Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 48

Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 48
48 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALSTEINN HEIÐAR GUÐBRANDSSON + Valsteinn Heiðar Guðbrandsson fæddist í Reykjavík hinn 12. apríl 1947. Hann lést af slysför- um í Súðavík 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 6. mars. Sestu niður? Sit- urðu? Hann pabbi þinn er dáinn. Það er fátt annað sem ég man frá símtalinu við Halla þennan örlagaiíka dag 28,/ebrúar. Ina amma rifjaði oft upp hvað þú varst yndislegur þegai' þú komst í fríum frá Búrfelli til þess að eyða frístundunum einn með mér nýfædd- um. „Hann vildi ekki einu sinni koma fram og fá sér kaffisopa," bætti hún alltaf við. Eg man líka þegar við sáumst fyrst á Garðsendanum þegar ég var nýlega fluttur aftur til landsins. Það var skrýtið að vera tólf ára og sjá pabba sinn í fyrsta skipti. Bjamdís amma, sem var alltaf að segja mér frá þér og sýna mér myndir, leiddi mig inn í her- bergi þar sem ókunnuglegur skegg- aður maður var að svæfa smábam. Þetta var þá hann pabbi minn og hann Armann bróðir. Mér fannst ég síðan strax verða einn af fjölskyld- unni. Það eni ekki allir það heppnir að hafa átt pabba eins og þig, sem er fyrst og fremst ráðleggjandi vinur og félagi sem hægt var að ræða við um heima og geima og hafði skynsamleg svör og leiðir við nánast hverri þraut sem fyrir lá. Það var varla hægt að fá betri og sannari íyrirmynd til leið- sagnar um lífsins grýttu brautir. Það var alltaf stuðning að fá á erfiðum tímum og þrátt fyrir að sambandið væri stundum stopult fyrir tíma nets- ins, þegar ég dvaldi langdvölum er- lendis, var það alltaf bætt upp með klukkustundalöngum samræðum þegar ég kom heim í fríum. Enginn stuðningur var mér heldur mikilvægari þegar hann Dagur Freyi’ dó, og ekki mun- aði þig um að berjast í 14 tíma í ófærð og snjó- byl til að vera með okk- ur þá. Það er mér nú mikil huggun að þið lögðuð á ykkur að koma og vera með okkur síðustu jólin. Þvælast með okkur um nánast hálf Bandaríkin við aðbúnað sem gjarn- an gæti hafa verið miklu betri, með hangi- kjöt í kælikassa til að við gætum öll haldið íslensk jól í Oklahoma. Svo kvöddumst við sáttir með faðmlagi og kossi á flugvellinum, eins og svo oft áður á ísafjarðarfiugvelli. Þú ert nú farinn á betri stað, en lifir þó ávallt áfram í hjarta mínu. Þar er tóm, en minningin yljar og lýsh-. Líf- speki þín og óbilandi trú á það góða í öllum mönnum verður mér fararnesti þar til við sjáumst að nýju. Guðmundur Birgir. Heiðar var kunnur maður og um- deildur. Hann hafði brennandi áhuga á félagsmálum og lét þau til sín taka, jafnt á sviði verkalýðsmála sem öðr- um. Hann var beinskeyttur og óhræddur og baráttuaðferðir hans voru ekki að skapi þeirra sem telja klókindi vænlegri til árangurs en hreinskilni. Það gustaði því oftast um Heiðar og hann kunni gustinum og hreina loftinu vel. Vestfirsk verkalýðshreyfmg á Heiðari og fjölskyldu hans skuld að gjalda. Á vordögum 1997 átti verkafólk á Vestfjörðum í sjö vikna verkfalli. At- vinnurekendur reyndu með öllum ráðum að koma sér undan lögmætri vinnustöðvun og brjóta verkfalls- menn á bak aftur. Einn þáttur í því var að senda skip í aðrar hafnir til löndunar og reyna að fá fólk þar til að >■ t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU I. GOTTLIEBSDÓTTUR, Brekkugötu 15, Ólafsfirði. Guð blessi ykkur öll. Júlíanna Ingvadóttir, Óskar Finnsson, Sigurbjörg Ingvadóttir, Árni Helgason, Birgir Ingvason, Jóhanna Tómasdóttir, Ingvi Óskarsson og fjölskylda, Guðmundur Óskarsson og fjölskylda, Halldór Óskarsson og fjölskylda, Bragi S. Óskarsson, Helgi Reynir Árnason, Jóna Björg Árnadóttir, Halldóra Birgisdóttir, Vignir Þór Birgisson og langömmubörnin. