Morgunblaðið - 11.02.2000, Page 50

Morgunblaðið - 11.02.2000, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON ffiönnum. Umrætt haustkvöld hringdi Lúðvík og spurði hvort ég mætti ekki vera að því að skjótast suður í Hafnarfjörð og finna sig sem snöggvast að máli. Skyldi ég taka strætisvagn og mundi hann koma til móts við mig við bíóið á Strandgötu. Ég brá við, enda forvitnaði mig að vita hvað þessi vandaði og virti fræðimaður kynni að vilja mér. Er ekki að orðlengja það, að við fund- umst á mótsstað og skálmuðum síð- an upp brekkuna, fram hjá Fríkirkj- unni og að húsi því, sem þau hjón, Lúðvík og Helga, bjuggu svo lengi í við rausn og myndarskap. Þegar þangað kom tjáði Lúðvík mér loks hvað honum var á höndum, og er skemmst frá að segja, að meira reyndist það í mína þágu en hans. I þetta sinn eins og oftar endra- nær sannreyndi ég, að Lúðvík hafði af því mikia ánægju að beina ungum og óráðnum fræðimönnum brautina til ritstarfa og rannsókna heimilda, áður en þeir ánetjuðust kennslu eða blaðamennsku til fullnustu. Ekki samt svo að skilja að síðast talin störf séu ekki samboðin hverjum sem til þeirra finnur sig kallaðan. En í þessa daga virtust þeir fáir, sem leggja vildu á þann óvissa veg til lífsbjargar 5em fræðimennskan hafði löngum reynzt flestum, sem hann reyndu að feta. Síðan þá hefur þetta breytzt verulega, og voru þau straumhvörf víst að hefjast um þessar mundir. Upp frá þessu kvöldi átti ég því láni að fagna að eiga greiðan gang að hinum fjölfróða og sívökula áhuga- manni um sögu og þjóðfræði, Lúðvík Kristjánssyni, og njóta góðs af reynslu hans, mannþekkingu og fundvísi á færar leiðir út úr margvís- legum vanda, sem á leið okkar líka vildu verða. Með hverjum gengnum samferða- manni deyr einhver hluti í okkur, sem eftir stöndum. Þessa verður maður með hverju árinu sem líður betur var. Við fráfall Lúðvíks er mér efst í huga að kannast við ógreidda og lík- ast til ógreiðanlega þakkarskuld, sem ég stend í við þau hjón, Helgu og Lúðvík. Ástvinum Lúðvíks votta ég inni- legustu samúð, en öll munum við minnast þess, að ungur má en gamall skal. Bergsteinn Jónsson. Ég fór suður í Hafnarfjörð um áramótin síðustu til að heilsa upp á vin minn, Lúðvík Kristjánsson, þar sem hann dvaldist á Hrafnistu, óska honum farsældar á nýju ári og þakka öll gömlu árin. Það gladdi mig að hitta hann fyrir hressan í bragði og allvel á sig kominn, því að þrátt fyrir 88 ár að baki, bar hann ellina furðu vel. Enn var hugurinn lifandi og hann forvitnaðist um ný tíðindi í fræðum, lestur nýrra bóka, svo og hvað viðmælandi væri að fást við. Það hryggði mig því að heyra, að hann hefði um það bil hálfum mánuði síðar orðið fyrir því áfalli, þar sem brugðið gat til beggja vona, og eins líklegt, að á eina lund færi. Þegar ég rifja upp vinskap okkar Lúðvíks nú við leiðarlok, er margs að minnast. Mér koma í hug okkar fyrstu kynni, sem ná allar götur til haustsins 1960, eða yfir hartnær fjóra áratugi. Þá var hann að gefa út þriðja bindi „Vestlendinga", þar sem einn meginkaflinn fjallar um þjóð- fundinn 1851, en ég var að gefa út ævisögu Jóns Guðmundssonar, síðar ritstjóra Þjóðólfs, þar sem fyrir- ferðamikill þáttur var einmitt hlut- deild hans í atburðarás þessa tíma. Það var því augljóst, að þama skar- aðist ýmislegt, og af þeim sökum átti Lúðvík frumkvæði að því að sam- l^and komst á milli okkar. Við skipt- úmst á skoðunum varðandi