Morgunblaðið - 04.04.2000, Síða 66

Morgunblaðið - 04.04.2000, Síða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM O 1 I. () N I) () N PÖNTUNARSÍMI 565 3900 OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00 maGC3F=IQLJDin T-sett aðeins 650 kr. —A.LCTAF E/TTHVAO /JÝT7 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kiss-meðlimir voru málaðir og í miklum ham. Kiss klikka ekki HLJÓMSVEITIN Kiss kom sá og sigraði á veitingastaðnum Hard Rock Café sxðastliðið fimmtudags- kvöld. Þeir Ace, Gene, Peter og Paul mættu í glansgöllunum á svið og var mikill hamagangur í öskjunni. Rokkarar á öllum aldri mættu til að hlýða á goðin sem voru næstum því jafnsannfærandi og um hina upprunalegu Kiss rokksveit væri að ræða. Þetta var sjötta hljómsveitin sem kom fram á tönleikaröðinni Sítrónu sem haldin er á Hard Rock Café á hverju fimmtudags- kvöldi. Falleg fermingargjöf lífstíðareign SWAROVSKI Mikið úrval af hinum heimsþekktu SWAROVSKI skartgripum Sílfurkristalskrossinn Krs i5il0,= m KRISTALL Kringlunni - Faxafeni m y SÍÍBSW SpW ■f J t ■Hh 1 ABHmc ~ ’ * Íf ' 1 \y £ I \ MYNDASAGA VIKUNNAR Fimm mín- útna vísinda- skáldsögur V. ... Planetary: All Over The World And Other Stories eftir Warren Ellis. Teiknari er John Cassaday. Sam- ansafn af fyrstu sex blöðunum x' þessari seríu sem kemur xit mánað- arlega frá WiIdStorm Productions, DC Comics. Fæst í myndasögu- versluninni Nexus IV. Höfundurinn Warren Ellis er ís- lenskum mjmdasöguáhugamönnum vel kunnur. Hann hefur tvisvar heimsótt okkur og meðal annars haldið fyrirlestra í Háskóla íslands um myndasögur og mikilvægi þeirra í bókmenntasögunni. Hann er einn baráttumanna fyrir því að fá umheiminn til að viðurkenna formið sem almenna bókmennta- grein og er ófeiminn við að löðr- unga starfsbræður sína innan geir- ans með hnúajárnsorðalagi sínu. Hann er einn af þessum nauðsyn- legu kjaftforu ólátabelgjum sem krefjast breytinga með því að berja nægilega fast í borðið til að fætur þess gefi eftir með tilheyrandi há- vaða. Hann er þekktastur sem höfund- ur „Transmetropolitan" sem er sería sem fjallar um blaðamann í framtíðarborg sem berst fyrir því að koma sannleikanum til skila á eins ókurteisan máta og hann mögulega getur. Nýjasta bók Ellis er sú fyrsta af fjórum um ráðgátu fornleifafræð- inganna í „Planetary“-hópnum. Það er skýr stefna Ellis með þessari seríu að endurvekja hinn gamla sögustíl myndasagnanna, þegar eitt blað sagði eina sögu. í öllum sögunum flettir hópurinn ofan af ævintýralegum leyndardómum í þeim tilgangi að safna upplýsingum um hið dulda og yfirnáttúrulega. í hópnum eru þrjár persónur auk hins dularfulla fjórða meðlims sem við fáum aldrei að sjá. Aðalpersóna blaðanna er einnig nýjasti meðlim- urinn, Elijah Snow, sem er jafn- Elijah Snow útskýrir fyrir and- stæðingi sínum af hverju hann sé ekki í góðu skapi. gamall öldinni þegar sagan hefst árið 1999. Hann er eins kaldur og nafnið gefur til kynna og býr yfir undraverðum krafti sem gerir hon- um kleift að frysta allt efni í um- hverfi sínu með hugsuninni einni. Með honum er ein sjálfstæðasta kona seinni ára, klædd í níðþröng- an leðursamfesting og minnir helst á bifhjóladrottningar kvikmynd- anna, og gæti líklegast varpað flóð- hesti yfir Miklagljúfur. Þriðji með- limurinn er svarti sauðurinn í hópnum og verður að teljast plást- ur í pylsuendanum enda er hann ein hallærislegasta persóna sem birst hefur í myndasögu síðan Howard The Duck kom fram á sjónarsviðið. Hann heitir The Drummer og er gruggrokkari í anda Nirvana sem gengur um vopnaður trommukjuðum sem hann notar til að berja upplýsingar út úr vélbúnaði. Sögurnar eru allar mjög skemmtilegar og víkka út hug- myndaflöt lesandans auk þess sem beitt skopskyn höfundarins særir eflaust blygðunarkennd þeirra sem eru ennþá að lesa Tinnabækurnar. Birgir Örn Steinarsson CELLULAR LIPO-SCULPTING SYSTEME Framar öllu kremi... Fremur en andlitslyfting... Framar öllu sem þú hefur áður séð. Vertu velkomin Hygea • Laugavegi 23 • Kringlunni Galleri FSrðun • Hafnarg. 25, Keflavík Agnes snyrtistofa • Listhúsinu Laugardal Snyrtistofan Mandý • Laugavegi 15 Snyrtistofa Jónu • Hamraborg 10, Kóp. Þú sérð mun eftir 30 daga!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.