Morgunblaðið - 03.06.2000, Side 34
ERLENT
MÖRGUNBLAÐIÐ
34 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
Eldflaugavarnir til umræðu í Evrópuheimsókn Bandaríkjaforseta
AP
Götusali hefur á boöstólum matrúskur með myndum leiðtoganna sem hittast í Moskvu í dag, Bills Clintons og Vladímírs Pútíns.
Lítils vænzt af fundi
Clintons og Pútíns
The Washington Post.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
munu að öllum líkindum ekki gera
stóran samning um takmörkun á
vopnaeign ríkjanna þegar þeir hitt-
ast á fundi í Moskvu nú um helgina.
Líklegra þykir, að þeir leggi áherzlu
á aðra, smærri samninga um viðvör-
unarkerfi og gæzlu kjamorkuvopna-
efna.
Fréttaskýrendur vænta þess, að
leiðtogarnir dusti rykið af og gangi
endanlega frá fyrri samþykktum
milli Rússlands og Bandaríkjanna
um stofnun sameiginlegrar aðvömn-
armiðstöðvar sem koma á í veg fyrir
að röng skilaboð berist um að
kjarnaflaug hafi verið skotið á loft.
Þá muni leiðtogarnir koma sér
saman um tímaáætlun fyrir hvom
aðila um sig um eyðingu 34 tonna af
umframbirgðum af plútóníumi.
Einnig verði gengið frá samþykkt
um að Bandaríkjamenn standi
straum af kostnaði við endurbygg-
ingu tveggja vörugeymsla í kjarn-
orkustöðinni í Sarov í Rússlandi og
að bandaríska orkumálaráðuneytið
aðstoði við gæzlu kjamaefna í rúss-
neskum herstöðvum.
Þessir samningar em mun
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, segir að hann muni á fundi sín-
um með Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta nú Um helgina leggja til að ríkin
tvö taki höndum saman í baráttunni
gegn kjamorkuvæddum útlagaríkj-
um. Sagði Pútín í sjónvarpsviðtali að
vamir gegn kjamorkuvá væru mögu-
leiki „ef við leggjum saman í púkk og
einbeitum okkur að því að eyða ógn-
inni sem steðjar að Bandaríkjunum,
Rússlandi, bandamönnum okkar og
Evrópu yfirleitt“.
Bandaríkjamenn vilja koma upp
takmörkuðu eldflaugakerfi til þess að
verjast hugsanlegri árás svonefndra
útlagaríkja er eiga kjamavopn, t.d.
smærri í sniðum en Clinton og menn
hans höfðu gert sér vonir um fyrir
skömmu, er þeir töldu sig geta feng-
ið Rússa til að samþykkja breyting-
ar á sáttmálanum um bann við eld-
flaugavömum (ABM-sáttmálanum) í
þá vem, að Bandaríkjamenn gætu
notað takmarkaða gerð eldflauga-
varnarkerfis gegn því að minnka enn
meira birgðir sínar af árásarvopn-
um.
Þegar vonir um þetta tóku að
dvína um miðjan maí sagði talsmað-
ur bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins við fréttamenn að fundur leiðtog-
anna snerist ekki einungis um vopn
og slík mál væm jafnvel ekki þunga-
miðja fundarins.
Michael McFaul, starfsmaður Al-
þjóðafriðarsjóðs Canergie í Banda-
ríkjunum, sagði aftur á móti að
bandarískir ráðamenn hefðu „vonazt
eftir stóram tíðindum en ekki lítil-
ræði hvað varðar niðurskurð á
vopnabúram."
Áherzla á efna-
hagsumbætur
Sumir bandarískir sérfræðingar í
utanríkismálum segja þetta vera
fyrir beztu. Þetta verður fyrsti leið-
Norður-Kóreu, íran og írak. Slíkt
kerfi væri þó brot á sáttmálanum um
takmörkun kjarnaflauga (ABM-sátt-
málanum) frá 1972.
