska Hellyerstogaranum Kings Gray sem var við veiðar á Hal- anum. Einhverju sinni á trollvakt vakti gamall skipsfélagi athygli hans á því hversu mikið þjóðþrifamál það væri, að bjarga frá gleymsku lýsingu á lífi og háttum árabátakarlanna. Þessi hvatningarorð blunduðu svo með honum til ársins 1936. Komið höfðu út „Islenskir þjóðhættir" eftir Jónas Jónsson frá Hrafnagili, en þar var einungis skrifað um landbúnað og vantaði allt um sjávarhættina. Eftir að Lúðvík var orðinn ritstjóri tímaritsins Ægis dró ekki úr áhug- anum hjá honum að safna saman fróðleik um atvinnuhætti lands- manna til sjávar fyrr á árum. Þegar Lúðvík byrjaði á þessu mikla verki tók það hug hans allan og var hann vakinn og sofinn yfir því. Hann ferðaðist um allt landið til þess að afla sér gagna, en var áður samt búinn að ná tali af gömlum mönnum sem fæddir voru á árunum 185IU60 en langflestir á seinasta fjórðungi nítjándu aldar. Aftur á móti tók Helga kona hans að sér að afla gagna á söfnum, en hennar þáttur var ærinn meðan á öllu ritverkinu stóð. Það var ósjaldan sem þau fóru saman á Þjóðskjala- og Landsbóka- safnið og dvöldu þar daglangt. Ekki létu þau gagnasöfnun hér heima duga heldur leituðu þau til útlanda, því allt varð að kanna niður í kjölinn. Engu atriði sem átti að koma fram í ritverkinu mátti vera í minnsta vafa um að rétt væri greint frá. Helga var listaskrifari og hafði þann háttinn á að hún skrifaði á litla miða og þegar kom að prentun verksins tóku prent- ararnir við miðunum og prentuðu beint eftir þeim. Þeir sögðu að óþarft væri að skrifa þetta á ritvél, svo vel læsilegur væri textinn. Þegar fyrsta bindið kom út af „Sjávarháttunum" gat Lúðvík þess að þáttur Helgu væri ómetanlegur við alla þá gagna- söfnun sem lá að baki þess, sem átti þó eftir að verða umfangsmeiri síðar. Með því að afhenda henni fyrsta eintaldð tölusett og áritað í skinn- bandi, vildi hann sýna henni hve mik- ils hann mat þátt hennar við tilurð þessa mikla ritverks. Ég fór stundum með Lúðvík til að taka myndir af hlutum og athöfnum sem viðkomu söfnuninni. Þegar kom að því að rita þáttinn um „Lunda- veiði og kofnatekju" vildi Lúðvík hafa hann sem mest lifandi og eðli- legan og ákvað sjálfur að taka þátt í kofnatekju svo hægt væri að láta myndir af veiðunum fylgja með þættinum. Sumarið 1970 fórum við ásamt Bjarna Jónssyni, listmálara, að Innri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit við Breiðafjörð til Bjöms Jóns- sonar bónda þar. Bjarni var aðal- teiknari Lúðvíks og teiknaði flestar myndimar í ritverkið. Skammt und- an landi em smáeyjar sem tilheyra Kóngsbakka. Ýtt var litlum báti úr vör og settist Lúðvík við stýrið og sigldi haukfránum augum að lítillí eyju þar skammt frá. Nú varð allt að vera sem nákvæmast og vinna hlut- ina í réttri röð, allt frá því að kofan var tekin úr holunni, reytt, tilreidd til matreiðslu, soðin og borðuð með súpu sem gerð var af henni. Er skemmst frá því að segja að þama upplifði ég veiðiskap og búskapar- hætti sem ég hafði ekki kynnst áður. Greinilegt var að þetta var ekki í fyrsta sinn sem Lúðvík hafði farið í kofnatekju. Allt var þetta mjög eðli- legt fyrir hann. Hann skrifaði ekki einn staf hjá sér meðan á þessu stóð, hann þurfti þess ekki, kunni þetta allt eins og þátturinn um kofnatekju ber með sér í ritinu. Heimili þeirra Helgu