Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 68

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 68
68 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNB L AÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Pörin þrjú úr ísiensku kvikmyndinni Fíaskó eftir Ragnar Bragason undir smásjánni. ' Fékk aðsvif er ég lék fyrst á móti Róberti Það var árið 1962 sem Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld léku saman í 79 af stöð- inni og nú tæpum fjörutíu árum síðar eru þau saman komin á ný í Fíaskó. Þau sögðu Skarphéðni Guðmundssyni frá merkilegum endurfundum á tjaldinu hvíta. RÓBERT og Kristbjörg sátu þétt saman á Mokka er blaðamann bar að og fór greinilega vel á með þessum gömlu leikfélögum. Vinnudagur þeiira var að lokum kominn. Krist- björg hafði verið að kenna í Leiklist- arskóla íslands og Róbert að æfa í af- mælisuppfærslu Þjóðleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt og var því kakó og vaffla með sultu og rjþma kærkomin næring í kroppinn. Aður --' en blaðamaður hóf spjallið fékk hann sér rjúkandi heitan kaffíbolla og tók varlega fyrsta sopann. Hvernig líkaði ykkur lokaútgáfan á Fíaskó? Kristbjörg: „Mér þótti bara reglu- lega gaman að henni.“ Róbert: „Mér líkaði hún mjög vel. Sjáðu til, maður gerði sér enga grein fyrir því hvernig heildin yrði.“ Kristbjörg: „Hún var nokkuð breytt frá upprunalega handritinu sem við lásum. Þar var sagan frekar » ofin saman en að lokinni klippingu * vora þetta orðnar þrjár sögur, sem kom skemmtilega út.“ Róbert: „Það er líka svo sérstakt við kvikmyndirnar að þegar maður loks sest niður í bíósalinn þá kemur maður svo að segja ókunnugur að verkinu. Þá fær maður loksins færi á að skoða afrakstur vinnu sinnar og hvemig hún fellur inn í stóru heildar- myndina. Frammistaða okkar Kristbjargar var auðvitað undir sér- stakri smásjá hjá mér og mér þótti reglulega vel til takast.“ Kristbjörg: „Ragnar er líka mjög sniðugur strákur.“ Róbert: „Mjög svo. Sérstaklega ef litið er til þess hversu ungur og reynslulítill hann í raun er. Maður var > eiginlega undrandi." í myndinni leikur Róbert ellilífeyr- isþegann Kari Barðdal sem fellur kylliflatul, fyrir fallinni kvikmynda- stjörnu, sem leikin er af Kristbjörgu. Hún á við andlega erfiðleika að stríða og reynist Karli erfiður björn að vinna. Hvað laðaði ykkur að hlutverkun- um? Kristbjörg: „Maður fær nú ekki boð um að leika í kvikmynd á hverjum degi. Þegar ég las handritið leist mér strax vel á það. Mér fannst það snið- uglega samið af Ragnari og um fram allt einlægt. Því taldi ég mig geta treyst honum fullkomlega.“ Róbert: „Ég tek undir þetta með henni Kristbjörgu. Hugmyndin sem fólst í handritinu hélt mér alveg ríg- bundnum þar til lestrinum lauk. Það finnst mér mikilvægt. Þar að auki fannst mér sjálfur textinn svo góður. Hann var einhvem veginn svo eðlileg- ur, hversdagslegur en hvergi upp- skrúfaður eins og oft vill verða.“ Kristbjörg: „Mér fannst hlutverkið mitt líka mjög sniðugt og vel skapað." Hvernig var að vinna með ungu og upprennandi listafólki sem þið hafíð ekki áður unnið með? Kristbjörg: „Það er nú þannig með vinnu í kvikmynd að maður umgengst svo fáa af þeim sem eiga hlut að máli. Við hittum t.d. varia hina leikarana og unnum einungis með Ragnari og örfá- um tækniliðsmönnum." Róbert: „Ég þekkti þetta fólk ekk- ert en verð að segja að kynnin voru afskaplega jákvæð og maður er fullur af þakklæti gagnvart þeim og hvemig þau skiluðu sínu hlutverki.“ Kristbjörg: „Það er svo gaman að vinna með ungu atorkusömu fólki sem er að gera nýja og spennandi hluti.“ Fyrir tæpum fjörutíu árum lékuð þið saman í 79 af stöðinni. Eigið þið góðar minningar frá því? Þau horfa dreymin hvort á annað, brosa, hlæja ofurlítið í kampinn og jánka síðan í sömu andrá. Kristbjörg: „Alveg sérstaklega góðar. Þetta vai- allt svo nýtt spenn- andi og óvenjulegt." Róbert: „Fyiir okkur var þetta ókannaður fmmskógur.“ Kristbjörg: „En sem betur fer þá leiddu okkur í gegnum hann þaulvan- h' erlendir fagmenn." Róbert: „Ég held að við hin óreyndu höfum lært geysimikið á vinnunni að 79 af stöðinni því leiðbein- endumir kunnu sannarlega sitt fag.