Morgunblaðið - 03.06.2000, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Grindvíkingar gæla
við listagyðjuna
Mist
Þorkelsdóttir
Þorkell
Sigurbjörnsson
Atli Heimir
Sveinsson
Menning og náttúruauðæfí er yfírskrift
menningar- og listahátíðar sem haldin verð-
ur í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið
dagana 4. til 17. júní. Orri Páll Ormarsson
kynnti sér dagskrána og ræddi við menning-
arfulltrúa Grindavíkur, Guðmund Emilsson.
Guðmundur
Emilsson
MARGT er baukað í Grindavík. Þar
eru sægarpar góðir, íþróttalíf í
blóma og Bláa lónið, sjálf paradís
ferðamannsins, á næstu grösum.
Menning og listir koma þó ekki strax
upp í hugann.
„Það kann að vera rétt,“ segir
Guðmundur Emilsson, menningar-
fulltrúi bæjarins. „Það er hins vegar
missldlningur að bærinn sé menn-
ingarsnauður. Því fer víðs fjarri og
alla 20. öld var hér auðugt menning-
arlíf sem snerist í kringum Gunnlaug
Scheving listmálara og Sigvalda
Kaldalóns, ástsælasta sönglagaskáld
þjóðarinnar, og fleiri stórmenni á
sviði lista. Eitt mesta skáld okkar
tíma, Guðbergur Bergsson, er frá
Grindavík og starfar hér. Þetta er
ekki ónýtur grunnur til að byggja á.“
Guðmundur tók við starfi menn-
ingarfulltrúa í Grindavík fyrir um
ári. Var honum þá meðal annars falið
að hafa verkstjórn um menningar-
hátíð.
„Mér var falið að móta hugsunina
á bakvið hátíð sem hefði það að
markmiði að auðga mannlífið á
svæðinu, laða gesti og gangandi í
þetta fjölmennasta ferðamannahér-
að þjóðarinnar og byggja brú yfir
fjallið Þorbjörn, sem óneitanlega
skiptir svæðinu í tvennt. Að sjálf-
sögðu var lögð áhersla á að fá í heim-
sókn góða listamenn, innlenda og er-
lenda.“
Sett var á laggirnar fjögurra
manna nefnd sem í voru fulltrúar að-
ilanna þriggja sem tóku höndum
saman um verkefnið, Grindavíkur-
bæjar, Hitaveitu Suðumesja og Bláa
lónsins, auk Guðmundar. Segir Guð-
mundur starf nefndarinnar hafa ver
ið með miklum ágætum.
„Fyrstu tillögur voru settar fram í
ágúst á síðasta ári. í þeim var gert
ráð fyrir að hátíðin spannaði eina
viku. Fljótlega fóru menn þó að ljá
máls á því að skemmtilegt gæti verið
að lengja hátíðina, gera hana viða-
meiri, og tengja hana þremur stór-
um helgum, sjómannadagshelginni,
hvítasunnuhelginni og 17. júni. Til-
lögurnar voru endurhugsaðar út frá
þessu. Nýr rammi hátíðarinnar lá
fyrir í lok mars, inntak og efnistök í
aprfl og núna í maí höfum við verið
að fínpússa þetta."
fsinn brotinn
Guðmundur segir undirbúning
hafa tekið lengri tíma en menn
reiknuðu með í upphafi en eftir á að
hyggja þurfi það ekki að koma á
óvart. „Það er verið að brjóta ísinn
viða.“
Segir hann menn hafa verið mis-
trúaða á að hátíð af þessu tagi gæti
gengið. „Það er ekkert óeðlilegt.
Menn þurfa að hugleiða svona hluti.
Nú finnum við hins vegar fyrir byr
og ef vel tekst til að þessu sinni erum
við sannfærð um að það verður auð-
velt að koma á annarri hátíð að ári,
standi vilji manna til þess á annað
borð.“
- En er Grindavík rétti vettvang-
urinn fyrir hátíð af þessari stærðar-
gráðu?
„Mönnum fannst mörgum fráleitt
að byggja Bláa lónið á sínum tíma.
Úrtöluraddir voru háværar. í dag ef-
ast enginn um að það hafi verið
gæfuspor fyrir byggðarlagið og Is-
land allt. Ég vona að eins fari fyrir
menningarstarfinu hér, að það vaxi
og dafni og nái sama stigi í metnaði
og sérþekkingu og einkennir há-
tækniiðnaðinn hér í Grindavík og-
mannvirki hitaveitunnar í Svarts-
engi og Bláa lónsins. Það er
gríðariegur metnaður fyrir hönd
íþróttalífs i bænum. Metnaðarfullt
menningarlíf er kannski ekki óeðli-
legt framhald stefnunnar sem fylgt
hefur verið í atvinnu- og íþróttalífi á
svæðinu."
- Vonarðu að þetta frumkvæði
leiði tíl vakningar víðar um land?