og Lúðvíks var látlaust, menningarlegt heimili þar sem bækur vom í fyrirrúmi. Allt- af var beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir útkomu jólabókanna á hverju ári og þær lesnar af mikilli at- hygli og ræddar. Einnig vom þau dugleg að sækja ýmsa menningarviðburði sem í boði vom. Á seinni ámm áttu þau á hverju ári fasta miða í leikhús með okkur hjónunum og var reglulega gaman að taka þátt í þessum leikhús- ferðum með þeim. Gestrisni þeirra var viðbragðið. Skyldfólk og kunn- ingjafólk, ekki síst utan af landi, leit oft inn til þeirra án þess að gera boð á undan sér. Tekið var á móti öllum með alúð og vinsemd og þeim var einkar lagið að halda uppi samræð- um við gesti sína. Helga var oft búin að vinna sér í haginn hvað viðkom matargerð, sérstaklega eftir að frystikistur komu til skjalanna og var undravert hvað hún hafði lítið fyrir því að töfra fram allskonar góð- gerðir fyrir gesti þeirra. Meðan við bjuggum í nágrenni við þau var stutt fyrir dótturbörnin að fara í heimsókn til afa og ömmu á Álfaskeiðið og nú í seinni tíð höfðu langafabömin gam- an af því að heimsækja Lúlla langafa á Hrafnistu og ekki síst fyrir það að alltaf átti hann eitthvað gott í litla munna sem þau kunnu að meta. Lúðvík fékk margvíslegar viður- kenningar fyrir ritstörf sín. Á 70 ára afmæli Háskóla Islands 1981 sæmdi heimspekideild hann einni æðstu lærdómsnafnbót, sem Háskólinn hefur yfir að ráða, -útnefndi hann heiðursdoktor fyrir vísindastörf hans. Lúðyík hafði stundað nám við Há- skóla íslands fyrr á áram en fékk ekki að taka próf þaðan vegna þess að hann hafði ekki stúdentspróf. Þrátt fyrir það var hann sæmdur þessari nafnbót og var þakklátur fyr- ir þá viðurkenningu. Einnig hlaut hann heiðursviður- kenningu fyrir verk sitt úr verð- launasjóði Ásu Wright. Hann var og heiðursfélagi Fiskifélags íslands. Þetta hófst allt með menntaþrá Lúð- víks og bjartsýni, því 15 ára gamall fer hann í Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Það varð honum til happs að móðuramma hans, Jóhanna Jónsdóttir, sem hann hafði dvalist hjá frá fimm ára aldri, þar til hún lést árið 1922, hafði arfleitt hann að 500 kr. Með þetta skotsilfur að veganesti varð honum auðið að setjast á skóla- bekk í Flensborg veturinn 1926^27 og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1929. Ég heyrði eitt sinn á tal hans við eldri mann í Stykkishólmi sem var að spyrja hann hvernig gengi með verk- ið sem hann var þá nýbyrjaður á. Lúðvík svaraði eitthvað á þá leið: „Jú, jú það gengur bara vel, en mest er um vert að mér endist heilsa og líf til að ljúka því, því að mikil vinna er framundan við það“. Honum tókst ætlunarverk sitt og gott betur því að á sex ámm komu út fimm bindi af „íslenskum sjávarháttum“ sem í byijun áttu ekki að verða fleiri en þrjú, en lopinn teygðist og endaði í fimm bindum eins og áður sagði. Oft reikaði hugurinn til átthag- anna á Snæfellsnesi. Helga var frá Ólafsvík og hann frá Stykkishólmi. Það var stórkostlegt að vera með þeim hjónum á ferðalagi á þessum slóðum. Betri leiðsögumann en Lúð- vík var varla hægt að hugsa sér. Þar stóð ekki á nöfnum, svo sem bæja, fjalla, áa og vatna og jafnvel hóla í landslaginu ásamt ýmsum söguleg- um fróðleik. Þegar Lúðvík tók upp heimili sitt og fór á Hrafnistu, sýndi hann tryggð sína í verki og gaf