“ Myndin hefur líka elst sérlega vel. Kristbjörg: „Það er alveg rétt. Hún nær alveg einkar vel að fanga tíðar- andann." Það lukkaðist einkar vel að færa hina vönu sviðsleikara í fyrsta sinn af sviðinu inn i kvikmyndina. Róbert.: „Reynsla okkar af leiksvið- inu era þeir hæfileikar og kraftar sem við leggjum af mörkum til kvikmynd- arinnar og síðan leggja aðrir til ann- ars konar krafta. Allir þessir ki’aftar sameinast síðan í eitt. Við leikararnir eram því ekki alveg reynslulausir þótt við höfum aldrei áður tekið þátt í kvikmynd." Kristbjörg: „Það er einhver goð- sögn að eifiðara sé að leika á sviði. Margh- afbestu kvikmyndaleikuram heims era einnig vanir sviðsleikarar. Leikari er og verður alltaf leikari og góður leikari verður að geta tileinkað sér þá tækni sem til þarf til þess að geta þjónað mismunandi miðlum, hvort sem það er leikhúsi, útvarp eða kvikmynd." Var frábrugðið að leika í Fíaskó og 79 afstöðinni? Kristbjörg: „Ég get nú ekki sagt það. En hvemig tæknivinnan sneri að okkur leikuranum þá vh’tist lítið hafa breyst.“ Róbert: „Einungis að því leytinu til að persónumar vora ólíkar. Vinna kvikmyndaleikarans hefur allavega ekkert breyst. Ekki skal ég svara til um vinnu annarra í kvikmyndinni. “ Nú hafíð þið leikið margoft saman á fjölunum. Hjálparþað ekki alltaf? Kristbjörg: „Það er voðalega nota- legt að þekkjast vel. Traustið er sam- leikuram mjög mikils virði.“ Róbert: „Það hefur Messunarlega allt gengið vel upp hjá okkur Krist- björgu í þau ótal skipti sem við höfum leikið saman.“ Kristbjörg: „Við eram allavega ekkert hrædd hvort við annað.“ Róbert: „Það er óþarfi að óttast Kristbjörgu og hún má heldur ekki vera smeyk við mig.“ Róbert glottir og gjóar augunum að Kristbjörgu. Kristbjörg: „Ég var það nú samt sem áður einu sinni þegar ég lék fyrst á móti honum en það var í fyrsta hlut- verki mínu hjá Þjóðleikhúsinu í Horft af brúnni. Þá var ég svo hrædd við þessa gæja. Var svo mikið barn. Eitt sinn var ég meira að segja svo hrædd að það leið yfir mig!“ Kristbjörg hlær dátt, grípur um handlegg Róberts og segir við hann „Manstu eftir því?!?“ Róbert: „Ég man nú ekki eftir því.“ Kristbjörg: „Ég man það hins veg- ar eins það hefði gerst í gær að á fyrstu æfingunni minni fyrir verkið þá var ég svo smeyk að ég fætumir héldu mér hreinlega ekki. En nú er ég ekki lengur hrædd við hann.“ Þekktuð þið persónur ykkar í Fíaskó? Kristbjörg: „Þær vora mér algjör- lega ókunnugar til að byrja með en hægt og bítandi kynntist maður þeim.“ Róbert: „Það er nú ávallt þannig að þegar leikarinn þai'f að „ganga í skrokk" á persónu þá verður hann að fínna hana í sjálfum sér. Til að gera persónu trúverðuga verður leikarinn að trúa á hana sjálfur. Leikari verður með öðram orðum að aðlaga persón- una sjálfum sér. Það þýðir ekkert að reyna að herma eftir einhverjum öðr- um.“ Kristbjörg, nú er kvikmynda- stjaman fallna orðin gleymin og þreytt. Hvernig nálgaðistu þá hlið hennar? Kristbjörg: „Það er vissulega margt fólk í kringum mann sem hefur orðið gleymið og maður nýtir sér ætíð að einhverju leyti það sem maður hef- ur í kringum sig. Líðan hennar er heldur ekkert óvenjuleg í sjálfu sér. Slíkt hendir einfaldlega marga er þeir taka að eldast. Það var spennandi að glíma við hlutverkið." Það hefur kannski ekki veiið erfítt fyrir þig, Róbert, að leika karlmann sem fellur fyrir konu sem leikin er af Kristbjörgu? Róbert: „Nei, það var nú ekki það erfiðasta skal ég segja þér!“ Róbert skellir upp úr og leggur hönd sína á öxl Kristbjargar. Nú leikið þið fólk á besta aldii sem fínnur ástina á ný. Haldið þið að það sé erfíðara en fyrir þá sem yngri eru? Kristbjörg: (Hlær innilega) „Nei, ástin á sér engin aldursmörk.“ Róbert: „Fólk er alltaf að stinga sér saman á elliheimilum og þótt menn gantist með það þá er sú ást ekkert sviknari en hver önnui-.“ Hafíð þið áhuga á að ieika í fleiri kvikmyndum? Róbert: „Ef það býðst þá skoðar maðui- allavega handritið." Kristbjörg: „Já, ef eitthvað skemmtilegt rekur á fjörurnar þá er bara gaman að vera með í slíku.