Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 63

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 63 BREF TIL BLAÐSINS Opið bréf til lögreglu- stjórans í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðherra Frá foreldraráði Álftamýrarskóla: Á SÍÐASTA ári var ákveðið að hrinda af stað tilraunarverkefni með hverfalögreglu í Háaleitis-, Hvassa- leitis-, Bústaða- og Smáíbúðahverfi. Starfandi hafa verið hverfalögreglur í öðrum hverfum borgarinnar með mjög góðum árangri. Meðan á verk- efninu stóð var sérstök lögreglubif- reið til taks allan sólahringinn og sinnti þessum hverfum. Það voru sömu Iögreglumennirnh sem mönn- uðu bifreiðina, en um fimm vaktir var að ræða. Allir sem komu að þessu máli eru sammála um að til- raunin hafí tekist mjög vel og góð samvinna varð milli lögreglunnar, kennara, skólastjórnenda og ekki síst foreldra. í því sambandi má nefna foreldraröltið sem er mikil- vægt forvarnarstarf. Sá háttur var hafður á að foreldrar sem röltu hittu lögregluna við upphaf rölts til að fá upplýsingar um hvar unglingarnir héldu sig. Ef foreldrar urðu varir við eitthvað óeðlilegt höfðu þeir sam- band við lögreglubílinn sem aðstoð- aði þá eftir þörfum. í vetur, eftir að verkefninu lauk, eru dæmi um að foreldrar hafa fengið þau svör hjá lögreglunni að ekki sé tími til að sinna beiðnum þeirra um aðstoð á foreldrarölti. Foreldrar vita að ung- lingum hefur verið boðið áfengi og eiturlyf til sölu í hverfinu. Einnig viljum við benda á að Kringlan er í þessu hverfi og þangað Aldraðir og fatlaðir Frá Sveini Indriðasyni: EINHVERNTÍMA sagði ég á fundi hjá Öryrkjabandalaginu, að fatlaðir væru greindari en annað fólk, því þeir hefðu alla lífsreynsluna að auki. Sama má segja um aldraða, sem hafa upplifað kreppu og atvinnuleysi, styrjöld og innflutningshöft og end- urtekinn aflabrest. Þetta fólk lét sig hafa það að vera fatlað eða fátækt og hélt áfram að byggja upp þjóðfélag, sem einhvern tíma kæmi með betri tíð og blóm í haga. Þetta fólk er búið að neita sér um flesta hluti til að menn geti lært lög- fræði og endurskoðun endurgja- ldslaust og síðan hefur þetta sama fólk kosið þessa menn sem leiðtoga. Þegar þessir leiðtogar fá svo upp í hendurnar góðæri, sem þetta fólk hafði skapað, þá bregður svo við að ekkert er til skiptanna fyrir alla þá sem lengst af höfðu úr litlu að moða. Boðskapurinn sem þetta fólk fær, er að það sé smælingjar, sem verði að gera sér að góðu að hirða molana sem falla af borðum leiðtoganna, þegar þeir hafa hækkað sín laun eftir þörfum. Og þetta er haft hátt um á því Al- þingi, sem smælingjarnir kusu þessa leiðtoga til. Ætli sannist ekki þarna það sem Örn Amarson orðaði þannig. Oft er viss í sinni sök sáerekkertskilur Nýlega hitti konan mín'aldraða konu, sem vantaði uppskrift að pönnukökum, því hún vildi gera barnabörnunum dagamun. En í um- ræðunni kom á daginn að hún hafði ekki efni á að kaupa hveiti nema á mánaðamótum, þegar hún fékk elli- lífeyri. En um þetta hafði hún ekki fleiri orð. Davíð Stefánsson orðaði þetta svo: Enoftasterþað sá, sem allir kvelja og smá Sparaðutugþúsundir Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo X. þeir verða sem nýir Jvar@vortex.is BIODROGA Snyrtivörur Q-10 húðkremið c~>fella Bankastræti 3, sími 551 3635. ^____Póstkröfusendum. J sem mesta mildi á. Fáirnjótaeldanna semfyrstirkveikjaþá. Þeir stjórnarleiðtogar sem þessu stjórna hefðu gott af að rifja upp að það var sjálfstæðisþingmaðurinn Gísli Jónsson, sem harðast barðist fyrir SIBS, Reykjalundi og Happ- drætti SIBS og það var sjálfstæðis- þingmaðurinn Oddur Ólafsson, sem harðast barðist fyrir stofnun Reykjalundar, Öryrkjabandalagsins