Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 Megrun SYKURSYKI Hjartveiki Næring Orfa kílo geta raðið miklu um heilsufar Glukosamagn mælt með hátíðni Stonr C-vitaminskammt- ar varasamir? Þjást jafnmargir af of- eldi og hungri? Nýtt svefnlyf The Daily Telegraph. NÝTT svefnlyf, sem sérfræðingar segja byltingarkennt, er að koma á markað um þessar mundir. Lyfið heitir Sonata, og er fyrsta nýja svefnlyfið sem kemur á markað í tíu ár. Er það frábrugðið fyrri gerðum svefnlyfja að því leyti, að þótt sá, sem þjáist af svefnleysi, taki það ein- ungis þrem tímum áður en hann síð- an vaknar er hann úthvfldur eftir svefninn og finnst hann ekki „úr- vinda“. Sérfræðingar sem fást við svefn- truflanir segja lyfið byltingarkennt þar eð það svæfi mann svo að segja á svipstundu, en hefðbundin svefnlyf þarf að taka mörgum klukkustund- um áður en gengið er til náða. Þá hefur nýja lyfið þann kost að það hverfur mjög fljótt úr líkamanum þannig að sá sem tekur það finnst hann ekki þreyttur lengi eftir að hann vaknar. Talið er að lyfið, sem fæst gegn lyfseðli, muni ekki síst gagnast ungu fólki sem á við svefntruflanir að etja. Dr. Laurence Knott, heimflislæknir í Lundúnum, segir að ekki sé langt síðan það hafi verið fátítt að fólk á tvítugsaldri hafi þjáðst af svefnleysi, en nú sé svo komið, að annar hver sjúklingur, sem til hans leiti vegna svefnvandamála, sé innan við fert- ugt. Þetta sé fólk sem sé undir miklu álagi á vinnustað, og eigi þar af leið- andi erfitt með að slaka á að loknum vinnudegi. Breska lyfjafyrirtækið Wyeth Laboratories framleiðir Sonata, og er búist við mikilli eftirspurn, þar eð talið er að um 50% Breta þjáist af svefnleysi. REUTERS Skipting heimsins gæða í Mósambík. Jafnmargir ofaldir o g vannærðir Washington. AP. HEIMSBYGGÐIN fer stækkandi um mittið. I fyrsta sinn í sögunni eru þeir, sem eru of feitir, jafn margir og þeir sem búa við hungur, að því er vísindamenn hafa greint frá. Hvor hópur um sig telur 1,1 milljarð. En þótt fólk þyngist er ekki-þar með sagt að heimsbyggðin nærist betur eða sé heilbrigðari en hún var fyrir tveim áratugum þegar mun fleiri milljónir manna sultu, að því er umhverfisverndarsamtökin Worldwatch Institute greindu frá í skýrslu, sem birt var í liðinni viku. Þar kemur fram, að offita og undir- þyngd eigi sér oft sömu orsök, van- næringu. I sumum löndum fer vaxandi það sem nefna mætti þyngdarbil. Vel stæðir minnihlutahópar á Indlandi, í Kína, Brasilíu og nokkrum öðrum þróunarlöndum fitna, en fátækt fólk býr við matarskort. í Banda- ríkjunum, og öðrum ríkum löndum, er vandinn á hinn veginn: Efna- og menntafólk neytir yfirleitt réttrar fæðu, en hinir fátæku blása út vegna þess að þeir neyta ódýrrar og feitrar skyndifæðu. „I mörgum löndum hefur offita einfaldlega komið í staðinn fyrir hungur, og ofgnóttarsjúkdómar í staðinn fyrir fátæktarsjúkdóma,“ sagði Brian Halwell, annar höf- unda skýrslu Worldwatch Instit- ute. í Bandaríkjunum teljast 55% íbúanna vera of feit, samkvæmt nýlegri könnun sem vitnað er til í skýrslunni. Einn af hverjum fjór- um fullorðnum Bandaríkjamönnum þjáist af offitu. Samkvæmt rann- sóknum sem gerðar hafa verið á vegum Sameinuðu þjóðanna er meirihluti íbúa í Rússlandi, Bret- landi og Þýskalandi einnig of feit- ur. Aftur á móti eru 56% íbúa í Bangladesh undir kjörþyngd, og 53% íbúa á Indlandi. Þrátt fyrir að undanfarna tvo áratugi hafi gengið betur að koma mat til vannærðra barna í Asíu og Suður-Ameríku hefur fjöldi vannærðra barna í fá- tækum löndum í suðurhluta Afríku farið vaxandi. Halwell sagði að bæði þeir sem eru of feitir og þeir sem eru of létt- ir byggju við sjúkdóma, fötlun, skemmri lífslíkur og skerta starfs- orku. „Þetta er ekki byggt á skil- greiningum einhverra tískublaða á réttri líkamsþyngd, eða staðli sem nýjasta sjónvarpsstjarnan hefur sett,“ sagði hann. Um sé að ræða alþjóðleg viðmið sem samþykkt hafi verið víða um heim. Við gerð skýrslunnar var stuðst við upplýsingar frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni (WHO), Sameinuðu þjóðunum og opinberar tölur frá einstökum ríkjum. Niður- stöðurnar eru aðrar en nýleg áætl- un Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, sem hljóðaði upp á að 790 milljónir manna í fátækum löndum byggju við matarskort. Halwell sagði mun- inn stafa af því að annars konar gögn hefðu verið notuð við útreikn- ingana. Hófleg megrun bætir heilsuna Aðeins hálft kíló á ári breytir miklu San Diego. AP. OF feitt fólk þarf aðeins að létt- ast um hálft kíló á ári til að minnka líkurnar á háum blóð- þrýstingi verulega - að því til- skildu að það þyngist ekki aftur. Þetta er niðurstaða banda- riskrar rannsóknar á miðaldra fólki sem léttist um hálft kíló á ári í fjögur ár og þyngdist ekki aftur að minnsta kosti næstu fjögur árin. Þetta fólk minnkaði likurnar á háum blóðþrýstingi næstu 40 árin um fjórðung. „Er þetta ekki ótrúlegt?" sagði Lynn L. Moore, farsótta- fræðingur við Boston-háskóla. „Jafnvel svo lítil megrun skiptir máli. Það eru spennandi skilaboð til almennings.“ Niðurstaða Moores byggist á ítarlegri rannsókn vísindamanna sem fylgdust með heilsu 5.209 íbúa úthverfa Boston frá árinu 1948. Moore rannsakaði sérstak- lega heilsu 1.823 of feitra karla og kvenna á aldrinum 30-65 ára. 405 þeirra léttust um að minnsta kosti tvö kíló fyrstu fjögur árin og þyngdust ekki aftur næstu fjögur árin. Líkurnar á háum blóðþrýstingi næstu 40 árin minnkuðu um 25% meðal þeirra, sem voru á aldrinum 30-50 ára þegar þeir misstu aukakílóin, og um 30% meðal þeirra sem voru 50-60 ára. Hár blóðþrýstingur er einn helsti áhættuþátturinn í hjarta- sjúkdómum, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. Læknar hafa lengi vitað að offíta er ein helsta orsökin. Associated Press Smávægileg megrun getur breytt heilmiklu um heilsuna. Ekki þurfa allir að vera jafn stórtækir og þessi bandaríska kona, Vicki Park, sem létti sig um 90 kíló á 18 mánuðum með því að minnka fítuneyslu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.