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elsku litla sonar okkar, bróður og barnabarns, ERLINGS GEIRS YNGVASONAR, Helgafellsbraut 17, Vestmannaeyjum. Yngvi Sigurgeírsson, Oddný Garðarsdóttir, Garðar Þorsteinsson, Sigurbjörg Yngvadóttir, Kári Yngvason, Garðar Þorgrímsson, María Gunnþórsdóttir, Björg Ágústsdóttir ganga í störf verkfallsmanna. Harð- snúinn hópur verkfallsvarða fékk það hlutverk að þeytast víðsvegar um landið og hindra þessi verkfallsbrot. Þessum hóp, eins og reyndar öðra verkafólki sem sýndi ótakmarkaða fórnfýsi og baráttuhug, verður seint fullþakkað. Það hefur raunar faiist fyrii' í argaþrasi daganna að gera frammistöðu þessa alþýðufólks þau skil sem vert væri. Heiðar var ekki í verkfalli, en það var honum ekki eiginlegt að sitja hjá þegar verkafólk átti í baráttu fyrir réttindum sínum og hann slóst í hóp- inn ásamt syni sínum. Og þar var kominn liðsmaður sem munaði um. Heiðar notaði sömu bai’- áttuaðferð og jafnan áður; kom beint framan að andstæðingnum, hélt sig fremst í hópnum, lagði sig allan fram og hugsaði fyi'st um hag heildarinnar en síðast um sinn eigin. Hópurinn unni sér hvorki svefns né matar langtímunum saman, enda nærðist baráttuþrek hans ekki á hita- einingum eða hvíld. Þrekið kom að innan og vai' sprottið af trúnni á rétt- látan málstað verkafólks. Heiðar virt- ist alltaf eiga viðbótarskammt af þreki og ætla sjálfum sér minni hvíld en öðrum. Þegar þess var beðið í óvissu hvar atvinnurekendur bæru niður næst, tók hann að sér að vera augu og eyru hópsins og gilti þá einu hvort hann stóð vaktina ásamt flug- manni í háloftunum eða einn og van- svefta úti á annesjum. Heiðar brást ekki. Heiðar var líka einn fárra verk- fallsvarða sem atvinnurekendur völdu úr og kröfðu um skaðabætur sem skiptu milljónum króna til að standa straum af kostnaði sínum við tih'aunh' til verkfallsbrota, tniir þehTÍ reglu sinni að verkafólk skuli alltaf greiða reikninginn að lokum. Ekki sér fyrir endann á því máli enn, en einnig þar var Heiðar keikur og sannfærður um sigur réttlætisins. Verkfallsverðir Alþýðusambands Vestfjai'ða kveðja góðan liðsmann. Hafðu þökk fyrir dýrmætt framlag í þágu vestfirsks verkafólks, félagi. Þín verður saknað í baráttunni sem framundan er, en minningin um óbil- andi baráttuhug þinn mun efla þrek þeirra sem eftir eru. Fjölskyldu Heiðars vottum við innilega samúð. Alþýðusamband Vestfjarða. Þegar sest er niður til að setja á blað minningar um látinn vin hrann- ast þær upp, svo að erfitt er að ákveða hvað skrifa skuli og hverju sleppa. Mér varð hugsað til fyrstu kynna minna af Heiðari Guðbrandssyni, þessum lífsglaða og kröftuga manni, draumum hans, ósérhlífni og óbilandi löngunar til þess að vinna heima- byggð sinni, Súðavík, sem mest gagn og hispursleysi hans við að tala sínu máli, sama við hvern hann talaði. Ég kynntist Heiðari fyrst í byi'jun ái’sins 1993, þegar hann hringdi til mín og bað um að ég sendi sér ein- hverjar