Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 55

Morgunblaðið - 03.06.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 55 loksins létti kom annar brestur. Þama voru fell, klettar og fjöll, öðr- um lík. Og fólkið reyndist líkt öðrum landsmönnum. Það talaði þó ögn öðru vísi en ég átti að venjast - og það sem meira var- það virtist hafa meiri tíma til að tala. Þetta fólk hafði jafnvel tíma til að þegja heilu dag- ana. Og það var gott að þegja með því, þar sem ég fann, að það vildi mér gott. En barnstrúin hafði beðið hnekki; nú vissi ég að mamma sagði ekki alltaf satt. En með árunum hef ég fengið annan skilning á boðskap móður minnar; þegar öllu er á botnin hvolft var ansi mikið til í því sem hún sagði! Þegar móðir mín sagði „Helgi bróðir“, þá var það gert með ein- hvers konar lotningu og hlýju í rödd- inni. Ég fékk það á tilfinninguna mið- að við frásagnir hennar, að þessi maður hlyti að vera eins konar guð á Héraði, í það minnsta í Fellum. Mað- Jur sem hafði byggt sér og Gróu sinni Björnsdóttur frá Rangá nýbýli úr landi Ekkjufells og nefnt Helgafell. Þess vegna lét ég líkt og ég biði jóla- sveinsins þegar fréttist að Helgi bróðir væri að koma í heimsókn. Hans var von ríðandi með flokki Héraðsmanna. Þegar leið að boðuð- um komudegi kom hraðskeyti frá Helga og félögum. Mamma tók and- köf; bara að það hafi nú ekki eitthvað komið fyrir hann Helga. Hún reif upp skeytið með ótta í augunum: „Kem í Bárðardal í kvöld - stopp - nægur matur - stopp - sendu Sigur- geir með kassa af góðu víni - stopp - Kveðja, Helgi bróðir. Nú, það gat svo sem verið, sagði mamma nokkuð snúðugt, þegar hún hafði lesið skeytið. Ég var felmtri sleginn, barnið. Ekki ætlar hún þó að svíkja bróður sinn um vínið? Nei, auðvitað sendi hún pabba af stað með kassa af Wisky. Það dugði ekki minna þegar I höfðingjar ríða um héruð. Og svo kom Helgi heim ásamt Pétri á Egilsstöðum. Þá var ekki mollan í eldhúsinu hjá mömmu. Það voru sagðar sögur frá gamalli tíð. Mamma varð aftur tvítug og það var mikið hlegið. Þeir tóku líka eftir stráknum. Sæll, gæskur, sagði Helgi og heilsaði mér eins og fullorðnum manni. -Það er Skógargerðissvipur á stráknum sagði Pétur. Helgi sam- sinnti því og ég uppveðraðist allur. - Hann verður stór og sterkur þessi sagði Pétur sposkur, þú ættir að tryggja þér hann strax í vegagerð- ina. - Ja, þú segir nokkuð svaraði Helgi , virti mig fyrir sér um stund en sló síðan til: Þú ert ráðinn þegar þú hefur aldur og þroska til. Mamma þín lætur mig vita. Héma, fyrirfram- greiðsla. En eitt skaltu vita, drengur minn, það er gagn að þú standir þig. Og ekki orð meira um það. Þar með var ég ráðinn í vegagerð með mórauðan fimmhundruðkall í fyrirframgréiðslu. Það voru mikil verðmæti. Það liðu ár. Mörg ár. Ég stækkaði eins og Skógargerðismenn gera gjarnan. Ég hugsaði stundum til Helga. Hann hefur ekkert meint með þessu tilboði gerðu í gleðivímu, hugs- aði ég. Hafði ekki döngun í mér til að hringja til hans. Það var nefnilega talsvert mál að hringja milli lands- i hluta í þá daga. Ákvörðun um slíkt var sett undir æðsta valdið á heimil- inu. En þá hringdi Helgi. - Var ég ekki búinn að ráða þig í vegagerð, ertu ekki að koma, gæskur? Auðvit- að fór ég austur. Ég flaug með „Þristi“ austur. Helgi vegagerðarverkstjóri tók á móti mér á flugvellinum en var ekki eins upprifinn og forðum. Við ókum heim í Helgafell, sem var umferðar- miðstöð þess tíma, við norðurendann i á Lagarfljótsbrúnni. Þangað áttu margir erindi, til oddvita í 27 ár, til vegagerðarverkstjórans og bóndans, svo dæmi séu tekin af fjölmörgum hlutverkum Helga. Og allir