Morgunblaðið - 04.04.2000, Page 27

Morgunblaðið - 04.04.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 27 ERLENT Fellibylur stefnir á Mósambík ÖFLUGUR fellibylur fór yfír norðurhluta Madagaskars á sunnudag og í gær fór hann út Mósambík-sund og stefndi á Mósambík. Var búist við, að hann kæmi inn yfir landið á morgun og talið er að honum fylgi mikið úrfelli. Er viðbúið að það muni auka enn á hörmung- amar í landinu en stórir hlutar þess eru enn undir vatni eftir flóðin í síðasta mánuði. Talið er, að þau hafi kostað 700 manns líf- ið til þessa og hugsanlega miklu fleiri. Óánægja með upplýsingalög MIKIL óánægja er innan breska Verkamannaflokksins með ný upplýsingalög, sem rík- isstjómin ætlai' að leggja fyrir þingið í dag. Hugsanlegt er tal- ið, að allt að 60 þingmenn flokks- ins greiði atkvæði gegn þeim. Þegar Jack Straw innanríkis- ráðherra kynnti drögin fyrst var þeim almennt fagnað en síðan hafa verið gerðar á þeim margar breytingar. Nú er t.d. lagt til, að ráðherrar og forystumenn í sveitarfélögunum geti beitt neit- unarvaldi gegn birtingu upplýs- inga og nú kemur það ekki leng- ur í veg fyrir birtingu upp- lýsinga, að það geti reynst „mjög skaðlegt“ fyrir ákveðna aðila, heldur er nóg, að þær geti , ,komið sér illa“ fyrir þá. Mannskæðar veiðar ALLS féliu 42 menn á síðustu veiðivertíðinni í Frakklandi og 191 særðist eða slasaðist. Skýrði talsmaður frönsku veiðimála- stofnunarinnar frá þessu í gær en vertíðin stendur frá 1. sept- ember til 28. febrúar ár hvert. 95% slysanna áttu sér stað er menn vom á veiðum en hin fimm prósentin þegar veiðimennfrnir vora að hreinsa byssumar. 10 skotnir í Kasmír INDVERSKIR lögreglumenn skutu 10 manns og særðu 12 í Kasmír í gær er tO mikilla mót- mæla kom þar. Var efnt til þeirra vegna ásakana um, að indverskar öryggissveitir hefðu myrt 35 sikha 20. mars sl. í þvi skyni að kenna múslímskum að- skilnaðarsinnum í Ksmír um morðin. Krafðist fólkið þess, að líkin yrðu grafin upp og málið kannað. Indverjar fullyrða, að aðskilnaðarsinnar með aðsetur í Pakistan hafi myrt mennina. Um 25.000 manns hafa týnt lífi í óöldinni í Kasmír sl. 10 ár. „Rauði Ken“ rekinn REKA átti Ken Livingstone, „Rauða Ken“, formlega úr breska Verkamannaflokknum í gær en hann ákvað að bjóða sig fram í borgarstjórakosningun- um í London 4. maí nk. þótt flokkurinn hefði valið annan frambjóðanda. Samkvæmt síð- ustu skoðanakönnun verðm- hann kjörinn borgarstjóri með 61% atkvæða. Næstur honum kemur Frank Dobson, hinn op- inberi frambjóðandi Verka- mannaflokksins, með 16. Talið er að leiðtogar dómsdagssafnaðarins í Úganda séu enn á lífí Fégræðgi að baki morðunum? Kanungu. AFP. STJÓRNVÖLD í Úganda telja, að leiðtogar dómsdagssafnaðarins, sem bera hugsanlega ábyrgð á dauða um 1.000 manna, séu enn á lífi. Þá segir fólk, sem þekkti þá, að ekki hafi neitt annað vakað fyr- ir þeim en gróðafíkn. Speciosa Kazibwe, varaforseti Úganda, sagði á sunnudag, að lík- lega væru leiðtogar safnaðarins enn á lífi. Þá má ráða af framburði vitna, að hinn eiginlegi leiðtogi safnaðar- ins hafi verið Credonia Mwerinde, sem kölluð var „skipuleggjandinn“, en ekki Joseph Kibwetere, sem kallaður var „spámaðurinn". Credonina Mwerinde lýsti sjálfri sér sem fyrrverandi vændiskonu, sem er augljóslega skírskotun til Maríu Magðalenu, og sagði, að Mai'ía guðsmóðir vitjaði sín reglu- lega. Með þennan boðskap að vopni fengu þau marga til að fylgja sér en þó því aðeins, að fólk gæti greitt aðgangseyrinn að söfnuðin- um, rúmar 5.000 ísl. krónur. Mwerinde sagði berum orðum, að það væri ekkert pláss fyrir fátækl- inga í söfnuðinum. Þá lagði hún að fólki að selja allar eigur sínar og gefa söfnuðinum. Fólkið vildi fá eigurnar aftur Þau Mwerinde og Kibwetere spáðu því á sínum tíma, að dóms- dagur yrði 1992 en þegar það frestaðist átti hann að vera nú um áramótin síðustu. Af því varð ekki heldur og talið er, að þá hafi komið upp mikill kurr meðal safnaðarfólksins, sem vildi margt fá eigur sínar aftur. Við því hafi verið brugðist með því að myrða fólkið. 725 lík hafa fundist Vitað er með vissu að leiðtogar safnaðarins urðu 725 manns að bana en yfirvöld í Úganda telja að talan kunni að hækka í um 1.000. Að minnsta kosti 330 manns létu lífið í eldi í kirkju safnaðarins 17. mars. 395 lík til viðbótar hafa ver- ið grafin upp í fjöldagröfum við byggingar í eigu safnaðarins í hér- uðunum Rukingere og Bushenyi. NOTAÐIR BÍLAR ! NOTAÐIR BÍLAR ! NOTAÐIR BÍLAR Allt að 30% afsláttur! Allt á að seljast! Grjóthálsi 1 Umboðsaðilar: Bílasala Keflavíkur, Bílás Akranesi, Bílaval Akureyri. Sími: 5751230.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.