Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Ómissandi þáttur í ferðalögnm er að gera nesti sínu góð Geldneytin voru með allra frískasta mðti, hoppuðu og Stefán bóndi með nýfætt lamb í fanginu, en ærin er ekki
skil f skjólgóðum skógi. skoppuðu enda að fara út í fyrsta sinn á þessu vori. langt undan þegar afkvæmi hennar er skoðað.
Heildverslun Valgarðs Stefánssonar
KEA kaupir meirihlut
ann í fyrirtækinu
Hríseying-
ar í hús-
dýragarði
BÖRNIN á Leikskólanum Smábæ í
Hrísey brugðu sér f vorferð á dög-
unum og var förinni heitið að bú-
garðinum Þórisstöðum á Svalbarðs-
strönd, en þar reka hjónin Inga
Ámadóttir og Stefán Tryggvason
húsdýragarð og opið kúabú, þar
sem gestum gefst kostur á að kynn-
ast íslenskum landbúnaði rétt eins
og hann er stundaður á hefðbundnu
fjölskyldubúi nú um stundir.
Húsdýragarðurinn er opinn að
siunarlagi en þar má sjá flest islensku
húsdýrin í súiu náttúrulega umhverfí.
Gesta- og veitingastofa er sambyggð
(jósinu og þannig er hægt að fylgjast
með mjöltum á mjaltatíma.
GENGIÐ hefur verið frá kaupum
Kaupfélags Eyfirðinga á meirihluta
hlutafjár í Heildverslun Valgarðs Stef-
ánssonar ehf. á Akureyri og í kjölfarið
verður kostssala Nettó sameinuð
heildversluninni, sem og þjónusta við
mötuneyti sem sinnt hefur verið í
versluninni Strax á Byggðavegi.
Áætlað er að velta hins sameinaða
félags verði um 400 milljónir króna á
ári. Félagið verður áfram til húsa á
sama stað og ekki eru fyrirhugaðar
breytingar á starfsmannamálum að
svo stöddu.
Heildverslun Valgarðs Stefánsson-
ar var stofnuð 1933 og hefúr veitt
matvöruverslunum og sölutumum
þjónustu, en í auknum mæli hefur fé-
lagið nú veitt fyrirtækjum og stofn-
unum þjónustu á sviði rekstrar- og
hreinlætisvara. Nettó-kostur hefur
starfað frá árinu 1997 og starfsemin
vaxið ört síðan, en hún felst í að veita
skipum, útgerðum, mötuneytum og
veitingastöðum alhliða þjónustu að
því er varðar kaup á matvöru, búsá-
höldum, hreinlætisvörum, hreinsi-
efnum og ýmsum sérvörum og
rekstrarvörum. Starfsemin hefur
verið í húsnæði Nettó á Akureyri en
þaðan eru sendar vörur um land allt.
Sameiningin hefur verulega hag-
ræðingu í för með sér, m.a. hvað
varðar bókhald, skráningu og þá er
þess vænst að stærra og öflugra félag
hafi betri möguleika á að fá vörur
keyptar á hagstæðara verði.
Eftir þessar breytingar eru helstu
hluthafar í Heildverslun Valgarðs
Stefánssonar ehf., Kaupfélag Eyfirð-
inga, Valgerður Valgarðsdóttir, Ragn-
heiður Valgarðsdóttir og Besta ehf.
Júníspá
V eðurklúbbsins
Veðrið
batnar um
miðjan
mánuð
Dalvfk. Morgunblaðið.
NOKKUR ágreiningur var á milli
félaga í Veðurklúbbnum í Dalbæ á
Dalvík þegar kom að því að útbúa
veðurspá fyrir júnímánuð. Þannig
vildu sumir félaganna meina að
veðrið í mánuðinum yrði ekkert
sérstakt, þokuloft, lítill hiti, einhver
rigning en nokkrir góðir dagar inn
á milli. Aðrir töldu að um miðjan
júní færi smátt og smátt að hlýna
og veðrið yrði orðið hið besta í lok
mánaðarins.