þetta efni, sem við vorum á kafi í, og hann varð mér hollur í ráðgjöf. Mér þótti sómi að því fyrir mig, að svo þekktur og virtur fræðimaður sem Lúðvík var þá orðinn, - margra bóka höf- undur -, skyldi gefa gaum að ungum manni, sem var að feta fyrstu sporin á'.sviði sagnfræðinnar. Mér sýndist Lúðvík þá hafa á sér það yfirbragð að vera orðinn allroskinn. Þó var hann um þetta leyti tæplega fimmt- ugur! En hvað um það, þessi fyrstu kynni umrætt haust leiddu til nánari samfunda og tíðra heimsókna á heimili þeirra hjóna, Lúðvíks og Helgu Proppé. Þar var mér tekið tveim höndum, og Helga lét ekki sinn hlut eftir liggja. Hún fagnaði hinum nýja heimilisvini með hlýju viðmóti, gestrisni var henni eiginleg með kaffi og bakkelsi, en ekki síður var hún viðræðugóð, bæði um fræð- in, því að hún var bókfróð í bezta lagi, og dagleg tíðindi eða önnur hugðar- efni, sem á dagskrá komu. Mér varð líka fljótt Ijóst, að í fræðastörfum húsbóndans, var Helga honum stoð og stytta. Og ég sannfærðist um það, hversu vel vinnandi þessi kona var, þegar ég las með henni, að ósk Lúð- víks í fjarveru hans, prófarkir að síð- ara bindi ævisögu langafa míns, Þor- láks Ó. Johnson, kaupmanns í Reykjavík, „Úr heimsborg í Grjóta- þorp“. Þegar ég kveð nú Lúðvík, eru þau hjónin bæði nánast sem eitt í mínum huga. Við Lúðvík áttum eftir að eiga góð samskipti alla tíð, enda átti hann að ýmsu leyti hlut að því, að ég fór inn á eitt af hliðarsporum þeirrar brautar, sem hann hafði að vissu leyti gert að sérgrein sinni. Þá á ég við rannsókn- ir hans og ritverk um Jón Sigurðs- son, en með þeim, fyrst „yestlend- ingum“ (1953-60), síðan „Á slóðum Jóns Sigurðssonar" (1961) og loks „Jóni Sigurðssyni og Geirungum" (1991), varð hann allra manna fróð- astur um líf og starf Jóns forseta. Þá er hann vann fyrir Alþingi á ár- unum 1972-74 að koma upp minning- arsafni Jóns Sigurðssonar við Aust- urvegg í Kaupmannahöfn, fékk hann mig til aðstoðar við öflun efnis í safn- ið. Það leiddi m.a. til þess, að ég tókst á hendur, og naut hvatningar hans, að gefa út bókarkom um Jón forseta á 100. ártíð hans, 7. desember 1979. Árið eftir tókst ég á hendur að setja saman minningarsafn Jón Sigurðs- sonar á Hrafnseyri, ásamt færum hönnuði, Steinþóri Sigurðssyni, list- málara. Var þetta einnig að ráðum og hvatningu Lúðvíks, en sjálfur var hann þá á fullu skriði við samningu „íslenskra sjávarhátta". Á forlagi Sögufélags var gefið út afmælisrit Lúðvík til heiðurs á sjöt- ugsafmæli hans, 2. september 1981, með ýmsum ritgerðum hans. Kom það í hlut okkar Bergsteins Jónsson- ar, háskólakennara, að ritstýra þess- ari bók. Áttum við ánægjuleg sam- skipti við Lúðvík, meðan á undirbúningi stóð, og hann réð bók- arnafninu og kallaði „Vestrænu". Ég held, að honum hafi þótt vænt um þennan viðurkenningarvott frá hinu gamla félagi afabróður hans, Jóns („forna") Þorkelssonar, en hann var fyrsti forseti þess. Stærsta verk Lúðvíks Kristjáns- sonar er að sjálfsögðu „íslenskir sjávarhættir", sem hann vann að ásamt Helgu, konu sinni, um langt árabil. Þetta er vísindalegt stórvirki og undirstöðurit í sinni grein. Árið 1964 sneri hann sér alfarið að söfnun íslenskra sjávarhátta með hliðsjón af þeim snara þætti, sem fiskveiðar hafa verið í þjóðlífi íslendinga. Eink- unnarorð hans fyrir ritinu eru fólgin í vísuorðum skáldsins Jóns Magnús- sonar: „Föðuriand vort hálft er haf- ið“. Lúðvík hóf ungur að safna heim- ildum um atvinnu- og menningar- sögu þjóðarinnar að því er sjávar- nytjar varðaði. Heimildarmenn hans voru á þriðja hundrað, úr öllum sýsl- um landsins, þeir elztu fæddir á ár- unum 185CMJ0, en langflestir á 19. öldinni, að sögn Lúðvíks. Hann hefur líka sagt, í eftirmála lokabindis: „Einn hefði ég ekki ráðið við þetta verk, ásamt mörgu öðru, og má þakka Helgu engu síður en mér að nú sér fyrir endann á því.