Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Amaldur
Bjarni Júlíusson hefur gripið lax konu sinnar, Þördísar Klöru
Bridde, fyrsta stangarveidda laxinn í ár. T.h. er Ólafur Vigfússon.
Róleg byrjun
í Norðurá
LAXVEIÐI fór rólega af stað í
Norðurá í Borgarfirði á fimmtu-
dagsmorguninn, en að þessu
sinni var hún eina áin sem var
„opnuð“ 1. júní. Alls veiddust
fimm laxar fyrsta daginn og í
gærmorgun bættist einn við.
Allt voru þetta vænir fiskar, sá
stærsti um 14 pund.
Að sögn Kristjáns Guðjóns-
sonar formanns SVFR hafa skil-
yrði verið erfið, vatn minnkandi
og kuldi að undanförnu hefur
dregið úr göngum. „Við höfum
ekki séð mikið, en það hafa þó
verið skot í gangi. í gærvöldi
var t.d. skyndilega líflegt á
Stokkhylsbroti, þá settu tveir úr
okkar hópi í fjóra laxa og náðu
tveimur. Sama kvöld sást mikið
af fiski fara um í Stekknum og
þar settu menn í tvo en misstu
því miður báða,“ sagði Kristján.
Fyrsti lax sumarsins var tæp-
lega 8 punda hrygna Þórdísar
Klöru Bridde sem setti í laxinn
klukkan 7:38 fyrsta morguninn
á Eyrinni. Þórdís var með stóra
Black Sheep túpu. Bjami Ó.
Ragnarsson veiddi stærsta lax-
inn, um það bil 14 punda hrygnu
á Randalín túpu i Almenning-
num. Jón G. Baldvinsson veiddi
einnig rígvænan fisk, 13 punda
hæng, grálúsugan, á Stokkhyls-
broti.
Urriðaveiði fór vel af stað í
Laxá í Þingeyjarsýslu, bæði í
Mývatnssveit og Laxárdal.
Hólmfríður á Arnarvatni, um-
sjónarmaður Laxár í Mý-
vatnssveit, sagði 30 fiska komna
í bók og annað eins væri óskráð
enn. „Fimmtudagurinn var mjög
góður og það var að veiðast um
alla á. Mest veiddist á púpur
með kúluhausa og flotlínur,"
sagði Hólmfríður. Fiskur var
vænn og þeir stærstu 5 punda.
María Kristjánsdóttir, húsráð-
andi og veiðivörður að Rauðhól-
um í Laxárdal, sagði fyrsta dag-
inn hafa gefið um 5 fiska, mest 2
til 5 punda fiska. „Veiðimenn
eru mjög sáttir með sinn hlut og
þetta er mjög þokkalegur fiskur
enn sem komið er,“ sagði María.
Líflegt víðar
Silungsveiði byrjaði víðar á
fimmtudaginn og var ansi lífleg.
T.d. veiddust 38 bleikjur og urr-
iðar á eina stöng á neðsta svæði
Breiðdalsár og var helmingur
aflans vænn 2-3 punda fiskur.
Þá byrjaði veiði í Litluá í
Kelduhverfi og var nokkur veiði
á sumum svæðum. Nokkuð vant-
ar upp á nákvæmar upplýsingar
í bili, en þó fréttist af 6 fiskum á
einu svæði og 8 stykkjum á
öðru. Á þessum tíma vertíðar-
innar veiðist með sjóbirtingur.
^oDE4JUC
Töskur fyrír unga fólkið
IMI
Mál og menning
Síðumúla 7-9
Sími 510 2515
*
Olga vegna starfsloka Björns Grétars Sveinssonar
Asakanir um valda-
rán og bakstungu
Miklar deilur eru komnar upp innan Verka-
mannasambandsins vegna starfsloka
Björns Grétars Sveinssonar, fyrrv. for-
manns. Saka stuðningsmenn hans nokkra
______________ / _____
forystumenn VMSI og Flóabandalagsins
um valdarán. Hervar Gunnarsson mótmæl-
ir þessu og segir að starfslokin hafí verið
efnd á loforði sem Birni Grétari var gefíð í
vetur. Omar Friðriksson kynnti sér málið.
STARFSLOK Björns Grétars
Sveinssonar sem formanns Verka-
mannasambandsins hafa vakið mikl-
ar deilur og óánægju innan sam-
bandsins. Beinist gagnrýnin
aðallega að vinnubrögðum og að-
draganda málsins. Ber viðmælend-
um þó engan veginn saman um að-
draganda málsins.
Hervar Gunnarsson, ritari VMSI,
mótmælir því að um einhvers konar
samsæri hafi verið að ræða, heldur
hafi hann, Sigurður Ingvarsson, for-
seti Alþýðusambands Austurlands,
og Björn Snæbjömsson, formaður
Einingar/Iðju á Akureyri, einfald-
lega verið að efna loforð sem Birni
Grétari var gefið í vetur um að sam-
ið yrði við hann um starfslok ef í ljós
kæmi að hann nyti ekki stuðnings í
formennsku hins nýja landssam-
bands sem stofna á í haust. Unnið er
að sameiningu VMSÍ, Landssam-
bands iðnverkafólks og Þjónustu-
sambands íslands í eitt landssam-
band.