upplýsingar um þau timbur- hús sem ég væri að selja. Við nánari spjall kom í ljós að hreppsnefnd Súðavíkurhrepps var að hugleiða að byggja eitt til tvö íbúðarhús, því að mikil atvinna var þá í þorpinu, en mikill skortur á vinnuafli, sem talið var að stafaði fyrst og fremst af því að ekkert húsnæði væri á boðstólum á staðnum. Heiðar vildi fá fjölskyldur í lítil einbýlishús, fremur en farand- verkamenn í vinnubúðir, því að fjöl- skyldur myndu festa rætur á staðn- um og taka ástfóstri við Súðavík, eins og hann og hans fjölskylda hafði gert á sínum tíma og þannig stuðlað að framgangi og stækkun byggðarinnar. Upp frá þeim degi töluðum við Heiðar saman nær daglega í mörg ár og varð ég óbeint þátttakandi í bæj- armálum Súðavíkur og lærði fljótt að áhugi Heiðars á málefnum Súðavíkur og sveitarstjórnamálum almennt var slíkur, að ekki var viðlit að hann eða ég kæmum okkur að því málefni sem var orsök símhringingarinnar, fyrr en Heiðar hafði lokið sér af með minnst hálftíma og oft klukkutíma fyrirlestur um það sem hæst bar hverju sinni I málefnum hreppsins, hvað þyrfti að gera til þess að koma málefnum betur fyrir, ekki aðeins fyrir Súðavík, heldur einnig dreifbýl- ið almennt. Þessi málefni vora brenn- andi hjartans mál Heiðars, enda hafði hann mikinn skilning og góða þekk- ingu á sveitarstjómamálum og hugs- aði um þau, Ias um þau og ræddi við menn um þau, nær og fjær.og engan þekki ég sem lagt hefur meira á sig fyrir sína heimabyggð en Heiðar. Því betur sem ég kynntist Heiðari, áhugamálum hans, draumum og ósk- um, sem oftast tengdust á einhvern hátt byggðarlaginu hans og fólkinu sem þar býr, framsetningu hans á þessum draumum sínum og eftfr að ég lærði að hlusta á Heiðar, þeim mun meira dáðist ég að manninum, áhuga hans og atorku. Heiðar var mikill fjölskyldumaður og vai' umhyggja hans fyrir sonunum, þeim Alberti, Ármanni, Guðmundi Birgi og Kristófer, til mikillar fyiir- mjmdar og ekkert var það sem þau Maja vildu ekki leggja á sig til að að- stoða þá. Mál þróuðust þannig að átta hús frá fyrirtæki mínu vora byggð á Súðavík og vora tvö þeirra með tveimm- íbúðum hvort. Þar af vora þrjú húsanna byggð af Heiðari og fjölskyldu hans, en hann hafði einnig stuðlað veralega að því að hin húsin urðu að veraleika. Þegar Heiðai' varð 50 ára, 12. apríl 1997, stungu sam- starfsaðillar mínir í Noregi upp á því að Heiðai' fengi einhverja umbun fýr- ir veitta aðstoð við kaupendm- hús- anna okkar og nú, þegar húsin vora hvort eð var þegar löngu byggð, væri ekki hægt að hafa við það að athuga. Ég færði þetta í tal við Heiðar og svar hans var reyndar í stfl við allan hans lífsstfll, eins og ég þekkti hann: „Veistu það að hér er yfir 100 ára gamalt timburhús og var efnið flutt inn af Jóni ríka, með norskum hval- veiðimönnum, á sama hátt og norsk- íslensku „katalog húsin“ og svipað og þú ert reyndar að gera í dag. Húsið stendur nú hér í bænum og gengur undir nafninu Eyrardalshúsið. Allt burðarvirkið er óskemmt, en klæðn- ingin utan á því er ónýt. Ef þú vilt gera eitthvað fyrir mig, þá láttu Norðmennina vinna fyrir okkur samskonar klæðningu og var upp- ranalega á húsinu, sem ég svo gæti gefið hreppnum, til þess að endur- byggja megi húsið og það verður bæj- arprýði, því að það stendur á mjög áberandi og fallegum stað hér í bæn- um.