Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 18

Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 18
18 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Leikið á fiðlu og gít- ar í Hvera- gerðis- kirkju SUNNUDAGINN 19. mars nk. verða óvenjulegir tónleikar í Hveragerðiskirkju. Þar leika sam- an Laufey Sigurðardóttir fíðluleik- ari og Páll Eyjólfsson gítarleikari. Á efnisskrá þeirra verða verk eftir Arc. Corelli, N. Paganini, F. Gem- iniani, A. Vivaldi, P. Sarasate, J. Ibert og Þorkel Sigurbjörnsson. Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tón- leika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir út- varp og sjónvarp. Þau leika tónlist Þvottur, Hellu - Fjölbreytnin í atvinnulífinu á Rauðalæk í Holtum jókst um mán- aðamótin er Klippistofan á Rauða- læk hóf starfsemi. Nú hefur einstakl- ingsframtakið alfarið haslað sér völl í þessu húsi sem lengst af hýsti versl- un Kaupfélags Rangæinga, en fyrir var Þvottahúsið á Rauðalæk, sem hóf starfsemi þar fyrir einu og hálfu ári. Hjónin Hanna Einarsdóttir og Þorsteinn Ingvarsson í Götu reka þvottahúsið, sem tekur við þvotti frá fyrirtækjum og einstaklingum. „Við erum með mikið af vinnufatn- aði úr alls konar rekstri frá öllu Suð- urlandi, en umboðsaðilar okkar í Vík frá barokktímanum til okkar daga og íslensk tónskáld hafa samið verk fyrir þau sérstaklega. Árið 1996 kom út á vegum Skrefs geisladiskurinn „Itölsk tón- list“ með leik þeirra sem fékk sér- staklega góðar viðtökur hjá gagn- rýnendum, segir í fréttatilkynn- ingu. Auk venjulegs tónleikahalds hafa Laufey og Páll staðið fyrir tónlistarkynningum í skólum víðs vegar um land. Tónleikarnir heljast kl. 17. Að- gangseyrir er kr. 1.000. Tónleik- arnir eru á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss og FÍT með styrk frá menntamálaráðuneytinu. klipping og Hvolsvelli taka við fatnaði fyrir okkur, auk þess sem við sækjum og sendum. Þá erum við líka með efna- laug og tökum við leðri og rúskinni, sem reyndar fer áfram til Reykjavík- ur til meðhöndlunar. Þetta hús var upphaflega byggt sem þvottahús um miðja öldina, en Kaupfélagið opnaði verslun í húsinu 1968. Verslunar- rekstur lagðist hér niðm- þegar Kaupfélag Arnesinga keypti Kaup- félag Rangæinga íyrir nokkrum ár- um og húsið stóð eftir það autt um tíma, eða þar til við hófum rekstur í júlí 1998,“ tjáði Hanna fréttaritara- .Um mánaðamótin opnaði Ómar og nudd Diðriksson háriðnmeistari stofu sína á Rauðalæk, en hann er margreynd- ur í háriðn, þ.e. bæði í klippingum og allri annarri hársnyrtingu og hefur unnið til margvíslegra viðurkenn- inga. Stofa hans er opin þriðjudaga til föstudaga, en auk hársnyrtingar býður hann heiTasnyrtivörur frá American Crew. Ómar stefnir að því að vera með listsýningar á stofunni og hanga nokkrar vatnslitamyndir á veggjum hennar eftir 13 ára stúlku á Hellu, Helgu Björgu Helgadóttur. í húsnæðinu á Rauðalæk eru einn- ig Ágústa Hjaltadóttir svæðanudd- ari og Rúnar Óskarsson nuddari. Sorphirða á Snæfellsnesi? Hólmarar farnir að flytja sorpið sitt að Fíflholtum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Sigurður Júlíusson hefur séð um sorphirðu í Stykkishólmi í mörg ár. Nú hefur verið gerður við hann skammtímasamningur um flutning á sorpi að Fíflholtum. Á myndinni er hann að leggja af stað í fyrstu ferðina að Fíflholtum. Stykkishólmi - Fyi'- ir stuttu hófu Hólm- arar að flytja sorp á nýja urðunarstað Vestlendinga í Fífl- holtum á Mýrum og er Stykkishólmur er fyrsta sveitarfélagið á Snæfellsnesi sem flytur sorp sitt þang- að. I byrjun er um húsasorp að ræða. Fyrirtæki losa úr- gang enn á gömlu öskuhaugana en á því verður vonandi breyting á næstu mánuðum svo að hætt verði að brenna sorp heima og ösku- haugarnir í nágrenni Stykkishólms verði aflagðir. Með tilkomu nýja urðunarstaðar- ins í Fíflholtum hækkar kostnaður sveitarfélagsins við að farga ruslinu. Áætlaður förgunarkostnaður án VSK er 9 kr. á kíló, flutningur og förgunargjald. Sorpgjöld í Stykkis- hólmi voru hækkuð mikið á þessu ári til að mæta kostnaðinum. Við úttekt tæknimanna sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi kom í ljós að urðarkostnaður 1 Stykkishólmi er lægri nú en í hinum sveitarfélögum á norðanverðu Snæ- fellsnesi. En það er álit sveitarstjórn- armanna að hægt sé að lækka kostn- að við sorphreinsun og urðun sorps mikið með því að bjóða út sameigin- lega sorphirðu og eyðingu með öðr- urn sveitarfélögum á Snæfellsnesi. Á fundi bæjarráðs Stykkishólms- bæjar 16. mars var samþykkt að taka þátt í þeirri vinnu að undirbúa sam- eiginlegt útboð á sorphirðu á Snæ- fellsnesi. Málið er til skoðunar hjá Eyrarsveit og Snæfellsbæ og skýrist fljótlega. Bæjarstjóm Stykkishólms hefur mikinn áhuga á að af þessu geti orðið og því var gerður skammtímasamn- ingur um flutning á sorpi frá Stykkis- hólmi og í Fíflholt þar til liggur fyrir á hvem hátt sorphirðu verði háttað á Snæfellsnesi í framtíðinni. Rýmingarsala í Skæði Tæmum búðina fyrir breytingar. Allt á að seljast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.