Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 37

Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 37 MARGMIÐLUN Reuters Frammámenn Microsoft kynntu X-boxið á leikjahönnuðaráðstefnu í Tókýó. Vinstra megin við boxið eru varaforseti Microsoft, Rick Thompson, og framkvæmdastjórinn, Shinichi Ata. tölvunnar hafi verið smíðuð á laun innan Microsoft; í óþökk yf- irmanna hafi hópur verkfræð- inga Iagt drögin að slíkri tölvu og síðan eytt mörgum mánuðum í að telja yfirmenn sína á að leyfa þeim að setja hana saman. Þeir létu loks undan er Sony kynnti Playstation II sem arf- taka PC-tölvunnar, þ.e. leikja- tölvu með DVD-spilara inn- byggðan, netaðgang og þar fram eftir götunum. Að sögn réð úrslitum að forritarinn sem náði að vekja athygli Gates á Netinu á sínum tíma slóst í hóp X-box-vina innan Microsoft. Ekkert er ljóst um verðlagn- ingu á X-boxinu, sem vonlegt er, en því spáð að vestan hafs muni tölvan kosta á frá 18.000- 25.000. Þess má geta að Play- station II kostar í kringum 30.000 kr. austur í Japan. BYGGTÁOG REKIÐ SAMKVÆMT ALÞJÓÐLEGRI HUGMYNDAFRÆÐI FOUNTAJN HOUSE ALVORU TONLEIRAR :=> I9.MARS KLIé'.OO CZ> O X '<=> CT> OO cr> ‘<Z> cr> cn c lxj T^BBUEUNn/ iSi’;1”'"w™* GEYSIR VELKOMIN Ægisgata 7 Sími 551 5166 geysir@ centrum.is www.centrum.is/klubburinngeysir A SKEMMTILEGA UPPÁKOMU Deilt um Gnutella MIKIÐ HEFUR verið deilt um hugbúnað sem kallast Napster og er helst ætlaður til að auðvelda dreifingu MP3-skráa. Hugbúnað- urinn hefur víða verið bannaður vegna vinsælda hans, en hann hefur sett netþjóna fjölmargra háskóla vestan hafs á hliðina vegna mikillar notkunar. Ymsir hafa keppst við að líkja eftir Napster, meðal annars Lin- ux-áhugamenn sem smíðað hafa hugbúnað sem hagar sér eins og getur talað við Napster-þjóna í óþökk eigenda hugbúnaðarins. Napster stafar þó meiri hætta af öðrum búnaði, Gnutella, sem deild innan AOL kynnti á dögun- um. Gnutella starfar áþekkt og Napster, þ.e. hugbúnaðurinn er beinlínis ætlaður til að auðvelda fólki að skiptast á hugbúnaði, MP3-pakkaðri tónlist eða hvað- eina. Höfundar hafa lært af lát- unum í kringum Napster, því Gnutella er þannig saman sett að búnaðurinn keyrir á mörgum vél- um samtímis, í stað þess að keyra aðeins á einum miðlara og er beinlínis hannaður til þess að erf- itt sé að stoppa hann. Fyrirtækið sem framleiðir Gnutella heitir Nullsoft og hag- vanir á Netinu þekkja undireins að þar fara höfundar Winamp, helsta MP3-spilara Netsins. Skammt er síðan AOL keypti Nullsoft, og á því Gnutella, sem keppir við Napster, sem Time- Warner er að berjast gegn vegna höfundarréttarbrota, en AOL gleypti Time-Warner líka fyrir skemmstu. Þannig eru málin komin í hring og víst að stjórar AOL brugðust hart við þegar betaútgáfa Gnutella komst á net- ið og lokuðu snimmhendis vef- setrinu sem vistaði búnaðinn. Það er aftur á móti svo með Netið að þegar búið er að dreifa einhverju er ekki svo gott að inn- kalla það og þannig er víða hægt að ná sér í eintak af Gnutella, til að mynda á slóðinni http://all- skin.com/gnutella/. Það á svo eftir að koma í ljós hvort Nullsoft-menn fá að gefa grunnkóða hugbúnaðarins frjáls- an eins og þeir höfðu heitið og reyndar hvort Gnutella kemst nokkurn tímann lengra en í beta- útgáfu. BALENO Langar þig til þess? SUZUKI Baleno fæst fjórhjóladrifinn, með spræka og skemmtilega 1600 vél, bæði í Sedan og Wagon útfærsl- unum. Fjórhjóladrif er alveg ómetan- legt við þær aðstæður sem við búum við hér á Islandi, ekki bara svo við komumst leiðar okkar, heldur bætir það aksturseiginleika og stöðugleika bílsins við allar aðstæður. Svo eru Baleno 4x4 bílarnir afar vel búnir staðalbúnaði, bæði þæginda- og öryggisbúnaði. SUZUKI bílar eru þekktir fyrir hagkvæmni í rekstri og sparlega eldsneytisnotkun. Er þetta ekki einmitt bíllinn sem þig vantar? Baleno - Fólksbíllinn TEGUND: VERÐ 1.3 GL 3d 1.195.000 KR. 1.6 GLX 4x4 4d ABS 1.595.000 KR. 1.6GLXWAGON4x4abs 1.695.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www. suzukibilar. is Þorbergur Guðmundsson Sölustjóri SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími S55 15 SO. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.