bóka- safn sitt vestur í Ólafsvík til minn- ingar um Helgu konu sína. Safnið er nú deild í bókasafni Ólafsvíkur og ber heitið „Helgusafn“. Áður hafði hann og fjölskylda hans afhent bóka- safni grannskólans þar peningagjöf. Ég vil þakka þau ár sem ég var samtíða þeim hjónum, þau verða sér- stök í minningunni, svo og hin síð- ustu ár með tengdaföður mínum. Blessuð sé minning Lúðvíks Krist- jánssonar. Sveinbjöm Sigurðsson. Ég kynntist Lúðvík, fyrrverandi tengdaföður mínum, vorið 1964. Sú stund stendur mér ennþá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þótt síðan sé liðið hátt á fjórða áratug - og mörg vötn mnnið til sjávar. Hann sat í stólnum sínum við gluggann í Álfa- skeiðinu. Fögur kvöldsól og hin ein- stæða fegurð sem Hafnarfjörður skartar á björtum vorkvöldum blasti óhindrað við inn um stóra gardínu- lausa stofugluggann. Hlýjan í hand- takinu var ótrúlega góð, og ég sá ós- vikinn viðurkenningarsvip og svo- litla kankvísa forvitni í augunum. Verðandi tengdapabbi, og stuðning- ur minn frá þeirri stundu. Bæði hann og Helga, fyrrverandi tengdamóðir mín, sem ég kvaddi á þessum síðum fyrir rúmum áratug, reyndust mér tryggir vinir og mikil- vægar fyrirmyndir í lífinu. Það var mikið lán fyrir unga stúlku að kynn- ast þeim, róttækum skoðunum þeirra og persónulegum heilindum. Starfsmetnaður þeirra, rausn og tryggð er það sem stendur uppúr í huganum. Ég sé fyrir mér þegar þau komu akandi í leigubíl til Keflavíkur til að taka á móti mér með litla son- arsoninn til sumardvalar frá Svíþjóð vorið 1968. Þau tóku miklu ástfóstri við hann og við nutum bæði góðs af þvi - fyrr og síðar. Ég man eftir smá sendingum á ámm náms og fátækt- ar, hvatningu til náms og annarra viðfangsefna. Ég man eftir Lúðvík að hlýða mér yfir umferðarlögin, hrista höfuðið og hlæja kíminn og viðurkennandi yfir því að hann mundi ekki lengur geta lært þessa yitleysu svona auðveldlega utanað! Ég man áhuga og aðstoð þeirra Helgu við að koma upp heimili okkar Vésteins á íslandi, þrátt fyrir að hugurinn væri annars staðar - við fræðastörfin. Utgáfa fyrsta bindis Islenskra sjávarhátta var einsog að upplifa langþráða fæðingu eftir ára- tuga meðgöngu árið 1980, fylgt hratt eftir eins og með „fjölburafæðingu" í röð ’82, ’83, ’85 og ’86. Fimm þykk bindi! Þótt ég stæði fjær en áður fannst mér ég samt eiga einhvem hlut í þeirri uppskeragleði. Ég hef oft sagt frá því hvílík upp- lifun það var fyrir mig um tvítugs- aldurinn að kynnast heimili þeirra Helgu, samstarfi þeirra og jafnræði. Sjálf kom ég frá borgaralegu heimili þar sem áhersla var á tiltekt og hluti. Hér blöstu við bækur sem þöktu veggina. Maður fékk aldrei nóg af að lesa á kilina og furða sig á öllum gagnabunkunum í litla vinnuher- berginu hans Lúðvíks. Furðulegir litlir miðar vom dreifðir um borð og hillur um alla íbúð. Miðamir hrifu mig á einhvern dularfullan hátt um leið og ég spurði mig: „Því var ekki tekið til“ á þessu menningarheimili? Ég skildi þó fljótlega að þetta var mikilvægt gagnasafn, grannurinn að hinu mikla verki, lifsafreki þeirra hjóna, Islenskum sjávarháttum. Þau unnu þétt saman að þessu stórvirki af ólýsanlegri elju og helgun - í kappi við tímann. Sá sem hefur ekki tekið „vísindabakteríuna" skilur þetta ekki. Þau fóra með Hafnar- fjarðarstrætó á morgnana á Lands- bókasafnið og heim aftur á