Félagamir komust þó að sameig-
inlegri niðurstöðu sem er á þá leið
að þegar tungl kviknar 2. júní fer
að hlýna svolitið, en veðrið að öðru
leyti ekki ósvipað og verið hefur
síðustu daga og vikur. Um miðjan
mánuðinn, 16. júní, fer hann hins
vegar að taka verulega við sér og
líkur á góðu útivistarveðri á þjóð-
hátíðardaginn. I kjölfarið má búast
við rigningarkafla, en siðustu daga
mánaðarins verður sumarblíða eins
og hún gerist best.
Klúbbfélagar eru vinsælir heim
að sækja, þannig heimsóttu um 140
manns klúbbinn í maímánuði og eru
félagar þakklátir fyrir heimsóknir,
góðar kveðjur og sendingar.
Sjómannadagur hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis
OPIÐ hús verður hjá Krabba-
meinsfélagi Akureyrar og ná-
grennis á morgun, sunnudaginn 4.
júní, sjómannadaginn, í húsnæði
félagsins að Glerárgötu 24, frá kl.
14 til 16.
Starfsmenn félagsins munu þar
leggja áherslu á að kynna bækl-
inga sem tengjast körlum og
krabbameini.
Félagið mun í samvinnu við
Sjómannadagsráð og Sjómanna-
félag Eyjafjarðar dreifa þessum
bæklingum í öll skip og báta á
Eyjafjarðarsvæðinu og sjá auk
Kynningarfund-
ur og opið hús
þess til þess að nýir bæklingar
sem sérstaklega tengjast krabba-
meini hjá körlum berist þeim í
hendur.
Sama dag kl. 16 verður kynn-
ingarfundur hjá KRAFTI, stuðn-
ingsfélagi ungs fólks á öllum aldri
sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandenda þeirra.
Hildur Björk Hilmarsdóttir for-
maður og Árný Júlíusdóttir vara-
formaður munu kynna starfsemi
félagsins en ætlunin er að mynda
hóp á Norðurlandi sem myndi
starfa í tengslum við Krabba-
meinsfélag Akureyrar og ná-
grennis og KRAFT í Reykjavík.
Markmiðið er að tengja fólk
saman, hjálpast að við að koma
upplýsingum á framfæri, bæði
hvað varðar andlegan og félags-
legan stuðning, standa fyrir
fræðslufundum og eins að vekja
athygli á nauðsyn endurhæfingar
fyrir krabbameinssjúklinga.
Allir þeir sem vilja kynna sér
starfsemi Krabbameinsfélags Ak-
ureyrar og nágrennis eru vel-
komnir.
rnnJisrÍB
ENDINGl
Kerrur og vagnar
í ölLum stærðum
Auðveld og fljótleg Lokun
Oruggasta kúpLing
á markaðinum
Rúnnaðar hjóLskálar
" bílhjól og feLga
sterkur botn
S O L U STAÐIR
Brenderup Island
Dalvegi 16b, Kópavogur
Sími 544 4454 • Fax 544 4457
Bílasala Akureyrar
Freyjunesi 2, Akureyri
Sími 461 2533 • Fax 461 2543
Verslunarhúsnæði
um eða yfir 200 fm
Óska eftir að taka á leigu vel staðsett verslunar-
húsnæði á Akureyri sem fyrst. Góð aðkeyrsla
nauðsynleg. Traustir aðilar. Lysthafendur sendi
upplýsingar á auglýsingadeild Morgunblaðsins
merkt "Verlsunarhúsnæði Akureyri"
Akureyrarbær auglýsir
Um sölutjöld og söluvagna
17. Júní nk.
Samkvæmt 8. grein reglna um útimarkaði og sölutjöld á Akur-
eyri er öllum öðrum en þeim, sem standa fyrir hátíðahöldunum
17. júní, bönnuð öll sala varnings og veitinga á opnum svæðum
og sölureitum þann dag.
Byggingafulltrúi Akureyrar.