Morgunblaðið - 18.03.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 18.03.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 35 vmu IM LIÐ-AKTÍN Af hverju stafar hand- og fótkuldi? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Spurning: Ég er kona rúmlega þrítug. Það sem háir mér mikið er að ég er svo hand- og fótköld. AJlan daginn er ég ísköld á hönd- um og fótum og þegar ég kem í rúmið á kvöldin sofna ég ekki fyrr en eftir dúk og disk fyrir kulda. Þótt ég sofi í sokkum er það alveg sama, það tekur mig svona einn og hálfan klukkutíma að fá hita í fæturna. Getur þetta stafað af lélegri blóðrás eða þröngum æðum? Er eitthvað til úrbóta? Svar: Hand- og fótkuldi getur átt sér nokkrar skýringar. í fyrsta lagi gæti þetta stafað af mikilli æðakölkun þó svo að bréfritari sé of ung til að það sé sennileg skýring. Þar að auki fylgja mikilli æðakölkun í út- limum ýmis önnur áberandi ein- kenni eins og verkir við áreynslu Æsa- blámi? og stundum í hvfld og rauð- eða blá- leit og þunn húð. Sum lyf geta valdið hand- og fótkulda og eru það einkum betablokkar. Beta- blokkar eru m.a. notaðir við há- um blóðþrýstingi, hjartsláttartruflunum, hjarta- öng, mígreni, gláku og hand- skjálfta. Ef um aukaverkun lyfs er að ræða er auðvelt að laga ástandið með því að minnka skammta eða skipta um lyf. Til er sjúkdómur, sem stund- um er kallaður æsablámi á ís- lensku, en honum íylgja sam- drættir í æðum til handa og stundum einnig fóta. Þessir æða- samdrættir eða æðaherpingur draga úr blóðflæði til handa og fóta sem verða kaldir og bláir. Ekkert er vitað um orsakir æsa- bláma en um er að ræða truflun á starfsemi æðakerfisins þar sem víkkun verður á háræðum og bláæðum sem síðan leiðir til sam- drátta eða herpings í slagæðum. Þessi sjúkdómur kemur nær eingöngu fyrir hjá konum og tengist ekki æðakölkun. Hendur og fætur eru stöðugt kaldir og bláleitir, svitna mikið og geta þrútnað. Bláminn versnar venju- lega við kulda og lagast við hita eins og heit böð. Yfirleitt verður ekki húðþynning eins og við æða- kölkun og ekki fylgja þessu held- ur verkir, bara kuldatilfinning. Þessi sjúkdómur veldur óþæg- indum en er ekki á nokkurn hátt hættulegur og sjaldan er ástæða til að reyna aðra meðferð en að verja sig fyrir kulda. Ymislegt hefur verið reynt eins og æða- víkkandi lyf og æðavíkkandi skurðaðgerðir en árangurinn af slíkri meðferð er oft lítill eða enginn. Fleira kemur til greina og ætti bréfritari að fara til læknis til að fá úr því skorið hvað er hér á ferðinni og hvaða úrræði eru möguleg. • Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um læknisfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http:// www.hi.is/~magjoh/ • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spummgum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ( síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspumir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag(o>hotmail.com Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Gleraugnaverslunin Sjónarhólf www.sjonarholl. is 6,ral„8.aH,ib.