komu við í eldhúsinu hjá Gróu. Þaðan fór eng- inn svangur. Hún fóstraði mig sumar eftir sumar. Það voru ekki höfð um það orð, það þótti bara sjálfsagt. Ég fékk sama atlæti og synimir, Gísli bóndi og danssjarmörinn Björn. Þeir eru ólíkir en reyndust mér sem bræður. Ég fann að ég var velkom- n. En vegagerðarverkstjórinn lét mig bíða eftir verkefnum. Það þurfti ýmislegt að sýsla við skrifborðið, undirbúa vertíðina í vegagerðinni, sinna sveitungum og málefnum hér- aðsins, skólanum, vatnsveitunni. Var ekki von í hitaveitu? Svo þurfti að sjá til þess að menn borguðu til Bruna- bótafélagsins. Ef mínúta gafst þá mátti nota hana til þess að krækja í góða bók, ef „Palli bróðir“ hafði þá ekki orðið á undan, Páll á Aðalbóli. Það var kært með þeim bræðrum, þó þeir bæru það ekki á torg. Það hafði valdið sári þegar Páll var tekinn úr Skógargerðishópnum og settur í fóstur á barnlaust gott heimili. Ég gleymi aldrei hvemig Palli grét, en við sem eftir vorum gátum hjúfrað okkur hvert að öðru sagði Helgi. Báðir voru þeir sólgnir í bækur og göntuðust oft með bókakapphlaup sín á milli. Engu að síður safnaði Helgi dagblöðunum handa Páli. Loks hófst vegagerðin með eftir- litsferð. Þá voru vegir mest úr mó og mold með örlítilli malarsleikju ofan á. Þetta vildi vaða upp í drullu á vor- in. Við forum á „Gamla Rauð“, löng- um rauðum jeppa frá Wyllis. Það var ekkert útvarp í jeppanum en ýmsir hlutar hans, eins og vélarhlíf, aur- bretti og hurðir, aðallega þessar í afturgaflinum, sköpuðu tónlist með margvíslegum hreyfingum, sem nýir bílar leika ekki eftir. Fyrst fórum við „onyfir“ á Seyðisfjörð. Ég reyndi að horfa svolítið spekingslegur á veg- inn, drullupyttina. Helgi stöðvaði af og til, fór út með skóflu til að veita vatni frá. Ég reyndi að læra. Við komum á Seyðifjörð, þar sem Helgi átti erindi. Nei, hann fór ekki í „ríkið“, þetta var árið sem hann var í bindindi. Þeir höfðu strengt þess heit, nokkrir ölkærustu Fellamenn- irnir að drekka ekki í ár. Helgi stóð við það, því það sem hann ætlaði að gera, það gerði hann. Hinir féllu allir. Við fórum aftur uppyfir, inn Vellina, inn allan Skriðdal, við vorum í vis- indaleiðangri um vegina. Ferðin stóð frá sólarupprás til sólarlags. Rann- sóknina bar að taka alvarlega. Þess vegna, að því er ég taldi, var aldrei sagt orð. Ékki íyrr en undir kvöld, þegar við vorum komnir niður á móts viðTunguhaga. Þá allt í einu þagnaði Gamli Rauður líka. Og hvað sem Helgi startaði og startaði, þá vildi hann ekki í gang aftur. Þá loks sagði Helgi: Ja, nú dámar mér ekki, hann er ekki vanur að láta svona. En nú er aldeilis gagn, drengur minn, að þú kunnir eitthvað að eiga við bíla, ekki kann ég það. Þar með var vélarhlífin þrifin upp. Báðir litu svoh'tið gáfulega á það sem þar var en Rauður bara glotti fúll á móti. Við verðum að ná í Sigþór sagði Helgi. í þeim orðum bar að gamlan Chevrolet vörubíl með tvöföldu húsi. Þar var Sigþór í Tunguhaga kominn, rétt eins og Helgi hefði sent honum hugskeyti. Þessum þúsundþjala- smið, sem var töframaður við bíla. Hann hafði varla litið á Gamla Rauð þegar jeppinn hrökk í gang. Eftir það gekk hann alltaf sem klukka á meðan ég þekkti til. Sigþór glotti út í annað og sagði við Helga: Var það ekki þetta sem þú vildir? Helgi var svolítið önugur við heim- komuna. Kunni ekki einu sinni að meta umhyggjusemi Gróu, sem snar- aði fram veislumat þó ekki kæmum við á matartíma. - Hvað er þetta, kerling, heldurðu að við getum alla tíð verið að éta? sagði Helgi, snarað- ist í símann, sneri sveifinni og kall- aði: Miðstöð. Síðar tók hann til matar síns, en þá sagði Gróa