„Skil því ekki þetta fjaðrafok"
Björn Grétar lýsti yfir í Morgun-
blaðinu sl. fimmtudag að hann væri
óánægður með hvernig beiðni um
afsögn hans bar að. Þeim skilaboð-
um hafi verið komið til sín í gegnum
Hervar Gunnarsson að þess væri
ekki óskað að hann yrði formaður
hins nýja sambands.
„Með starfslokasamningnum taldi
ég mig vera að efna við hann [Björn
Grétar] loforð og hann hefur í sjálfu
sér aldrei þrætt fyrir það við mig,“
segir Hervar Gunnarsson. „Loforðið
var þess efnis að ef það kæmi í ljós
að hann nyti ekki óskoraðs trausts
til þess að verða formaður nýs sam-
bands, sem verður væntanlega
stofnað í haust, þá óskaði hann eftir
að gerður yrði starfslokasamningur
við sig. Ég skil því ekki þetta fjaðra-
fok. Eg gerði grein fyrir þessu í
framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambandsins og það var
engin athugasemd gerð
þar við að gengið yrði frá
starfslokasamningi við
hann,“ segir Hervar.
Hann mótmælir því að
um einhvers konar sam-
særi hafi verið að ræða gegn Birni
Grétari eða að forystumenn innan
VMSÍ hafi stungið hann í bakið eins
og sumir viðmælenda blaðsins halda
fram. „Það er ekki að koma í bakið á
mönnum að segja þeim sannleikann,
sérstaklega þegar þeir hafa óskað
eftir því sjálfir að fá að vita hver
staðan er og óskað eftir sérstakri
meðferð sinna mála í framhaldi af
því. Það er ekki að koma í bakið á
mönnum að efna það,“ segir Hervar.
Hann segir þetta mál hafa átt sér
langan aðdraganda. Ástæða þess að
loforðið hafi verið efnt við Björn
Grétar núna sé sú að um síðustu
helgi hafi komið í ljós að hann nyti
ekki stuðnings í embætti formanns
landssambandsins sem stofna á í
haust.
Hervar segist hafa áhyggjur af
því að sú ólga sem nú er komin upp
vegna þessa máls hafí í för með sér
að vinna að sameiningu landssam-
bandanna verði erfiðari en ella og
setji sameiningarmarkmiðið í hættu.
Taka fleiri viðmælendur blaðsins
undir það, en stefnt er að því að und-
irbúningi sameiningarinnar verði
lokið fyrir 15. september.
Segja starfslokin ekki hafa
verið að ósk Björns Grétars
Stuðningsmenn Björns Grétars
fullyrða hins vegar að starfslok
Bjöms Grétar nú um mánaðamótin
hafi ekki farið fram að ósk hans.
Bjöm Grétar hafi eingöngu greint
frá því í þröngum hópi í haust að
hann hefði fyrst og fremst áhuga á
að takast mætti að sameina lands-
samböndin þrjú og að hann væri til-
búinn að víkja fyrir nýjum formanni
ef í ljós kæmi að ekki yrði samstaða
um hann sem formann hinna nýju
samtaka.
Nokkrir viðmælenda sögðu að
flestir hefðu litið svo á að Björn
Grétar myndi sitja sem formaður
fram á næsta haust og léti þá hugs-
anlega af störfum með reisn. At-
burðarásin varð hins vegar önnur.
Sl. þriðjudag sneri Bjöm Grétar aft-
ur til starfa hjá Verkamannasam-
bandinu eftir erfið veikindi. Sama
dag var haldið aukaþing Verka-
mannasambandsins. Skv. upplýsing-
um blaðsins kom Hervar Gunnars-
son á fund Björns Grétars um
morguninn, skömmu áður en þingið
hófst, og bauð honum starfsloka-
samning þar sem gert var ráð fyrir
að hann léti af störfum nú um mán-
aðamótin.
Ekki var greint frá þessu á auka-
þinginu en Björn Grétar mætti ekki
til þingsins. Var þess getið að hann
væri fjarverandi vegna veikinda. Að
þinginu loknu var svo haldinn fund-
ur í framkvæmdastjórn sambands-
ins og þar greindi Hervar frá því að
afráðið hefði verið að gera starf-
slokasamning við
Björn Grétar að
beiðni hans.
Kom til snarpra
orðaskipta á fund-
inum vegna máls-
ins. Bæði Pétur
Sigurðsson, forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða, og Aðalsteinn
Baldursson, formaður Verkalýðsfé-
lags Húsavíkur, mótmæltu þessum
vinnubrögðum og spurðu hvort ver-
ið væri að setja Bjöm Grétar af. Var
einnig gagnrýnt harðlega að málið
hefði ekki verið tekið til afgreiðslu á
aukaþinginu fyrr um daginn. Féllu
þung orð og komu jafnvel fram
ásakanir um lögbrot.