kvöldin þegar lokað var, en héldu áfram að vinna heima. Hver stafur var hand- skrifaður og Helga hreinritaði. Það vora ekki tölvur og ekki bíll. Þótt tímapressan lægi í loftinu var samt alltaf tími til að gleyma sér í skemmtilegum samræðum um þjóð- mál og grínast með skemmtisögur úr Hrísey þar sem ég var fædd en Lúð- vík hafði verið á vertíð á yngri áram. Það var líka grafið eftir ættfræði- upplýsingum og öðram fróðleik. Ollu var slegið upp i bókum. Allt skyldi vera rétt. Vinátta okkar hélst alla tíð þótt auðvitað fjarlægðumst við eftir að leiðir okkar Vésteins skildu. Við Helga áttum þannig samband að það var óháð hjónabandi og tengdum. Við ræktuðum það aðallega í síma síðustu árin og eftir fráfall hennar 1989 hélst traustur þráður á milli okkar Lúðvíks sem var styrktur öðru hvora með símtali og einstaka fjölskylduboði, meðal annars á heim- ili okkar Þorsteins, en þeir náðu líka vel saman. Það var mikils virði að ná að heimsækja Lúðvík á Landspítal- anum í síðustu viku, þótt hann væri talinn meðvitundarlaus, kveðja hann og þakka fyrir áratuga tryggð og vináttu, en þó sérstaklega fyrir stuðning á erfiðum áram í lífinu - sem aldrei gleymist. Með Lúðvík Kristjánssyni er genginn einn af merkustu samtíðar- mönnum okkar, en verk hans lifa og minningin um sérstakan tengdaföð- ur og afa er varðveitt. Við Þorsteinn og fjölskylda mín sendum börnum, barnabömum og öðram aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Júlfusdóttir. Með þessum orðum vil ég minnast Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar. Ég hitti Lúðvík nokkram dögum áð- ur en hann dó á heimili tengdafor- eldra minna. Véný, dóttir hans, hafði boðið honum í sunnudagskvöldverð eins og hún var ætíð vön að gera allt frá því að hann missti konuna sína fyrir 11 áram. Hann var áskrifandi að þremur dagblöðum sem hann las öll ítarlega, mátti helst ekki missa af fréttatím- um í útvarpi og sjónvarpi og fylgdist þannig vel með því sem var að gerast í þjóðmálum. Það var aðdáunarvert hvað hann var vel að sér í málefnum líðandi stundar t.d. hóf hann máls á blaðagrein, er tengdist mínu fagi, sem hann hafði nýlega lesið. Eftir matinn keyrði ég hann heim og á leiðinni spurði hann margra spurn- inga út í framhaldsnám og atvinnu konu minnar. Hann fylgdist alltaf vel með börnum og barnabörnum sín- um. Lúðvík hafði verið með kvefpest en var að ná sér og talaði um að nú ætlaði hann að fara að synda aftur reglulega eins og hann var vanur að gera. Þótt Lúðvík væri orðinn aldinn að áram, og sum liðamót stirð, hugs- aði hann vel um heilsuna. Hann hafði haft orð á því að halda veglega veislu á níutíu ára afmæli sínu eftir eitt og hálft ár. Vegna mikils lífsvilja Lúð- víks er það áfall hvað dauða hans bar að með slysalegum hætti. Helga Sæunn Sveinbjömsdóttir, eiginkona mín, er barnabam Lúð- víks. Ég kom fyrst á heimili hans og konu hans, Helgu Proppé, fyrir rúm- um 12 áram, er ég kynntist konunni minni. Greinilegt var að þau hjónin höfðu mikinn áhuga á bókmenntum. Flestir veggir heimilisins vora þakt- ir bókum - þau unnu saman að rit- störfum og höfðu keppst við að leggja síðustu hönd á það verk sem þau höfðu helgað ævistarfi sínu. Hér á ég auðvitað við hið mikla ritverk „íslenskir sjávarhættir". Helga Sæunn var þeim mjög ná-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.