“ Eftirtekj- an af þessu mikla ævistarfi voru fimm stór bindi í glæsilegum búningi á árunum 1980-86. í minningargrein, sem ég ritaði að Helgu látinni í apríl 1989, minntist ég á þann merkisdag, er 1. bindi „ís- lenskra sjávarhátta" sá dagsins ljós. Þau hughrif, sem fylgdu okkur á þeim degi, komu að nokkru fram í þeim ummælum, sem ég lét þá falla. Ég komst svo að orði, að það hefði verið mér óblandið gleðiefni að fá tækifæri til þess hinn 31. október 1980 sem formaður Menntamálaráðs [stjómar Menningarsjóðs] að ávarpa þau vini mína, Helgu og Lúðvík, færa þeim hamingjuóskir og samgleðjast þeim á hátíðarstundu í Landshöfð- ingjahúsi við Skálholtsstíg, þegar 1. bindi „íslenskra sjávarhátta" kom út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Það var vissulega stór dagur fyrir þau hjónin persónulega, en það var miklu meira. Það var jafnframt stór dagur í menningarsögu þjóðarinnar. Það var mikil gæfa, sem féll þeim hjónum í skaut, að auðnast að lifa þá stund að sjá þetta viðamikla ritverk komast á prent í heild sinni, - eftir- tekju ævistarfs, sem þau höfðu kost- að miklu til að leiða til lykta. Ég vil bæta því við, að Lúðvík kaus sér sjálfur Menningarsjóð, út- gáfu ríkisins, til að standa að verki sínu, en hann hafði verið um nokk- urra ára skeið á launaskrá Þjóð- minjasafns til að vinna að því. Það var líka afar vandséð á þeim tíma, hvort önnur úgáfufyrirtæki væru reiðubúin að skuldabinda sig til út- gáfu svo viðamikils ritverks, sem hér var á ferðinni. Það átti fyrir okkur báðum að liggja, að eiga frekara samstarf um útbreiðslu þess hjá Menningarsjóði, eftir að ég varð þar forstöðumaður um nokkurt skeið. Öll fóru þau viðskiptamál fram í eind- rægni og með sæmilegri þohnmæði, þótt stundum hefði mátt vera annað og viðkunnanlegra hljóð í kassanum! Skulu ekki frekar þulin minninga- brot að sinni, nógu er þó af að taka við fráfall merks manns, sem lét ekki verk úr hendi falla á akri fræðanna, meðan verkljóst var. En hér er mál að linni. Við fráfall hans minnist ég þeirra beggja hjónanna, Helgu og Lúðvíks, með þakklæti fyrir vinátt- una, gestrisnina og samvinnuna í áratugi. Jafnframt sendi ég bömum og barnabömum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Ég kveð hinn aldna fræðaþul og minn góða vin með saknaðarkveðju. Hvíli hann í friði og hafi þökk fyrir allt. Einar Laxness. Langri ævi eljumanns er lokið, Lúðvík Kristjánsson, einn þeirra sem unnu merkust rannsóknarverk á akri íslenzkra þjóðfræða, er nú all- ur. íslenzkir sjávarhættir, fimm binda rannsóknarverk, munu lengst halda nafni hans á lofti, eiga sér ekki líka í nálægum löndum, og líklegast hvergi. Lúðvík hefur sjálfur lýst því þegar hann ungur togarasjómaður heyrði á tal gamalla sjómanna um sjómennsku á yngri árum þeirra. Þetta tendraði áhuga hans, hann ein- setti sér þá að safna og skrá allt það efni sem hann fengi höndum yfir komið um sjómennsku og sjósókn og hvaðeina það sem að fiskveiðum laut á tímum áraskipanna. Hófst