„Hví ekki það? Ef þetta heppnast
vel kynnu fleiri bæjar- og sveitar-
félög á stærð við Grindavík að ráða
til sín fólk til samstarfs og eflingar
menningarlífs. Það er raunar mín
skoðun að það sé almenn vakning í
landinu um menningarverðmæti,
hvort sem það er Sigvaldi Kaldalóns,
Gunnlaugur Scheving og Guðbergur
Bergsson í Grindavík eða eitthvað
annað. Menning getur vakið áhuga
þjóðarinnar á viðkomandi byggðar-
lagi sem aftur leiðir til meiri sam-
gangna og samskipta. Vestfirðingar
voru til dæmis að skerpa á sérein-
kennum sínum á ráðstefnu um dag-
inn.“
- Vbru menn ekkert smeykir við
að láta hátíðina skarast við Listahá-
tíð í Reykjavík?
„Hátíð okkar um menningu og
náttúruauðæfi er haldin í samvinnu
við Reykjavík, menningarborg
Evrópu árið 2000. Af því frumkvæði
borgarinnar hljótum við að draga þá
ályktun að öflugt menningarstarf
hér sé af hinu góða. Við vonum því að
gestir menningarborgarinnar, inn-
lendir sem erlendir, bregði undir sig
betri fætinum og líti líka til okkur.“
Fjölbreytt dagskrá
Snar þáttur í hátíðinni er tón-
skáldaþing, sex viðburðir alls, sem
fram fara í Eldborg í Svartsengi.
Frummælendur verða íslensku tón-
skáldin Atli Heimir Sveinsson, Mist
Þorkelsdóttir og Þorkell Sigur-
bjömsson og bandarisku tónskáldin
Mark Phillips, Gerald Shapii-o og
William Harper. Efnt er til tón-
skáldaþingsins til að heiðra minn-
ingu Sigvalda Kaldalóns, staðartón-
skálds Grindvíkinga.
Heimsfrumfluttar verða nýjar
hljóðritanir á verkum tónskáldanna
sex sem segja frá verkum sínum. Atli
Heimir ríður á vaðið á mánudag kl.
17.
Atli Heimir kemur raunar víðar
við sögu, enda sérstakur gestur
Grindavíkurbæjar um sjómanna-
dagshelgina. Á sunnudag verða Haf-
gúur, Grindavíkurgjömingur hans,
fluttar við Grindavíkurhöfn, og nýtt
hljóðrit af tónverkinu Doloroso um
kvöldið. Þá mun tónskáldið fjalla um
Námur, fjöllistaverk 36 innlendra og
erlendra listamanna unnið á árunum
1987-2000 í tilefni þúsaldar, kristni-
töku á íslandi og landafunda í Vest-
urheimi. Námur era reyndar í önd-
vegi á hátíðinni. Atli mun einnig
leika undir hjá barnakór Grindavflí-
urkirkju.
Af öðram tónlistarviðburðum má
nefna að Sigrún Hjálmtýsdóttir
kemur fram og Sigrún Eðvaldsdóttir
og Atli Heimir Sveinsson leika lög
eftir Sigvalda Kaldalóns. Andrea
Gylfadóttir syngur við Bláa lónið og
tónverkið Grameðlan eftir Mark
Phillips verður flutt á sama stað af
básúnuleikaranum Tony Baker.
Bubbi Morthens mun syngja Bell-
man-söngva þar og Lynn Helding
syngur úrval amerískra ljóðasöngva.
Þá verður flutt Dansasvíta eftir Ger-
ald Shapiro og Karlakór Keflavíkur
kemur við sögu.
Illugi Jökulsson fer með ljóð á ljóð
ofan í salarkynnum bláa lónsins og
dr. Ilkka Oromo, prófessor við Síb-
elíusar-akademíuna í Helsinki, flytur
erindið Um menningu og náttúra-
auðæfi.
Á sunnudag verður opnuð sýning
á verkum úr Námum, í tónum, tali,
málverkum, handritum og ljósmynd-
um. Þar á meðal era sýnishorn por-
trettljósmynda Guðmundar Kr. Jó-
hannessonar af Námafélaginu
1987-2000. Þá verða sýnd myndverk
eftir Námalistamenn, þá Tolla,
Gunnar Örn og Hallstein Sigurðs-
son. Að auki verða til sýnis handrit
Námaskálda og tónskálda.
Allar standa þessar sýningar í
Eldborg í Svartsengi hátíðina á
enda.
Matthías Johannessen skáld segir
frá Gunnlaugi Scheving og fimm
mannamyndir listamannsins frá
Grindavíkuráranum verða afhjúpað-
ar.
Birna Bjarnadóttir talar um
skáldskap Guðbergs Bergssonar.
Þá mun Guðbergur sjálfm’ flytja
þankabrot við þúsaldarmót í Eld-
borg í Svartsengi á sunnudagskvöld,
en orð hans era hluti af Námum XII,
lokaverkum Náma.
„Heit fjölskylduhátíð" verður í
Svartsengi um hvítasunnuhelgina í
tilefni af 25 ára afmæli Hitaveitu
Suðurnesja. Mannvirki hitaveitunn-
ar verða opin gestum og gangandi,
þar á meðal Gjáin, tækniundur í iðr-
umjarðar.
