Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913
126. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Meintir
strfðsglæpir NATO
Enginn
grund-
völlur fyrir
rannsókn
Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
CARLA Del Ponte, aðalsaksóknari
stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna, tilkynnti öryggisráði sam-
takanna í gær að enginn grundvöllur
væri fyrir því að hefja rannsókn á
meintum stríðsglæpum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) í loftárásum
þess á Júgóslavíu á síðasta ári.
„Þótt NATO hafi orðið á nokkur
mistök er ég sannfærð um að hvorki
var ráðist á almenna borgara né
óréttmæt skotmörk af ásetningi í
loftárásum bandalagsins," sagði hún.
Stríðsglæpadómstólnum hafa bor-
ist nokkrar umkvartanir á undan-
fórnum misserum, m.a. frá lögmönn-
um júgóslavneskra og rússneskra
þingnefnda. Sagði Del Ponte að
embættismenn dómstólsins hefðu
farið yfir öll kvörtunarefni en gögn
bentu ekki til þess að rannsóknar
væri þörf. Vildi hún ekki lýsa því í
hverju ásakanirnar fólust en í ellefu
vikna loftárásum bandalagsins á
Júgóslavíu létust tugir borgara er
sprengjur fóru aðra leið en ætlað
var. Féllu sprengjur bandalagsins
m.a. á sendiráð Kína í Belgrad með
þeim afleiðingum að nokkrir starfs-
menn þess biðu bana.
Reuters
Vilja að Elian fari strax til Kúbu
TALIÐ er að hálf milljón kúbverskra kvenna hafi í gær
tekið þátt í kröfugöngu í Havana, höfuðborg Kúbu, sem
farin var vegna drengsins Elians Gonzalez. Konurnar
kröfðustþess að hann fengi tafarlaust að snúa aftur til
Kúbu frá Bandaríkjunum en þar hefur drengurinn
dvalið frá því hann fannst á hjólbarðaslöngu í hafinu
undan strönd Flórída eftir að bátur með kúbverska
flóttamenn innanborðs sökk þar í lok siðasta árs. Meðal
þeirra sem þátt tóku í kröfugöngunni var Fidel Castro,
leiðtogi Kúbumanna, sem heilsar hér einni kvennanna,
tónskáldinu og söngkonunni Söru Gonzalez.
Áfrýjunardómstóll bandaríska alríkisins kvað nýlega
upp þann úrskurð að ættingjar Elians í Bandaríkjunum
hefðu ekki rétt til að fara fram á pólitfskt hæli þar fyrir
hans hönd. Ættingjamir hafa þegar áfrýjað úrskurðin-
um til hæstaréttar Bandarfkjanna.
■ Áfangasigur/33
Clinton veitt verðlaun fyrir að stuðla að einingu og friði í Evrópu
Skorar á Evrópuríki að
auka tengslin við Rússland
Aachen. Reuters, AFP, AP.
AP
Bill Clinton Bandaríkjaforseta fagnað í þýska bænum Aachen þar sem
honuni voru veitt Karlamagnúsarverðlaunin í gær.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
hvatti í gær ráðamenn í Evrópuríkj-
um til að auka tengslin við Rússland
og lönd í Suðaustur-Evrópu til að
tryggja frið og stöðugleika í álfunni.
„Ekki er hægt að loka dyrum fyrir
Rússlandi, hvorki Atlantshafsbanda-
lagsins né Evrópusambandsins,"
sagði Clinton í ræðu sem hann flutti í
þýska bænum Aachen þegar honum
voru veitt verðlaun, sem eru kennd
við Karl mikla eða Karlamagnús,
fyrir störf í þágu einingar og friðar í
Evrópu. Hann bætti við að ef nánari
tengslum við Rússland yrði hafnað
„myndi það leiða til skaðlegrar sam-
keppni milli Rússlands og Vestur-
landa og gera vonir okkar um
óskipta álfu að engu“. Ráðamenn á
Vesturlöndum yrðu að gera allt sem
þeir gætu til að efla tengslin við
Rússland „vegna þess að svo mikið
er í húfi“.
Clinton hvatti einnig til þess að
Evrópusambandið hæfi viðræður um
aukin tengsl við ríki í Suðaustur-
Evrópu, m.a. Tyrkland og lönd
gömlu Júgóslavíu. Þá lagði hann
áherslu á að náið samstarf Evrópul-
anda og Bandaríkjanna, sem hefði
tryggt frelsi og lýðræði í Evrópu eft-
ir síðari heimsstyrjöldina, væri jafn
mikilvægt nú þegar treysta þyrfti
lýðræðið í Rússlandi í sessi og
tryggja frið á Balkanskaga. „Ég tel
að Evrópuríkin ættu að efla banda-
lag okkar jafnvel þótt þau eflist
sjálf,“ sagði hann í hallargarði við
hliðina á 1.200 ára gamalli dómkirkju
í Aachen þar sem Karl mikli stjórn-
aði ríki sínu eftir að hafa látið Leó
páfa krýna sig keisara Hins heilaga
rómverska keisaradæmis árið 800.