Fréttastofa Reuters hefur eftir
heimildamanni í Kreml, að Rússar
muni á leiðtogafundinum ennfremur
leggja til öðru vísi vamaráætlun en
Bandaríkjamenn hafa gert, og feli
togafundur Clintons og Pútíns og
embættismenn leggja áherzlu á
nauðsyn þess að Rússlandsforseti
einbeiti sér að efnahagsumbótum og
tryggi fjölmiðlafrelsi og lýðræði.
Arásir Rússa á skrifstofur óháðr-
ar fjölmiðlasamsteypu, sem oft hef-
ur gagnrýnt Pútín, hefur valdið
áhyggjum af takmörkuðu fjölmið-
lafrelsi í landinu. Pútín hefur einnig
vakið efasemdir um, hversu ákveð-
inn hann sé í að auka lýðræði, með
því að leggja til frekari völd til handa
stjómvöldum í Moskvu. Á meðan
Clinton dvelur í borginni hyggjast
mannréttindasamtök birta nýjar
skýrslur um voðaverk sem framin
voru í stríðinu í Tsjetsjníju.
„Framtíðarstefnan í rússneskum
stjórnmálum skiptir meira máli en
hvort um er að ræða 2500 eða 1500
[kjarnaodda]," sagði McFaul. „Ef
Rússland verður orðið að lýðræðis-
ríki eftir tíu ár, með frjálst efnahags-
kerfi í tengslum við evrópskar stofn-
anir, þá skiptir minna máli hversu
margar eldflaugar era tO í landinu.“
Heimsækir Jeltsín
En ef afvopnunarmál verða ekki
þungamiðja fundar leiðtoganna og
áætlun Rússa í sér að kjamorkuflaug-
ar verði skotnar niður þegar þær séu
á leið upp, í stað þess að ráðist sé á
þær úti í geimnum, líkt og áætlanir
Bandaríkjamanna feli í sér.
„Þetta er alveg ný tillaga, sem
markar þáttaskil," sagði Alexander
Golts, vamarmálasérfræðingur rúss-
neska tímaritsins Itogi þegar frétt-
ekki heldur alþjóðlegur fjárstuðn-
ingur við Rússland, um hvað ættu
leiðtogarnir þá að tala? spyr banda-
ríska blaðið Washington Post í leið-
ara.
Bandaríkjaforseti ætti að leggja
áherslu á trú- og fjölmiðlafrelsi, seg-
ir blaðið, því að Pútín hafi ekki tekið
þessi málefni mjög alvarlega. Hann
hafi talað um að reka kjörna ráða-
menn og setja þá undir yfirráð
manna, sem hann hafi sjálfur út-
nefnt, og hafi tengsl við leynilögregl-
una og herinn. I ljósi þessa ætti Clin-
ton að ítreka mikilvægi lýðræðis og
frjálsra kosninga.
Clinton heldur til Rússlands frá
Þýzkalandi í dag og mun eiga kvöld-
verðarfund með Pútín. Á morgun
munu þeir eiga formlega fundi í
Kreml og að þeim loknum gefa út yf-
irlýsingar. Þá mun Clinton koma
fram í útvarpsþætti og mun hlust-
endum gefast kostur á að hringja og
spyrja forsetann spurninga.
Á mánudag mun Clinton svo
ávarpa Dúmuna, neðri deild rúss-
neska þingsins, heimsækja Boris
Jeltsín, forvera Pútíns og heilsa upp
á starfsfólk bandaríska sendiráðs-
ins.
astofa Reuters bar undir hann um-
mæli heimOdamannsins í Kreml.
Bandaríkjaforseti heldur til Rúss-
lands í dag en í gær var hann í Þýzka-
landi þar sem hann átti m.a. fund með
Gerhard Schröder kanzlara. Sagði
Schröder á fundinum að Evrópumenn
hefðu áhyggjur af því, að létu Banda-
ríkjamenn verða af því að koma upp
eldflaugavamakerfi gæti það leitt til
þess að vopnakapphlaup færi af stað á
ný og óstöðugleiki vaxið í Rússlandi.