“ Þessu fylgdi gi'einargerð um sögu Jóns ríka sem mér var uppálagt að kynna mér vel, ásamt úttekt nátt- úraverndarráðs á Eyrardalshúsinu. Þessi draumur Heiðars vai'ð að vera- leika og mættu tveir fulltrúar norska fyrirtækisins, ásamt undirrituðum og með klæðninguna á Eyrardalshúsið, í afmæli Heiðars. Heiðar vai- drengur góður sem vildi öllum hjálpa, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Ég tel það mikið lán og ég tel mig betri mann, eftir að hafa kynnst honum og lífsviðhorfum hans. Heiðar minn, megi góður Guð vernda þig og leiða á þeirri braut sem þú hefur nú lagt út á. Elsku Maja mín, megi Drottinn veita þér og fjöl- skyldu þinni alW styrk og þrek til að horfa fram á veginn. Þið eigið minn- ingarnar um góðan dreng og ástríkan heimilisföður og þær munu hjálpa ykkur yfir erfiðustu hjallana. Björg og Reimar Charlesson. ÞÓRÐUR EINARSSON + Þórður Einars- son fæddist í Langholti í Bæjar- sveit 20. apríl 1931. Hann lést í Borgar- nesi 24. febrúar síð- astliðinn og fór útfór hans fram í kyrrþey 4. mars. Þórður Einarsson, síðasti ábúandinn að Kletti í Reykholtsdal, andaðist í Borgarnesi 24. febrúar síðastlið- inn. Af andláti Þórðar frétti ég ekki fyrr en eftir útför hans, sem fór fram í kyrrþey frá Reykholtskirkju 4. mars. Því eru þessi síðbúnu kveðjuorð. Faðir minn, Her- mann Jónasson, eign- aðist jörðina Klett árið 1945. Þá vora ábúend- ur þar foreldrar Þórð- ar, Einar Sigmundsson og Jóney S. Jónsdóttir. Fyrstu árin hafði faðir minn eitt herbergi til afnota í íbúðarhúsinu á bænum. Þar dvaldi ég alloft að sumarlagi, ekki síst sumarið 1949, þegar ég vann ásamt skólafélaga mínum við að mála bæinn og húsin. Þá kynnt- ist ég fjölskyldunni vel, meðal ann- Frágangur afmælis- • • og minmngargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi- Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanh' í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ars systkinunum fjórum. Þórður var þeima elstur, fæddur 1931. Einar og Jóney bjuggu á Kletti til ársins 1968. Þá tók Þórður við búinu, orðinn búfræðingur að mennt. Fyrstu árin bjó Þórður einn. Það var oft erfitt en breyttist mjög til batnaðar eftir að hann eignaðist sína dugmiklu sambýliskonu, Berg- nýju Jóhannsdóttur. Hún var hans stoð og stytta við búskapinn, ekki síst eftir að hann kenndi sinna veik- inda. Sonur þeima Einar Bragi, sem nemur stjórnmálafræði við Háskóla Islands, var einnig föður sínum mikil hjálparhella. Þórður var góður bóndi. Hann bjó blönduðu búi og fór vel með sín- ar skepnur. Hann var mikill hesta- maður og átti mikið af gæðingum en einnig hesta, sem gott var að fá lán- aða fyrir bömin. Kynni okkar Þórðai' urðu hálfrar aldar og voru ætíð mjög góð. Einar, faðir Þórðar, og Þórður voru for- eldram mínum mjög hjálplegir síð- ustu sumurin, sem þau dvöldu að Kletti. Mest alla búskapartíð Þórð- ar hef ég og fjölskylda mín dvalið mikið í sumarhúsi okkar að Kletti. Oft hef ég þurft að leita til Þórðar og aldrei farið bónleiður til búðar. Hann og Bergný eða sonur þeirra Einar lágu aldrei á sínu liði. Þórður tjáði mér sumarið 1998 að hann hygðist bregða búi vegna heilsubrests. Það gerði hann síðast- liðið haust. Tómlegt er að Kletti eft- ir að Þórður og Bergný fluttust brott. Við Edda þökkum Þórði góð kynni og samskipti og sendum fjöl- skyldu Þórðar innilega samúðar- kveðju. Steingrímur Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.