Heimildarmenn innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, sem eru ósáttir við
vinnubrögðin, halda því fram að
rekja megi þessa atburði til þeirra
heiftarlegu deilna sem komu upp í
vetur, þegar við lá að Verkamanna-
sambandið klofnaði í kjölfar þess að
svonefnd Flóabandalagsfélög (Efl-
ing, Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og Hlíf) ákváðu að fara
eigin leið í kjarasamningunum.
Halda þessir sömu viðmælendur því
fram að á undanförnum vikum hafi
Hervar Gunnarsson, Björn
Snæbjörnsson og Sigurður Ingvars-
son unnið að samkomulagi við Flóa-
bandalagsfélögin um að bæta sam-
starfið á nýjan leik og vinna að
undirbúningi að stofnun hins nýja
landssambands.
I þessu samkomulagi hafi falist að
Björn Grétar myndi víkja úr foryst-
unni. Þessu til stuðnings benda þeir
hinir sömu á að á fundinum sl.
þriðjudag hafi verið gengið frá
hverjir tækju sæti fyrir hönd VMSI
í níu manna vinnuhópi, sem mun
hafa yfirumsjón með sameiningar-
ferlinu í sumar. Þessir fulltrúar
komi allir úr Flóabandalaginu eða
séu bandamenn þess. Var samþykkt
tillaga um efirtalda í vinnuhópinn:
Hervar Gunnarsson, Sigurð Ing-
varsson, Kristján Gunnarsson, for-
mann Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur, Björn Snæbjörnsson og
Sigurð T. Sigurðsson, formann Hlíf-
ar. Jafnframt mun vera gert ráð fyr-
ir að Sigurður Bessason, sem tók við
formennsku Eflingar sl. miðviku-
dagskvöld, og Halldór Björnsson
fyrrverandi formaður Eflingar,
verði í vinnuhópnum sem fulltrúar
Þjónustusambandsins og af hálfu
Landssambands iðnverkafólks þeir
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
sambandsins, og Þorsteinn Arnórs-
son varaformaður.
„Þessi níu manna hópur kemur
allur úr hreyfingunni í kringum
Flóabandalagið. Oðrum er ekkert
hleypt að,“ segir einn viðmælandi.
„Þetta snýst bara um völd og pers-
ónulega óvild. Menn líta á þetta sem
valdarán og gíslatöku annarra fé-
laga, sem hafa ekkert fengið um
málið að segja,“ segir hann.
Skv. upplýsingum blaðsins hafa
fjölmargir forystumenn verkalýðs-
félaga á landsbyggðinni sem eru
óánægðir með brotthvarf Bjöms
Grétars borið saman bækur sínar á
síðustu dögum um að grípa til ein-
hvers konar aðgerða vegna málsins,
birta yfirlýsingu honum til stuðn-
ings eða boða til fundar „þeirra fé-
laga sem standa utan við þetta vald-
arán“, eins og einn forystumaður
orðaði það í gær.
„Fjaðrafok út af engu“
Aðrir heimildarmenn, innan Flóa-
bandalagsins og víðar í verkalýðs-
hreyfingunni, vísa með öllu á bug að
eitthvert ráðabrugg hafi átt sér stað
og saka félaga sína í hreyfíngunni
um að búa til fjarðafok út af engu.
Hervari Gunnarssyni hafi einfald-
lega verið fengið umboð til að ganga
frá starfslokum Bjöms Grétars eins
og hann hafi sjálfur óskað eftir, en
með því að lýsa svo
óánægju sinni í
fjölmiðlum hafi
Björn Grétar ekki
staðið við sam-
komulag sem gert
var, en það hafi m.a.
kveðið á um að engin eftirmál yrðu
vegna þessa máls af beggja hálfu.
Áhugp á að leita sátta
Kristján Gunnarsson segir að þær
samsæriskenningar sem settar hafi
verið fram séu algerlega úr lausu
lofti gripnar og hann segir það mjög
orðum aukið að mikil óánægja sé
innan verkalýðshreyfingarinnar út
um landið vegna þessa máls.
Skv. traustum heimildum blaðsins
er, þrátt fyrir hinar harðvítugu deil-
ur, einnig kominn fram áhugi á að
reyna að lægja öldurnar og leita
leiða til sátta á næstu dögum. Em
menn sagðir líta svo á að ekki verði
aftur snúið og þrátt fyrir allt séu
flestir sammála um það markmið að
sameina landssamböndin þrjú í
haust í eitt 40 þúsund manna lands-
samband.
„Egtaldi mig
vera að efna
við hann lof-
orð“
Spurðu hvort
verið væri að
setja Björn
Grétar af