hann þegar handa, og áratugum saman safnaði hann hverju einu af þeim fróðleik, sem honum eldri menn kunnu að segja um sjósókn og sjáv- argagn á fyrri tíð, las fjölda bóka og rita og tók upp efni á seðla, fór gegn- um handrit og skjalaheimildir frá fyrri tíð, leitaði yfirleitt alls staðar þar sem búast mátti við fróðleiksefni um þetta svið. Ómetanleg hjálpar- hella Lúðvíks var Helga kona hans, hún fór yfir fjölda af ritum sem hann komst ekki sjálfur yfir og skrifaði niður það sem hún taldi að honum mætti koma að gagni. Þau hjónin voru afar samhent, Helga vildi þó lítt minnast á sinn hlut, en Lúðvík lét hans sjálfur oft getið. Þótt Sjávarhættina beri hæst á rannsóknarferli Lúðvíks ritaði hann margar aðrar bækur, fjölmargar greinar og frásagnarþætti, sem bæði tengdust þessu meginviðfangsefni hans svo og sjálfstæðis- og framfara- baráttu þjóðarinnar á 19. öld. Þetta voru sagnfræðileg rit og ævisögur, mest þeirra rita er Vestlendingar, þriggja binda verk um framfara- menn og frelsisbaráttu á Vesturlandi og Vestfjörðum á 19. öld og stuðn- ingsmenn Jóns Sigurðsspnar. Þá má nefna ævisögu Þorláks Ó. Johnsons og endurminningar Knuds Zimsens, en svo er Qöldi greina um margvísleg þjóðfræði- og sagnfræðileg efni, og síðust kom bók frá hans hendi um Jón Sigurðsson, en ýmsa þætti úr ævi hans og samtíð rannsakaði Lúð- vík af mikilli gaumgæfni. - Lét einu sinni sagnfræðingur það uppi við mig, að Lúðvík myndi þekkja bezt allra manna sögu Islands á 19. öld- inni. - Margar ritsmíðar hans á þess- um árum fjölluðu um fornar ver- stöðvar og sjósókn þaðan, ekki sízt á Snæfellsnesi, en í Stykkishólmi var hann fæddur og úti á Nesinu höfðu forfeður hans búið. Þannig voru meginviðfangsefni hans alla tíð tengd sjósókn og sjómennsku, verzl- un og siglingum og sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. - Hér má nefna, að Lúðvík safnaði ömefnum um mikinn hluta Snæfellsness, sem nú eru í Örnefnastofnun, þar var hann gagnkunnugur og örnefnin mikils- verður þáttur menningarsögunnar. En Sjávarhættimir voru stórvirki Lúðvíks, og þeirra Helgu beggja. Svo lengi vann hann að efnisöflun og undirbúningi ritsins, að sumir óttuð- ust að honum entist ekki aldur til að vinna, nánast í hjáverkum, úr því gríðarmikla efni endanlegt útgáfurit. Það var því lán að mál skipuðust svo, að Lúðvík voru sköpuð skilyrði til að helga sig alfarið þeim ritsmíðum. Þjóðminjasafninu var lögð til rann- sóknarstaða handa honum sérstak- lega og greiddi honum laun til samn- ingar ritsins, en sjálfur útvegaði hann margháttaða styrki til að kosta aðra útgáfuþætti, ferðir til mynda- töku, vinnu við teikningar og hrein- ritun, enda var Lúðvík hvarvetna vel kynntur og margir vildu leggja þessu merka rannsóknarverki lið. Lúðvík lauk á unga aldri gagn- fræðaprófi frá Flensborg, síðar kennaraprófi frá Kennaraskólanum. Hann sótti tíma í íslenzkum fræðum við Háskólann þrjá vetur og þessi grundvallarmenntun varð honum veganesti alla tíð. Hann hafði ávallt tengsl við aðra fræðimenn, en ekki sízt við sjómenn, var um árabil kenn- ari á námskeiðum Fiskifélagsins og lengi ritstjóri Ægis, tímarits félags- ins. Það var dýrmætt að fá að kynnast Lúðvík og Helgu konu hans. Heimili þeirra í Hafnarfirði var fagurt og smekklegt. Þar var vandað innbú, myndir eftir marga ágæta meistara okkar og bókasafn Lúðvíks var mikið og vandað, bæði fáséð grundvallar- fræðirit og hvers