Schröder varar við
eldflaugavarnakerfínu
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, lauk lofsorði á Clinton
við verðlaunaafhendinguna og tíund-
aði störf forsetans í þágu friðar í
Evrópu, frá Kýpur til Norður-ír-
lands og Balkanskaga.
Schröder varaði hins vegar Clin-
ton við því að áform Bandaríkja-
manna um að koma upp eldflauga-
varnakerfi gætu raskað
hemaðarjafnvæginu í heiminum.
Kanslarinn sagði að þótt Banda-
ríkjamenn hefðu rétt á að taka þær
ákvarðanir sem þeir þyrftu til að
tryggja eigið öryggi ættu þeir að
hafa samráð við bandamenn sína í
Evrópu um varnarkerfið þar sem
það myndi „hafa áhrif langt út fyrir
Bandaríkin".
Þetta er í fyrsta sinn sem banda-
rískur forseti er sæmdur Karla-
magnúsarverðlaununum, sem hafa
verið veitt frá árinu 1949. Aðeins
tveir aðrir Bandaríkjamenn hafa
fengið verðlaunin, þeir George
Marshall og Henry Kissinger.
Clinton hélt til Berlínar eftir ræð-
una og situr þar í dag þriggja
klukkustunda langa ráðstefnu ráða-
manna frá fjórtán ríkjum um hvern-
ig hægt sé að aðlaga velferðarstefnu
vinstrimanna alþjóðavæðingu og
aukinni samkeppni í heiminum.
Hann heldur síðan til Rússlands í
dag til að ræða við Vladimír Pútín,
forseta landsins.
■ Lítils vænst/34
Bandaríkin
Merki um
minni
þenslu
New York. Reuters, AP.
GENGI hlutabréfa í Bandaríkjunum
hækkaði verulega í gær eftir að birtar
voru nýjar hagtölur sem bentu til
þess að dregið hefði úr þenslunni í
landinu. Fjáifestar vona að þetta
verði til þess að bandaríski seðla-
bankinn hækki ekki vexti sína írekar í
bráð.
Hlutabréfaviðskiptin tóku mikinn
kipp eftir að bandaríska vinnumála-
ráðuneytið gaf út skýrslu þar sem
fram kom að atvinnuleysi hefði aukist
í 4,1% í maí úr 3,9% sem var minnsta
atvinnuleysi í landinu í þijá áratugi.
Þá skýrði viðskiptaráðuneytið frá því
að sala á bandarískum framleiðslu-
vörum hefði minnkað meira í apríl en
nokkur dæmi væru um í tæpan ára-
tug. Spum eftir raftækjum minnkaði
meira en nokkru sinni íýrr.
Þykir þetta benda til þess að sex
vaxtahækkanir seðlabankans írá því í
júní í fyrra séu nú famar að draga úr
þenslunni.
„Þetta minnkar líkumar á því að
seðlabankinn hækki vextina frekar í
júní,“ sagði Guy Truicko, fram-
kvæmdastjóri verðbréfadeildar Unity
Management í New York. „Menn
telja að bankinn þurfi ef til vill ekkert
að gera til að draga úr verðbólgu á
næstunni.“
Nasdaq hækkar um rúm 6%
Nasdaq-vísitalan hækkaði um rúm
230 stig, eða um 6,44%, vegna hærra
gengis hlutabréfa í hátæknifyrirtækj-
um. Er þetta þriðja mesta hækkun
vísitölunnar í stigum frá upphafi og
hún hefur hækkað um 19% á einni
viku. Dow Jones-iðnaðarvísitalan
hækkaði um 142 stig, eða 1,34%.
Spánn
Minnsta
atvinnu-
leysi í 20 ár
Madrid. AFP.
ATVINNULEYSIÐ á Spáni
minnkaði í maí og hefur ekki
verið minna í tvo áratugi, að
sögn spænska vinnu-
málaráðuneytisins í gær.
Atvinnuleysið hefur minnkað
um rúman helming frá því það
var mest.
Ríflega 1,5 milljónir manna
vora án atvinnu í maí eða um
9,16% vinnuaflsins og hefur at-
vinnulausum fækkað um 7,15%
á einu ári eða um 118.000
manns.
Efnahags- og framfarastofn-
unin (OECD) spáði því í mars
að atvinnuleysið á Spáni yrði
14,1% í lok ársins og 12,9% í lok
næsta árs.
MORGUNBLAÐK) 3. JÚNÍ 2000