mín, þessi ann- álaða bindindiskona: Þú ert eitthvað svo önugur, Helgi minn, síðan þú fórst í þetta bindindi, ég held þú verðir bara að fá þér þetta árans brennivín af og til. Helgi leit á Gróu undrunaraugum, þessu viðhorfi átti hann ekki von á úr þessariátt, enda hefur hann eflaust tahð bindindið vísa leið til að gleðja Gróu. En það kom ekki til greina að rjúfa það, jafn- vel þó Gróa samþykkti. Þar kom að við lögðumst út í tjöld. Ég skalf úr kulda fyrstu þijár næt- umar. En við lögðum nýja vegi, sem eru djásn á Héraði í dag. Þeir eru fal- legri en aðrir vegir! I vegagerðinni kynntist ég því líka, að það var borin virðing fyrir Helga. Einhverju sinni laumuðumst við vegagerðarstrákamir í kaffi heim á einhvem bæ. Við voram eitthvað að gantast með „karlinn" okkar í milli. Þá stökk húsfreyjan upp á nef sér: Ég vil ekki hafa það að talað sé illa um Helga Gíslason í mínum húsum; hann hefur gert þvílík ósköp fyrir mig, mína og mína sveit. Reyniði frekar að hunskast til verka, sagði frúin og það gerðum við. Það var gott að vera með Helga, hann sagði skemmtilegar sögur og hafði fjölbreytta hjörð í kring um sig í vegagerðinni. Þeir tóku mér vel, sögðu mig með Skógargerðissvip, sérstaklega þegar ég notaði skófluna sem hvíldarprik! Ég kom aftur næsta sumar og þá fórum við Helgi enn „onyfir“. En þá var bindindisár- inu lokið, þannig að viðkoma var höfð í ríkinu, því eina sem þá var á Aust- urlandi. Þá fór aksturstíminn „onyf- ir“ eftir því hvað klukkan var. Éf hún var farin að halla veralega í sex gátu menn verið ótrúlega fljótir. En þegar upp í stafina var komið vildi Helgi ekki keyra. Ég var settur undir stýr- ið, próflaus. Það gerir ekkert til, við ÓLAFÍA BJÖRG GUÐMANNSDÓTTIR tÓlafia Björg Guð- mannsdóttir fædd- ist í Keflavík 20. febr- úar 1933. Hún lést á Vífílsstöðum 25. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 2. júní. Elsku systir mín. Mik- ið á ég eftir að sakna þín. Hvenær sem var gat ég komið til þín og fengið ráð við mínum vanda- málum og farið ánægðari af þínum fundi, alltaf lagðir þú gott til allra mála með þinni rólegu framkomu en þín miklu vandamál barst þú ekki á borð fyrir aðra. Það eina sem þú sagðir var: „Ég hlýt að hafa verið svona vond manneskja í mínu fyrra lífi úr því svona mikið er lagt á mig hér á jörð.“ Við fæðingu varst þú úr mjaðma- lið sem var ekki skoðað nógu fljótt svo annar fóturinn varð styttri. Aldrei man ég eftir að þú værir bitur þó þú gætir ekki tekið þátt í bolta- leikjum með okkur. Aðeins níu ára færð þú heilahimnubólgu og var þér ekki hugað líf um tíma. Þér hafði gengið vel að læra en allt þurrkaðist út en þá kom fram þín alkunna þolin- mæði, þó ung værir. Það var byrjað upp á nýtt að læra stafina og um haustið hélstu áfram með jafnöldr- um þínum þó þú værir búin að missa svona mikið niður. Þú varst svo lag- hent að hvort sem þú varst að sauma eða prjóna varð allt svo smekklegt hjá þér svo að unun var á að horfa. Ung fórst þú að vinna á símstöinni hérna og þaðan í Húsmæðraskólann á ísafirði eitt árið því að drauma- prinsinn var á næsta leiti og eins gott að kunna að matbúa. Hann hét Guðsteinn og þið giftuð ykkur 1957 og eignuðust fljótlega þrjú myndar- leg börn. Þið vorað búin að kaupa ykkur íbúð og bæði lögðuð þið mikið á ykkur til að endar næðu saman. Guðsteinn vann hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og til að afla meiri tekna vann hann við bílavið- gerðir hjá bróður sínum. Þá kom reiðarslagið, hann lenti í slysi og lést. Bömin svona ung, orðin föðurlaus, en þú gafst ekki upp og fórst að vinna á símanum, en oft var þröngt í búi hjá þér