Grindavíkurkirkja efnir til hátíðar
sem stendur frá 4. til 17. júní en hún
er liður í Kristnitökuhátíð í Grinda-
vík. Meðal dagskrárliða era þema-
vika með 7-9 ára börnum, ungir
Grindvíkingar flytja tónlist, gospel-
tónleikar fara fram, Páll Óskar
Hjálmtýsson og kórar flytja Missa
Millennium og fleira.
I tilefni menningarhátíðarinnar
efnir Veitingahúsið Jenný við Bláa
lónið til Djassdaga 5. til 16. júní. Fyr-
irhugaðir era sex tónleikar undir
forystu Eyþórs Gunnarssonar með
þátttöku þekktustu djassleikara
þjóðarinnar.
Öllum er heimill ókeypis aðgangur
að viðburðum hátíðarinnar meðan
húsrúm leyfir.
Fimm efnilegir ballettdansarar
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Guðbjörg Halla Arnalds, Tinna Ágústsdóttir, Gyða Bergs og Kristín
Una Friðjónsdóttir.
Keppa
í Svíþjóð
og New
York
FIMM ungir og efnilegir ballett-
dansarar era á leið til Svíþjóðar og
New York til að taka þátt í alþjóð-
legri keppni í listdansi. Guðbjörg
Halla Arnalds, Tinna Ágústsdóttir
og Gyða Bergs fóru í vikunni til
Mora í Svíþjóð og taka þar þátt í
norrænni danskeppni í klassískum
listdansi og era þáttakendur nem-
endur á aldrinum 15 -19 ára frá óp-
eraballettskólum Norðurlanda.
Keppnin hófst á fimmtudag og lýkur
í dag laugardag. Keppnin er tekin
upp af sænska ríkissjónvarpinu og
sýnd í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Kristín Una Friðjónsdóttir og
Gunnlaugur Egilsson vora valin af
dómnefnd í New York til þess að
taka þátt í New York International
Ballet Competition og fóra þau utan
í morgun. Það eru 24 pör víðs vegar
að úr heiminum sem keppa á aldrin-
um 17 - 24 ára. Þau dveljast í New
York í þrjár vikur en á þeim tíma
era þeim kenndir dansarnir sem
keppt verður í. Keppnin sjálf byrjar
21. júní og stendur til 25. júní og lýk-
ur með verðlaunaafhendingu og
miklum hátíðarhöldum en þátttaka í
þessari keppni er mjög eftirsótt og
talin mikill heiður fyrir dansarana
sem valdir era. Þetta er jafnframt í
fyrsta sinn sem íslenskir ballett-
dansarar taka þátt í hvorri keppni
um sig.
[úta[átíti í RejLjav
Hafnarborg.
Sýning á völdum verkum Lou-
isu Matthíasdóttur.
www.centrum.is/hafnarborg
Landsbókasafns íslands - Há-
skólabókasafn.
Sýning á bréfum og dagbókum
frá 19. öld og fyrri hluta 20. ald-
ar.
www.bok.hi.is
Ljósafossi við Sogið -
List í orkustöðvum.
Félag ísl. myndlistarmanna og
Landsvirkjun standa fyrir mynd-
listarsýningum í tveimur af
virkjunum Landsvirkjunar
Ljósafossi við Sogið og Laxárvir-
kjun í Aðaldal. Sýningin í Lax-
árvirkjun opnar 16. júní.
www.umm.is (leitarorð FÍM).
www.lv.is
Sjávarlist á Akranesi.
Akraneshlaupið kl. 10.30.
www.akranes.is
Laugardalshöll. Kl. 14.
Tónleikar norrænu barnakór-
anna.
100 raddir í sameiginlegum
barnakórum. Aðgangur ókeypis.
Reykjavíkurhöfn - Fíflaskipið.
Sýningar á Miðbakkanum kl.
15 og kl. 20.
Hafnarbakkinn.
Fjöllistahópurinn M-2000 mun
leika listir sínar á Hafnardögum í
dag og á morgun, Sjómannadag.
Þorláksvaka - Ölfus
Fjölskyldudagur, unglingd-
ansleikur um kvöldið. Dagskráin
er hluti af samstarfsverkefni
Menningarborgarinnar og sveit-
arfélaga.
www.olfus.is.
www.reykjavik2000.is - wa-
p.olis.is.
Listahátíð
Þjóðleikhúsið. Kl. 20.30.
Englar alheimsins. Café Teat-
ret frumsýnir leikgerð sína á
skáldsögu Einars Más
Guðmundssonar.
Salurinn, Kópavogi. Kl. 17.
Bréfið - sýning ítalska lát-
bragðsleikarans Paolo Nani.
www.artfest.is.
Sameiginleg dagskrá
Islenska óperan. Kl. 15 og kl.
20.
Don Giovanni.
Uppfærsla frá Þjóðarbrúðu-
leikhúsi Tékklands í Prag.
www.artfest.is
Borgarleikhúsið. Kl. 16.
Einhver í dyrunum.
Síðasta forsýning á nýju verki
eftir Sigurð Pálsson.