kyns fræðibækur aðrar og handbækur, innlendar og erlendar, sem Lúðvík notaði stöðugt við fræðastörfin, enda vann hann mikið heima að skriftum. Bókasafnið gaf hann síðan til Ólafsvíkur í minn- ingu Helgu konu sinnar, sem þaðan var upprunnin. Lúðvík fylgdist vel með í fræðum og rannsóknum, var hjálpsamur og greiðvikinn öðrum og hvetjandi til rannsókna, enda naut hann virðingar þeirra sem hann þekktu. Háskólinn kjöri hann heiðursdoktor 1981 fyrir rannsóknir sínar, einkum þó Sjávar- hættina sem þá voru að koma út, og hann hlaut margs konar viðurkenn- ingar fyrir verk sín hér heima og er- lendis, enda var hann í nánu sam- bandi við erlenda fræðimenn sem innlenda. Síðustu árin bjó Lúðvík á Hrafn- istu í Hafnarfirði og kvað sér líða þar vel. Hann dvaldi tímann við lestur en var þá alls hættur skrifum. Þess var von, hann hafði þegar skilað miklu dagsverki. Eg kveð þennan trausta sam- verkamann og þakka honum kynn- inguna og störfin. Lengi munu merk- in sýna veririn. Þór Magnússon. Það má segja að maður, sem kom- inn er á 89. aldursár og hefur skilað löngu og merku lífsstarfi til þjóðar- innar, sígildum andlegum verðmæt- um, geti verið sáttur við að hverfa héðan af þessari jarðvist við svo búið. Svo var ekki með Lúðvík og heldur ekki ástvini hans og vini. Hann hafði ekki alls fyrir löngu látið í ljós löngun til þess að halda upp á níræðisafmæli sitt með pomp og prakt - enda prýði- lega em, en kallið var komið. Ég kynntist þeim hjónum, Lúðvík og konu hans Helgu Proppé, þegar við Véný, dóttir þeirra og vinkona mín, vomm saman í bamaskóla. Konu sína missti Lúðvík 1989. Vin- áttuböndin við fjölskylduna vom traust og mér ómetanleg. Sú var tíð- in að ég var nánast daglegur gestur hjá þeim hjónum, Helgu og Lúðvík. Þar andaði ég að mér menningu á því góða heimili. Þetta var sérheimur, umgjörðin bækur og aftur bækur, en hinsvegar víðsfjarri öllu tildri. Líf þeirra og starf var samofið enda til- einkaði Lúðvík eiginkonu sinni, hið stórbrotna ritverk íslenskir sjávar- hættir. Það var bæði mannbætandi og þroskagefandi að njóta samveru og vináttu þessara heiðurshjóna. Ég minnist þessa nú með sérstöku þakk- læti. Kostir Lúðvíks og Helgu leyna sér ekki í niðjum þeirra. Helga Proppé var leiftrandi greind, listakona í handavinnu og snillingur í matargerð. Ríkti jafn- ræði með þeim hjónum, Lúðvík og Helgu. Hún var manni sínum ómet- anlegur stuðningur í starfi hans sem rithöfundur, og handritin vora mörg skrifuð með sérlega fallegri og lipri rithönd Helgu. Það mun hafa verið snemma á átt- unda áratugnum að Lúðvík var beð- inn um að vera leiðsögumaður sænsks mannfræðings, sem kom hingað til lands að skrifa doktorsrit- gerð um ömefni undir Jökli. Var það fyrir milligöngu þáverandi rektors Háskóla íslands, sem vísaði á Lúð- vík. Þau hjónin buðu mér með sér í þessa ferð, sem voru fjórir ógleym- anlegir dagar. Þar nutum við þekk- ingar og fróðleiks Lúðvíks á heima- slóðum. Sem hinsta kveðja kemur upp í hugann lokaerindi úr sálmi Sigurðar Kristófers Péturssonar, frænda Lúðvíks: Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, Hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - drottinn vakir dagaognæturyfirþér. Guðlaug Elisa Kristinsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Lúð- vík Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast iblaðinu næstu daga. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.