og Lottós, sem byggir yfir fatlaða. Og það var framsóknarmaðurinn Jónas Þorbergsson sem harðast barðist fyrir byggingu Kristsnes- hælis og síðan SÍBS og Reykjalund- ar. í þeirra hugsjónastörfum var ekki talað um stjórnmál. SVEINNINDRIÐASON, Árskógum 8, Reykjavík. FASTEIGNASAIA Faxafeni5*I08R Sími533 1080*Fax533 1085 Opið í dag frá kl. 12-15 FOSSVOGUR - HULDU- LAND - EFRI HÆÐ Fimm herbergja + bílskúr Gullfalleg fimm herb. ibúð á efri hæð í fallegu, litlu fjölbýli. íbúðin er mjög vel skipulögð. Stærð 126,3 fm + bílskúr. Parket á öllum gólfum. Gott eldhús með þvottahúsi og búri. Flísalagt bað með sturtu. Falleg og björt stofa. Suðursvalir. Sérgeymsla á jarðhæð. Verðtilboð óskast. VESTURTÚN - ÁLFTANESI PARHÚS Vel skipulagt parhús á góðum stað á Álftanesi. Tvær hæðir með innbyggðum | bílskúr. Húsið skiptist i forstofu og eldhús. Gestasnyrting flísalögð og þvottahús sem í dag er nýtt sem svefnherbergi. Stór stofa. Á efri hæð eru baðherbergi, tvö rúmgóð herb. og eitt lítið barna- herbergi. Lóðin er sléttuð með þökum að aftanverðu en möl að fram- anverðu. Húsið stendur ofan við götu. f Áhvílandi eru húsbréf að fjárhæð ca 7,5 milljónir. L leita börn og unglingar úr öllum hverfum. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið þar er orðið og mun að öllum líkind- um versna ef ekki verður gripið í taumana í tæka tíð. Því miður hefur fjöldi barna og unglinga verið grip- inn þar vegna þjófnaðar. Þá er hætta á að ungmennin kynnist þar vafa- sömum einstaklingum og leiðist út á óheillabrautir. Ekki er hægt að ætl- ast til að öryggisverðir Kringlunnar annist öll þau mál sem upp koma enda sjálfsagt ekki í þeirra verka- hring. Máli okkar til frekari stuðnings viljum við benda á grein í Morgun- blaðinu 11. mars s.l. vegna nýútkom- innar skýrslu um ofbeldi meðal ís- lenskra unglinga. Þar sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra m.a. að hún hefði lagt mikla áherslu á að koma upp grenndarlöggæslu. Þau svör sem borist hafa frá lög- reglunni í Reykjavík þegar spurst hefur verið fyrir um framhald hverfalögreglunnar hafa verið á þá leið að allir þeirra peningar hafi farið í rannsókn á stóra fíkniefnamálinu. Gefur það þá ekki augaleið að veita þarf meira fjármagn í þennan mála- flokk? Við óskum eftir skriflegum svörum frá dómsmálayfirvöldum um hvort og þá hvenær hverfislögreglan taki til aftur til starfa. Fh. foreldraráðs Álftamýrarskóla JÓNA RÚN GUNNARSDÓTTIR, Háaleitisbraut 52, Reykjavík. RÓSA FINNLAUGSDÓTTIR, Safamýri 41, Reykjavík. - fA(ýtt 'Jdrn frd Sputnik * Gler frd Josefina — og margtfleira nýtt í nýrri og breyttri verslun 10 rósir d kr. 990 Fókafeni 11, sími 568 9120 lagerútsala Við rýmum fyrir nýjum vörum með laaerútsölu á útlitsgölluðum og lítið skemmdum húsgögnum Utsalan verður haldin laugardaginn 18/3 frá kl. 10.00 til 17.00 og sunnudaginn 19/3 frá kl. 13.00 til 16.00 á lager okkar í Stapahrauni 7, Hafnarfirði Einnig opið í verslun okkar báða dagana. Tilvalið fyrir handlagna Gott úrval Frábært fyrir sumarbústaðinn Verðið skemmir ekki Bæjarlind 4, 200 Kópavogi sími 544 4420 Heilsubótardrykkur Á ÓTRÚLEGU TILBOÐSVERÐI í VERSLUNUM LYFJU snúa á vörn í sókn 4fýrireinn iQDy Áuktu lífsorkuna! Þú kaupir einn pakka en fœrð 4 af þessum frábœra fœdubótardrykk meðan birgdir endast Nýtt kortatímabil Kauptu einn en fádu 4 Rannsóknir hafa sýnt fram á mjög áhugaverðar niðurstöðurfyrir notendur fæðubótarefnisins PROLOGIC Einstök samsetning prótína, vítamína og steinefna. Það er vit í PROLOGIC cCb LYFJA Lyfá lágmarksverði! Lágmúla, Reykjavik - Hamraborg, Kópavogi Setbergi - Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.