“ Hefur ykkur dreymt um að reyna fyrir ykkur í Hollywood líkt og stjarn- an fallna íFíaskó? Kristbjörg: Hlær „Það hefur ekk- ert traflað mig.“ Róbert: „Nei, ég hef ekki heldur átt neina slíka drauma. Draumar mínir hafa leitað lengra í austurátt og margir hverjir ræst þannig að ég er sáttur við minn hlut.“ Kristbjörg: „Ef kallið hefði ein- hvei-n tímann komið þá hefði ég sjálf- sagt svarað því. Ég hef ávallt haft ánægju af því að reyna eitthvað nýtt.“ Skítkalt í næl- ondruslum Framtíð, fortíð, vonir, væntingar, ástir og örlög persónanna Júlíu og Hilmars eru Silju Hauksdóttur og Birni Jörundi sem opin bók. Hildur Loftsdóttir hleraði hugleiðingar leikaranna. Morgunblaðið/Golli Silja Hauksdóttir og Björn Jörundur Friðbjörnsson fara með hlutverk Júlíu og Hilmars í Fíaskó. Björn: „Silja var mjög veik eitt skipt- ið í upptökunum, ég var allsber að drepast úr kulda, frjósandi og skjálf- andi og hún það lasin að hún leið út af og datt í gólfið. Og samt var haldið áfram.“ Silja Hauksdóttir og Björn Jör- undur Friðbjörnsson era mætt á Borgina til að spjalla um hlutverkin sín í kvikmyndinni Fíaskó eftir Ragn- ar Bragason sem framsýnd var um seinustu helgi. Þau leika kærastupar- ið Júlíu og Hilmar, en samband þeirra gengur ekki sem best. Silja: „Það er mjög skemmtilegt að "■l vinna í bíómynd þar sem allir leggjast á eitt til að myndin verði sem best.“ Björn: „Já, og það er mjög áþreif- anleg umbun að sjá síðan myndina. Mig langar að þakka Ragnari fyrii- að skrifa þessa skemmtilegu sögu.“ Töffarinn og gelgjan Silja: Júlía er ung stúlka, dálítil gelgja og mjög leitandi. Ég myndi segja að hún væri frekar að leita að sjálfri sér en að ástinni eins og það virkar á yfirborðinu. Þetta er væn stelpa en breysk, og hún framkvæmir áður en hún hugsar. Ég gerði mér varla grein fyrii- því fyrr en ég sá myndina að hún er kannski venjuleg- ust allra persónanna í Fíaskó. Björn: Hilmar hefur verið lengi á sjónum og ekki farið í skóla. Hann er vænn strákur en töffari á yfirborðinu og það er hans leið til að „díla“ við umhverfið. Hann hefur átt í sam- bandi við Júlíu í kannski eitt ár, og það er alls ekki í fyrsta skipti sem hann á kærastu, en ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem honum er hafn- að af ástinni. Og þegar menn lenda í vandræðum á þeim velli verða þeir stundum svolítið sturlaðir af afbrýði og tilfmnigaróti, sérlega ef þeir telja sig „rnacho". Hann veit ekkert hvern- ig hann á að taka á þessum vanda og bregst við eins og reiður hani, í hálf- gerðu stundarbrjálæði. En Hilmar er góð sál, kannski svolítið einfaldur. Silja: Getur verið að töffaraskapur- inn sé einhvers konar hræðsla við höfnun hjá honum? Bjöi-n: Er það ekki þannig hjá öll- um? Rómantík og rucjdaskapur Björn: Ég er ekki viss um að ef Hilmar hefði verið lengur í landi, hefði hann dregið Júlíu á nektarbúllu. Silja: En þau era ekki par sem fer út að borða. Björn: Nei, að fara út að boi'ða og drekka rauðvín þætti Hilmari rugl. Maður borðar sig saddan og fær sér sterkt áfengi til að verða fullur. Silja: Hún er rómantískai'i. Björn: Já, hún er stúlka og stúlkur hafa yfir höfuð óraunhæfar róman- tískai’ hugmyndir um lífið. Þær horfa svo mikið á sjónvarp. Siija: Hún vill að einhver dáist að henni því hún getur það ekki sjálf. Björn: Hún vill líka eitthvert „commitment" frá honum sem hann getur ekki gefið henni. Silja: En innst inni held ég að hún vilji það ekki, því þegar hún að lokum fær ástarjátninguna þá bregst hún við eins og kjáni. Ég er ekki viss um að hún sé jafn hrifin af honum og hann er af henni. Bjöm: Það held ég að sé alveg á hreinu. Silja: Ég held að hún sé hvorki ástfangin af Hilmari né Gulla. Hún er dálítið að prófa hversu langt hún kemst. Blautur utan í bryggju Silja: Mér fannst mjög skemmti- legt að leika Júlíu og samstarfið við Daraa, Ragga og Bjössa gerði það enn skemmtilegra. Það var skapandi og lærdómsríkt að fá að þróa per- sónuna í rólegheitum á æfingatíma- bilinu og það hjálpaði mér að kynnast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.