þó ekki væri kvartað. Þetta vora erfið ár en strax og börnin gátu fóra þau að hjálpa til og lærðu sparsemi og ráðdeild. Strákarnir fóru í iðnnám. Öm er bifvélavirki en Hilm- ar smiður. Lilja var eitt ár í Bandaríkjun- um en fór svo að vinna skrifstofustörf. Þú lifðir fyrir börnin þín og varst alltaf ein. Bömin flugu úr hreiðrinu, tvö settust að í Noregi en yngsta bamið, Hilmar, var stoð og stytta mömmu sinnar. Svo varðst þú fyrir slæmu handleggsbroti og sýndir aðdáunar- verða þolinmæði. Handleggurinn var að verða ónýtur en þá fréttum við af lækni á Borgarspítala sem gerði kraftaverk í svona málum. Það gekk eftir og hann sagðist þurfa að stytta handlegginn um nokkra senti- metra. Þetta væri orðið svo slæmt en hvað með það sagðir þú, annar fótur- inn er nokkram sentimetram styttri, svo það jafnast á, en bakið og mjöðmin vora alltaf að plaga þig og fórst þú í aðgerð og fékkst kúlu og fyrir nokkram áram í aðra aðgerð. Þá var tæknin orðin svo mikil að bein var notað og loksins komin yfir sextugt með báða fætur jafnlanga. Allt annað líf sagðir þú þó bakið sé orðið slitið en ekki var allt eins og það átti að vera. Stanslaus þreyta og lystarleysi. Þú varst úrskurðuð með krabbamein í lunga og aftur var bar- ist áfram, en nú laust þú í lægra haldi og lést á Vífilsstöðum 25. maí. Elsku Lóa mín. Þrautagöngu þinni hér á jörð er lokið og veit ég að maðurinn þinn hefur tekið fagnandi á móti þér eftir öll þessi ár. Hvíl í friði, elsku systir mín. Elín. Kær frænka okkar, Ólafía Björg Guðmannsdóttir, eða Lóa eins og hún var alltaf kölluð, er látin. Okkur systurnar langar að minnast hennar með nokkram orðum. Lóa og systur hennar og við systkinin fjögur vor- um systkinabörn í báðar ættir og hafa þessar tvær fjölskyldur alltaf verið nánar og samgangur mikill. í hvorri fjölskyldu vora þrjár systur, allar fæddar á fáum áram, og áttu fjölskyldumar heima í sama húsinu fyrstu árin. Af þessum hópi er Lóa önnur í röðinni til að hverfa frá okk- ur, því að elsta systir okkar, Kata, dó fyrir nokkram áram. Lóa átti að mörgu leyti erfiðara líf en margur annar, þó að ekki væri hægt að merkja það í fari hennar. Hún varð ung ekkja með þrjú ung börn þegar Guðsteinn maður hennar lést í hörmulegu slysi fyrir rúmum 30 árum. Auk þess var hún fötluð á fæti frá fæðingu. Þrátt fyrir alla erf- iðleika virtist hún alltaf geta séð bjartari hliðar lífsins og hún kvart- aði aldrei yfir örlögum sínum. Lóa var einstaklega myndarleg í höndunum og prjónaði og saumaði mikið. Það var alveg sama hvað hún gerði, allt var jafn fallegt og fór jafn vel. Þau vora ófá skiptin sem hún að- stoðaði okkur við það sem við voram að gera og fannst það alveg sjálfsagt. Fjölskyldan var Lóu mikilvæg og vora systurnar alltaf mjög samrýnd- ar. Lóa átti líka góð börn og var ynd- islegt að sjá hvemig hún ljómaði þegar hún talaði um þau og barna- börnin. Umhyggja bamanna fyrir henni var líka mikil og hún naut þess að hafa þau í kringum sig. Hilmar, yngsti sonur hennar, sem býr í Keflavík, hefur verið henni stoð og stytta í gegnum tíðina. Örn og Lilja, eldri börn hennar, hafa lengi búið í Noregi og fór hún í nokkrar heim- sóknir til þeirra og var auðheyrt af frásögnum hennar að þær stundir vora henni dýrmætar. Að lokum viljum við þakka Lóu frænku okkar samfylgdina í gegnum lífið og vottum börnum hennar, tengdabörnum og bamabörnum samúð okkar og fjölskyldna okkar. Ólafía og Elín. Húnferaðenguóð, eröllummönnumgóð, og vinnur verk sín hljóð. - Sumirskrifaíöskuna öll sín bestu jjóð. Þessar fallegu línur úr kvæði Davíðs Stefánssonar komu í huga minn þegar ég frétti lát Lóu (eins og hún var ávallt kölluð). I byrjun sum- ars kvaddi hún okkur. Börnin henn- ar þrjú vora hjá henni, enda einkar föram rólega og Rauður þekkir leið- ina, sagði Helgi, saup síðan drjúgt úr fleygnum. Ég hafði aldrei lifað aðra eins upphefð, ók eins og með forseta „uppyfir". Helgi þurfti að hafa við- ■* komu á Egilsstöðum, en það styttist hjá mér andardrátturinn þegar hann fyrirskipaði mér að aka heim að bankanum, kaupfélaginu og pósthús- inu, en sem betur fer var ekki komin lögreglustöð á staðnum. Áfram hélt lífið. Mannlífið á Aust- urlandi smitaðist af því kapphlaupi sem hafið var í öðram landshlutum. Gróa kvaddi og degi Helga tók að halla. Hann hélt þó áfram að berjast fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þó hann væri í hjartanu einn sá mesti sósíal- isti sem Hérað hefur alið. Hann átti líka margar orðasennur við ekkisens kommúnistana, sem reyndust hörðustu kapitalistar þeg- ar að þeirra eigin skinni kom. Hann hafði orð á því að morgni að sinn tími væri kominn. Hann var sáttur við það, enda hugur löngu lagður af stað. En hann þijóskaðist við, svona af gömlum vana. Vildi láta almættið vita að Skógargerðismenn falla ekki baráttulaust. En eftir grimm átök í sólarhring lagði hann niður vopnin og kvaddi. Hann settist undir stýri á Gamla-Rauð, sem nú fór í gang. Hann renndi úr hlaði frelsinu feginn. Helgi Gíslason á Helgafelli er hættur að búa. Hann er hættur að leggja vegi og greiða götu sinna sveitunga. Hann renndi í hlað hjá Pétri í efra í dögun. Pétur heilsaði gesti, en mun hafa þótt komumaður nokkuð seinn til svars. Loks leit Helgi með feimnislegum sposkum svip til Péturs, tók kveðju hans, en spurði í leiðinni: Hvurra manna ert þú, gæskur, ekki þó úr Fellunum? GísÚ Sigurgeirsson. kært með þeim öllum. Tvö barnanna hennar, búsett í Noregi komu heim til að kveðja mömmu. Lóa var ein- staklega prúð og hógvær manneskja og dauðastundin einkenndist af þessum góðu eiginleikum hennar. Vissulega er sárt að kveðja sína allra nánustu, börnin sín og tvær eftirlif- andi systur. Mann sinn missti Lóa af slysföram árið 1968. Þá var hún ein með þrjú ung böm, eldri sonurinn aðeins tíu ára. Samband Lóu og Guð- steins, manns hennar, var afar fal- legt og gott. Þau vora samtaka í einu og öllu og uppeldi barnanna var það sem öllu máli skipti. Guðsteinn var hennar eina ást og nú var hann far- inn. Lóa ól upp börn sín og menntaði eins vel og kostur var. Henni var tamt að líta fram á veginn í hógværð og án væntinga. Bömin hennar uxu úr grasi og urðu öll fyrirmyndarfólk, sem hún gladdist yfir. Samband þeirra var gott og öll hjálpuðust að til að endar næðu saman. Börnin bera merki um uppeldi sitt og era öll vel gerð og gefin. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu hóf Lóa störf hjá Pósti og síma hérna í Keflavík. Þar vann hún til fjölda ára, einnig eftir að hún stofnaði heimili. Hún var vel liðin meðal samstarfsmanna sinna, enda glöð og skemmtileg en umfram allt afar vönduð. Frá fæðingu var Lóa fötluð að því leyti að önnur mjöðmin var styttri en hin. Þetta varð henni kvalafullt og gekk hún undir aðgerðir með mis- jöfnum árangri. Aldrei heyrði ég hana kvarta þótt kvalin væri. Það var þægilegt að vera með henni. Röddin var lág, en aðlaðandi. Aldrei styggðaryrði í garð annarra. Kímni- gáfan í góðu lagi. Nú er hún farin frá okkur en minning um góða konu lifir með okkur sem eftir eram. Ég sendi börnum hennar, systr- um og öðram vinum og vandamönn- um mínar einlægustu samúðarkveðj- ur um leið og ég þakka henni samfylgdina. Guðbjörg Þórhallsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.