í Hátíðni við blóðrannsókn Medical PressCorps News Service. VEL heppnuð tilraun hefur verið gerð með nýja, sársaukalausa að- ferð til að mæla glúkósamagn án þess að nota þurfí nál, og kunna sykursýkisjúklingar að geta not- að þcssa aðferð áður en langt um Iiður. Þá kann aðferðin einnig að nýtast með ýmsum öðrum hætti. Bandarískir og ísraelskir vís- indamenn greindu frá tilrauninni í marshefti Natura.1 Science. Um er að ræða fyrstu tilraun, sem gerð er á fólki, með notkun há- tíðnitækni til að fylgjast með glúkósamagni. „Við vonumst til þess að þessa aðferð megi síðar nota til að taka ýmsar gerðir af sýnum úr fólki án þess að gera þurfi gat á húðina,“ sagði Robert Langer, einn höfunda tilraunar- innar. Með hátiðnitækninni er hægt að ná vökvasýni í gegnum húð- ina. Ysta lag hennar er gert úr dauðum frumum og fítulögum sem hanga saman líkt og múr- steinar og steypublanda, út- skýrði Langer. Með hátíðnitækn- inni er unnt að koma róti á fitulögin og opna leiðir sem mólekúl komast út um. Þótt ekki sé um blóðsýni að ræða er vitað að í vökvanum er sami styrkur glúkósa og annarra efna og er í blóðinu. Þegar mæl- ingar, sem gerðar voru með þessum hætti, voru bornar sam- an við mælingar á glúkósastyrk í blóði voru niðurstöðurnar mjög svipaðar. „Það þarf engar nálar við þessa aðferð, og hún er al- gerlega sársaukalaus,“sagði dr. Robert Gabbay, meðhöfundur til- raunarinnar. Hann sagði að til- raunin hefði verið gerð með há- tíðnitæki sem sé svipað tækjum sem yfirleitt sé að finna á sjúkra- húsum, en búin hafi verið til handhæg gerð þess, og geti sjúklingar innan skamms mælt sig sjálfir heima hjá sér. Sé þess vænst að þessi gerð tækisins verði fáanleg eftir þrjú til fímm ár. Næsta skref sé að gera um- fangsmeiri tilraun, sem búast megi við að verði gerð á næsta ári. Rannsóknir á áhrifum C-vítamíns Flýta stórir skammtar fyrir æðakölkun? San Diego. AP. SAMKVÆMT niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar kunna C-vítamín- töflur að flýta fyrir æðakölkun. Vísindamennimir, sem komust að þessu, segja niðurstöðurnar koma á óvart og sögðu að gera þyrfti fleiri rannsóknir til að skera úr um hvort stórir skammtar af C- vítamíni séu í raun og veru hættu- legir. Engu að síður renni þetta frek- ari stoðum undir tilmæli heil- brigðissamtaka um að fólk forðist stóra skammta af vítamínum og fái frekar nauðsynleg næringar- efni úr mat. Dr. James H. Dwyer, faraldursfræðingur sem stýrði rannsókninni, kynnti niður- stöðurnar á fundi Hjartaverndar- samtaka Bandaríkjanna í vikunni. Dwyer og samstarfsmenn hans við Háskólann í Suður-Kaliforníu rannsökuðu 573 heilbrigða mið- aldra karlmenn og konur sem starfa hjá rafmagnsveitu í Kali- forníu. Um 30% þeiiTa taka ýmis vítamín að staðaldri. Engin ótví- ræð merki fundust um að stór skammtur C-vítamíns úr fæðu eða fjölvítamíntöflum hefði slæmar af- leiðingar, en þeir sem tóku C-vítamíntöflur reyndust hafa aukna þykkingu í veggjum stóru æðanna í hálsinum. Því meira sem tekið var af töflum, því meiri var þykkingin. Túnis býður ekki aðeins upp á góða golfvelli. Saga og menning, loftslag og staðsetning landsins við Miðjarðarhafsströndina gera Túnis ákaflega spennandi til heimsúknar. ► Hvernig væri að taka forskot á golfsumarið við kjöraðstæður, ► búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita, ► borða góðan mat og ► leika golf á 6 mismunandi golfvöllum? Feröaskrifstofa Vesturiands býður upp á 10 daga golfferö til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Brottför 28. apríl og möguleiki á framlengingu í Túnis og London. Fararstjóri verður Sigurður Pétursson, golfkennari. Verð kr. 109.000 á mann í tvíbýli að viðbættum flugvallarsköttum, innifelur: Flug, fararstjórn, akstur, gistingu á fyrsta flokks hótelum, hálft fæði, vallargjöld og skoðunarferð. Takmarkaður sætafjöldi. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. Við erum við símann á milli kl. 11 og 15 í dag. _ FERÐASKRIFSTOFA VESTURLANDS Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.