Clinton brást ekld beinlínis við
áhyggjum Schröders, en Samuel
Berger, þjóðaröryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseta, sagði að alls ekki
væri um að ræða alvarlegan ágrein-
ing mOli Clintons og Schröders.
„Mambo-
kóngur“
látinn
TITO Puente, einn af helstu
brautryðjendum „salsa“ djass-
og danstónlistar, lést á mið-
vikudag, 77 ára að aldri. Hann
var lagður inn á sjúkrahús í
New York fyrr um daginn til að
gangast undir hjartaaðgerð.
Puente fæddist árið 1923 og
vora foreldrar hans frá Puerto
Rico. Hann starfaði um árabil
sem hljóðfæraleikari, höfundur
og stjórnandi hljómsveita.
Hann átti stóran þátt í því að
gera mambo- og cha cha-dans-
tónlistina vinsæla um hinn
vestræna heim og eftir hann
liggja meira en eitthundrað
hljómplötur. Kvikmyndin
„Mambo Kings“ fjallaði um fer-
0 Puntes.
Kosningar
í Japan
FORSÆTISRÁÐHE RRA
Japans, Yoshiro Mori, leysti í
gær upp japanska þingið og
boðaði tfl kosninga 25. júní.
Þrátt fyrir að Mori njóti sam-
kvæmt skoðanakönnunum lítils
fylgis meðal Japana, er stjóm-
arflokkunum engu að síður
spáð sigri í kosningunum. Vin-
sældir Moris döluðu mjög í
kjölfar orða sem hann lét falla
nýlega. Þá sagði forsætisráð-
herrann að Japanir væra „guð-
leg þjóð“ og að keisarinn væri
„kjarni þjóðarinnnar". Þótti
mörgum þessi orð minna
óþægflega mikið á yfirlýsingar
japanskra stjórnmálamanna
frá fjórða og fimmta áratug 20.
aldar, þegar drottnunarstefna
Japans leiddi ómældar hörm-
ungar yfir íbúa Suðaustur-As-
íu.
Hope á
sjúkrahúsi
BANDARÍSKI gamanleikar-
inn Bob Hope liggur nú á
sjúkrahúsi í Kaliforníu þar sem
hann gekkst undfr aðgerð
vegna veikinda í meltingarfær-
um. Læknir Hopes, dr. Gary
Annunziata, sagði í yfirlýsingu
að líðan sjúklingsins væri eftir
atvikum góð. „Hann á í höggi
við vandamál sem er mjög al-
gengt meðal þeirra sem eldri
era. Það er ekki lífshættulegt.
Það er læknanlegt," sagði í yfir-
lýsingunni. Búist er við því að
Hope muni dvelja á sjúkrahús-
inu í viku meðan hann er að
jafna sig eftir aðgerðina.
Bob Hope fæddist í Bretlandi
en fluttist ungur að áram til
Bandaríkjanna þar sem hann
átti sjötíu ára feril sem gaman-
leikari og „brandarakarl".
Bush frestar
aftöku
GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í
Texas og frambjóðandi til emb-
ættis forseta Bandaríkjanna,
frestaði á fimmtudag aftöku
dæmds nauðgara og morðingja
í Texas. Aðeins 30 mínútum áð-
ur en taka átti Ricky McGinn af
lífi, ákvað Bush að fresta aftök-
unni meðan framkvæmd yrði
ný DNA-rannsókn í tengslum
við morð á 12 ára stúlku sem
McGinn var sakfelldur fyrir.
Talið er ákvörðunin tengist for-
setaframboði Bush en í ríkis-
stjóratíð hans hefur alls 131
verið tekinn af lífi í Texas.
Washington, Bcrlfn. AFP, Los Angeles Times.
Pútín býður
samvinnu